Morgunblaðið - 13.08.1993, Page 32

Morgunblaðið - 13.08.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Elísabet Hjálmars- dóttír — Minning Fædd 16. apríl 1909 Dáin 5. ágnst 1993 Okkur langar að kveðja elsku- lega ömmu okkar og þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Það er óhætt að segja að amma hafi verið miðpunktur í tilveru okk- ar alla tíð. Alltaf var notalegt að koma til hennar og hún tók ávallt á móti okkur með hlýjum orðum og uppdekkuðu borði. Það fór aldr- ei neinn svangur frá henni, hún tryggði það. Amma var myndarleg og falleg kona með sterkan persónuleika og ákveðnar skoðanir. Hún var stolt og sjálfstæð. Hún amma okkar haðfi svo margt að gefa og var óspör á umhyggjuna og hjálpsem- ina þegar við þurftum á aðstoð hennar og leiðbeiningu að halda. Amma var afar listræn og vildi hafa fallega hluti í kringum sig og bar heimili hennar og afa, garður- inn í Hófgerði, myndirnar og út- saumur vott um það. í Hófgerðinu var alltaf líf og fjör og þá sérstaklega þegar öll bama- börnin voru þar saman komin. Skemmtilegast þótti okkur að fá að gista hjá ömmu, því hjá ömmu leyfðist okkur ýmislegt sem ekki mátti annarstaðar. Það var ævin- týri líkast að fá að dvelja og alast upp með henni og afa. Það má sannarlega segja að amma hafí dekrað við okkur í einu og öllu. Við gleymum seint fallegu fötunum sem hún saumaði á okkur frænkumar. Þau vora í fallegum litum og sjálfsögðu samkvæmt nýj- ustu tísku þess tíma. Amma kenndi okkur einnig margt, til dæmis að sjá fegurð náttúrannar, fallegar bænir og sög- ur. Alltaf gátum við leitað í hlýjan faðm hennar og fundið þar öryggi og væntumþykju. Við uxum úr grasi og þroskuð- umst, en sambandið við ömmu hélst sterkt og náið. Hún fylgdist vel með öllu og öllum og bar ávallt hag okkar allra fyrir brjósti og þegar bömin okkar komu í heiminn nutu þau sömu umhyggju og hlýju og við höfðum notið alla tíð. Við lærð- um að meta enn meir samvera og góðu stundimar með ömmu. Jóla- boðin hjá henni era okkur ógleym- anleg. Þá var dansað í kringum jólatréð, sungið, hlegið og alltaf fjölgaði í hringnum hver jól. Amma hélt utan um fjölskyldu- böndin og styrkti þau. Nú þegar hún er fallin frá verða samvera- stundir fjölskyldunnar vonandi í anda ömmu, þess hefði hún óskað. Við vitum að amma og afi verða með okkur í huga og anda. Það era margar minningar sem koma upp í huga okkar á stundu ' sem þessari og erfitt væri að telja þær allar upp hér. Missir okkar er sár og mikill. En þegar sárastu sorginni og söknuðinum sleppir Með örfáum orðum langar mig til þess að minnast Elínar, frænku minnar, en hún lést á Landspítalan- um þriðja þessa mánaðar eftir lang- varandi stríð við erfíðan sjúkdóm. Elín var fædd og uppalin á Homi, nyrsta bæ í Sléttuhreppi, en sá .hreppur er nú aflagður þar eð eng- inn maður hefst þar lengur við. Við Elín ólumst því upp á sama stað og lékum okkur stundum saman sem börn ásamt yngri bróður mín- um. Og segja má, með nokkram sanni, að við ættum öll heima und- ir sama þaki, eða á meðan íbúar staðarins bjuggu allir samtímis í gamla bænum. Elín var að vísu nokkram árum yngri en við bræð- ur, en sá aldursmunur komj ekki í munu ljúfar minningar um góða ömmu vera með okkur. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt. Minning þín verður ávallt ljós í hjörtum okkar. Að lokura viljum við enda kveðju þessa á lítilli bæn sem amma kenndi okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Hvíl þú í guðs friði. Díana, María, Kristrún og Atli Már. í dag verður jarðsungin í Foss- vogskirkju elskuleg amma okkar Elísabet Hjálmarsdóttir og langar okkur að minnast hennar í fáum orðum. Þegar við hugsum til ömmu kem- ur upp í hugann sá yndislegi tími sem við áttum með henni á upp- vaxtaráranum í Hófgerðinu. Við frændsystkinin voram mikið hjá ömmu og stundum öll saman, Díana sem bjó hjá ömmu, María, Eddi, Palli og Fjóla voru þau elstu og síðan