Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Samninga- menn í PLO- forystu SJÖ samningamenn Palestínu- manna af hernumdu svæðunum hafa verið gerðir félagar í sér- stakri leiðtoganefnd PLO, Frels- issamtaka Palestínumanna, er annast stefnumótun í friðarvið- ræðunum við ísraela. Þrír mann- anna höfðu hótað að segja sig úr samninganefndinni. + Ottast kólerufaraldur ÓTTAST er, að kólerufaraldur, sem nú geisar í Bangladesh og stafar af nýju bakteríuafbrigði, geti breiðst út víða um heim. Kemur þetta fram í breska læknatímaritinu The Lancet í dag, föstudag. Hefur bakterían fengið nafnið „Bengal" en far- aldurinn hófst í desember sl. og hefur síðan lagst yfir mestan hluta Bangladesh. í mars höfðu 1.400 manns látist. Milljónir kjúkl- inga drepast TVÆR og hálf milljón kjúklinga í Valencia á Spáni hafa kafnað í búrum vegna gífurlegra sumar- hita, sem hefur verið í kringum 40 gráður að undanfömu. Vand- inn er nú hvar sé hægt að urða fuglana, en alls er um að ræða 1500 tonn og borgaryfirvöld hafa lagt bann við urðun iðnað- arúrgangs. Fjöldi svína og kan- ína hefur einnig drepist. Geimskoti frestað TÖLVUR hættu í gær við að skjóta á loft bandarísku geim- feijunni Discovery, einungis þrem sekúndum áður en hún átti að fara í loftið. Talið var að ástæðan væri bilun í eldsney- tiskerfi hreyfils. Þetta var fjórða tilraunin til að senda Discovery í sína 17. geimferð. Plastsmokkar BRESKI smokkaframleiðandinn Durex sagði í gær að náðst hefði tímamótaárangur í notkun plast- efnis í smokka í stað gúmmís. Áætlað er að hefja tilraunir með markaðssetningu í nokkrum löndum á næsta ári. Að sögn Durex eru nýju veijumar þynnri, sterkari og gegnsærri en hefð- bundnar gúmmíveijur, og því ættu menn síður að fínna fyrir notkuninni. Handtökur á Italíu LÖGREGLA á Ítalíu tilkynnti í gær um 10 handtökur til viðbót- ar í baráttu dómsmálayfírvalda við spillingu í landinu. Níu starfsmenn fyrirtækja sem vinna að byggingu hraðbrautar á Sikil- ey voru teknir fyrir meint svindl við gerð verktakasamninga. Þá var stjórnmálamaður sem hafði haft með að gera heilbrigðismál í Veneto tekinn og gefm að sök spilling í samningagerð um tækjakaup til sjúkrahúsa. Gorbatsjov sektaður MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna gömlu, var í gær sektaður af rússnesk- um dómstól fyrir að mæta ekki fyrir rétt. Um er að ræða meið- yrðamál sem borgarstjóri Moskvu, Júrí Lúzhkov, höfðaði vegna þess að Gorbatsjov hafði sakað æðstu embættismenn borgarinnar um að misnota opin- bert fé til að byggja glæsihús handa sjálfum sér. Reuter Iláfleygl kaffihús ÞESSI gamli „þristur“ hefur fengið nýtt hlutverk í bænum Koryfi á Grikklandi. Flugvélin til- heyrði áður gríska flughernum, en ónefndur kaffihússeigandi festi á henni kaup og notaði til þess að færa út kvíamar í rekstrinum. Hræðast gengishækk- unjensins Tókýó. Rcuter. GENGISHÆKKUN jensins gagn- vart dollara er alvarleg tíðindi fyrir japönsk iðnfyrirtæki, sem sjá nú fram á erfiða tíma. I gær var hlutfallið 103,20 jen á móti einum dal. Tilraunir japanska seðlabankans til að styðja dollar- ann höfðu engin áhrif og í Japan óttast menn áhrifin á efnahaginn. Gengishækkun jensins kemur sér verst fyrir bílaframleiðendur en í mars, í upphafí þessa fjárhagsárs, miðuðu þeir og önnur japönsk fyrir- tæki við, að meðalgengið á árinu yrði 115 jen á móti dollara. Fyrir hvert jen, sem gengi dollarans lækk- ar um, tapar Toyota 116 milljónum dollara; Honda 67,9 millj.; Nissan 77,6 millj. og Mitsubishi og Mazda 29,1 millj. dollara. Langtímasvar við þessari þróun er að flytja framleiðsluna til út- landa. í Bandaríkjunum eru jap- önsku bílaverksmiðjumar reknar á fullum afköstum og Honda er nú annar stærsti bílaframleiðandinn þar í landi og stærsti bílainnflytj- andi eða -útflytjandi, eftir því hvern- ig á það er litið, til Japans. Pólski innflytjandinn Shalikashvili verður bandarískur herráðsforseti Tilnefningin þykir sýna áherslu á Evrópumálefni Washington. Reuter.The New York Times. