Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 27 SKJALDMEYJARBLÓM Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir 276. þáttur Latneska heitið lignla þýðir lít- il tunga eða ól. Þá er átt við lög- un krónublaðanna, tungukrón- unnar, sem er oft þráðmjó. Þetta er allstór ættkvísl innan Körfu- blómaættarinnar og nær yfir nokkra tugi tegunda. Það eru þó ekki nema tiltölulega fáar þeirra sem hafa verið teknar til ræktun- ar í görðum og eru þær flestar komnar langt austan úr Asíu, einkum frá Kína og sumar frá Japan. Margar þessara tegunda hafa verið reyndar hér á landi í grasagörðunum báðum, í Reykja- vík og á Akureyri. Hafa þær und- antekningarlítið staðið sig mjög vel og reynst bæði harðgerðar og langlífar. Vaxtarskilyrði virðast samt mun heppilegri sunnanlands og ættu þau að ná þar betri þroska. Þó að skjaldmeyjarblóm hafi verið ræktuð hér á landi um nokk- urt árabil eru þau enn ekki algeng í görðum og veldur þar e.t.v. ein- hveiju um að þau hafa lítið verið kynnt. Einnig getur það líka nokkru ráðið að smekkur íslend- inga virðist all einhæfur hvað varðar val á fjölærum plöntum í garða. Flestir sækjast mest eftir litskrúðugum blómum en leita minna að plöntum sem eru athygl- isverðar vegna vaxtarlags eða fallegra laufblaða. Skjaldmeyjar- blómin mega einmitt teljast til þeirra plantna sem eru eftirsókn- arverðar vegna formfegurðar. Laufblöðin eru oftast langtum stærri en á flestum öðrum garð- plöntum og mynda venjulega geysistórar blaðhvirfíngar. Blóm- stönglamir em langir og stinnir, með fjölda blóma í fagurlega lög- uðum blómskipunum, sjálfar blómkörfumar eru í ýmsum gul- um litbrigðum. Skjaldmeyjarblóm þurfa því stórt svæði til umráða og njóta sín reyndar best stak- stæð. Þau fara mjög vel við tjam- ir eða polla, enda vaxa mörg þeirra í raklendi í heimkynnum sínum. Þau ná ekki góðum þroska nema í rökum og næringarríkum jarðvegi og þurfa oft mikla vökv- un. Þau kunna vel við sig á sólrík- um stöðum, en geta líka orðið falleg þó skugga beri á einhvem hluta dagsins. Skjaldmeyjarblóm henta þess- vegna ekki hvar sem er og ekki Risafífill - Ligularia macrophylla. þýðir að hola þeim niður umhugs- unarlaust í einhveija smáeyðu í blómabeði, allra síst í þurra rönd sunnan undir húsvegg. Svoleiðis trakteringar þýðir ekki að bjóða vandfýsnum gestum frá fjarlæg- um löndum. Hér verður sagt lauslega frá þrem tegundum skjaldmeyjar- blóma: Skjaldmeyjarfífill — Ligularia clivorum (=L. dentata) er ættaður frá Kína og Japan. í Kína er hann sagður vaxa í um 2000 m hæð og vex þar við ár og læki. Þrífst vel hér á landi. Hann hefur mjög stór hjartalaga laufblöð, 20-30 cm í þvermál. Þau em þunn og gljáandi. Blómkörfurnar em stór- ar, dökkgular eða rauðgular með brúnleit hvirfilblóm. Þær em fjöldamargar í sveiplaga skipun- um á allt að 100 cm háum sterk- um stönglum. Risafífill Ligularia macrop- hylla — er kominn frá Altai-fjöll- um og Kákasus. Hann er mjög sérstæður með þykk blágræn eða bládöggvuð laufblöð. Þau eru sporöskjulaga og standa stíf og upprétt. Blómstönglamir geta orðið allt að 150 cm. Blómkörf- umar em litlar, gular í greinóttri pýramídalaga blómskipan. Blómgast í júlí. Hefur reynst sér- staklega vel bæði sunnanlands og norðan og þolir töluverðan þurrk. Tumfífill Lignlaria prezew- alskii — ættaður frá Norður-Kína og Kansu hefur dafnað ágætlega hér á landi. Hann ber allt annan svip og öðruvísi yfírbragð en frændur hans og er allur svo grannur, nettur og fínlegur að unun er á að horfa. Laufblöðin em aðeins 5-10 cm í þvermál, blómstönglarnir brúnir allt að 100 cm á hæð, með litlar gular körfur í mjög löngu grönnu axi. Ræktun skjaldmeyjarblóma hefur aukist nokkuð á síðustu ámm og í Grasagarði Reykjavíkur em um þessar mundir margar teugndir af þeim. Herra fóstri í Laugarásbíói Eitt atriði úr myndinni Herra fóstri. L AUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Herra Fóstri eða „Mr. Nanny“ með ameríska glímukappanum Hulk Hogan í