Morgunblaðið - 13.08.1993, Page 16

Morgunblaðið - 13.08.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Yfírlýsing Óðins hf. o g svar til ráðuneytis vegna orða yfirmanna flugöryggismála Olliim ásökimiun á öryggis- mál flugfélagsins vísað á bug AÐ SÖGN forsvarsmanna flugfélagsins Óðins hf. svöruðu Jón Helga- son flugrekstrarstjóri og Helgi Jónsson flugstjóri ásökunum Skúla J. Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra flugslysarannsókna, um meint brot á flugöryggisreglum, í bréfi sem afhent var samgönguráðuneyt- inu og sent flugráðsmönnum 9. ágúst sl. Vegna misskilnings í sam- tali milli Jóns Helgasonar og blaðamanns Mbl. hafi Jón ekki gert sér grein fyrir að efnislega yrði bréf Skúla Jóns birt í heild sinni í blaðinu í gær. Hafa þeir því óskað eftir að birt verði yfirlýsing þeirra vegna ummæla yfirmanna flugöryggismála I Morgunblaðinu en hún er að meginefni svar forsvarsmanna Óðins og Helga Jónssonar sem sent var ráðherra sl. mánudag. Fer hún hér á eftir: Ein véla Odin Air á flugi. „í Morgunblaðinu í gær var birt bréf Skúla Jóns Sigurðarsonar, framkv.stjóra flugslysarannsókna, ásamt úrdrætti úr minnisblaði Grét- ars H. Óskarssonar, framkvæmda- stjóra Loftferðaeftirlits, til sam- gönguráðherra, þar sem bornar eru mjög alvarlegar ásakanir á öryggis- mál Óðins hf. flugfélags og á örygg- ismál í fyrrum flugrekstri Helga Jónssonar. í bréfí SJS frkvstj. flugslysarann- sókna til samgönguráðherra, lýsir SJS (Skúli Jón Sigurðarson - innsk. Mbl.) skoðun sinni á öryggismálum Óðins hf., en athygli skal vakin á því að félagið sem öðlaðist flug- rekstrarleyfí 12. júlí sl. hefur aldrei haft slíkt leyfi áður. Hins vegar eru dregin fram atriði sem SJS heldur að hafi gerst í fyrrum flugrekstri Helga Jónssonar. Tilkynningaskylda bilana Varla er hægt að bera saman tíðni bilana í flugvélum í flug- rekstri Helga Jónssonar, sem flugu aðeins 300 til 500 klst. á ári á flug- vél, við flugvélar stærri flugfélag- anna eins og Flugleiða hf., Flugfé- lags Norðurlands hf. og íslands- flugs hf., sem fljúga sínum flugvél- um langtum meira eða um 1.000- 2.000 klst. á ári á flugvél. Eðlilega voru bilanir því mun færri miðað við flugtíma á flugvél, enda voru skoðanir og fyrirbyggjandi viðhald framkvæmt samkvæmt reglum. Réttilega áttu sér stað smá bilanir sem flugvirkjar félagsins gerðu við sem og var skráð í bækur flugvél- anna, svo sem skylt er að gera. Sem dæmi má nefna, voru Jet- stream flugvélarnar þrjár sem HJ (Helgi Jónsson - innsk. Mbl.) hafði í rekstri, allar teknar í gegnum stærstu grannskoðun sem hægt var að framkvæma á þeim, jafnframt voru sett í þær ný siglingatæki, sjálfstýringar, afísingargúmmí og vökvaþrýstileiðslur áður en þær voru teknar í notkun. Fullyrðing SJS um að starfs- mönnum HJ hafi verið bannað að tilkynna bilanir eða skrá tæknileg vandamál í bækur flugvélanna er úr lausu lofti gripin og ekki á nein- um rökum reist. Þvert á móti gerði HJ flugmenn sína ábyrga, hvern fyrir sinni flugvél, gagnvart flug- tímafjölda, lendingafjölda, ársskoð- unum, líftíma björgunarbelta, björgunarbáta o.fl. Grænlandsstarfsemin Fullyrðing SJS um að HJ hafi lagt hart að flugmönnum sínum að fljúga í tvísýnum veðrum í Græn-- landsflugi og hafi oft sloppið naum- lega er í hæsta máta ósanngjöm og alls ekki á neinum rökum reist. HJ hefur einmitt haldið uppi mjög háum staðli í rekstri á vel útbúnum jafnþrýstibúnum skrúfuþotum í bæði innanlands- og millilanda- flugi, og var m.a. eina félagið sem hafði fjárfest í mjög dýrum gervi- hnattamóttakara til þess að taka á móti veðurtunglamyndum frá Noaa 9 og 10 sem fara yfir landið