Morgunblaðið - 13.08.1993, Side 18

Morgunblaðið - 13.08.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Stjórn Lindu hf. samþykkir kauptilboð Helga í Góu Stefnt að áframhaldandi framleiðslu á Akureyri ekki hægt að ganga frá málinu fyrr en þá. Hann sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um reksturinn, enda þýddi ekki að gera það fyrr en kaup- in væru frágengin og hann sæi Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Við heyskapinn ÞAÐ er heldur farin að léttast brúnin á svarfdælskum bændum eft- ir að birti upp í vikunni og nota þeir hverja stund við heyskapinn. Myndin er tekin heim að Völlum í Svarfaðardal. Brúnin á svarfdælskum bændum léttari eftir að birti til Heymagnið mikið en gæðin lítil STJÓRN súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hf. á Akureyri hefur sam- þykkt tilboð Helga Vilhjálmssonar eiganda sælgætisgerðarinnar Góu hf. í Hafnarfirði í tæki, rekstur og nafn fyrirtækisins. Helgi segist stefna að áframhaldandi sælgætisframleiðslu á Akureyri. Helgi sagði að eigendur Lindu hvernig þessi tvö fyrirtæki, Góa og myndu leggja málið fyrir hluthafa- Linda, gætu best unnið saman. Hann fund 19. ágúst næstkomandi og yrði tók þó fram að finna yrði minna og hentugra húsnæði fyrir Lindu. „Mér finnst sorglegt að horfa á þegar eldri fyrirtækjum sem ættu að vera sterk og stælt er hent út á öskuhaugana. Þessir blessaðir stjórn- málamenn okkar vilja víst láta fram- leiða allt erlendis. Við neytendur verðum að átta okkur á því að ef við kaupum íslenskar vörur skapar það vinnu, en ef við kaupum inn- flutta vöru erum við að skapa öðrum vinnu,“ sagði Helgi í samtalj við Morgunblaðið. Einkur S. Jóhannsson, stjórnar- formaður, og aðrir helstu forsvars- menn Lindu hf. vildu í gærkvöldi ekkert segja um söluna. ÞEIR bændur sem lengst eru komnir með heyskap í Svarfaðardal eru að ljúka honum þessa dagana og reiknað með að allflestir klári undir lok næstu viku haldist veðrið sæmilegt næstu daga. Heymagnið er mikið en fóðurgildið lélegt eftir vætusamt sumar. Nyti rúllubaggatækn- innar ekki við hefði útlitið verið dökkt. Ljóst er að kostnaður verður meiri í vetur vegna aukinnar fóðurbætisgjafar, heyin eru léleg eftir að hafa hrakist í sumar. Gunnlaugur Sigvaldason bóndi á Hofsárkoti og formaður Búnaðarfé- lags Svarfdæla sagði ástandið hafa verið óvenju slæmt í sumar, en rúllu- baggatæknin bjargað miklu. „Þessi tækni hefur bjargað heyskapnum í sumar,“ sagði Gunnlaugur. Góð tíð hefur verið síðustu daga og bændur keppst við heyskapinn. Gunnlaugur sagði að þeir sem lengst væru komnir á nokkrum bæjum austanmegin í dalnum væru að ljúka heyskap um þessar mundir og víða væri hann langt kominn. Héldist veðrið skaplegt í næstu viku myndu allflestir bændur ljúka heyskap, en þeir sem styst væru á veg komnir væru um það bil hálfnaðir. A undan- förnum árum hafa bændur verið búnir að heyja á þessum tíma. Brúnin léttist „Eftir að birti upp í vikunni léttist mjög brúnin á bændum. Menn voru ofðnir mjög þungir og svartsýnir, en það er allt annað hljóð í þeim núna eftir að kom þurrkur. Langvar- andi leiðindatíðarfar fer illa með bændur andlega, en þeir eru mjög háðir tíðarfarinu. Það er meiri bjart- sýni ríkjandi núna, menn sjá fyrir endann á þessu og hafa nóg hey þó gæðin séu ekki upp á það besta,“ sagði Gunnlaugur. Samband dýraverndarfélaga íslands Lögregla leysi and- arunga úr prísund SAMBAND dýraverndarfélaga íslands óskaði eftir því í gær að lög- reglan á Akureyri