Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 43 Skagamenn fóru á kostum í síðari hálfleik gegn Þórog skoruðu fimm sinnum SKAGAMENN áttu enn einn stórleikinn í 1. deildinni í knatt spyrnu er þeir burstuðu Þórs- ara, 6:0, á Akranesi i gær- kvöldi. Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik fór Skaga-vélin á fulla ferð í þeim síðari og lék frábæra knattspyrnu. f Eyjum Auðvelt hjá FH HLAUP 4 4 4 4 4 I Frá Sigþóri Eiríkssyni á Akranesi Skagamenn byrjuðu með látum, Ólafur Þórðarson átti tvö ágætis færi, Lárus varði í fyrra skiptið en hitt skotið fór framhjá. Eftir þessa byrjun Skaga- manna jafnaðist leikurinn og Þórsar- ar áttu ekki minna í spilinu, en eft- ir hálftíma fóru heimamenn aftur að láta meira til sína -taka, og á 27. mín. varði Lárus glæsilega skot frá Lúkasi Kostic eftir hornspyrnu. Fljótlega eftir að Skagamenn náði forystu á 37. mín. fengu Þórsarar sitt besta færi í leiknum, er Örn Viðar sendi fyrir markið frá vinstri og Júlíus Tryggvason skallaði mjög vel að marki en naumlega yfir. Skagamenn svöruðu á 44. mín. er Sigurður Jónsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, átti þrumuskot, en Lárus varði meistaralega. Síðari hálfleikur fór frekar rólega af stað, þó Skagamenn hefðu undir- tökin en eftir að þeir bættu marki við, á 65. mín., var óþarfi að spyija að leikslokum. Þeir tóku öll völd eftir það og aðeins tveimur mín. síðar kom þriðja markið. Síðstu níu mín. skoruðu Skagamenn svo þijú mörk og innsigluðu stórsigurinn. Seinni hálfleikurinn var nánast einstefna, Þórsarar átti reyndar tvö færi í stöðunni 5:0, en heimamenn 0B >4 Eyjamönnum mis- ■ I tókst að hreinsa frá marki sínu, boltinn barst til Ágústs Gylfasonar sem lét vaða á markið rétt fyrir ufcan vitateig. Friðrik varði vel en hélt ekki knettinum og Arnljótur Dav- íðsson fylgdi vel á eftir og skor- aði af stuttu færi. Þetta var á 17. mín. Om OValsmenn fengu ■ fciskyndisókn á 90. mín. Anthony Karl Gregory geystist upp vinstri kant, lék frá eigin vallarheimingi að vítateig ÍBV, sendi þá þvert yfir á Jón Grétar Jónsson, sem var óvald- aður og yfirvegað afgreiddi hann knöttinn yfir Friðrik mark- vörð, sem kom út á móti. FH-ingar sigruðu ákaflega daufa Fylkismenn 0:2 í Árbæn- um ígærkvöldi, í heldur bragð- daufum leik. FH-ingar léku af öryggi, en þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigrinum gegn ákaf- lega döprum Fylkismönnum, sem virðast á hraðri niðurleið.. Leikurinn var vart byrjaður þegar FH-ingar komust yfir með nettu marki. Markið gaf góð fyrir- heit um leikinn, en Stefán vakti einungis fals- Eiríksson vonir. Leikurinn var skrifar mjög daufur í fyrri hálfleik, FH-ingar fengu þijú færi og skoruðu tvö mörk, það síðara á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, og Fylkismenn fengu einungis eitt færi. Síðari hálfleikur var ögn skárri, Fylkismenn sýndu örlítinn lit en fengu engu að síður vart teljandi færi. FH-ingar voru öllu beittari, fengu tvö-þijú góð færi, m.a. átti Hilmar Björnsson skot í slá, og höfðu þeir allan tímann góð tök á leiknum. Fylkismenn voru mjög daprir; áhugalausir og hugmyndasnauðir og náðu aldrei að rífa sig upp. Salih Heimir Porca lék ekki með þeim vegna meiðsla, og veikti það liðið augljóslega. FH-ingar léku af öryggi, vörnin var mjög sterk og miðjan ágæt, en sóknarmennimir voru nokkuð mis- tækir. Ólafur Kristjánsson lék vel og Hilmar Björnsson lék líka