á rúm- lega klukkustundarfresti, jafnframt var félagið með telex-tæki og áskrift að viðstöðulausum veður- skeytum frá Grænlandi og Færeyj- um. Þar fyrir utan hafði félagið „Company radio“ með 100 nm drægi, til að halda sambandi við flugvélar félagsins. HJ lagði einmitt hart að flug- mönnum félagsins að fljúga ekki í tvísýnu veðri, heldur fresta fluginu frekar fram eftir degi eða yfír á næsta dag, og eru fjölmörg dæmi um slíkt og jafnvel dæmi um að félagið hafi misst flug til samkeppn- isaðila af þeim sökum. í bréfí sínu nefnir SJS atvik sem henti TF-ODE 19.12. 1989. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ástand flugvélarinnar var eðlilegt fyrir flugið. Flugvallarveður og spár ásamt veðurskilyrðum á flugleiðinni voru innan marka sbr. samþykkta flugrekstrarhandbók félagsins. Þar að auki var ekki neinn möguleiki á þrýstingi frá HJ, þar sem hann var erlendis að undirbúa heimferð fyrstu Jetstream flugvélarinnar. Það sem henti flugvélina TF- ODE var í raun hreyfilbilun vegna ísmyndunar í eldsneyti samfara frosnum barka sem stjórnar skurði skrúfunnar og gerði flugmanni ókleift að „feðra“ skrúfuna, flugyél- in missti því flughæð og seig niður í ísingarskilyrði, en það gerði ástandið í raun enn verra. Um þetta atvik var gerð skýrsla á sínum tíma. Ennfremur eru í bréfí SJS dregin fram atvik frá 13.7. 1991 þegar tvær flugvélar HJ voru á leið til landsins frá Kulusuk, en þá mynd- aðist skyndilega þoka í Reykjavík og Keflavík þegar flugvélarnar áttu skammt eftir ófarið. Ekki þótti flug- stjórum flugvélanna þá sérstök ástæða til að fara sparlega með eldsneyti, enda var veðrið að öðru leyti með afbrigðum gott og sást úr lækkuninni t.d. til Sandskeiðs, Selfoss, Hellu og Vestmannaeyja, en þangað hefðu flugvélamar ör- ugglega getað flogið og lent eftir fráhvarfsaðflug að Reykjavíkur- flugvelli. I þessu atviki gerði TF-ODN undir stjóm BÖB (Birgis Arnar Bjömssonar flugstjóra - innsk. Mbl.) fráhvarfsaðflug að braut 14, þar strax á eftir lentu flugvélarnar TF-ODM undir stjórn JH og TF- VLE frá íslandsflugi og síðar TF- ODN á braut 20 á Reykjavíkurflug- velli. Báðar flugvélar HJ höfðu nægilegt eldsneyti eftir lendingu til að fljúga til og lenda ömgglega á öðmm flugvelli. Að legið hafí við stórslysi er út í hött og ekki á neinum rökum reist, en væntanlega á SJS við frekar þunga lendingu TF-ODN í nefndu atviki innarlega á braut 20. Jetstre- am flugvélarnar geta notað mjög stutta flugbraut til lendingar og hafa mjög fullkominn hemlunar- búnað, t.d. 70 gráðu „lift dump“ á vængbörðum, ásamt öflugu „re- verse“ á skrúfum og „anti-skid“ á bremsum. í nefndu tilviki var flug- vélin stopp fyrir akstursbraut alfa, a.m.k. 500 metmm frá flugbrautar- enda 20. Varðandi bilun rafals í flugvél- inni TF-ODM er það rétt að rafall- inn bilaði í síðasta flugi flugvélar- innar fyrir ársskoðun. Flugvélin fór í ársskoðun daginn eftir flugið og var bilunin skráð í bækur flugvélar- innar og flugvirkjar félagsins látnir vita um bilunina. Flugvélin var öll hreinsuð hátt og Iágt að innan og utan eins og venja var þegar flug- vélar félagsins fóru í skoðun og var það gert í samráði við flugvirkja félagsins. Engar skemmdir urðu á flugvélinni vegna bilunarinnar. I bréfi SJS er minnst á rangar hleðsluskýrslur sem JH (Jón Helga- son - innsk. Mbl.) útbjó 2.7. 