leysti andarunga sem börn héldu í skúr úr prí- sundinni, en erindi félagsins var sent í kjölfar myndar sem birtist á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins í gær. Börnin sögðust vera á leið á and- Jón Bjömsson faðir í Innbænum arungaveiðar og eiga nokkra unga sagði að ungar hefðu drepist í stór- fyrir. Varðstjóri lögreglunnar sagði um stíl úr kulda og vosbúð eftir að menn hefðu verið sendir á stað- tíðarfarið í sumar. Bömin hefðu inn og fundið bömin og foreldra fundið þá nær dauða en lífi í fjör- þeirra en um misskilning hefði ver- unni, tekið þá með sér heim og reynt ið að ræða. að hlynna að þeim og koma til lífs. Störf Heimdellínga eru metin eftirHörðH. Helgason ogÞórð Þórarinsson Vegna þeirra ásakana og at- hugasemda sem nokkrir einstakl- ingar hafa á opinberum vettvangi gert við val á fulltrúum Heimdell- inga á væntanlegu SUS-þingi sjá undirritaðir stjórnmálamenn í fé- laginu sig tilneydda að vekja at- hygli á nokkrum staðreyndum. Þess viðhorfs hefur nokkuð gætt, að með því að skrá sig í einhveija af málefnanefndum þeim sem hafa starfað á vegum stjómar SUS undanfamar vikur séu menn svo gott sem sjálfkjörn- ir á SUS-þing sem aðalfulltrúar með öllum réttindum. Svo er vita- skuld alls ekki. Fjölmargir ein- staklingar hafa á síðustu vikum hringt á skrifstofu SUS og látið skrá sig í einhveija málefnanefnd, mætt á einn fund, jafnvel tvo og látið þar við sitja. Stjóm Heimdall- ar taldi sig ekki vera að óvirða einn né neinn með því að velja slíka einstaklinga sem varamenn á komandi þing. Kom það því flest- um stjómarmönnum nokkuð á óvart og þótti ekki bera vitni um sérstaka hæversku er nokkrir úr þessum hópi sáu ástæðu til að eiga „Menn verða að hafa í huga að Heimdallur hafði einungis úr 144 aðalsætum að spila og um þau sóttu 272 fé- lagsmenn.“ orðastað við formann félagsins á síðum Morgunblaðsins af þessu tilefni. Menn verða að hafa í huga að Heimdallur hafði einungis úr 144 aðalsætum að spila og um þau sóttu 272 félagsmenn. Ef marka má síendurteknar yfírlýsingar for- ystu SUS starfa hátt á þriðja hundrað manns í málefnanefndum SUS og þó vitanlega komi þeir frá fleiri stöðum en Reykjavík er meirihlutinn þaðan. Menn hljóta því að sjá að fá sæti yrðu eftir handa því fólki sem raunverulega hefur starfað innan Heimdallar ef allir þeir sem skráðir em í nefndir ættu að eiga víst sæti á SUS-þingi. Auðvitað hlýtur að vera svo að virkni manna í starfi Heimdallar ráði mestu um það hveijir verði fulltrúar félagsins á SUS-þingi. Stjórn félagsins hveiju sinni hlýtur að vera dómbærast á það hveijir það séu enda er það stjórn félags- ins sem ber hitann og þungann af starfsemi félagsins. Engnm var hyglað Menn hafa gert veður út af því að tveir yfírlýstir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í full- trúaráði félagsins hafi ekki verið valdir fulltrúar Heimdallar á margumtöluðu þingi. Þeir er um það ræða gleyma jafnan að láta það fylgja að a.m.k. 6 fulltrúaráðs- menn er einnig þóttu of lítið hafa starfað og vora því ekki valdir styðja mótframbjóðanda núver- andi formanns Jónas Fr. Jónsson. Auðvitað má endalaust deila um þær viðmiðunarreglur sem hafa ber í huga þegar fulltrúar félags era valdir á SUS-þing, en að gefa í skyn og fullyrða að stjórn Heim- dallar hafí hyglað öðrum fram- bjóðandanum er fáránlegt. Deil- urnar, sem í raun snúast um viðm- iðunarreglur, snúast um það hvort stjórnarmenn Heimdallar snemma á síðasta áratug og þeir er hafa skráð sig í