af stakri prýði og lagði upp bæði mörkin með glæsilegum sending- um. KR-ingar, sem létu hann frá sér fyrr í sumar, hljóta að naga sig í handarbökin eftir þá ráðstöfun. „Það eru allir leikið erfiðir, en við ætluðum okkur að hefna fyrir ósigurinn í bikarnum," sagði FH- ingurinn Hilmar Björnsson eftir leikinn. Aðspurður um gott gengi eftir að hann skipti í FH úr KR sagði Hilmar að það gengi alltaf vel þegar menn fengju að spila. „í FH eru mjög góðir leikmenn og þetta er mjög vel spilandi lið sem hentar mér vel.“ Jöklahlaup á Höfn Jöklahlaupið, sem er almenningshlaup, verður á Höfn í Homafirði á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 14 við Sindravelli. Keppt er í flokkum 14 ára og yngri drengja og stúlkna og 15 ára og eldri karla og kvenna, en vegalengdir eru 3 og 10 km. Þátttakend- ur fá 40% afslátt á fargjaldi með Flugleiðum vegna hlaupsins. Skráning í Gallerí Helga Nesjum (s. 97-81550). VALSMENN unnu mikilvægan sigur í Eyjum í gærkvöldi, 2:0, og eru því komnir á rétta braut aftur eftir mjög slakt gengi um tíma. Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok: „Við erum komnir í tengsl við annað en ■■Hi fall; höfum sannað FráSigfúsi það fyrir okkur að Gunnari við getum þetta, -fk Guðmundssyni við viljum. Við höf- 'Eyium um nú fengið sjö stig úr þremur fyrstu leikjunum í seinni umferð en fengum aðeins þijú stig úr fyrstu þremur leikjunum, þannig að þetta er allt á uppleið hjá okkur.“ -Eyjaménn byijuðu leikinn nokkuð vel og uppskáru fljótlega auka- spyrnu á vítateig sem Bjarni Svein- björnsson tók; lyfti boltanum yfir varnarvegginn en einnig rétt yfir markið. Steingrímur Jóhannesson fékk einnig færi, en það voru Vals- menn sem gerðu fyrsta og eina ' mark hálfleiksins þegar Arnljótur Davíðsson skoraði. Arnljótur varð síðan að fara af velli skömmu síðar með skurð á fæti, sem verður að sauma og gæti hann misst af ein- hveijum leikjum fyrir vikið. I síðari hálfleik voru Eyjamenn áfram meira með boltann en Valsar- ar mun hættulegri í sóknaraðgerðum sínum. Það var besti maður Vals, Ágúst Gylfason, sem lét fyrstur að sér kveða í síðari hálfleik, þegar hann átti skaila að marki sem Frið- rik markvörður varði vel. Ágúst var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann geystist fram miðjuna og þrumaði á markið, og Friðrik varð að hafa sig allan við, til að éti? knöttinn yfir. Bjarni Sveinbjörnsson komst næst því að jafna fyrir heima- menn undir lokin þegar hann átti skalla rétt yfír eftir góðan sókn. En það var svo Jón Grétar Jónsson sem veitti heimamönnum rothöggið þeg- ar hann skoraði á síðustu mínútunni. Sigurður Jónsson, ÍA. Hilmar Björns- son, Bjömsson, Ólafur H. Kristjánsson, FH. Agúst Gylfason, Val. Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson, Kristján Jónsson, Fram. Ólafur Pétursson, ÍBK. m Kristján Finnbogason, Sturlaugur Har- aldsson, Ólafur Adolfsson, Lúkas Kostic, Alexander Högnason, Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Mi- hajlo Bibercic, Þórður Guðjónsson, ÍA. Lárus Sigurðsson, Hlynur Birgisson og Sveinbjörn Hákonarson, Þór. Stefán Amarson, Auðun Helgason, Þórhallur Víkingsson, Petr Mrasek, Þorsteinn Jónsson, Hallsteinn Arnarson, FH. Friðrik Friðriksson, Nökkvi Sveinsson, Tryggvi Guðmundsson, Magnús Sig- urðsson, ÍBV. Bjami Sigurðsson, Arn- aldur Loftsson, Sævar Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Anthony Karl