Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 44
 -v LETTOL ^ \\--------1 / Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAOHaLMENNAR MORGUNBLAfílD, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK í leghálskrabba- meinsleit í ár FYRSTU sex mánuði þessa árs komu um 17% færri konur til leghálskrabbameinsleitar í Leitarstöð Krabbameinsfé- lagsins í Reykjavík en síðustu ár eftir því sem segir í grein eftir Kristján Sigurðsson yfirlækni á miðopnu Morgunblaðs- ins í dag. Hann segir að fækkunin veki ugg um að leitt geti til nýrrar hækkunar á nýgengi líkt og gerst hafi hér á landi eftir 1977. Nýgengi hefur aukist jafnt og þétt hjá körlum og konum frá upphafi krabbameinsskráningar árið 1955. Kristján segir að nýgengi hafi minnkað mjög frá árinu 1967 fram til ársins 1977. Eftir það hafi kom- ið í ljós tímabundin hækkun á ný- genginu en talið sé víst að sú hækkun stafi að mestu leyti af því að fyrir 1982 hafi aðeins um helm- ingur kvenna á aldrinum 25-69 ára komið reglulega til leitar á þriggja ára fresti. á hvaða stigi sjúkdómurinn grein- ist. Því hvetur hann konur til að sinna kalli Leitarstöðvarinnar. Sjá miðopnu: „Regluleg mæt- ing er mikilvæg“ Haldið af stað í Barentshaf MoreunblaOið/Margrét Mra AKUREYRIN, eitt af frystiskipum Samherja hf. á Akureyri, hélt til veiða í Barentshafi í gærkvöldi. Þorsteinn Vilhelmsson, einn af eigendum Samherja, var mættur niður á höfn til að kveðja áhöfnina. Norski sjávarútvegsráðherrann harðorður um væntanlegar veiðar 1 Barentshafi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykjavík 17% færri koma Boðun framvegis á tveggja ára fresti Eftir því sem segir í greininni hefur mæting batnað mjög mikið allar götur síðan 1982 og var regluleg þriggja ára mæting í fyrr- greindum aldurshópi komin upp í 82% í árslok 1992. Vegna lækkunar meðalaldurs kvenna sem greinist með krabba- mein og fjölgunar þriðju gráðu forstigsbreytinga meðal yngri kvenna hefur síðan verið tekin Líkir veiðum Islendinga við ,,sjóræningjaveiðar“ Norski utanríkisráðherrann ræðir málið við Þorstein Pálsson á mánudag ákvörðun um að boða konur, 20-69 ára, til leghálskrabbameinsleitar á tveggja ára fresti og er stefnt að því að auka mætingu enn frekar á næstu árum. Skyndileg fækkun á fyrrihluta ársins Fyrstu sex mánuði ársins hefur skyndilega dregið úr mætingu. Kristján leggur ríka áherslu á að þótt batalíkur krabbameins bygg- ist á ýmsum þáttum megi segja að líkur á bata fari mest eftir því JAN Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs líkir veiðum íslendinga í Barentshafi við „sjóræningjaveiðar". „Rökstuðningurinn sem íslenskir sjómenn nota fyrir veiðum á þessu svæði er kjánaleg afsökun fyrir sjóræningjaveið- um,“ sagði Jan Henry í samtali við Jan Gunnar Furuly fréttaritara Morgunblaðsins í Osló í gær. „Þeir vita jafnvel og ég að þetta jafngildir því að veiða úr stofnum sem lúta fiskveiðistjórnun annarra ríkja.“ Nú hefur verið ákveðið að norski utanríkisráðherrann ræði þetta mál við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra á mánudag í Reykjavík. Jan Henry segir að hann reikni með að íslensk stjórnvöld séu jafnáköf og Norðmenn í að stöðva þessar veiðar. Forsvarsmenn Oðins hafna ásökunum um öryggismál FLUGRÁÐ hefur verið boðað til fundar í dag að ósk Árna Johnsen alþingismanns og fleiri flug- ráðsfulltrúa vegna ummæla yfirmanna flugör- yggismála um flugöryggi hjá aðstandendum flug- félagsins Óðins hf. í Grænlandsflugi. Árni sagði I samtali við Morgunblaðið að þau ummæli brytu algjörlega í bága við það sem þeir hafi sagt á fundi Flugráðs sl. þriðjudag. 