einhveija málefnanefnd SUS skuli vera sjálfkjörnir á SUS- þing eða ekki. Þennan ágreining nota ýmsir stuðningsmenn Guð- laugs Þórs til að reyna grafa und- an forystu félagsins, með því að gera því skóna að stjórnin sé óheiðarleg í vinnubrögðum sínum. Listinn samþykktur einróma Það gemingaveður út af vali Heimdallar á fulltrúum félagsins á væntanlegu SUS-þingi er að margra mati enn óskiljanlegra í ljósi þess að fulltrúalisti félagsins var samþykktur samhljóða í stjóm Heimdallar jafnt af yfírlýstum Hörður H. Helgason Þórður Þórarinsson stuðningsmönnum Jónasar Fr. Jónssonar og Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar sem hlutlausra. Yfirlýstur stuðningsmaður Guðlaugs Þórs naut þeirra réttinda á stjórnar- fundinum með sérstakri samþykkt fundarins að geta hvenær sem hann vildi fengið fundarhlé til að ráðfæra sig við aðra úr forystu- sveit Guðlaugsmanna. Þetta gerði hann óspart og greiddi svo at- kvæði með listanum í lokin. Hlýtur það að segja meira en mörg orð um sannleiksgildi þeirra ásakana sem stjórn Heimdallar hefur setið undir síðustu daga. í grein í Morgunblaðinu hinn „Stjórn Heimdallar í heild sinniu i 12, sími 44433. eftir Sigmjón Pálsson ogHákon Sveinsson í einni af greinum sínum um val fulltrúa Heimdallar á landsþing Sambands ungra sjálfstæðis- manna um komandi helgi, sem birtist í Morgunblaðinu miðviku- daginn 11. ágúst sl. segir Kjartan Magnússon formaður Heimdallar orðrétt: „Undirritaður, og stjóm Heimdallar í heild sinni, hafa skýrt til fulls hvernig að valinu var stað- ið...“ Með orðunum „stjóm Heimdall- ar í heild sinni“ er það staðhæft að öll stjóm Heimdallar hafí stað- ið að greinargerð stjórnar Heimd- allar um málið, sem birtist í Morg- „Með orðunum „stjórn Heimdallar í heild sinni“ er það staðhæft að öll stjórn Heimdallar hafi staðið að greinar- gerð stjórnar Heimdall- ar um málið, sem birtist í Morgunblaðinu þriðju- daginn 10. ágúst. Þetta er rangt.“ unblaðinu þriðjudaginn 10. ágúst. Þetta er rangt. Sama dag og greinargerðin lá fyrir í drögum eða 9. ágúst, af- hentu undirritaðir stjómarmenn í Heimdalli, sem eru stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til for- manns SUS, Kjartani Magnússyni eftirfarandi skrifleg mótmæli: „Við undirritaðir stjórnarmenn í Heimdalli óskum eftir að í bækur félagsins verði færð mótmæli okk- ar við því að sú greinargerð, sem formaður félagsíns hefur samið og liggur fyrir í drögum dags. 9. ágúst 1993, verði birt opinberlega sem yfirlýsing frá stjórn Heimdall- ar. Undirritaðir telja að greinar- gerðin gefí villandi mynd af því ferli sem var undanfari ákvörðun- ar um val fulltrúa félagsins á þing- ið.“ Á stjómarfundi í Heimdalli þar sem fulltrúalisti var afgreiddur var Hákon forfallaður en Siguijón greiddi atkvæði með lista aðalfull- trúa. Það er fráleit túlkun að með þeirri afstöðu hafí því verið lýst yfír að málefnalega hafi verið staðið að fulltrúavali félagsins. Lengra en raun bar vitni varð ein- faldlega ekki komist innan stjóm- ar þar sem meirihlutinn hafði ákveðið að láta flokkadrætti ráða vali fulltrúa en ekki þær viðmiðun- arreglur um þátttöku í starfi fé- lagsins sem stjómarmenn höfðu áður rætt um að yrðu notaðar. Val aðalfulltrúa var því pólitísk niðurstaða meirihlutans þar sem minnihluti reyndi að hafa þau áhrif sem voru möguleg í þröngri stöðu. Varamannalisti var hins vegar svo fráleitlega samsettur að ofan- greind sjónarmið gátu ekki komið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.