Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 33 Guðmundur Grettir Jósefsson - Minning lífðarmálunum. Hún var lengi fé- lagi í Sálarrannsóknarfélaginu, og hún hafði ákveðnar skoðanir í póli- tíkinni þó svo að henni hafi fundist flokkurinn sinn vera kominn langt frá markmiðum sínum síðustu árin. Hún var ákveðin kona, hún amma, og var líka mikið í mun að líta vel út og sleppti því aldrei að setja á sig eyrnalokka og fara í háhælaða skó. Eftir að afi okkar lést árið 1979 flutti amma til Reykjavíkur á Háaleitisbraut 50. Þar varð heimili hennar áfram miðpunktur fjölskyldunnar, og hitt- umst við þar síðast á afmæli ömmu 16. apríl síðastliðinn. Fyrirtveimur mánuðum var amma lögð í fyrsta sinn inn á sjúkrahús, Landspítalann og síðan í Hátúni 10. Hún naut þar frábærrar umönnunar, sem hér er sérstaklega þakkað fyrir. Þar lést hún aðfaranótt 5. ágúst síðast- liðinn, umvafin umhyggju margra sinna nánustu. Við fráfall hennar i myndast ákveðið tómarúm og veigamiklum þætti í lífi okkar er lokið, missir okkar bamabarnanna er mikill, þó mestur hjá dótturdótt- ur hennar Díönu, en samband þeirra var einkar náið. Þær mæðg- ur, Díana og María Huld bjuggu lengi hjá ömmu og afa, og síðar í næsta nágrenni. Díana hefur reynst ömmu ómetanleg hjálpar- hella og vinur. Já, minningarnar sækja á hug- ann og hrannast upp til dæmis þegar við fórum gangandi á móti ömmu að loknum vinnudegi í Val. Amma í sláturgerðinni, en þar var hún bæði yfirsmakkari og hrærari. Og hversu gaman var að fá hana í mat og fara með hana á kaffihús því „allt var þetta svo gott“, hún „hafði sjaldan eða aldrei bragðað ■ neitt eins gott.“ Hún sitjandi í eld- húsinu á Háaleitisbrautinni örlítið I fjarræn en hláturinn hár og dil- « landi. Og þannig munum við hana, I glæsilega konu, sem hélt reisn sinni ! allt til hins síðasta. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ellen, Þórdís, Linda og Páll Hinrik. Til ömmu. Við kveðjum ömmu á Háaleitis- braut og þökkum fyrir hvað hún var góð við okkur. Það var gaman að heimsækja hana og gaman að fara út í búð fyrir hana, því að þá varð hún svo glöð. Okkur þótti Ivænt um hana. Nú er hún hjá guði og við vitum að guð passar vel svona góða ömmu. fleiri sem hún sat ein við gluggann í Álftamýrinni og beið. Sjúkleiki hennar færðist allur í aukana með árunum og oft varð að flytja hana á sjúkrahús sárþjáða. Þar fékk hún að vísu einhveija úrlausn hveiju sinni en ekki til frambúðar. Hún vildi þó ekki gefast upp en neytti allra ráða til þess að halda þessum vágesti í skefjum, en það reyndist skammgóður vermir því að síðustu fékk hann liðsauka frá öðrum sjúk- dómi ennþá skæðari og þar með lauk hennar langa stríði. Blessuð veri minning hennar. Við frændsystkinin frá Horni færum henni yfir móðuna miklu hjartans þakkir fyrir allt og allt og biðjum þann sem öllu ræður að leiða hana sér við hlið um Ijóssins friðar- heima. Ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Haraldur. Fæddur 29. október 1923 Dáinn 5. ágúst 1993 Hvað hef ég lært? Að líf og auðna breytist, að lán og ólán snýst um mannsins sök að sí og æ vor sáiarstyrkur þreytist er sitjum við og nemum lífsins rök, að dýrið móti mannsins viti streitist, að mitt á leið sé krókur, gildra, vök. Hvað hef ég lært? Að líf og heilsa manna sé leit og stöðug eftirspum hins sanna. (Matthías Jochumsson) Guðmundur Grettir Jósefsson var fæddur á ísafirði hinn 29. október 1923 ásamt tvíburabróður sínum Sigurði Rafni. Foreldrar þeirra voryjijónin Ingi- björg Friðmey Björnsdóttir, Jóns- sonar Jónatanssonar, skálds er bjó á Fæti í Seyðisfirði vestur við ísa- fjarðardjúp, og Helgu Sveinbjörns- dóttur, Elíassonar frá Súðavík, og Jósefs Gíslasonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Þau hjónin hófu búskap á ísafirði 1923. Jósef starfaði þá sem mat- reiðslumaður á togaranum Leikni frá Patreksfirði. Þau hjónin flytjast þangað 1925 með syni sína og árið 1927 eignast þau stúlkubarn, sem skírt var Jóna í höfuðið á Jónu Hálfdánardóttur, sem gift var Jó- natani bróður Ingibjargar. Jóna og Jónatan tóku í fóstur son Ingibjarg- ar, Björn, sem hún átti með Ólafi Guðmundssyni Ottesen, skipstjóra. Þessi stúlka dó aðeins eins árs að aldri. Á Patreksfirði eignuðust þau myndarlegt heimili á þeirra tíma vísu og urðu vinamörg. Þau bjuggu í Merkisteini, húsi Friðriks söðla- smiðs. Ingibjörg var glæsileg, glað- vær og skáldmælt, listræn og myndarleg í höndum og mikil hann- yrðakona, heklaði, prjónaði, saum- aði og skar út ýmsa hluti af hag- leik og eftir hana áttu margir fagra hluti. Hún ofkældist á ferðalagi til Tálknafjarðar og fékk bijósthimnu- bólgu. Upp úr því fær hún tæringu í lungun, sem var þá nær ólækn- andi sjúkdómur. Hún bar veikindi sín vel og gekk árla á hveijum degi langar gönguferðir með vinkonum sínum, hvernig sem viðraði. En þrátt fyrir dugnað hennar og þraut- seigju, ágerðust veikindi hennar. Á þessum tíma var í undirbúningi bygging sjúkrahúss á ísafirði, svo það verður úr að þau flytja þangað í von um betri læknisþjónustu. Þá var á ísafirði Vilmundur Jónsson, sem síðar varð landlæknir. Þar búa þau þar til Ingibjörg fer á sjúkra- húsið og þar dvelur hún í um þijú ár, en þá fer hún í aðgerð á Krist- neshæli og þar lést hún 1. nóvem- ber 1933, þrjátíu ára gömul. í öllum veikindum Ingibjargar, annast Helga móðir hennar heimilið og uppeldi drengjanna. Hún var stjórn- söm, ákveðin en hlý og umhyggju- söm, hagsýn og trúuð. Hún var hafsjór af sögum og kvæðum, og kunni utan að vísur úr Heilræða- rímu Jóns Bjamasonar í Prestshól- um, sem hann orti til Illuga sonar síns um 1600, sem þótti gott vega- nesti ungum mönnum. Einnig kunni hún allar Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar, og fjölda bæna til brúkunar kvölds og morgna, að ógleymdri speki Prédikarans og Davíðssálma. Biblían var leiðarljós hennar kynslóðar, sem lagði mikið upp úr menningu hugarfarsins og háttvísi til orðs og æðis, sem lama átti armæðuna og skapa friðinn við náungann, efla um leið manndóm- inn og mannkostina á ábyrgan hátt, til dyggða og drengskapar. í þann tíma spilltu ekki fjölmiðlarnir fólk- inu. Það ræktaði sig sjálft með lestri góðra bóka. Þá var guðsorð haft að leiðarljósi og mannleg reisn og manndómur í heiðri hafður, þó nú hafi þetta allt verðfallið líkt og krónan okkar. Þá sagði fólkið eins og Míkas (6-8): Hvað heimtar Drottinn annað af þér, en að gera