1991 vegna flugs HJ. SJS og LA (Láms Atlason - innsk. Mbl.) vom við- staddir útreikningana, og vissu að þeir vom ekki nákvæmir, en réttu skýrslurnar höfðu óvart farið með flugvélunum til Kulusuk, en oft er verið að breyta hleðslu flugvélanna fram á síðustu mínútu. SJS og LA kröfðust að fá hleðslu- skýrslu án tafar, sem JH reyndi að verða við eftir bestu getu, hins veg- ar var JH ekki flugstjóri í nefndum flugum og gat því ekki vitað ná- kvæmlega um hleðslu flugvélanna. Réttar hleðsluskýrslur um nefnd flug bámst SJS og LA daginn eftir. Um flutningsgetu og grundvöll arðbærs reksturs Grétar H. Óskarsson gerir að umtalsefni í minnisblaði sínu til samgönguráðherra (sem félagið hefur ekki séð) að enginn rekstrar- gmndvöllur virðist vera fyrir arð- bæmm rekstri áætlunarflugs með fyrirhuguðum flugvélum félagsins og gert því skóna að flugvélarnar hafi litla sem enga flutningsgetu, þetta eru í hæsta máta óeðlileg ummæli, sérstaklega í ljósi þess að fjárhagsáætlun félagsins sem gerð hefur verið til næstu tveggja ára, inniheldur m.a. mjög ítarlegar for- sendur varðandi umrætt áætlunar- flug, byggt á fyrri reynslu HJ á nefndri flugleið á sömu flugvélum, þar sem kemur einmitt fram að fjár- hagsgmndvöllur fyrirhugaðs flug- rekstrar Óðins hf. á fyrirhuguðum flugvélum er grundvallaður á upp- töku á fyrmm áætlunarflugsrétt- indum HJ sem gerir félaginu kleift að skila arðbæmm rekstri, með fyrirhuguðum flugflota. Þá eru það einnig í hæsta máta undarleg ummæli Grétars, að það sé fráleitt að mæla með Óðni hf. til áætlunarflugs til Kulusuk þar sem félagið sé nýtt sem flugrekandi og engin reynsla komin á rekstur þess. Oðinn hf. flugfélag hefur frá áramótum 1990 verið rekstraraðili fyrir áætlunarleið þá er HJ hafði. Þ.a.l. býr félagið yfír mikilli þekk- ingu og reynslu í bæði þjónustu- og áætlunarflugi milli íslands og Grænlands og hefur um árabil byggt upp viðkomandi áætlunar- leið. Það er að lokum óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvers vegna Loftferðaeftirlitið hafi ekki gert skriflegar athugasemdir við flug- rekstur Helga Jónssonar fyrr. Hæg vom heimatökin, því steinsnar var á milli aðseturs Flugmálastjórnar og aðseturs flugrekstrar HJ. Helgi Jónsson flugstjóri, Jón Helgason flugrekstr- arstjóri Öðins hf.“ Farið að kröfum yfirvalda Sigurður I. Halldórsson, lögmað- ur Óðins hf., benti á í samtali við Morgunblaðið að forsvarsmenn Óð- ins hefðu í einu og öllu farið að þeim kröfum sem flugmálayfírvöld gerðu við uppbyggingu félagsins og umsókn þess um flugrekstrar- leyfí, sem nú hafi verið veitt. Þann- ig hafi t.d. ástæða þess að ekki var sótt um flugrekstrarleyfi fyrir Helga verið að það var gert að höfðu samráði við yfirmenn í sam- gönguráðuneytinu, sem hafi talið eðlilegt að félagið væri handhafi flugrekstrarleyfisins. Þegar Jón Helgason hafi verið tilnefndur sem flugrekandi félagsins, hafi það ver- ið gert að höfðu samráði við fram- kvæmdastjóra Loftferðaeftirlitsins. Jón hafi staðist prófíð með ágætum. Þá hafí verið staðfest með formleg- um hætti í umsögn Flugmálastjóm- ar/Loftferðaeftirlitsins 22. mars sl. að Jón hefði hlotið viðurkenningu sem flugrekstrarstjóri og Guðjón Sigurgeirsson sem tæknistjóri flug- félagsins. Frá þessum tíma hafi öll vinna aðstandenda félagsins, lögmanns og endurskoðanda og annarra sem að málinu hafí komið, miðað að því að tryggja að félagið uppfyllti kröf- ur um eigið fé. Nú hafí félaginu tekist að uppfylla þessar kröfur og hafí fengið útgefíð flugrekstrar- leyfí. Kvaðst hann telja að sjaldan hefðu verið gerðar eins strangar kröfur um hlutafjárloforð og gerðar voru til Óðins. Sigurður sagðist ekki skilja af hverju yfirmenn öryggismála kæmu nú fram með ásakanir um öryggis- mál þar sem fallað hafi verið um þessi mál faglega frá upphafí. „Við bíðum nú eftir afgreiðslu ráðherra. Ég sé ekki annað en að hún verði annaðhvort meðmæli með umsókn félagsins til danskra