Kristrún, Jón Elís og Atli. Var þá oft glatt á hjalla. Minnumst við kvöldanna þegar við lögðum stofuna undir okkur og horfðum á sjónvarpið, fóram í koddaslag og sögðum draugasögur. Sumranna sem við tjölduðum tjald- inu úti í garði og amma útbjó nesti handa okkur svo þetta yrði nú al- vöra útilega. Heitu sumardaganna þegar buslað vr í tjörninni, rólað í rólunni og leikið í þessum risa framskógi sem yndislegi garðurinn hennar ömmu var í okkar augum. Vetrarkvöldin sem farið var í draugaleiki með Dúmma og Daða, og alla leiðangrana okkar í næsta nágrenni til að taka nokkur jarðar- ber ófrjálsri hendi með vasaljós í myrkrinu eða gera at í nágrönnun- um. Amma var mikill kokkur og einvher sú besta heim að sækja sem við þekkjum. Alltaf var heitt á könnunni og ilmandi nýbakstur á borðum, aldrei fóram við heim án þess að fá helst kaffí og meðlæti ásamt kvöldverði um kvöldið. Amma elskaði að fá gesti enda var hún mjög félagslynd. Hún hafði sérstakt lag á börnum sem sýndi sig í því hve auðvelt hún átti með að passa okkur öll frændsystkinin, við lékum okkur öll í sátt og sam- lyndi, jafnvel dögum saman þrátt fyrir aldursmuninn á okkur. Ein af minningunum um ömmu, sem mun fylgja okkur, er þar sem hún stendur við eldavélina að búa til sitt víðfræga kakaó og grilla pyslurnar sínar. Þetta var uppáhald okkar krakkanna og var alltaf til- hlökkunarefni að koma til ömmu og fá kakaó og pylsur. veg fyrir að við gætum átt samleið á þessum aldri. Síðar er systkinum okkar bræðra fjölgaði, laðaðist Elín meira að þeim og stundum var þá glatt á hjalla í gamla bænum. Áuk þess bættust nú einnig börn hina bændanna í hópinn og skapaði auðvitað meiri fjölbreytni í vinavalið. Elín var nokkuð bráðþroska og fljótlega valdist hún í forystu í telpnaliðinu, þótt á ýmsu gæti nú gengið annað slagið. Hún var létt í hreyfíngum, glaðleg að jafnaði en stjórnsöm. Og ung að árum kom hún auga á hið broslega í tilverunni, enda átti hún ættir að rekja til fólks sem kunni að gera að gamni sínu. Og ef til vill hefur þessi eiginleiki í Ein af reglunum hjá ömmu var sú að það mátti aldrei fara í rúmið án þess að drekka áður. Þessar kvöldstundir vora dýrlegar þar sem spjallað var saman um atburði dagsins og allt það sem okkur lá á hjarta. Amma var kona með mikl- ar tilfínningar til fjölskyldunnar og hélt hún fjölskyldunni saman af ótrúlegum krafti. Einhveijar bestu stundirnar sem fjölskyldan átti saman voru á jóladag ár hvert á heimili hennar, fyrst í Hófgerði og síðar á Háaleitisbraut. Þar var allt- af glatt á hjalla, dansað og sungið í kringum jólatréð, jólasveinn kom í heimsókn og spilað fram á nótt. Sú hugsun leitar upp í huga okkar hvernig jólin verði án hennar. Hennar skarð verður aldrei fyllt en hér eftir verður jóladagur helgaður minningu um þessa einstöku konu í hugum okkar allra. Elsku Díana, þér sendum við okkar dýpstu samúðarkveðju og megi Guð gefa þér frið með þeim yndislegu minningum sem þú átt um ömmu. Elsku Elsa, Mummi, Huld og pabbi okkar, ykkur sendum við samúðarkveðjur og megi guð blessa ykkur. Edvard Hjálmar, Fjóla Hrönn og Jón Elís. Hún amma er dáin. Svo snögg- lega horfín frá okkur. Amma sem alltaf var svo sjálfstæð og dugleg og fram á það síðasta sá um sig sjálf, þó sjónin væri henni erfíð síð- astliðin mörg ár. Hún bar mikið stolt og mikla þrautseigju. Á svona stundu streyma fram minningarnar úr æsku, allar sam- verastundimar hjá ömmu og afa í Hófgerði 10, Kópavogi. Fallegi garðurinn hennar, þar sem við frændsystkinin lékum okkur í „yfír“ og „blómaleiknum" sem gekk út á spumingar og svör um hvað hin ýmsu blóm hétu - amma hafði kennt okkur svo margt um garðinn sinn. Á stórhátíðum og oft um helgar voram við öll mætt í Hófgerðið - alltaf líf og gleði og fullt af fólki, þar lærðum við sem yngri voram margt um lífíð og tilverana. Listgleði ömmu kom fram í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur fari hennar