rétt, ástunda kærleika og ganga fram í lítillæti fyrir Guði þínum? Minnisstæð eru mér enn mörg af heilræðum hennar: Varðveittu hjarta þitt framar öllu öðru, því þar er uppspretta hamingju þinnar, og farsældar lífs þíns; Leyf eigi munni þínum að baka sál og líkama þínum sektar; Stilling afstýrir stórum glappaskotum; Heimskinginn talar mörg orð og endir ræðu hans er ill flónska; Tunga þín dæmir þig og tunga þín sæmir þig, því skalt þú orðvandur vera; Svo mun mönnum farnast sem þeir eru til ferðar búnir. Þegar Ingibjörg fer á sjúkrahúsið alfarin, treystir Helga móðir hennar sér ekki til að standa fyrir heimil- inu, enda farin að kröftum. Þá er drengjunum komið fyrir hjá vina- fólki og skyldmönnum. Rafn fer til Egils Jónssonar og konu hans á Snæfjallaströnd og Grettir fer til Guðnýjar, afasystur sinnar í Fremri-Arnardal, og manns hennar Guðjóns Halldórssonar, og þar er hann til sextán ára aldurs við al- menn sveitastörf. Þá ræður hann sig á botnvörpunginn Hilmir frá Reykjavík, hjá aflamanninum Jóni Sigurðssyni. Með því að segja sig eldri en hann var, fékk hann skip- rúmið, en á átján ára afmælisdag- inn kallaði Jón hann af dekkinu upp í brú og óskaði honum til hamingju með afmælið, því að Jón hafði alla tíð séð í gegn um fingur við hann. Með Jóni var hann til margra ára. Segja má að sjómennska Grettis hafi hafist þegar hann var sex ára, er hann réri til fiskjar með Guðjóni fóstra sínum. Grettir kvænist 1946 Pálínu Sig- tryggsdóttur, vélstjóra á ísafirði og Guðrúnar Pálsdóttur ættaðri úr Djúpinu, og flytjast til Hafnarfjarð- ar. Sama árið eignuðust þau son sem skírður var Sigtryggur, sem nú er starfandi vélstjóri í Hafnar- firði og er kvæntur Hrefnu Ragn- arsdóttur og eiga þau þijú börn. Árið 1947 lýkur Grettir námi í Stý- rimannaskólanum. Hann stundar nú sjómennsku á ýmsum skipum og er skipstjóri í afleysingum. Hann þótti duglegur, glöggur og laginn til allra verka. Grettir fór til Kanada á Ms. Gróttu, skipi Björgvins Bjarnasonar, útgerðarmanns frá ísafirði, í fiskileiðangur þriggja skipa árið 1950, sem fyrsti stýri- maður hjá Guðjóni Halldórssyni skipstjóra, góðum dreng og vini hans. Rafn bróðir hans var fyrsti vélstjóri á sama skipi, en ílentist á Nýfundnalandi og kvæntist þar- lendri konu, Mavis að nafni. Eign- uðust þau fjögur börn. Hann vann þar lengst af hjá vélaverksmiðju og annaðist uppsetningu véla. Hann lést þar fyrir nokkrum árum og að honum látnum tók Bruce sonur hans, við því starfi. Grettir sótti botnvörpunginn Skagfirðing, fyrsta skip Útgerðarfélags Sauðárkróks, og fylgdist með smíði þess, og var skipstjóri þess fýrstu tvö árin. Hann hafði einnig eftirlit með smíði Karls- eyjar, skipi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum 1975, og sigldi því fyrstu árin. Hann missir konu sína 1972, sem var honum mikið áfall enda hafði verið mjög kært með þeim. Um tíma var hann skipstjóri á Gylfanum frá Patreksfirði í síldar- flutningum, og stýrimaður á botn- vörpungnum Víkingi frá Akranesi. Þar kunni hann vel við sig og var mjög hrifinn af fýrirkomulagi og sjóhæfni þess skips. Hann ræðst til Húsavíkur og stóð þar fyrir neta- verkstæði botnvörpungsins Júlíusar Hafstein frá 