Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 KNATTSPYRNA Eggert til FIFAvegna máls Arnórs Guðjohnsens Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Sigurður G. Guðjóns- son, lögfræðingur, fóru til Ziirich í Sviss í gær, þar sem þeir eiga fund með lögfræðingi alþjóða Knattspyrnusambandsins, FIFA, í dag vegna brota franska liðsins “Bordeaux á Arnóri Guðjohnsen, landsliðsmanni. Tildrög málsins eru þau að Bordeaux keypti Arnór frá And- erlecht í Belgíu, en varð gjaldþrota áður en það hafði greitt fyrir leik- manninn. Þeir, sem tóku við félag- inu, sögðust ekki bera neina ábyrgð á því sem á undan hafði gengið og svo fór að FIFA úrs- kuraði að Arnór væri eign And- erlecht, sem seldi hann síðan til Hácken í Svíþjóð. Bordeaux stóð hvorki við um- samdar greiðslur til Arnórs né gerðan samning og leitaði hann réttar síns með því að höfða skaða- vþótamál. Þó tvö ár séu síðan liðin, hefur ekkert gerst að sögn Amórs og því fóru Eggert og Sigurður til FIFA til að reyna að fá sam- bandið til að beita sér í málinu. Morgunblaðið/Bjarni Stórhættulegur Ikvöld Knattspyrna 2. deild karla Stjömuvölhir...Stjaman - UBK Sauðárkróksv......UMFT - KA 3. deild karla Grenivíkurv....Magni - Selfoss Kópavogsv........HK - Haukar Dalvíkurv........Dalvík - Víðir Gróttuv.....Grótta - Völsungur Sangerðisv.Reynir - Skallagrímur 4...deild..b. Þorlákshafnarv....Ægir - Emir Yalbjamarv.—Leiknir R. - Hafnir Ármannsv....Ármann - Hvatberar 2. deild kvenna, a-riðill Hvaleyrarholtsv...Haukar - Bt ■Allir leikimir byija kl. 19. HELGI Sigurðsson, miðheiji Fram, var í essinu sínu í gærkvöldi; skoraði tvivegis og er enn markahæstur í deildinni með 13 mörk í 12 leikjum. Hér skýtur hann að marki — Jakob Jónharðsson reynir án árangurs að komast fyrir skotið. Rétt leið Fram FRAMARAR gefa ekkert eftir í baráttunni um Evrópusæti og eru á réttri leið. 2:1 sigur gegn Keflavík í flóðljósunum í Laug- ardalsvelli í gærkvöldi gaf samt ekki rétta mynd af getu liðsins, þegar á heiidina er litið, en engu að síður var sigurinn sanngjarn. Keflvíkingar, sem taka örugg- iega þátt í Evrópukeppni bikar- Steinþór Guðbjartsson skrifar Opna Sebastian kvennamðtiO verður haldið á Vífilsstaðavelli í Garðabæ sunnudaginn 15. ágúst. Glæsileg verð- laun verða veitt með og án forgjafar auk glæsilegra aukaverðlauna. Skráning í síma 657373. SEBASTIANB L 'Uáwfc GOLFKLUBBUR SANDGERÐIS VALLARHÚSA VELLI laugardaginn 14. ágúst. Ræst verður út frá kl. 9.00. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og 1 .-5. sæti með forgjöf. Aukaverðlaun næst holu á 3./12. braut og næst holu í 2 höggi á 9./18. braut. Skráning í síma 92-37756 á föstudag frá kl. 17.00. hafa að ári, voru harðir í horn að taka, en leikaðferð þeirra gekk ekki upp. Þegar Framarar einbeittu sér að því, sem fyrir þá hefur verið lagt og þeir hafa sýnt að þeir geta gert, að láta boltann ganga manna á milli með markvissar sóknir í huga, voru þeir einráðir á vell- inum. Bæði mörkin komu eftir vel útfærðar sóknir, þar sem Ríkharður Daðason og Helgi Sigurðsson voru í aðalhlutverkum. Þeir voru nálægt því að bæta þriðja markinu við eftir að hafa haft hlutverkaskipti og inn- an við mínúta liðin frá því Keflvík- ingar byijuðu á miðju í seinna skipt- ið, og Ingólfur Ingólfsson rak enda- hnútinn á góða sókn undir lok fyrri hálfleiksins, en í báðum tilvikum bjargaði Ólafur Pétursson, mark- vörður ÍBK, með góðri