aðalhlutverki. í tilkynningu frá bíóinu segir um myndina: „Ekkert gat hafa undirbúið atvinnuglímumanninn Sean Armstrong (Hulk Hogan) undir nýjasta verkefni hans; að vera bamapía tveggja óstýrilátra ríkra krakka. En Sean tekur að sér þetta verkefni til að hjálpa fyrrum umboðsmanni sínum úr klípu. Krakkamir tveir, Alex og Katie Mason, hafa haft fjöldann allan af barnfóstrum frá því að móðir þeirra dó. Faðir þeirra, Alex Mason, eldri, snjall uppfinninga- maður, hefur sökkt sér í vinnu og lætur bömin vera sjálfala og er Sean um það bil að verða nýjasta fórnarlamb prakkarastrika þeirra. Hann má þola alls kyns strákapör auk þess að hjálpa Katie litlu í ballet og hárgreiðslu. Alex eldri hefur hannað lítinn tölvukubb sem er hluti af leynilegu hervopni. Hættulegir glæpamenn hafa kom- ist á snoðir um tilveru þessa kubbs og munu þeir gera allt til að kom- ast yfir hann. Fyrir mörgum árum höfðu þessir glæpamenn og Sean átt í deilum og þegar örlögin koma þeim saman aftur er það undir Sean komið að jafna metin. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Bletturinn að húsabaki við bæinn á Klúku. Þessi blettur er oftast sleginn fyrst í Bjarnarfirði en hann er framan við Klúkuskóla. Sjá má gulu kalblettina milli grænna geira sem betur hafa verið sprottn- ir. Handan ár má sjá Bakka og Pöntun sem er húsið sem flutt var frá Seyðisfirði. Stendur það lengst til hægri uppi í fjallshlíðinni. Túnsláttur haf- inn í Bjarnarfirði Laugarhóli. TÚNSLÁTTUR er nú loks hafinn í Bjarnarfírði á Ströndum. Verð- ur það að teljast snemmt miðað við veðráttu sumarsins en er þó fyllilega viku seinna en jafnvel norður í Ámeshreppi. Spretta er fremur léleg og þó nokkurt kal í túnum. Auk þess sem blett- irnir í kringum Klúkuskóla og bæinn Klúku voru slegnir fyrir þrem vikum. Hóf Ingimar á Kaldrananesi I túnslátt á sléttun- um framan við bæinn í síðustu viku og var sæmileg spretta þar. Nú eru aðeins eftir þrjú fjárbú sem eitthvað kveður að í Bjarnar- firði á Ströndum. Það var svo fýrir ekki mörgum árum að myndarleg fjárbú voru rekin á hveijum bæ í Bjarnarfírði eða alls á 11 sveitabæjum. Jafn- framt því sem þar voru bæði hross og kýr. Nú eru kindur eini búpen- ingur fjarðarbúa og eins og áður segir eru það aðeins þijú bú sem eiga afkomu sína undir það að tak- ist að heyja fyrir þær. Einmuna kalt veðurfar Það er oft að erfiðlega gengur að hefja slátt í Bjarnarfirði, meðal annars vegna tíðarfars og einnig er þykkt lag jökulleirs ofarlega í jarðvegi fjarðarins. Því hefur tún- sláttur oft hafist einni til tveim vik- um seinna þar en annarsstaðar í Strandasýslu. í ár hefur verið ein- muna kalt veðurfar og oftast þoka og rakt í loft í sumar. Þó hefur grasvöxtur orðið það góður að túna- sláttur hófst í fyrstu viku ágúst- mánaðar að þessu sinni. Það var eins og oft áður Ingimar Jónsson í Kaldrananesi I sem byijaði sláttinn á tveim sléttum framan við bæinn, upgi undir fellinu. Áður höfðu verið slegnir blettir framan á firði, kringum Félags- heimilið á Laugarhóli og neðan til á túninu á Klúku. Á báðum þessum stöðum eru tjaldstæði fýrir gesti sumarhótelsins að Laugarhóli sem slá þarf snemma til að hægt sé að nota þá fyrir gesti og gangandi ferðamenn. Segja má aðeins sé nú eftir fjár- Omissandi upplýsingabanki búskapur á þrem bæjum í Bjamar- firði sem krefst einhvers heyfengs. Er það í Kaldrananesi I hjá Félags- búinu í Odda og á Klúku. Á öðrúm bæjum er orðið svo fátt fé að að- eins skipti í besta lagi tugum. Tak- ist því sæmilega um sprettu, er erfitt að fá nægan heyfeng fyrir það fé sem á fóðrum er. - S.H.Þ. PHILCO Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn - spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling • Sparnaöarrofi • Stilling fyrir hálfa hleðslu Verð 52.500,- 49.875,- Stgr. L85-800 sn. vinda. Verð 57.500,- 54.625,m Stgr. (H) ^ Heimilistækihf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 . FAX 69 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.