Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
7
Lottómiðar
seldir fyrir
40 miUjónir
áeinmviku
SÖLUMET var rækilega slegið
í Víkingalottóinu á Norður-
löndum í vikunni þegar raðir
voru seldar fyrir jafnvirði
rúmrar 571 milljónar króna.
Aður hafði mest verið selt fyr-
ir jafnvirði 356 milljóna króna.
Islendingar voru að sama skapi
duglegir en sölumet féll þó
ekki. Landinn varði 19,5 millj-
ónum króna í Víkingalottórað-
ir og um síðustu helgi keyptu
þeir raðir í íslenska lottóinu
fyrir rúmar 20 milljónir króna.
íslendingar hafa nú spilað fyr-
ir 163 milljónir í Víkingalottó-
inu frá því að það fór af stað í
mars.
Potturinn í Víkingalottóinu var
að þessu sinni þrefaldur og svo
virðist, sem allir hafi ætlað sér að
vinna þann stóra. Að sögn Hall-
veigar Andrésdóttur fulltrúa hjá
íslenskri getspá var met slegið í
sölu raða í Víkingalottóinu á Norð-
urlöndum. Alls voru raðir seldar
fyrir jafnvirði 571 milljónar króna
en af þeirri upphæð runnu tæpar
133 milljónir króna í sameiginleg-
an sjóð og mynda 1. vinning. Vinn-
ingur gekk út óskiptur og sá
heppni reyndist vera Norðmaður.
Nafni hans er haldið leyndu, enda
mun maðurinn ekki búinn að jafna
sig á áfallinu sem hann fékk.
Næsthæsta söluvikan á íslandi
Hallveig segir að sölumet hafi
þó ekki verið slegið á íslandi. „Við
seldum að þessu sinni raðir fyrir
andvirði 19,5 milljóna króna en
12. maí síðastliðinn var spilað fyr-
ir 19,8 milljónir króna,“ sagði hún.
Aðeins einu sinni hefur íslensk-
ur lottóspilari hlotið 1. vinning en
það gerðist í fyrstu spilaviku þeg-
ar þrír Norðurlandabúar deildu
með sér 36 milljónum króna. Nú
er að sögn Hallveigar svo komið
að íslendingar hafa greitt meira í
sameiginlegan vinningssjóð en
þeir hafa fengið til baka í formi
vinninga.
Mokveiði
á loðnu-
miðunum
Loðnan er enn
á norðurleið
MOKVEIÐI hefur verið á
loðnumiðunum en rúmlega
sólarhrings sigling er til
lands og hægir það mjög á
veiðunum. Loðnan gengur
enn til norðurs og er aðal-
gangan nú um 300 mílur
norður af Sléttu. Um 200
þúsund tonn hafa borist á
land á vertíðinni.
Húnaröst RE landaði 750
tonnum á Vopnafirði í gær.
Löng sigling
Að sögn Hákons Magnús-
sonar skipstjóra er loðnan enn
á norðurleið og veiðist nú vest-
ur af Jan Mayen. Húnaröst
var tæplega 30 klukkustundir
að sigla til hafnar. Áta hefur
minnkað í loðnunni og er hún
orðin góð til vinnslu. Hinar
löngu siglingar til og frá
miðunum teíja mjög veiðamar
og er hvergi löndunarbið þrátt
fyrir mokveiði.
Vinsælasta kvikmynd allra tíma frumsýnd á Islandi í dag
„Hef aldrei orðið vitni
að annarri eins velgengni“
Morgunblaðið/Kristinn
Risaeðlumyndin frumsýnd
JURASSIC Park, nýjasta kvikmynd Stevens Spielbergs um risa-
eðlur, verður frumsýnd í dag í Bíóhöllinni, Bíóborginni og í
Háskólabíói. I tilefni frumsýningarinnar er staddur hér á landi
Mike Macclesfield, einn af yfirmönnum dreifingarfyrirtækisins,
sem sér um dreifingu myndarinnar um allan heim. A myndinni
með honum er Árni Samúelsson, eigandi Sambíóa.
KVIKMYNDIN Jurassic
Park, nýjasta kvikmynd Ste-
vens Spielbergs, verður
frumsýnd í þremur bíóhúsum
hér á landi í dag, Bíóborg-
inni, Bíóhöllinni og Háskóla-
bíói. Myndin hefur notið gíf-
urlegra vinsælda þar sem
hún hefur verið sýnd erlend-
is og hefur slegið öll aðsókn-
armet í heiminum. Nú, þegar
myndin hefur verið sýnd í
Bandaríkjunum síðan í júni,
hefur hún sópað að sér tæp-
lega 22 milljörðum ísl. króna
þar í landi. Þessa dagana er
staddur hér á landi Mike
Macclesfield, einn af yfir-
mönnum dreifingarfyrirtæk-
isins United Intemational
Pictures, en þeir sjá um
dreifingu myndarinnar um
allan heim. Macclesfield seg-
ir að aldrei, í rúmlega þijátíu
ára starfi sínu í kvikmynda-
iðnaði, hafi hann orðið vitni
að annarri eins velgengni
eins og Jurassic Park hafi
notið á síðustu mánuðum.