markvörslu. Fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik sköpuðu heimamenn sér þijú góð marktækifæri; Helgi skallaði knöttinn í stöng eftir gott spil, Ólaf- ur varði frá Pétri Arnþórssyni að undangengnum hröðum og skemmtilegum leik og Helgi stýrði knettinum yfír markið eftir þunga sókn. En þar með er saga heimamanna nánast sögð. Barátta Keflvíkinga truflaði spil þeirra um miðbik fyrri hálfleiks og Marko Tanasic var óheppinn að jafna ekki eftir liðlega hálftíma leik. Kristján Jónsson bjargaði nánast á línu Frammarksins um miðjan seinni hálfleik og Óli Þór Magnússon rétt missti marks undir 1a^%Ríkharður Daðaeon ■ %#fékk knöttinn nálægt endamörkum vinstra megin frá Steinari Guðgeirssyni, lék á tvo mótheija og sendi fyrir mark ÍBK á Helga Sigurðsson, sem var fyrir opnu marki og nýtti sér það á 13. mínútu. 2:0 Ríkharður endurtók eftir sendingu fpá Steinari, spyrnti knettinum framhjá tveimur Keflvíkingum, var þeim sneggri sem og þeim þriðja og renndí knettinum út í teiginn að þessu sinni. Þar var Helgi mættur og setti punktinn yfír i-ið, 13. mark hans í deildinni. 2m 4 Marko Tanasie fékk ■ I sendingu, þar sem hann var rétt innan vítateigs hægra megin. Hann virtist detta án þess að vera hindraður, en dómarinn dæmdi vítaspyrnu og Óli Þór Magnússon skoraði með föstu skoti á 66. mínútu. Vafasamur dómur. lokin, en sóknir Keflvíkinga voru því marki brenndar að vera ómarkviss- ar, upp á von og óvon. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um að veijast og koma boltanum í burtu, en slíkt er ekki vænlegt til árangurs. Framarar gáfu eftir og komust upp með það að þessu sinni, en þeir gerðu það sem þurfti. Barátta Kefl- víkinga var góð, en hugsun verður að fylga til að hafa betur en öflugir mótheijar. OLYMPIULEIKARNIR 2 Brasilía hættir við Alþjóða ólympíunefndin, IOC, tilkynnti í gær að Brasilía hefði dregið umsókn sína um að halda Ólympíuleikana árið 2000 til baka, en héldi opnu að sækja um leikana 2004. IOC sagði í síðasta mánuði að Brasilía væri hentugur staður í framtíðinni og í umsögnum um borgirn- ar, sem sækjast eftir leikunum, var greinilegt að Brasilía ætti ekki mögu- leika í atkvæðag;reiðslunni, sem verður 23. september. Brasilía er þriðja borgin sem dregur umsókn sína til baka, en áður höfðu Mílanó og Tashkent hætt við. Valið stendur því á milli Berlínar, Istanbul, Manchester, Peking og Sydney. ÚRSLIT ÍA - Þór 6:0 Akranesvöllur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild karla, 12. umferð, fimmtudaginn 12. ágúst 1993. Aðstæður: Norðaustan hægur andvari, rigningarskúrir annað slagið. Völlurinn rak- ur en góður. Mörk IA: Þórður Guðjónsson 2 (67., 89.), Haraldur Ingólfsson (37.) Álexander Högnason (65.), Mihajlo Bibercic (81.), Sig- ursteinn Gíslason (84.) Gult spjald: Sigursteinn Gíslason, ÍA (26.) fyrir mótmæli, Sigurður Jónsson, ÍA (72.) fýrir brot, Brandur Siguijónsson, ÍA (86.) fyrir brot. Lárus Orri Sigurðsson, Þór (44.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Ari Þórðarson. Línuverðir: Egill Már Markússon og Guð- mundur Jónsson. Áhorfendur: 800. ÍA: Kristján Finnbogason — Stu'rlaugur Haraldsson, Ólafur Adolfsson, Lúkas Kostic, Sigursteinn Gfslason — Ólafur Þórð- 'arson (Brandur Siguijónsson 77.), Sigurður Jónsson (Theodór Hervarsson 77.), Alex- ander Högnason, Haraldur Ingólfsson — Mihajlo Bibercic, Þórður Guðjónsson. Þór: Lárus Sigurðsson — Hlynur Birgisson, Sveinn Pálsson, Birgir Þór Karlsson — Lár- us Orri