hjálpað henni yfir örð- ugustu hjallana á lífsleiðinni. Það er margs er minnast frá æskuárunum þama vestra og þó að sumt sé nú gleymt og grafíð lif- ir annað góðu lífí í vitund okkar sem enn eram ofan moldar. Hitt er svo annað mál hvort það á nokk- urt erindi inn í þessa örstuttu minn- ingargrein. Ég tel að best fari á því, að hver og einn fái að lifa í friði við þær minningar sem honum era kærastar, því að þær þurfa ekki endilega að vera þær sömu og hinna, þó að við gætum sameinast um sumt á þessum áram. Haustið 1934 fór Elín í héraðs- skólann á Núpi og útskrifaðist það- an að námi loknu 1936. Sama árið fluttu foreldrar hennr, Frímann Haraldsson og Hallfríður Finnboga- dóttir, ásamt Jóhanni Vigfússyni, fóstursyni sínum, og yngri systkin- um Elínar, þeim Guðmundi og Ósk- ari og Rebekku Rósu, að Horn- - hvort heldur var í málverkum hennar, saumaskap, matargerð, framreiðslu, smekkvísi í litasam- setningu, gróðursetningu og bara hveiju sem var. Oft spurði hún okkur systurnar hvort þessi eða hin flíkin hennar væru enn í tísku, hvort hún gæti nú gengið í þeim ennþá. Hún fylgd- ist vel með í litum hvers tíma og sniðum flíkanna. Okkur þótti alltaf svo vænt um að fá ömmu í heimsókn til okkar í Njarðvíkurnar, notalegt að hafa hana hjá okkur, því að þá vissum við hvemig henni leið, - sjónin var orðin henni svo erfíð upp á það síðasta. Mömmu og pabba leið alltaf hálf einkennilega þegar hún fór aftur heim eftir að hafa dvalið hjá þeim í nokkra daga í einu. Hugsum til ömmu með miklum söknuði - hún hvíli í friði. Elísabet, Jón Þór, Rósa og Snorri. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú þegar amma okkar, Elísabet Hjálmarsdóttir, er dáin, fá minn- ingar tengdar henni annað og meira vægi en áður. Það sem hún gaf okkur barnabörnunum situr svo fast í hugum okkar, hún gaf okkur ástúð og hlýju ásamt ævintýraleg- um upplifunum, og ræktaði fjöl- skyldutengslin. Amma var fædd 16. apríl 1909 í Súðavík. Foreldrar hennar vora María Rósinkransdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, og var hún ein af tólf systkinum, en á legg komust auk hennar, Elí, Björn, Bjarnleifur, Lilja, Þorsteinn, Guðmundur og Jóna, sem öll era látin, en eftir lifa Gunnar og Sólveig og uppeldisbróð- ir hennar Skarphéðinn Veturliða- son. Amma giftist 1929 afa okkar Jóni Þórðarsyni og hófu þau búskap á Dalbæ í Súðavík. Þau eignuðust sex böm og komust fímm þeirra til fullorðinsára. Elst er móðir okk- ar Elísa Jóna, fædd 1930, gift Þóri Davíðssyni og eiga þau fjögur böm. Guðmundur Georg, fæddur 1932, maki Þóra Jónsdóttir og eiga þau fjögur böm. María Huld, fædd 1938, hún á eina dóttur, og tvíbur- amir Guðmundur Hjálmars og Daði Eysteinn, fæddir 1943. Kona Guðmundar er Kristín Kristensen og eiga þau þijú börn,. Daði lést 1988 og er eftirlifandi kona hans Bára Eriríksdóttir og eignuðust þau þijú böm. Amma og afí létu til sín taka í félagslífínu á Súðavík. Þar stóð afí meðal annars fyrir jólatrésskemmt- unum sem þá voru að ryðja sér til rúms hér á landi og þóttu mikil nýlunda. Einnig stóðu þau fyrir leikskemmtunum í þorpinu. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á blóma- og tijárækt, og er gaman að geta þess að hún og vinkonur hennar urðu fyrstar þar um slóðir til þess að panta blómafræ úr dönskum bjargsvita. Gerðist Frímann þar vitavörður og þar bjó hann þar til hann lést árið 1941. Á þessum áram kynntist Elín ungum manni að sunnan sem vann um skeið að viðhaldi vitahúsanna. Gunnar hét hann og var Guðjóns- son. Þau gengu í hjónabnd nokkru síðar og settust að hér í Reykjavík. Þau áttu saman þijú böm og þau era: Ásthildur sem starfar hjá póst- þjónustunni, Halldór garðyrkju- fræðingur og Halldís hússtjórnar- kennari. Seinna skildu svo leiðir þeirra Gunnars og frænku minnar og eftir það varð hún ein að sjá fyrir börn- um sínum. Næstu árin á eftir hafa ugglaust orðið henni erfið, en með einstæðum dugnaði