Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Sigurlaugur Elíasson ________Myndlist______________ Bragi Asgeirsson Málarinn og grafíklistamaður- inn Sigurlaugur Elíasson lætur þau orð falla í sambandi við sýn- ingu sína í Hafnarborg, að skáld- skapur þurfí að vera í myndlist- inni. Það mætti alveg til sanns vegar færa, en þó skiptir nokkru máli hvers konar skáldskapur það sé og hugtakið er víðfeðmt. Sjónrænn skáldskapur er til, ekki síður en skáldskapur orðanna og kannski fer það ekki alltaf vel að blanda þessu tvennu saman. Myndskáld nefnist sá málari sem færir hlutina í stílinn og auðg- ar þá með listrænum hæfileikum sínum, og hér þarf engin orð til, því að myndverkið segir auganu allt, í öliu falli hinu þroskaða auga. En hins vegar eru menn ekki á sama hátt skáld á myndfleti og í orðum og sá sem reynir að skálda á þann hátt á myndflötinn er kom- inn úrleiðis í viðleitni sinni, því að stuðlar og stafír mynflatarins eru af nokkrum öðrum toga en rit- málsins, jafnvel þótt menn grípi til atómkveðskapar á myndfleti. Víst þarf skáldskapur byggingu eins og myndverkið og sú bygging er jafnvel fjölþættari myndbygg- ingunni sem styðst einungis við hina ijóru fleti myndflatararins og sjálf frumformin. Og rétt er það einnig, að á síðari tímum hafa menn í auknum mæli leitast við að stokka upp í hlutunum og ijúfa hefðbundin skil innan listgrein- anna. Þannig sjáum við til að mynda veflist úr grjóti og stáli og grafík úr osti eða súkkulaði. Hug- tökum er þá snúið við og þau stokkuð upp. Á þennan hátt reyna menn að auka við andlegar víddir listgrein- anna og stöðugt ber meira á því að menn vilji gera inntakið mikil- vægara útfærslunni og réttlæta þá gjarnan klastur og klaufahátt með háleitri speki, þar sem allir risar heimspekinnar eru gjarnan kallaðir til fulltingis. Sigurlaugur Elíasson er skáld og myndlistarmaður, eða kannski heldur myndlistarmaður og skáld, í öllu falli er hann hvorutveggja og það eru myndverk hans ótví- rætt til vitnis um. Ég þekki mun minna til skáldskapar hans en myndlistar, en myndirnar virka oftar en ekki sem skáldlegar hu- grenningar færðar í sjónrænan búning. Þá er það hið mikla spursmál hvort sagan verði til um leið og gerandinn fer að vinna, eða hvort hér sé um enduróm áður sagðrar sögu. Ekkert er nefnilega meira ögrandi en hinn auði flötur strig- ans eða pappírsins fyrir framan myndlistarmanninn, því hann er að leggja í hann, eins og orða má það, og hver leiðarlokin verða er hulin ráðgáta. Það er einmitt ástæða þess, að andlit getur orðið að eggi, og egg að andliti, eins og menn hafa orðað það. Niðurstaða myndrænnar rök- ræðu getur þannig orðið allt önn- ur, en menn gengu út frá í upp- hafí og það markar einmitt hið skapandi svið. Kjarninn í þessu er, að einhvern veginn leggst það á mig að Sigur- laugur stundi eins konar jafnvæg- islist á milli skáldskapar og mynd- listar og að hann þurfí að huga meir að hreinni og beinni mynd- rænni tjáningu.-Láti skáldskapinn verða til um leið og hann málar eða ristir með hinu oddhvassa járni í tréð. Hið góða við viðleitni Sigur- laugs, er að hann lítur fyrst og fremst á miðilinn sem tjáatriði, og þannig séð er grafíkin fyrir honum engin vinnukona málverksins, frekar en að málverkið sé vinnu- kona grafíklistarinnar. Hvoru- tveggja getur kveikt í listamannin- um sem fullgildur miðill og hann sækir þannig ekki síður hugmynd- ir sínar til tréristanna þegar hann málar. En eigum við ekki að segja, að hið mikilvægasta í stöðunni sé að þrengja sér enn dýpra inn í sjálfa kviku myndflatarins. Sigurlaugur Elíasson Kristján Guðmundsson Sýning á verkum Krisljáns Guðmundssonar í Málmey YFIRLITSSÝNING á verkum Kristjáns Guðmundssonar myndlistar- manns, opnar á morgun í Rooseum listamiðstöðinni í Málmey í Svíþjóð í boði hennar. Á sýningupni eru 63 verk sem Kristján skóp á árunum 1972 til 1993, þar af níu bækur. í tilefni af sýningunni er gefin út í Svíþjóð 72 síðna sýningarskrá, sem rekur feril listamannsins . Kristján tók