1980-83, að hann er beðinn að koma til Flateyrar að taka þar við yfirstjórn netaverk- stæðis útgerðarfélagsins Hjálms. Þar vann hann meðan kraftar ent- ust. Sérstakar þakkir vil ég færa Ein- ari Oddi Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra og öllum samstarfs- mönnum hans þar, sem reyndust honum drengir góðir og tryggir félagar. Eitt sinn þegar við bræður hittumst í Vestmannaeyjum fór hann með þessa vísu fyrir mig eftir Reinhardt Reinhardtsson: „Vinur, ég hef verk í hönd mér víða tekið, mokað flór og rollur rekið, róið kænu og færi skekið." Þetta fannst honum frábær lýsing á honum sjálf- um. Þar stóðum við á brúarvængn- um á Hvítanesinu og horfðum út á hafið til suðurstrandar íslands, og virtum fyrir okkur fegurð Eyja- fjallajökuls, þá kom upp í huga mér kvæði Henrichs Heines um storm- inn og bylgjuna bráða og bátstapa. Ræddum við þá um sjómannsins líf í helgreipum hafs og himinsins, kvöl hans og þrá. Þegar við hittumst, sem vitan- lega var of sjaldan, þar sem við vorum báðir sjómenn, þá ræddum við um ættfólk okkar, þjóðmálin og önnur áhugamál. Við veru sína á Sauðárkróki og víðar hafði hann kynnst mörgum af ættmönnum okkar, því hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og var ættrækinn. Hann las mikið, átti góðar bækur og tíma- rit og var í hópi þeirra sjómanna, sem víða voru vel heima. Grettir hafði gaman af Ijóðum og gat sett saman vísu, þegar vel lá á honum og sér til hugarhægðar. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og afla- brögðum og átökum í sjávarútvegs- málum og gat komið vel fyrir sig orði og hafði sínar skoðanir á þess- um málum. Hann kunni vel til verka í netum, trollum og fleiri veiðarfær- um og var hörkuduglegur og af- kastamikill skorpumaður meðan heilsa og kraftar entust. Þessa hæfileika hans kunni Einar Oddur og aðrir skipstjórnarmenn, sem hann var með til sjós vel að meta. Frá því í nóvember á síðasta ári, Sigrún Hansen, fyrrverandi full- trúi í Landsbanka Islands lést 30. júlí síðastliðinn. Ég var svo lánsöm að starfa með Sigrúnu á annan áratug á aðalskrifstofu Landsbank- ans, sem síðar hét erlend viðskipti. Þar kynntist ég mikilhæfri manna- kostakonu og góðum vinnufélaga. Sigrún var fædd 8. júlí 1911. Hún stundaði nám við Verzlunar- skóla íslands og framhaldsnám í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum. Hún hóf störf í Landsbank- anum árið 1935 og vann þar allt til þess er hún hætti fyrir aldurs sakir árið 1981. Aðalstarf hennar var lengst af að sjá um fjarskipti bankans og hafa umsjón með undratæki því sem nefndist telex. Þetta tæki þótti svo merkilegt að þegar skólanemar komu í vett- vangskönnun í bankann var þeim alltaf sýnt telexið sem dæmi um tækniundur. Þetta var löngu fyrir daga tölvuvæðingar og starfið krafðist mikillar nákvæmni, hraða og ekki síst góðrar tungumálakunn- áttu. Boð voru send beint og ekk- ert mátti fara úrskeiðis, enda oft miklir íjármunir í húfi. Sigrúnu var falið þetta ábyrgðamikla starf vegna hæfileika sinna og dugnaðar og rækti hún það af stakri sam- viskusemi. Um árabil annaðist hún þetta ein og má nærri geta að það hefur Grettir verið meira og minna rúmfastur og dvalið á Reykjalundi, en