og útsjónar- semi tókst henni að koma börnun- um vel til manns eins og sjá má af því sem að framan segir. Um langt skeið var Elín forstöðu- kona í mjólkurbúðum hér í borginni pöntunarblöðum, sem þær sáðu í garða sína. Þessi áhugi hennar á fegran umhverfísins fylgdi henni alla tíð, hvort heldur var inni eða úti, og þegar þau afí flytja síðan suður og settust að í Hófgerði 10 í Kópavogi, árið 1950, hófst margra ára þrotlaus vinna við að fjarlægja stórgrýti úr lóðinni og planta tijám og blómum. Þannig minnumst við hennar og þeirra beggja. Það var ærinn starfí að koma lóðinni í það horf sem þau gátu verið ánægð með og stolt yfír og hlutu þau umbun fyrir erfiðið, því þau fengu meðal annars verðskuldaða viður- kenningu frá Kópavogsbæ 1968, enda var garðurinn þeirra mikið augnayndi, fjölskrúðugur og ævin- týralegur í augum okkar barna- barnanna. í honum var lítil steypt tjöm, sem afí lét renna í vatn á góðviðrisdögum og þá máttum við tína blóm og láta fljóta á vatninu. Rifsbeijarannana töldum við okkur þurfa að passa alveg sérstaklega vel, svo að krakkamir úr nærliggj- andi húsum kæmust ekki í berin. Aldrei heyrðist amma þó kvarta enda þótt við, þessir sjálfskipuðu verðir, borðuðum meira en góðu hófi gegndi af beijunum hennar, svo að jafnvel næðist vart nóg í hið ómissandi rifsbeijahlaup á pönnunkökumar hennar, sem reyndar voru svo góðar að hægt var að borða þær eintómar. En það var ekki aðeins garðurinn sem þau unnu að ^ig fegraðu. Þau voru bæði sístarfandi, úti sem inni. Amma málaði myndir og saum- aði föt og veggteppi, og afí notaði hveija stund til að dytta að hlutum og lagfæra. Þegar við barnabömin komum til sögunnar, og litla húsið þeirra rúmaði vart ört stækkandi fjölskyldu réðust þau í fram- kvæmdir og byggðu við húsið til þess að í stofunum gætu farið fram ýmsar árvissar samverastundir, með skemmtiatriðum, spila- mennsku og heimsókn jólasveins- ins. Og ekki vora veitingarnar þá skomar við nögl. Amma hafði gam- an af því að fá gesti í heimsókn og til hennar var gott að koma. Það þurfti oft mikið skipulag til, þegar barnabörnin vildu jafnvel öll fá að sofa samtímis og helst í afa- holu. Eflaust er besta dæmið um þetta þegar sú okkar sem elst er, var aðeins á fimmta ári og suðaði látlaust um að fara til ömmu sinnar í Hófgerði. Þegar svarað var af- dráttarlaust nei, tók sú stutta til sinna ráða, og lagði af stað fót- gangandi úr Bústaðahverfinu alla leið suður í Kópavog, kom síðan alsæl og stolt til ömmu sinnar, og spurði hvort hún mætti ekki sofa. Amma varð að vonum undrandi og trúði vart þessu mikla afreki nöfnu sinnar. Amma starfaði lengi á sauma- stofunni Toledo, síðan í efnagerð- inni Val og um tólf ára skeið við ræstingar hjá sjónvarpinu og lét þar af störfum 75 ára. Amma bjó við góða heilsu lengst af, þó að sjón hennar hafí verið farin að daprast verulega síðustu árin, og við það missti hún mikið og gat lítið sinnt hugðarefnum sínum. Amma las mikið á meðan sjónin leyfði og hafði mikinn áhuga á ei- og leysti hún það starf vel af hendi eins og allt sem henni var trúað fyrir um dagana, var samviskusöm og alúðleg í framkomu gagnvart viðskiptavinunum og því vinsæl í starfí. Árið 1953 eignaðist frænka mín tvíbura, pilt og stúlku. Pilturinn fékk nafn föður hennar, heitir Frí- mann og er nú starfsmaður hjá Flugleiðum, en stúlkan heitir Kol- brún Sveinsína og er læknir á Land- spítalanum. Faðir, Benedikt Bjarnason. En árin færðust nú yfír og upp frá þessu tók heilsu Elínar að hraka. Varð hún því smátt og smátt að draga úr vinnuálaginu, þótt henni væri það þvert um geð. Var eins og fleiri því óviðbúin að þurfa að slaka á. Börnin, hennar eini auður, flugu nú hvert af öðru úr hreiðrinu og gerðust nýtir þjóðfélagsþegnar og þótt þau litu til með henni og dveldu hjá henni eins lengi og þeim var mögulegt urðu nú stundirnar æ Minning Elín Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.