þátt í sýningu sem sett var upp hjá Rooseum árið 1991 og nefnist „Trans/Mission“. Forráða- menn miðstöðvarinnar segja að þá hafi vaknað vilji til að koma á fram- færi heilsteyptari mynd af listsköpun Kristjáns. „Sem einn af fremstu evrópsku fulltrúum e.k. hugmyndalistar, sem sækir innblástur jafnt til „Arte Pov- era“, „Land Art“ og flúxus, hefur hann síðan á sjöunda áratugnum með skúlptúrum sínum og teikning- um sameinað hógværð og stórhug á lágværan hátt ásamt fíngerðri kímni,“ segir í texta frá listamiðstöð- inni um sýninguna. Ennfremur að efni hans vísi til viðfangsefnisins og með tengingu til hinnar sterku sagnahefðar Islendinga samanstandi það m.a. af grafít, papparúllum og bleki. Einnig er lögð áhersla á rök- rétta þróun í verkum þeim sem höfð eru til sýnis í Málmey, allt frá teikn- ingum Kristjáns frá árinu 1972, sem hann nefnir „Supersonic Drawings", til seinasta verks hans sem nefnist „Black Hole“ og er sagt búa í senn yfir eðlisþáttum hugmyndalistar og ljóðs. Verk Þorkels á hljómdisk UT ER kominn hljómdiskur með þremur einleikskonsertum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þetta eru cellókonsertinn Ulisse ritome frá 1982, klarínett-konsertinn Bú- kolla frá 1974 og fiðlukonsertinn Fylgjur frá 1982. Einleikarar eru Hafliði Hallgríms- son, Einar Jóhannesson og Hannele Segerstam. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur, en stjórnendur eru Guð- mundur Emilsson, Petri Sakari og Leif Segerstam. í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu hljóðritanir frá síðast- liðnum áratug unnar af Ríkisútvarp- inu, höfundur gefi diskinn út en Jap- is sjái um dreifingu. Þorkell Sigurbjörnsson UM HELGINA Tolli í Kringlunni í TILEFNI af 6 ára afmæli Kringlunn- ar í dag verður opnuð þar sýningin „Listalff", þar sem myndlistarmaður- inn Tolli sýnir sín nýjustu verk. í til- kynningu segir að myndimar fjórtán marki þáttaskil í list Tolla, þær séu allar umfangsmiklar og verði þær hengdar upp yfír göngugötum Kringl- unnar. Sýningin stendur til 31. ágúst og verður hægt að skoða myndirnar daglega á afgreiðslutíma verslana. Sýningin er lokuð á sunnudögum. Á afmælisdegi Kringlunnar, í dag 13. ágúst, verður ýmislegt á döfínni fyrir viðskiptavini, auk myndlistarsýningar- innar, og má þar nefna tónlistafólk, leikhópa og danssýningu. Fyrirlestur í Nýlista- safninu f DAG, föstudaginn 13. ágúst, klukkan 18.30 heldur bandaríski myndiistar- maðurinn Brad Rust Gray fyrirlestur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Lista- maðurinn sýnir litskyggnur af um- hverfisskúlptúrum sem hann hefur sett upp víða um landið í sumar. Aðgangur er ókeypis. Pólsk grafík í Úmbru í GALLERÍ Úmbru verða grafíkmynd- ir tveggja pólskra listamanna til sýnis fram til 1. september. Leszek Golinski og Maciej Deja eru rúmlega þrítugir og hafa haldið fjölda sýninga og hlotið viðukenningar fyrir verk sín. Golinski kennir litógrafíu og mezzotintu við Listaakademíuna í Varsjá og Deja er þekktur fyrir málverk sfn. 011 verkin f Úmbru eru unnin í mezzotintu, sem er óvenjuleg aðferð hérlendis. Gaileríið er opið frá 13 til 18 þri. til lau. og sun. 14 til 18. Sýning Margrétar framlengd SÝNING Margrétar Elíasdóttur á Bræðraborgarstíg 7, þriðju hæð, hefur verið framlengd og stendur hún yfír á morgun, laugardaginn 14. ágúst, og sunnudaginn 15. ágúst. Sýningin kall- ast Sólar Isis. Þetta er sjötta einkasýn- ing listakonunnar, sem nam myndlist við MHÍ og Konstfackskolen f Stokk- hólmi, auk þess að hafa gert víðreist um heiminn. Síðasta sýningarhelgi Rósku MYNDLISTARKONAN Róska hefur að undanfömu sýnt verk af ýmsu tagi á Galleríi Sóloni fslandus í Banka- stræti. Sýningunni lýkur á morgun sunnudag. Eitt málverka Sólveigar. Sólveig Eggerz í Þrastarlundi < Á MÁNUDAGINN opnar Sólveig Eg- gerz Pétursdóttir málverkasýningu í veitingastofunni Þrastarlundi í Gríms- nesi. Þar sýnir hún 30 myndir, sem flestar eru unnar með áhrifum um- hverfís f Grímsnesi þar sem Sólveig dvelst á sumrin. Árni Rúnar í