1 Morgunblaðinu í dag er birt yfirlýsing og svarbréf sem forsvars- menn Óðins sendu samgönguráðherra sl. mánu- dag þar sem þeir svara öllum þeim athugasemd- um sem framkvæmdastjóri flugslysarannsókna sendi samgönguráðherra um öryggismál í fyrr- um flugrekstri Helga Jónssonar. Segja þeir ásak- anirnar ósanngjarnar og úr lausu lofti gripnar. í bréfí forsvarsmanna Óðins og Helga Jónssonar segir m.a. að fullyrðing um að starfsmönnum í flug- rekstri Helga Jónssonar hafi verið bannað að til- kynna bilanir eða skrá tæknileg vandamál í bækur flugvélanna sé úr lausu lofti gripin og að Helgi hafi haldið uppi háum staðli í rekstri á vel útbúnum jafn- þrýstibúnum skrúfuþotum. Þá kemur fram í bréfinu að Helgi hafi lagt hart að flugmönnum félagsins að fljúga ekki í tvísýnu veðri og fullyrðing um annað sé í hæsta máta ósann- gjörn. Óeðlileg viðbrögð Árni Johnsen segist telja að viðbrögð og orðafar fulltrúa loftferðaeftirlitsins séu bæði óeðlileg og ódrengileg gagnvart Jóni Helgasyni, sem hafi hlotið viðurkenningu Flugmálastjórnar sem flugrekstrar- stjóri Óðins hf. Fulltrúar í Flugráði hafi ítrekað beint þeim spurningum til fulltrúa loftferðaeftirlits, sem sátu fundinn, hvort það gerði athugasemdir við Jón sem flugrekstrarstjóra og hefði því verið svarað neitandi. Aðspurðir hefðu þeir ekki heldur sagst gera athugasemdir við að Óðinn tæki að sér áætlun- arflug til Grænlands. I yfirlýsingu flugmálastjóra, sem birt er í blaðinu í dag, segir m.a. að Flugmálastjórn beri fullt traust til þeirra starfsmanna sinna, sem fari með flugörygg- ismál á vegum stofnunarinnar. Sjá bls. 16: Yfirlýsingar forsvarsmanna Oðins og flugmálastjóra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í gær að það valdi sér vonbrigðum ef íslenskir útgerð- armenn sendi skip til veiða í Bar- entshaf. Slíkt geti skaðað langtíma- hagsmuni okkar. Þorsteinn ítrekaði að hann myndi í næstu viku leggja fyrir ríkisstjórn hugmyndir um að koma í veg fyrir þessar veiðar. Akureyrin, einn af togurum Sam- herja á Akureyri, hélt til veiða í Barentshafi í gærkvöldi. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija segir að hann treysti því að Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra snúist hugur í þessu máli þegar hann skoðar það í samhengi við miklar veiðar Norðmanna allt í kringum lögsögu Islendinga. Nú eru allar líkur á að fjórir ís- lenskir togarar verði komnir í Bar- entshaf í næstu viku því Breki og Otto Wathne sigla í dag og Slétta- nesið að öllum líkindum á laugardag eða sunnudag. Síðan verður tekin ákvörðun i næstu viku hvort Stak- fellið siglir einnig á þessi mið en alls hefur um tugur útgerðarmanna áhuga á að senda skip sín á þessi mið í grennd við Svalbarða. Tími til kominn að heimsækja Norðmenn Þorsteinn Már Baldvinsson segir að Samheiji hafí undirbúið för Ak- ureyrinnar um nokkurt skeið. „Það er kominn tími til að við heimsækj- um Norðmenn einu sinni því þeir hafa lengi veitt í kringum lögsögu okkar á liðnum árum,“ segir Þor- steinn Már. „Má þar nefna veiðar þeirra suður á Reykjaneshrygg og rækjuveiðar við miðlínu Grænlands og Jan Mayen. Eg veit ekki betur en þar séu Norðmenn að veiða rækju úr okkar stofni með 20-25 togurum hluta úr ári. Ég er sann- færður um að þegar sjávarútvegs- ráðherra skoðar málið í þessu sam- hengi muni honum snúast hugur hvað veiðar okkar í Barentshafi varðar." Sjá iniðopnu: „Geta skaðað ..." ------------- Pólar-Frost hf. Uppsagnir blasa við Á ÞRIÐJA tug manna gæti misst vinnuna hjá fiskiðjunni Pólar- Frosti hf. í Hafnarfirði eftir helg- ina ef framboð á skarkola á innan- landsmarkaði eykst ekki, að sögn Kristjáns Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra. Fyrirtækið hefur nánast sérhæft sig í frystingu á skarkola, og útflutningur hefur numið 35-40 tonnum á viku, aðal- lega til Bretlands og Bandaríkj- anna. Kristján segir vandann fel- ast í því að mikið af aflanum komi ekki á markaði hérlendis, heldur sé fluttur óunninn út. „Það á að stemma stigu við þessu með því að bjóða allan aflann upp á íslandi, og þá geta útlendingarnir boðið í hér á móti okkur. Þá fyrst sitja allir við sama borð.“ Kristján sagði raunhæft að fækka þyrfti um 25 manns strax eftir helgi ef svo færi sem hörfði. Að sögn Kristjáns er mikið flutt út í gámum óunnið í viku hverri, en svo virtist sem útgerðarmenn kysu frekar að sigla með aflann uppá von og óvon með verðið ytra, sem hafi verið frá 60 uppí 130 krónur, fyrir vigtarrýrn- un. „Þegar verið er að sigla með þetta eru menn oft og tíðum ekki að fá neitt betra verð en hér heima, þegar allt er tekið með í reikning- inn,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.