yfirvalda um þessa áætlunarleið eða svipting á áður út gefnu flugrekstrarleyfi," sagði hann. Yfirlýsing flugmálasljóra Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfírlýsing Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra: „í tilefni af þeirri umræðu, sem orðið hefur í fjölmiðlum að undan- förnu vegna umsóknar Óðins hf. um áætlunarflugleyfí skal eftirfar- andi tekið fram: 1. Á fundi Flugráðs hinn 30. mars sl. lagði Flugmálastjóm fram skýrslu loftferðaeftirlitsins, þar sem tekin er afstaða til umsóknar Óðins hf. um flugrekstrarleyfi. Þar kemur fram, að loftferðaeftirlitið hafi samþykkt Jón Helgason sem flugrekstrarstjóra og Guðjón Sig- urgeirsson sem tæknistjóra félags- ins. Niðurstaða skýrslunnar er hins vegar sú, að ekki sé hægt að mæla með útgáfu flugrekstrarleyf- is til félagsins, þar sem það upp- fylli ekki reglugerðarákvæði um eigið fé. Flugráð samþykkti á þess- um fundi að mæla með því að Óðni hf. yrði veitt umbeðið leyfí að uppfylltu skilyrði um eigið fé. 2. Á fundi Flugráðs hinn 10. ágúst síðastliðinn, þar sem fjallað var um umsókn Oðins hf. til dan- skra stjórnvalda um heimild til áætlunarflugs á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Kulusuk, kom fram, að niðurstaða loftferðaeftir- litsins væri óbreytt frá því, sem fram kom í áðurnefndri skýrslu frá því í mars. í minnisblaði loftferða- eftirlitsins til flugmálastjóra, sem lagt var fram á fundinum, kom fram sú athugasemd, að fyrirhug- aður flugvélafloti Óðins hf. væri ekki heppilegur til flugs á ofan- greindri flugleið. Engar frekari athugasemdir voru gerðar af hálfu Flugmálastjórnar við erindi Óðins á þessum fundi Flugráðs, enda er formlega um nýjan flugrekanda að ræða. 3. í Morgunblaðinu hinn 11. ágúst, lýsti Grétar H. Óskarsson, framkvæmdastjóri loftferðaeftir- litsins því yfír, að hann treysti ekki aðstandendum Óðins hf. vegna atvika, sem upp hefðu kom- ið í tíð fyrri flugrekstrar sömu aðila. Það skal tekið fram, að hér er um að ræða persónulegt álit yfírmanns loftferðaeftirlitsins en ekki formlegt álit stofnunarinnar, enda hefði slíkt álit þá verið lagt fram á áðurnefndum fundi Flug- ráðs. Ljóst er, að hin formlega afstaða Flugmálastjómar byggist á ákvæðum reglugerðar um flug- rekstur en þar er hvergi kveðið á um, að sérstakt traust á aðstand- endum flugfélags skuli ríkja í sam- skiptum loftferðayfírvalda og flug- rekenda, þótt slíkt sé að sjálfsögðu æskilegt. 4. Hvorki Flugmálastjórn né Flugráð hafa lagt fram neitt það, sem kemur í veg fyrir, að tekin sé ákvörðun um útgáfu flug- rekstrarleyfis til áætlunarflugs til handa Óðni hf. að uppfylltum skil- yrðum reglugerðar um handbært eigið fé. Sama gildir um afstöðu til umsóknar Óðins hf. til danskra stjómvalda um áætlunarleyfi á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Kulusuk. 5. í Morgunblaðinu hafa birst tilvitnanir í minnisblöð, sem starfs- menn loftferðaeftirlitsins gerðu að beiðni Samgönguráðuneytisins, þar sem þeir m.a. lýstu þeim af- skiptum, sem loftferðaeftirlitið hefur þurft að hafa af flujgrekstrar- starfsemi aðalhluthafa Oðins hf. á liðnum árum og skýra vantraust það, sem á honum ríkir. Það skal tekið fram, að starfsmenn Flug- málastjómar hafa ekki staðið að opinberri birtingu þessara minnis- blaða, né munu forsvarsmenn Flugmálastjórnar ræða efni þeirra við fjölmiðla. 6. Það skal tekið fram, að Flug- málastjórn ber fullt traust til þeirra starfsmanna sinna, sem fara með flugöryggismál á vegum stofn- unarinnar og telur þá hafa alla burði til að fylgjast með öryggis- málum flugrekenda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.