Portinu í PORTINU í Hafnarfírði stendur nú yfír sýning á verkum Áma Rúnars Sverrissonar. Verkin þar eru unnin á síðustu þremur árum. Sýningunni lýk- ur sunnudaginn 15. ágúst, og er salir Portsins opnir frá kl. 14 til 18 alla daga nema þriðjudaga. Kór Flensborgarskóla. Kór Flensborgarskóla á ferðalagi KÓR Flensborgarskóla leggur land undir fót f dag, heimsækir Austurríki og Þýskaland. A morgun verða tónleik- ar í Votiv-kirkjunni f Vínarborg og síð- an heldur kórinn til Passau þar sem hann syngur í ráðhúsi borgarinnar og þar næst til Ingolstadt í Bæjaralandi. Að lokum syngur kórinn í miðborg Miinchenar þann 19. ágúst. Kór Flens- borgarskóla var stofnaður fyrir 13 áram af Margréti Jóhönnu Pálmadótt- ur, söngkonu og núverandi stjómanda hans, og hefur komið viða fram hér heima og erlendis. Söngáhugi í skólan- um hefur farið vaxandi og hefur kórinn aldrei verið fjölmennari. Hann skipa nú 50 félagar. Auður Hafsteinsdóttir í Gerðubergi í TILEFNI af tíu ára afmæli Gerðu- bergs mun menningarmiðstöðin hefja nýja tónleikaröð í vetur sem ber nafn- ið Einleikstónleikar Gerðubergs. Á fyrstu tónleikunum leikur Auður Haf- steinsdóttir á fíðlu barokkverk og af rómantíska tímabilinu auk nýrra verka norrænna höfunda. Með henni leikur Guðríður S. Sigurðardóttir á píanó. Tónleikamir verða á afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst og hefj- ast klukkan 20.30. Aðrir hljóðfæraleik- arar sem fram koma á einleikstónleik- unum í vetur era Arnaldur Arnaldsson gítarleikari, f október, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, í febrúar, og Gunnar Kvaran sellóleikari, í apríl. Þriðjudagtónleikar í Sigurjónssafni Á NÆSTU þriðju- dagstónleikum í Listasafni Sigur- jóns koma fram þær Sigríður Jóns- dóttir mezzósópran og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. Á efnis- skránni eru sön- glög og píanóverk eftir íslensk, þýsk, bandarísk og frönsk tónskáld. Nína Margrét er að hefja doktors- nám í píanóleik við City University í New York og Sig- ríður fer þar í haust í Mannes- tónlistarháskól- ann. BOKMENNTIR Tímarit Máls og menn- ingar komið út ÚT ER komið annað hefti Tímarit Máls og menningar á þessu ári og hef- ur það að geyma skáldskap, íslenskan sem erlendan, og margar greinar um bókmenntir. Ljóð era eftir Dag Sigurð- arson, Einar Má Guðmundsson, Franz Gíslason, Ingibjörgu Haraldsdóttur og bandarísku skáldin Mark Strand og Anne Sexton (Hallberg Hallmundsson þýddi) og Svein Yngva Egilsson. Sögur og sögukaflar era 'í tfmaritinu eftir Julio Cortázar (Tómas R. Einarsson þýddi), Guðberg Bergsson og Þóranni Valdimarsdóttur. Þá era í þessu tímaritshefti ritgerðir um bókmenntir. Þórarinn Eldjám svar- ar þeirri spumingu hvort nútímaskáld þurfí bragfræði, Árni Bergmann fjallar um afhelgun bókmenntanna á okkar dögum, Þorsteinn Antonsson skrifar ítarlega ritgerð um skáldskap Steinars Siguijónssonar, Jón Hallur Stefánsson fallar um Lorcaþýðingu eftir Magnús sgeirsson og upprana hennar og loks dregur Svala Þormóðsdóttir fram ýmsa þráeði f sögunni Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. Ritdómar era að þessu sinni eftir Jón Stefánsson, Kristián B. Jónasson, Pál Valsson og Öm Ölafsson og er fjallað um bækur eftir Sigfús Bjartmarsson, Þóra Kristínu Ásgeirsdóttur, Thor Vil- hjálmsson, Ólaf Gunnarsson og Ástráð Eysteinsson. Þá era ótaldar greinar eftir Mörð Ámason (um sonnettu eftir Þórarin Eldjárn), Guðmund Andra Thorsson (stílstælingar) og kveðjuorð ritstjóra. Tfmarit Máls og menningar er prentað f Odda hf., það er 112 bls. að stærð; á kápu þessa tölublaðs er mynd af málverkinu Ölfusá eftir Þorvald Skúla- son. Þess má geta að dr. Ámi Siguijóns- son lætur nú af störfum sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar en við tekur Friðrik Rafnsson bókmennta- fræðingur og þýðandi, og verður Ingi- björg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, honum til aðstoðar. Sigríður Jónsdóttir Nína Margrét Grímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.