Morgunblaðið - 13.08.1993, Side 31

Morgunblaðið - 13.08.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 31 Olafsson - Minning Þórarinn Reykdal - Fædd 28. mars 1919 Dáin 4. ágúst 1993 Fjórða ágúst síðastliðinn lést í Landspítalanum Þórarinn Ólafsson Reykdal, fyrrverandi rafveitustjóri á Hólmavík, sem kvæntur var móð- ursystur minni, Guðrúnu Benedikts- dóttur. Vegna langra og ánægjulegra kynna hygg ég að allir sem til hans þekktu geti tekið undir með mér að þar fór vandaður maður og prúður. Víst er að hann gekk hægt um gleð- innar dyr sem og um allar aðrar dyr og hurðaskellir fylgdu honum ekki. Þórarinn var rafveitustjóri á Hólmavík frá árinu 1953 og árið eftir var Þverárvirkjun við Stein- grímsfjörð tekin í notkun og þjónaði Hólmavík og nærsveitum. Síðar var lagður sæstrengur yfír Steingríms- fjörð þannig að virkjunin nýttist einn- ig Drangsnesi. Eftir stækkun virkj- unarinnar var lína lögð yfír Trölla- tunguheiði og til Reykhóla í Barða- strandarsýslu ásamt því að orku- veitusvæðið var stækkað að öðru leyti og náði til Árneshrepps í norðri og til Bitrufjarðar í suðri. Þar sem ég þekkti vel til á heim- ili hans og móðursystur minnar varð mér snemma ljóst að Þórarinn var ekki einungis skipuleggjandi þessa, heldur framkvæmdi hann þessa raf- væðingu að verulegu leyti sjálfur. Við einstök verkefni hafði hann reyndar góða aðstoðarmenn, en lengstum var hann sjálfur uppi í staurum og niðri í skurðum, auk þess að sjá um vélarnar og pappírs- málin. Á jólum og um áramót þegar snæða átti saman var Þórarinn nær undantekningarlaust íjarstaddur, „uppi í Stöð“ eða annars staðar þar sem bilun varð, þar sem eitthvað „sló út“ sökum yfirálags, þegar allir voru að elda hátíðasteikumar. Í verstu vetrarveðrunum var algengt að eitthvað léti undan og þá þurfti að vinna baki brotnu uns viðgerð hafði tekist. Vinna við slíkar aðstæð- ur hentar ekki hveijum sem er. Dags- verk Þórarins var stórt, enda voru frítímarnir fáir og sumarfrí hvorki mörg né löng. Arum saman vann hann fram í myrkur án þess að gera nokkra kröfu um laun fyrir yfír- vinnu. Og víst er um það að vinnu- brögðin hans voru traust og örugg, þar kom hvorki fát né fum við sögu. Nú aldarfjórðungi síðar minnist ég þess, hve hann var nærgætinn við sína aðstoðarmenn (undirritaður var nokkur sumur einn þeirra) sem áttu að sinna viðhaldi eða öðru. Aldrei var hrópað þótt rangt væri farið að, heldur ávallt sama aðgátin höfð „í nærveru sálar". Auðvitað tók jafnvel unglingur eftir slíku og lagði sig fram eins og vit og geta leyfði. Vafalítið hefði Þórarinn getað náð langt í myndlist ef hann hefði óskað, en þeim hæfíleika flíkaði hann ekki fremur en öðrum. Man ég eftir mynd Minning Einar Matthías Einarsson frá Teigi í Mosfellssveit Fæddur 15. nóvember 1915 Dáinn 5. ágúst 1993 Matthías Einarsson fyrrverandi bóndi á Teigi í Mosfellssveit lést nýverið á sjúkrahúsi í Reykjavík eft- ir stutta legu, 77 ára að aldri. Með honum er- genginn einn af þeim sem settu svip á héraðið fyrr á árum. Síðasta árið sem hann lifði bjó hann í eigin íbúð á dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Matthías var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Einars