komst nú síðast inn á sjúkra- deild Hrafnistu í Hafnarfirði og lést þar 5. ágúst síðastliðinn. Það yngir andann og ornar mínu gamla sjó- mannshjarta að renna huganum yfír góðar minningar liðinna daga. Ég þakka Guðmundi Gretti bróður mínum sjötíu ára samfylgd, syni hans og konu, börnum og barna- börnum, venslamönnum og vinum, sendi ég mínar einlægustu samúð- arkveðjur. Að lokum vil ég kveðja bróður minn með þessum orðum Matthías- ar Jochumssonar: Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróinn við minn hjartastað. Björn Ólafsson. Við viljum minnast Grettis, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. ágúst 1993. Hann var giftur frænku okkar Pálínu Sigtryggsdóttur, sem lést 22. desember 1972, ættaðri frá ísafírði, og áttu þau einn son, Sig- trygg, fæddan 20. apríl 1946. Grettir fæddist á ísafirði, en uppal- inn í Arnardal. Hann hóf að stunda sjómennsku á unga aldri, bæði á bátum og togurum og varð það hans lífsstarf sem stýrimaður og skipstjóri. Grettir og Lína hófu bú- skap í Reykjavík meðan hann stundaði nám í Stýrimannaskólan- um, eftir það flytjast þau til ísa- fjarðar í nokkur ár, en síðan til Iiafnarfjarðar og bjuggu allan sinn búskap þar. En eftir lát Línu fer hann til Húsavíkur og síðan til Flat- eyrar og starfar þar við netagerð á meðan heilsan leyfði. Þar kynntist hann góðu fólki sem reyndist hon- um vel. Við minnumst Grettis sem hjartahlýs manns, hann var hrókur alls fagnaðar er hann kom á heim- ili foreldra okkar í Hafnarfirði, og hafði þá frá svo ótal mörgu að segja. Með þessum orðum viljum við minnast Grettis og vottum aðstand- endum hans okkar dýpstu samúð. í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, er lætur blysin blika um bládimm kletta-skörð, og kvöldsins geislar kvika og kyssa ísafjörð. (Guðm. Guðmundsson, ísafirði.) Börn Helgu og Stefáns. hefur oft verið erfítt og þreytandi. Segja má að hún hafi verið braut- ryðjandi og lagt grunn að vinnu- brögðum í fjarskiptaeild bankans, sem deildin býr enn að, enda þótt nú séu breyttir tímar og allt orðið töluvætt. Sigrún var einstaklega jákvæð manneskja og gott að leita til henn- ar. Oft var mikið að gera í deild- inni, en það var sama á hveiju gekk, Sigrún haggaðist aldrei og tók öllu með jafnaðargeði. Hún var víðlesin og vel að sér og sannkölluð hefðar- kona í bestu merkingu þess orðs. Hún var óþreytandi að miðla okkur af reynslu sinni og þekkingu og kunni nánast svör við öllu. Enda þótt hún væri talsvert eldri en við hinar, fundum við aldrei fyrir kyn- slóðabili. Hún var alltaf tilbúin að gleðjast með okkur á góðum stund- um og eigum við gömlu vinnufélag- arnir margar góðar minningar um hana. Mér er sérstaklega minnis- stæður kvennafrídagurinn 24. októ- ber 1975 sem Sigrún átti ekki síst þátt í að gera ógleymanlegan. Ég minnist Sigrúnar Hansen með virðingu og þökk. Eiginmanni henn- ar, Sigbirni, bróður hennar Halldóri og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Valdimarsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (P. Foersom. - Sveinbjöm Egilsson) Þórir Örn, Júlia Bjarklind, Davíð, Elísa Lind og Daníel. Minning Sigrún Hansen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.