Sigurðsson, Sveinbjöm Hákonarson, Þórir Áskelsson, Öm Viðar Amarson, Páll Gislason — Ásmundur Amarsson (Heiðmar Felilxson 58.), Júiius Tryggvason. Fram - ÍBK Laugardalsvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild karla, 12. umferð, fimmtu- daginn 12. ágúst 1993. Aðstæðun Norðan andvari, kalt en þurrt. Mörk Fram: Helgi Sigurðsson (13., 37.). Mark ÍBK: Óli Þór Magnússon (vsp. 65.). Gult spjald: Framaramir Pétur Amþórsson (63.) og Kristján Jónsson (67.), báðir fyrir brot. Keflvíkingamir Marko Tanasic (54.) fyrir að taka aukaspymu of snemma og Jakob Már Jónharðsson (86.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Ólafur Ragnarsson dæmdi ágæt- lega en vítið var strangur dómur. Línuverðir: Sæmundur Vfglundsson og Kristinn Jakobsson. Áhorfendur: 1.020. Fram: Birkir Kristinsson - Krisrián Jóns- son, Helgi Björgvinsson, Ágúst Olafsson - Ingólfur Jngólfsson, Atli Einarsson (Ómar Sigtryggson 82.), Steinar Guðgeirsson (Rúnar Sigmundsson 86.), Pétur Amþórs- son, Ríkharður Daðason - Valdimar Kristó- fersson, Helgi Sigurðsson. ÍBK: Ólafur Pétursson - Jakob Jónharðs- son, Sigurður Björgvinsson, Karl Finnboga- son - Marco Tanasic, Gunnar Oddsson, Eysteinn Hauksson, Kjartan Einarsson, Ragnar Steinarsson, Gestur Gylfason - Óli Þór Magnússon. Fylkir-FH 0:2 Fylkisvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 12. umferð, fimmtudaginn 12. ágúst 1993. Aðstæður: Gola, raki f lofti, völlurinn í lagi. Mörk FH: Ólafur Kristjánsson (1.) og Þor- steinn Jónsson (45.). Gult spjald: Baldur Bjamason, Fylki (4.), fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason, dæmdi mjög vel eins og venjulega. Línuverðir: Bragi Bergmann og Einar Sig- urðsson. Áhorfendur: 236 greiddu aðgangseyri. Fylkir: PSll Guðmundsson - Gunnar Þór Pétursson, Aðalsteinn Víglundsson, Helgi Bjamason,_ Bergþór Ólafsson (Ólafur Stígs- son 46.)- Ásgeir Ásgeirsson, Björn Einars- son, Finnur Kolbeinsson, Þórhallur Dan Jóhannsson - Baldur Bjamason, Kristinn Tómasson. FH: Stefán Amarson - Ólafur H. Kristjáns- son, Petr Mrazek, Auðun Helgason - Þor- steinn Jónsson, Hallsteinn Amarson, Þor- steinn Halldórsson (Davíð Garðarsson 80.), Þórhallur Vfkingsson, Hilmar Bjömsson - Andri Marteinsson (Jón Erling Ragnarsson 57.), Hörður Magnússon. ÍBV-Valur 0:2 Hásteinsvöllur: Aðstæður: Smávegis vindur en annars góð- ar aðstæður. Mörk Vals: Amljótur Davíðsson (17.), Jón Grétar Jónsson (90.) Gult spjald: Rútur Snorrason, ÍBV (2.), Jón Grétar Jónsson, Val (28.), Steinar Adolfs- son, Val (45.), Ámaldur léftsson, Val (59.), Anton Bjöm Markússon, ÍBV (66.), Gunnar Gunnarsson, Val (75.) og Jón S. Helgason, Val (83.), allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kári Gunnlaugsson. Helst til flautuglaður. Línuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Bjarni Pétursson. Áhorfendur: Um 500. ÍBV: Friðrik Friðriksson — Magnús Sig- urðsson, Sigurður Ingason, Jón Bragi Am-X arsson — Rútur Snorrason, Tryggvi Guð- mundsson, Anton Bjöm Markússon, Nökkvi Sveinsson, Igor Narhonechniy (Ingi Sig- urðsson 53.) — Bjami Sveinbjömsson, Steingrímur Jóhannesson. Valur: Bjami Sigurðsson — Jón S. Helga- son, Sævar Jónsson, Bjarki Stefánsson — Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason, Arnaldur Loftsson, Krist- inn Lámsson (Hörður Már Magnússon 58.) — Anthony Karl Gregory, Amljótur Davfðs- son (Gunnar Gunnarsson 25.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.