Gregory, Val. Ingólfur Ingólfsson, Pétur Am- þórsson, Fram. Ragnar Steinarsson, Eysteinn Hauksson, Gunnar Oddsson, ÍBK. 1:0 Haraldur Ingólfsson 'óð upp vinstn kant á 37. mín., gaf fyrir markið á Bibercic sem renndi knettinum til baka, Þórður rétt missti af fyrirgjöfinni en Haraldur Ing- ólfsson var mættur þar og skaut föstu skoti, sem fór í vamar- mann, og í hornið fjær. 2:0 mAlexander HÖgna- ■ ^JFson skoraði á 65. mín. eftir mikið einstaklings- framtak. Renndi sér framhjá þremur varnarmönnum af harð- fylgi fyrir utan teiginn og vipp- aði síðan knettinum fyrir Lárus markvörð, sem kom út á móti, frá vítapunkti. 3B^\HaraIdur Ingólfsson ■ átti stungusendingu inn á Þórð Guðjónsson sem þrumaði að marki, Lárus varði glæsilega en hélt ekki knettin- um, sem skrúfaðist upp í loftið og þar var Þórður mættur og skallaði í netið. Þetta var á 67. mín. B^%Sigursteinn Gislason "fraVátti firábæra send- ingu inn fyrir vöm Þórsara, á 81. mín., beint fyrir gætur Mi- hajlo Bibercics, sem gat ekki annað en skoraði af stuttu færi, einn og óvaldaður. iSigursteinn Gísla- 'son var enn á ferð- inni á 84. mín., óð upp völlinn, sendi á Harald, fékk knöttinn aftur og skaut. þmmuskoti upp í blávinkilinn af 20 m færi. Stórglæsilega gert og skotið óveijandi fyrir Láms. 5.f* ■Ve 6-n ■ Ws BílBrandur Siguijóns- ■ l#son, sem nýlega var kominn inná sem varamaður, lék upp hægri kant á 89. mín., gaf fasta sendingu fyrir markið þar sem Þórður Guðjónsson kast- aði sér fram og skoraði með skalla. MjÖg fallegt mark. Om *• Fyrsta sókn FH-inga p I í leiknum hófst á því að Olafur H. Kristjánsson vann knöttinn, sendi á Andra Marteinsson, sem gaf á Hilmar Bjömsson út á hægri kantinn, Hilmar sendi glæsiiega frá hægri inn í vítateiginn, þar sem áðurnefndur Ólafur hoppaði hæst og sendi knöttinn með kollinum í markið vinstra megin. 0B^%Síðasta sókn FH- ■ ■Miinga ! fyrri hálfleik endaði á því að Hilmar Björns- son sendi laglega frá hægri kantinum inn að vítateigslínu, þar sem Þorsteinn Jónsson sendi knöttinn viðstöðulaust í hornið uppi hægra megin, með hægri fæti. Morgunblaðið/Golli Skagamenn, Skagamenn skoruðu... ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem hér er í baráttu við Þóri Áskeisson, Þórsara, í gærkvöldi, skoraði tvívegis í leiknum og lék vel eins og allir leikmenn Skaga- liðsins. Til vinstri er Hlynur Birgisson. fengu einnig góð færi til að bæta við. Skagaliðið sýndi enn einu sinni styrk sinni; er greinilega með yfir- burðalið í deildinni. Skagamenn náðu ekki alveg sínu besta í fyrri hálfleik en ‘eftir hlé fóru þeir að spila eins og þeir gera best; hreyf- ing á leikmönnum var mikil og knötturinn gekk hratt á milli þeirra. Sigursteinn Gíslason var besti mað- ur ÍA og vallarins í gær, hreint frá- bær og kórónaði leik sinn með stórglæsilegu marki. Skagamenn eru, eins og oft hefur komið fram, í geysilega góðri æf- ingu, og það sannaðist enn einu sinni í gærkvöldi að þeir sýnast aldrei betri en undir lok leikjanna, þegar aðrir eru sprungnir á limm- inu. Fj. leikja U J T Mörk Stig /A 12 11 0 1 43: 9 33 FH 12 7 3 2 24: 17 24 FRAM 12 7 0 5 30: 19 21 VALUR 12 6 1 5 20: 14 19 ÍBK 12 5 2 5 19: 22 17 KR 12 5 1 6 24: 22 16 ÞÓR 12 4 3 5 10: 17 15 /BV 12 3 3 6 15: 26 12 FYLKIR 12 3 1 8 13: 27 10 VÍKINGUR 12 1 2 9 13: 38 5 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Lestin brunar áfram!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.