Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 yet-Pengið leyk fyrir sldtma hegfrun-' Með morgnnkaffinu Hvernig líst þér á að við skiptum á hlutverkum í dag. Þú hitar kaffi og ég rölti um, umla og tísti HÖGNI HREKKVÍSI /,ANNAR ELVtS f UPPSK3LINGU' BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hin rámu regindjúp Frá Jóhannesi G. Jóhannessyni: Hver man nú gamla daga — þeg- ar hin rámu regindjúp rækstu sig upp um Laka —. Þá var gos að ijallabaki. Mökkurinn sté til himins og það varð öskufall. Askan barst til Evrópu á fáum dögum en lengra hefi ég ekki heyrt að för hennar hafi verið rakin. Hér var móða í lofti, þá kólnaði í lofti, fískur hvarf af miðum, fólk og fé féllu, hallæri varð; það voru kölluð Móðuharðindi. En harðindi urðu víðar en hér, Frakkar urðu einnig hart úti. En ólíkt höfumst vér að, við tignum vom eldklerk og byggjum honum kirkju en Frakkar fórnuðu kóngi sínum til árs og friðar, enn í dag heitir það Byltingin. Móðuharðindin gengu yfír og byltingin er komin á þriðja árhundraðið. Nokkuð víst má telja að móðan, sem þá byrgði loft og vamaði sól- inni skins var ekkert einkafyrirbæri _ nágrannasveitanna heldur hefur mökkurinn lagst í hring um jörðina og legið þar í nokkur ár, rétt eins og staðfest var um mökkinn frá Krakatá, undan Kúbuströndum, sem sprakk í loft upp árið 1883 og sendi óhemju gosefna upp í loftið, og olli roða í lofti í tvö til þtjú ár. Þá vora einnig Dyngjufjöli og Mý- vatnsöræfi að kvika um það leyti og þá varð kuldatíð með ísalögum og landflótta. Árið 1947 gaus Hekla og sendi mökkinn tæpa þijátíu kílómetra upp í loftið. Ekkert man ég um veður það árið en við Djúp var talað um snjóaveturinn mikla ’49. E1 Chicón í Mexíkó gaus 1982 og sendi 10 milljónir tonna af gos- efnum, ösku og brennisteinssýra, út í háloftin. Þá vora á lofti gervi- hnettir sem fýlgdust með því hvern- ig askan hringaði sig um jörðina á tveimur vikum og hvernig styrkur sólargeislunar yfir Sahara minnkaði um 30%. Fyrst eftir 14 mánuði fór gosmökkurinn loks að réna á breiddargráðu gossins og eyddist ekki fyrr en þrem til fjóram árum síðar. Hvernig var annars veðrið sum- urin 1984 og ’85? Síðasta stóra gosið og kannske það stærsta eftir Skaftárelda var gosið í Pínatúbó á Filippseyjum í júní 1991. Það sendi 20 milljónir tonna af brennisteini og gjósku út í geiminn og nú liggur mökkurinn í 27 km hæð. Mökkurinn var tvær vikur að umkringja jörðina og breiddist síðan hægt og sígandi norður og suður. í apríl 1992 fór að létta til yfír miðbaug en þá var mökkurinn þétt- astur nálægt 30 gráðum norður- breiddar; hann hafði farið rúmar 20 breiddargráður á fyrsta árinu og gæti því einmitt núna verið yfír flóðasvæðum Missisippis. Nú frétt- ist af kulda í Færeyjum og Noregi, einnig í.Japan. í vor taldi NASA, geimferðastofnun USA, að hitastig- ið hafí nú þegar lækkað um eina gráðu á Fahrenheit og mökkurinn muni standa vel fram á næsta ár. Það era móðuharðindi á íslandi. Nú er enginn „Gljámosi“, sem gló- ir. Sólarlagið gullna hefur brugðið lit, þar vantar allan ljósrauða litinn, einnig hinn gula og græna. Eftir stendur móbrúnn litur sólsetursins, hann sést greinilegast eftir