Matthíasar Jónssonar og Þóru Magnúsdóttur, en þau bjuggu lengst af á Blómstur- völlum við Bræðraborgarstíg. Matt- hías var yngstur systkina sinna og ólst upp við gott atlæti foreldra, en fremur kröpp kjör. Systkini hans voru Sigríður, Magnús, Þorsteinn, Ástríður, Magnea og Helga sem lifír nú ein systkini sín. Faðir Matthíasar var múrari að iðn, og vandist Matti snemma við að aðstoða föður sinn í byggingavinnu, og bjó að þeim skóla alla tíð. Árið 1933 urðu þáttaskil í lífí Matthíasar er hann réðst til Hita- veitu Reykjavíkur þegar boranir hóf- ust að Reykjum í Mosfellssvéit og áform um virkjun heita vatnsins urðu að veruleika. Þá flutti Einar Leó verkstjóri með starfsmenn sína að Reykjum og voru þeir þar í fæði og húsnæði. Þar með hófst góð vinátta með Matta og okkur bræðrum, eink- um þó Pétri, sem var elstur. Matti var verklaginn mjög og voru hjól og vélar sérgrein hans. Sem ungur drengur á Bræðraborgarstígnum smíðaði hann eigið reiðhjól að hluta til upp úr spunarokki móður sinnar, og hjólaði á því um götur bæjarins. Þegar hann kom að Reykjum átti hann mótorhjól; hann gat gert við bíla og eignaðist fljótlega bíl sjálfur. Geta má nærri að slíkur félagi varð vinsæll og veitti nýjum straumum í athafnir strákanna sem voru að alast upp á Reykjum um þessar mundir. Þá skemmdi ekki að Matti var vanur fótboltanum, enda Þorsteinn bróðir hans KR-ingur og landsliðsmaður í knattspyrnu. Menn voru léttir á sér á þessum árum og fátt sem truflaði unglinga frá daglegum störfum ann- að en fótboltinn. Matti leysti vanda allra með ýmsum hætti og hlaut að launum vinsemd, því enginn átti pen- inga á þessum árum. Matthías starfaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur fram að stríðslokum, en sneri sér þá að samstarfi með Magn- úsi bróður sínum um rekstur hænsnabús, og varð sá búskapur hans ævistarf, fyrst í samvinnu við Magnús en síðar sjálfstætt. Árið 1955 keypti hann sér land úr jörð- inni Efra-Hvoli í Mosfellssveit og byggði þar nýbýlið Teig. Meðan á byggingunni stóð bjó hann á heimili okkar Málfríðar og þar kynntist hann konuefni sínu, Inger Kristensen, sem starfaði hjá okkur. Uppbygging nýbýlisins að Teigi var með sérstökum hætti. Matti smíðaði að mestu sjálfur, með aðstoð vina sinna í Reykjavík, tveggja hæða hænsnahús í flekum og reisti það svo síðar á lóð sinni. í kjölfarið byggði hann fleiri útihús og að lokum íbúð- arhús. Á Teigi rak Matti stórbúskap þar til hann seldi jörðina upp úr 1980. Inger og Matti gengu í hjónaband í byijun nóvember 1960. Heimili sitt stofnuðu þau að Teigi og innréttuðu í stofunni hjá honum af kettlingum sem léku sér við bandhnykil. Svo vel var myndin gerð að nánast var sem um ljósmynd væri að ræða. Er eftir var gengið kom í ljós að myndina hafði hann gert þegar hann var yngri og leit á hana sem hálfgert barna- brek. Síðustu árin bjuggu þau Þórarinn og móðursystir mín að Tjarnarbóli 8 á Seltjarnarnesi. Þá var heilsa hans farin að bila vegna Parkinsonsveiki, sem þó tókst að halda í skefjum með lyfjum. Fyrir nokkrum mánuðum kom síðan í ljós að hann var haldinn lungnakrabbameini, sem að lokum náði yfirhöndinni. Nú þegar líkamsdauðinn hefur aðskilið okkur