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt John Shalikas- hvili, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins (NATO), til að gegna embætti forseta herráðs Bandaríkjanna. Núverandi herráðsforseti, Colin Powell, lætur af embætti í september eftir fjögurra ára þjónustu. „Hann er hermaður frá hvirfli til ilja, hefur sannað getu sína I átökum, hann er gæddur sköpun- argáfu, sveigjanleika og framtíðarsýn," sagði Clinton um eftir- mann Powells. Heimildarmenn álita að tilnefningin bendi til þess að forsetinn vilji leggja áherslu á hlutverk Bandaríkjanna í málefnum Evrópu. Talið er að öldungadeild þingsins taki tilnefninguna fyrir í byrjun september. Reuter Kæti í Hvíta húsinu BILL Clinton Bandaríkjaforseti hlær dátt að svari Johns Shalikas- hvilis (t.h.) hershöfðingja við spurningu fréttamanns á miðvikudag er forsetinn skýrði frá tilnefningunni. Vinstra megin er Colin Powell hershöfðingi er nú gegnir embætti forseta herráðsins. John Shalikashvili er 57 ára að aldri, af pólskum og georgísk- um uppruna. Hann fæddist í Póllandi en fluttist til Bandaríkj- anna 16 ára gamall. Faðir hans var liðsforingi í her Georgíu og annar afi hans var hershöfðingi í liði Rússakeisara. Shalikashvili er „arftaki fjölskyldu sem lenti í hringiðu sams konar þjóðem- isátaka og ríkjadeilna og nú þjaka svo mörg heimssvæði" sagði Clinton er hann skýrði frá ákvörðun sinni á miðvikudags- kvöld. Forsetinn sagði ennfrem- ur að væntanlegur herráðsforseti hefði á leið sinni upp metorða- stigann í hemum sýnt að hann bæri hag óbreyttra karla og kvenna í liðsaflanum fyrir bijósti. Nemandi John Wayne Shalikashvili er m.a. sagður hafa lært ensku með því að horfa á kvikmyndir með John Wayne. Hann var kallaður í landherinn 1958 og hlaut heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu í Víetnam- stríðinu þar sem hann var ráð- gjafi hjá herafla Suður-Víet- nams. Hann vakti fyrst verulega athygli umheimsins er hann stjórnaði aðgerðum til vemdar Kúrdum í norðurhluta íraks eftir Persaflóastríðið. Yfírmaður her- afla NATO varð hann í fyrra og sótti m.a. íslendinga heim fyrr á þessu ári. Eitt af hlutverkum hans undanfamar vikur hefur verið að hafa yfíramsjón með áætlunum um loftárásir á stöðv- ar Serba í Bosníu sem hótað hefur verið að framkvæma. Ólgan í Evrópu í herráðinu sitja æðstu menn hinna fjögurra greina heraflans; landhers, flota, flughers og land- gönguliða flotans. Reiptogið um yfírmann þess er óhjákvæmileg- ur hluti hefðbundinnar baráttu armanna fjögurra um íjárveit- ingar og margir töldu að nú væri komið að flughemum. Bandaríkjaforseti þarf hins veg- ar að huga að mörgu í vali sínu. Shalikashvili er talinn hafa mjög góða þekkingu á Evrópu- málefnum og er leitt að því get- um að tilefningin sýni hver for- gangsröð Clintons muni verða í alþjóðlegum öryggismálum. En sumir stjómmálaskýrendur benda á að óheppilegt sé að Evrópusérfræðingurinn Shalik- ashvili hverfí nú af vettvangi álfunnar, einmitt þegar svo mik- il geijun ríki þar og blóðug átök krefjist framkvæðis af hálfu Bandaríkjanna. Hershöfðinginn mun vera hlynntur því að sam- starf í öiyggismálum verði aukið við Rússa og fleiri þjóðir í Var- sjárbandalaginu sem var. íhaldssemi Powells Flestir era sammála um að erfítt verði að taka við af Pow- ell, fyrsta blökkumanninum sem hlotnaðist mesta virðingarstaðan bandaríska heraflans. Hann þyk- ir afburða traustvekjandi og nýt- ur vinsælda, hefur sýnt rnikla stjómmálahæfíleika og er oft nefndur sem líklegt forsetaefni. íhaldssemi og varkámi hafa ein- kennt stefnu Powells sem er sagður hafa verið andvígur land- hernaði gegn Saddam Hussein, einnig á móti hugmyndum um hemaðaríhlutun Bandaríkja- manna í Bosníu. Hann vill ekki breyta í umtalsverðum mæli skipulagi heraflans þótt aðstæð- ur hafí breyst með lokum kalda stríðsins og barðist gegn stefnu Clintons í málefnum samkyn- hneigðra hermanna. Er Shalikashvili var spurður um afstöðu sína til þeirra ákvörð- unar Clintons að leyfa samkyn- hneigðu fólki að gegna herþjón- ustu með nokkram skilyrðum sagðist hann vera sáttur við lausn forsetans. Shalikashvili lýsti í apríl yfir efasemdum um skynsemi þess að beita loftárás- um gegn Serbum en ekki er ljóst hvort hann verður jafn varkár og fyrirrennarinn. Ljóst er að hann tekur við á erfiðum tímum niðurskurðar á herafla og ókyrrðar á alþjóðavettvangi þar sem mikil þörf verður á þeim hæfíleikum er Clinton taldi prýða manninn. Einnig þarf Clinton mjög á því að halda að herráðs- forsetinn njóti trausts liðsmanna heraflans sem margir eru tor- tryggnir gagnvart forsetanum sjálfum er kom sér undan her- þjónustu í Víetnamstríðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.