Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 39 FRUMSÝNIR STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HERRA FOSTRI Hann er stór. Hann er vondur. Hann er í vandræðum. Sjáið glímukappann Hulk Hogan í sprenghlægilegu hlutverki sem barnfóstra. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. HELGARFRÍ MEÐ BERNIEII „WEEKEND AT BERNIE’S II" Bernie sló í gegn þegar hann var nýdauð- ur og nú hefur hann snúið aftur - ennþá steindauður - fyndnari en nokkru sinni fyrr. Sjáið Bernie og félaga í frábærri grínmynd þar sem likið fer jaf nvel á stefnumót og fleira. Sýnd í B-sal kl. 5,7,9 og 11. FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★★★* DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Nýtt lambakjöt á markað Selt í Nóatúni á sama verði og gamla kjötið KJÖT af nýslátruðum lömbum kom í verslanir Nóatúns í gær og er það selt á sama verði og árs- gamalt kjöt. Að sögn Júl- íusar Þórs Jónssonar verslunarstjóra Nóatúns í Mosfellsbæ fékk verslunin tæplega 50 skrokka í gær og hefur kjötinu verið dreift í verslanirnar. Júlíus sagði að það væru alltaf margir sem vildu fá nýtt lambakjöt og bjóst hann við að það myndi selj- ast upp á nokkrum dögum. Nýja kjötið er á sama verði og kjöt frá síðasta ári. Sem dæmi um verð má nefna að læri kosta 769 kr. kílóið, súpukjöt 468 kr. kílóið og lærissneiðar 998 kr. kílóið. Morgunblaðiö/Knstinn Nýtt lambakjöt BRYNDÍS Guðmundsdóttir sagar niður skrokka nýslátruðum lömbum í Nóatúnsbúðinni, Nóatúni 17. af SÍMI: 19000 ÞRÍHYRNINGURINN Vegna vinsælda færum við þessa frábæru gam- anmynd í A-sal kl. 9 og 11. ★ ★★★ Pressan ★ ★★Va DV Ellen hefur sagt upp kærustu sinni (Connie) og er farin að efast um kynhneigð sína sem lesbíu. Til að ná aftur í Ellen ræður Connie karl- hóruna Casella til að tæla Ellen og koma svo illa fram við hana að hún hætti algjörlega við karlmenn. Frábær gamanmynd. Aðalhlv.: William Baldwin („Silver", „Flatliners"), Keliy Lynch („Drug- store Cowboy") og Sherílyn Fenn („Twin Peaks“). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Fór beint á toppinn í Bretlandi STÓRMYND SUMARSINS SUPER MARIO BROS Vegna vinsælda færum við þessa stórmynd í A-sal kl. 5 og 7. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Dennis Hopper og John Leguizamo. „Frumleg saga sem gengur upp, góðu karlarnir vinna og allt og allt. Myndin er skemmtileg, fyndin og hentar flest- um meðlimum fjölskyldunnar." ★ ★ ★ G.Ó. Pressan. Sýnd ’d. 5,7,9 og 11. AMOS & AMDREW MEIRIHÁTTAR GRÍN- 0G SPtNNUMYND Aðalhlutverk: Nicolas Cage („Honeymon in Vegas", „Wild at Heart“ o.fl.) og Samuel L. Jackson („Jurassic Park“, Tveir ýktir, „Jungle Fever“, „Patriot Games“ o.fl. o.fl.). „Amos & Andrew er sannkölíuð gamanmynd. Henni tekst það sem því miður vill svo oft mis farast í Hollywood, nefnilega að vera skemmtileg." G.B. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. TVEIRÝKTIR1 Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LOFTSKEYTAMAÐURINN Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni ’93. ★ ★★GE-DV ★★★Mbl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Mikið að gera á lambakjötsútsölu Hagkaups Fólk kaupir mest 11 poka „ÚTSALAN hefur gengið mjög vel en það er til kjöt í öllum verslunum ennþá. Hversu lengi þorum við þó ekki að lofa, sagði Árni Ingvarsson, innkaupamaður í Hagkaup, þegar spurst var fyrir um brögð fólks við útsölu verslunarinnar á 1. flokks lambakjöti um hádegi í gær. Menn þurfa þó ekki að örvænta þó kjöt hafi selst upp í einhverjum verslunum fyrir lokun í gær því von er á meiru i dag, á morgun og jafnvel á mánudag. Alls á að seQa 100 tonn. Kjötið er selt á 299 kr. kg en var áður self á 379 kr. „Við getum boðið þessi kjör vegna samstarfs Hagkaups, Goða, ýmissa slátur- leyfishafa og svokallaðs samstarfshóps um sölu á lambakjöti. Allir þessir aðilar hafa lagst á eitt til að ná þessu verði,“ sagði Árni, Örtröð við kjötborðin Kjötið er selt í hálfum skrokkum, læri hálfur hryggur, slög og frampartur sagaðui í súpukjöt og er meðalsölueiningin 6,5-7 kg Árni sagði að mikil örtröð væri fyrir framar frystikisturnar. „Og fólk er að kaupa mikið Ætli meðal viðskiptavinurinn sé ekki ac taka svona 2-3 poka og allt upp í 10-11 Verðið er líka það lágt að það er komið undir verð á kjötfarsi og þess háttar vöru sem hefur verið talin ódýr fram að þessu,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristinn Mikið keypt ÁRNI segir að fólk kaupi að jafnaði 2-3 poka af lambakjötinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.