sólsetrið svo og skömmu fyrir sólrisið á morgnana. Móðan er ávallt lágt á lofti, við sjáum nánast í röndina á móðuskýinu sem liggur tæpa 30 km yfír jörð. Móðan skyggir mjög bæði á ljós og varmaskin sólar og þótt hún skerði skinið ekki um 30% eins og yfir Sahara þá er lítið sem dregur vesælan og því er varla við miklum sumarhita að búast í ár úr þessu. Móðan var ekki hér í vor og hún er á leið norður yfir, en ef hún kælir norðurhöfín í haust og vetur til jafns við það sem hún kælir Norðurlandið nú þá væri kannski ekki óeðlilegt að útbúa fleiri báta með bjamarsnörar á komandi ver- tíðum. JÓHANNES G. JÓHANNESSON, Austurbrún 4, Reykjavík. Víkverji skrifar Nýyrðasmíð er góðra gjalda verð ef smíðisgripurinn er áferðar- fagur' og hefur notagildi. Með fjöl- miðlabyltingunni hefur slík smíði aukist mikið en þvi miður verður oft að flokka afraksturinn sem hrákasmíð. Víkveiji heyrði eitt nýyrði í fréttatíma Bylgjunnar fyrir skömmu sem honum fannst ekki áheyrilegt. Þar talaði fréttamaður ítrekað um fjallgönguklifrara sem Víkveija fínnst síður en svo taka gamla góða fjallgöngumanninum fram. xxx IDV í seinustu viku var að finna úttekt á tekjum ráðherra og ráðuneytisstjóra, sem unnin var upp úr skattframtölum þessa fólks fýrir árið 1992. DV kemst að þeirri nið- urstöðu að ráðuneytisstjórar séu yfirleitt með hærri tekjur en ráð- herrarnir, en í sumum tilfellum er samanburðurinn út í hött. Þannig á það að gefa einhveija vísbendingu. um tekjur Össurar Skarphéðinsson- ar sem ráðherra hvað hann hafði i tekjur árið 1992, þegar hann var alls ekki ráðherra. „Tekjulægsti ein- staklingurinn í þessum hópi er umhverfísráðherrann, Össur Skarp- héðinsson, með um 260 þúsund á mánuði...“ segir DV. Eins hljóta tekjur Guðmundar Áma Stefáns- sonar heilbrigðisráðherra að vera ómarktækar — eins og DV víkur reyndar að — þar sem þær miðast við störf hans sem bæjarstjóra. Þá geta tekjur Guðríðar Sigurðardótt- ur, sem nýlega var skipuð ráðuneyt- isstjóri menntamálaráðuneytisins, á árinu 1992 ekki talist vísbending um tekjur hennar í núverandi starfi. Þarna virðist DV hafa gengið í al- genga gildru — að bera saman það sem ekki er samanburðarhæft. xxx Umhverfí Hallgrímskirkju er eins og flakandi sár í miðborg Reykjavíkur. Það er með ólíkindum að nú í sumar þegar áfram er hald- ið markvissu starfi undanfarinna ára við fegran- borgarinnar skuli engin merki sjást um að gera eigi gangskör að því að ganga frá lóð kirkjunnar sem gnæfír eins og allir vita hátt yfír borgina og dregur að sér ferðamenn eins og segull. Bíla- stæði við kirkjuna era ómalbikuð og öll lóð kirkjunnar styngur ekki aðeins í stúf við snyrtilegt um- hverfi annarra helstu mannvirkja borgarinnar heldur er garðurinn umhverfís styttu Leifs Eiríkssonar illa hirtur og girtur girðingarómynd sem varla stendur undir nafni. xxx Víkveiji vill hvetja til þess að Reykjavíkurborg taki að sér að bæta úr þessu ástandi án tafar. Erfíður fjárhagur sóknarnefndar kirkjunnar kann að skýra hvemig málum er komið en hér er um að ræða slíkan galla á ásjónu borgar- innar að ótækt er að láta úrbætur dragast lengur en orðið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.