um stund vona ég og mínir nánustu að geta síðar hitt aft- ur og lifað með okkar góða vini, Þórarni Reykdal, í nýjum heimkynn- um. Benedikt Auidrésson. „Vinir berast burt með tímans straumi," segir skáldið góða. Þegar fólk er komið á efri ár fækk- ar smátt og smátt nánum samferða- mönnum og skörð koma í vinahóp- inn. Það er hið óumflýjanlega lögmál lífsins. Góður samferðamaður hefur kvatt. Þórarinn Ólafsson Reykdal, fyrrum rafveitustjóri, andaðist 4. ágúst síðastliðinn eftir erfíð veikindi síðustu mánuði. Hann bar þau með æðruleysi og hógværð sem einkenndi allan hans lífsferil. Þórarinn fæddist á Siglufírði 28. mars 1919 og var því rúmlega 74 ára að aldri er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Sæunn Oddsdóttir frá Siglunesi (fædd á Engidal við íbúð í hluta af útihúsunum þar til þau fluttu í nýbyggt íbúðarhús sitt tveimur árum síðar. Bömin urðu þijú, Einar Matthías, fæddur 1960; Tómas Pétur, fæddur 1965; og Magnea Þóra, fædd 1971. En brátt syrti í álinn hjá fjölskyld- unni. Inger veiktist og lést árið 1973. Matthías hélt áfram búskap, en það reyndist örðugt án eiginkonunnar. Heilsu hans hrakaði einnig mikið á þessum árum. Hann neyddist því til að leysa upp heimilið og kom börnun- um fyrir hjá vinafólki. Elsti sonur- inn, Einar Matthías, fór fljótlega að vinna fyrir sér og settist að á Djúpa- vogi. Hann flutti síðar til Kanada, býr þar og er kvæntur þarlendri konu. Tómas Pétur var hjá góðu fólki hér í Mosfellssveitinni og stefndi í að ljúka sínu skyldunámi. Eftir það flutti hann á Djúpavog og hefír stundað þar sjómennsku á bátum og togurum ásamt vélavinnu. Magnea Þóra fór til Ingva Antonssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur sem bú- sett eru á Dalvík. Þar hefur hún al- ist upp við ástríki fósturforeldra. Hún stundar nú nám við Háskóla íslands. í kjölfar þessara áfalla seldi Matt- hías Teig og nokkru síðar flutti hann á Djúpavog, keypti sér hús og bjó þar næstu árin í nágrenni við syni sína. Matti átti við heilsuleysi að stríða þar eystra og þurfti annað slagið að dvelja á sjúkrahúsi. Heima- menn á Djúpavogi reyndust honum vel og var hann þakklátur þeim fyrir gott samstarf. Fyrir nokkru tók Matti sig upp, keypti sér íbúð í Hlað- hömrum og bjó þar til dauðadags í sambýli við gamla sveitunga sína. Matthías var að ýmsu leyti sér- stæður persónuleiki. Hann átti marga góða vini og var höfðingi heim að sækja. Hann var dugnaðar- forkur og framkvæmdamaður. Hann efnaðist vel og hélt vel utan um sitt, en var manna hjálpsamastur ef á bjátaði hjá vinum eða nágrönnum. Bijóstvitið var honum í blóð borið og í viðskiptum var hann aðgætinn og glöggur. Á yngri árum tók hann mikinn þátt í gleðskap jafnaldra sinna og var ætíð aufúsugestur á heimilum vina sinna. í fjarveru minni frá búi foreldra minna 1945-47 var hann hjálparhella móður minnar og sýndi þar drengskap sem aldrei fymtist. Hafði móðir mín oftlega orð á því hve miklu það skipti, einkum eftir að faðir minn lést 1946. Ég leyfí mér að færa Matta kveðjur á skilnaðarstund með vinsemd og þökk frá okkur bræðrum fyrir þetta og svo margt annað sem sýndi vináttu og tryggð við okkur og heimilið að Reykjum. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Siglufjörð 18. júlí 1895, dáin á Siglu- fírði 24. júní 1938) og Ólafur Jóhann- esson Reykdal trésmíðameistari á Siglufirði (fæddur í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 10. júní 1896, dáinn á Siglufirði 20. des- ember 1960). Auk Þórarins voru böm þeirra hjóna þijú: Oddrún, sem er til heimilis í Reykjavík, Oddur, en hann dó kornabam, og Guðrún, sem býr á Siglufírði. Á þeim árum er Þórarinn var að alast upp var Siglufjörður hinn mikli síldarbær og atvinnustöð þúsunda manna sem þangað sóttu. Þar ríkti mikil bjartsýni og vinnugleði þegar vel veiddist og mannlífið var marg- breytilegt. Snemma fór Þórarinn að taka þátt í atvinnúlífínu eins og aðrir unglingar í bænum og vann hann í mörg ár hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins. Arið 1943 fór hann til Olafsfjarð- ar til náms í rafvirkjun hjá Baldri Steingrímssyni rafveitustjóra, sem kvæntur var Oddrúnu systur hans. Eftir að Þórarinn hafði tekið loka- próf frá Iðnskólanum á Siglufírði 1947 fór hann í tveggja vetra fram- haldsnám í rafmagnsdeild Vélskóla íslands í Reykjavík. Að loknu því námi vann hann í nokkur ár að iðn sinni hjá fyrirtækjum í Reykjavík. Árið 1953 tók Þórarinn við starfi rafveitustjóra á Hólmavík og varð það hans ævistarf í 32 ár. Öll verk- ' efni sin leysti hann af hendi af mik- illi samviskusemi og var viðurkennd- ur góður fagmaður. Hann var sér- stakt prúðmenni í allri framgöngu og hvers manns hugijúfí. Þórarinn kvæntist 14. maí 1955 Guðrúnu Benediktsdóttur frá Kálfa- nesi, hinni ágætustu konu. Hún bjó fjölskyldu þeirra fagurt og hlýlegt heimili og stóð jafnan traust við hlið Þórarins. Þau hjón eignuðust þijú börn sem öll hafa lagt stund á lang- skólanám. Þau eru; Olafur matvæla- fræðingur; Guðrún Björk félagsfræð- ingur, gift Sigurði Sigurðssyni verk- fræðingi, og eiga þau tvo syni; og Sigrún Edda læknir sem stundar sémám í Bandaríkjunum. Mikil sam- heldni var jafnan með fjölskyldunni og ástúðlegt heimilislíf, enda hjónin einkar samhent um allt og bömin öll úrvalsfólk Tengsl Þórarins við æskuslóðir sínar á Siglufírði voni jafnan mjög sterk. Hann fylgdist vel með því sem þar gerðist og þeim breytingum sem bærinn tók í áranna rás. Þórarinn heimsótti Siglufjörð með fjölskyldu sinni þegar hann gat því við komið, síðast fyrir réttum tveimur árum. Hann hafði augsýnilega sérstaka ánægju af því að skoða sig um á staðnum í þeirri ferð og rifja upp Ijúfar minningar frá liðinni tíð. „Allt er í heiminum hverfult." Það sannast svo oft á lífsleiðinni og er óbrigðult lögmál. Þegar tryggur vin- ur hverfur af vettvangi ríkir söknuð- ur og hið auða skarð verður ófyllt. En dýrmætar minningar frá langri samfylgd veita huggun harmi gegn. Við Guðrún kveðjum góðan bróður og mág og þökkum af alhug allar þær ánægjustundir sem náin kynni veittu. Fjölskyldu Þórarins sendum við, börn okkar og þeirra fjölskyldur innilegar samúðarkveðjur. Þ. Ragnar Jónsson. Sérstök þjónusta fyrir viðskiptavini Sparisjóðs vélstjóra. Höfum opið til kl. 18.00 á föstudögum í Borgartúni og Rofabæ. « SPARISJÖÐUR VÉLSTJÓRA -þar sem þú hefurforgang

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.