Macclesfield segir í viðtali við
Morgunblaðið að velgengni Ju-
rassic Park hafi verið hreint ótrú-
leg. „Það var aldrei nein spum-
ing um að myndin ætti eftir að
verða vinsæl. Hins vegar datt
engum í hug að hún ætti eftir
að njóta þeirra vinsælda, sem
raun ber vitni. Þegar myndin var
frumsýnd í Bretlandi sló hún
gamalt aðsóknarmet, en það var
kvikmyndin Sound of Music, sem
hafði átt metið í mörg ár áður.
Fyrstu tvær vikurnar dró Jur-
assic Park að sér um 10 milljón-
ir punda, sem er stórkostlegur
árangur,“ sagði Macclesfield.
Alls staðar vinsæl
Hann segir að tveimur vikum
fyrir frumsýningu myndarinnar
í Bretlandi hafi verið gerð könn-
un á vitneskju fólks um mynd-
ina. Um 98% aðspurðra hafi vit-
að eitthvað um Jurassic Park og
aldrei áður hafi fólk verið svo
meðvitað um kvikmynd, sem
ekki var byijað að sýna í kvik-
myndahúsum. „Okkur finnst það
ótrúlegt að í hverri viku eftir
frumsýningu Jurassic Park hefur
aðsókn á myndina ekkert minnk-
að og henni gengur alltaf jafn
vel.“
Hann segir að alls staðar, þar
sem myndin hafi verið frumsýnd,
njóti hún þessara gífurlegu vin-
sælda. „Hreinlega allir vilja sjá
myndina, hvort sem er í Tævan,
Argentínu eða Japan.“
Krakkar elska myndina
Macclesfield segir að mark-
aðssetning Jurassic Park hafi í
raun hafíst um 18 mánuðum
áður en hún hafi fyrst verið
frumsýnd í Bandaríkjunum. Þá
hafi ýmiss konar varningur í
tengslum við myndina, svo sem
risaeðluleikföng, bolir og margt
fleira, aukið áhuga fólks á mynd-
inni. Hann segir að krakkar um
allan heim hafi áhuga á risaeðl-
um og hafi dregið foreldra sína
á myndina. í mörgum löndum
séu engin aldurstakmörk til að
sjá myndina og t.d. í Bretlandi
megi börn á öllum aldri sjá
myndina í fylgd foreldra. „Díana
prinsessa var t.d. spurð að því
hvort hún myndi fara með syni
sína, sem eru 6 ára og 8 ára,
að sjá myndina. Hún svaraði því
til að þrátt fyrir að myndin væri
dálítið ógnvænleg myndi hún
gera það. Krakkar um allan heim
elska myndina og vilja helst sjá
hana stax aftur,“ segir Maccles-
field.
Hann segir að myndin sé
frumsýnd á Islandi áður en hún
sé frumsýnd í mörgum öðrum
Evrópulöndum. „Ég vildi að bíó-
gestir í Evrópu væru líkari ykkur
hér á Islandi. Islendingar eru
mikil bíóþjóð og miðað við fólks-
fjölda fara Islendingar mun
meira í bíó en aðrar Evrópuþjóð-
ir. íslendingar eru einnig mjög
vandlátir í vali á bíómyndum og
kunna vel að meta góðar mynd-
ir.“
Beðið eftir að myndin verði
sýnd hér
Þegar Macclesfield er spurður
hvað það í rauninni sé sem geri
myndina svona vinsæla segir
hann að margir hlutir skipti þar
máli. „Við byijuðum snemma að
markaðssetja myndina. Jurassic
Park er líka mjög spennandi
mynd og risaeðlurnar gera hana
þetta spennandi og í raun svolít-
ið ógnvænlega. Það er skemmti-
legt jafnvægi í myndinni þannig
að hún er mjög spennandi en
samt ekki það ógnvænleg að
fólk þoli ekki að sjá hana,“ segir
Macclesfield.
Árni Samúelsson, eigandi
Sambíóa, segir að margir hafi
hringt og spurt hvenær myndin
verði frumsýnd hér á landi og
hvort hægt sé að komast á fyrstu
sýninguna. „Margir hafa beðið
lengi eftir að myndin verði sýnd
hér. Við héldum forsýningu í
þremur bíóhúsum fyrir tveimur
vikum og það var langstærsta
forsýning, sem við höfum nokkru
sinni haldið, en það komu um
2.000 manns á þessar sýningar,"
segir hann.
Myndin, sem verður frumsýnd
í dag, verður sýnd í Bíóhöllinni,
Bíóborginni og í Háskólabíói.
Myndin er bönnuð innan 10 ára
hér á landi.
Sjá gagnrýni á bls. 17: Spiel-
berg í undralandi.
I
ársins mi<
bíllinn i íslandi og bii
við efnahagshorfur
Lada Sofír
VOfÍ frÉ
558.000 kr«
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13,» REYKJAVÍK
• BEINN SIMI:
SÍMI: 68 12 00
: 3 12 36
ÓWIN 2114-89-21