Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 11 Hrokí o g ofríki á Sólheimum eftir Kristínu Þórðardóttur Með skrifum mínum hér vil ég reyna að lýsa því virðingarleysi, þeim hroka og því ofríki, sem heimilisfólki jafnt og starfsfólki á Sólheimum hefur verið sýndur, eftir að Sveinn Kjartansson, fýrr- um forstöðumaður, hvarf frá stofnuninni, en hann stóð fast gegn slíkum stjónarháttum. Þroskaheftir hafa sál Á Sólheimum búa 40 fatlaðir einstaklingar bæði í sambýlisformi og í sjálfstæðri búsetu. Þetta fólk hefur sál eins og við hin. Kannski finnst fólki skrítið að ég nefni „fólk með sál“ en í mínum huga er það ekki skrítið, því mér finnst full ástæða til að benda því fólki á, sem hefur með hagsmuni þeirra og staðarins að gera, að þau eru með tilfinningar og hjá þeim ríkir gleði og sorg í daglegu lífi eins og hjá okkur hinum. Rænt eða stolið? í mars síðastliðnum var starfs- mönnum á heimiliseiningum sagt frá breytingum sem fólu í sér, að heimilismenn væru komnir á ör- orkubætur og tekjutryggingu og þar af leiðandi ættu þeir að fara að borga húsaleigu, síma, mat, rafmagn og hita, svo eitthvað sé nefnt. Þessar breytingar tóku gildi frá og með 1. janúar 1993 en voru ekki tilkynntar fyrr en þrem- ur námuðum eftir að þær tóku gildi. I tveimur húsum á Sólheimum búa sjö einstaklingar saman í húsi. Hver einstaklingur borgar 12.000 á mánuði fyrir eitt lítið herbergi með aðgangi að klósetti, eldhúsi og stofu. Saman borga þessir sjö einstaklingar fýrir eitt hús 84.000 á mánuði. Mér er spum, hver myndi láta sér detta í hug að leigja stórt einbýlishús fyrir slíka upp- hæð á mánuði? í öðru húsinu, sem ég nefni hér á undan, bjuggu í fjóra mánuði tvær konur saman í herbergi og borguðu hvor fyrir sig 12.000 á mánuði, sem gera 24.000 fyrir eitt herbergi. Það má líka geta þess, að þessi hús eru byggð fyrir styrktar- og söfnunarfé og eru því í eigu heimil- isfólksins sjálfs á Sólheimum. Al- varlegasti hlutinn í þessu máli er sá, að þau eiga að flytja í sjálf- stæða búsetu (sem er mjög gott fýrir þá einstaklinga sem það geta), þau flytja því úr nánast skuldlausum húsum í 90% skuld- settar íbúðir. Tvö af þessum nán- ast skuldlausu húsum á fýrirhugað heilsuheimili að yfirtaka. Lít ég því svo á, að það fé sem gefið er í þágu heimilisfólksins á Sólheimum sé ætlað þeim einum, en ekki til þess að fjármagna aðr- ar framkvæmdir sem ekki verður séð að komi þeim að beinu gagni. Slík meðferð á annarra eigum fínnst mér vera siðleysi. Tilfinningalegt tómarúm Uppsagnir starfsfólk fréttu heimilismenn úr sjónvarpinu, ekki var haft fyrir því að segja þeim þau tíðindi á viðeigandi hátt, til að koma í veg fyrir tilfinningalegt áfall, sem því miður varð raunin. Grundvallaratriði í meðferðar- starfi er stöðugleiki. Því gefur það augaleið að þegar öllu starfsfólk- inu er sagt upp störfum á einu bretti er öryggistilfinningu þeirra ógnað. Við- þetta öryggisleysi bjuggu þau í 40 daga, meðan eng- inn starfsmaður gat svarað spurn- ingum þeirra, um hvort hann yrði endurráðinn. Þegar svo í ljós kom að um þriðjungur starfsfólksins yrði ekki endurráðinn vöknuðu hjá heimilisfólki eftirfarandi spurning- ar: „Ertu nú búinn að fá nóg af okk- ur?“ „Af hveiju ertu að hætta?" „Þú mátt ekki hætta — ég þarfn- ast þín.“ „Ætlar þú nokkuð að hætta?" „Hvenær kemur þú aftur til okk- ar?“ „í tveimur húsum á Sólheimum búa sjö ein- staklingar saman í húsi. Hver einstaklingur borgar 12.000 á mánuði fyrir eitt lítið herbergi með aðga ngi að kló- setti, eldhúsi og stofu. Saman borga þessir sjö einstaklingar fyrir eitt hús 84.000 á mánuði. Mér er spurn, hver myndi láta sér detta í hug að leigja stórt ein- býlishús fyrir slíka upp- hæð á mánuði?“ Langar einhvern til að svara svona spurningum? Núna horfa þau á eftir gamla starfsfólkinu, sem þau voru búin að binda traust við og margir hverjir orðnir góðir vinir þeirra, hverfa á braut. Maður kemur í manns stað, eins og svo oft er sagt, en þar sem þroskaheft fólk á í hlut, sem mælist með greind á bilinu 3 til 11 ára, ætti að fara varlega í notkun slíkra setninga. Það er alltaf erfitt að mynda traust og ný tilfínninga- bönd hvort heldur það eru fatlaðir eða ófatlaðir. En samt þori ég að fullyrða að það sé erfíðara fyrir fatlaða, vegna þess eiga sumir fatlaðir á hættu félagslega einangrun sem ör mannaskipti geta skapað. Afturgengnir fordómar? Þriðjudaginn þann 20. júlí buðu forsvarsmenn tívólísins í Reykja- vík öllum heimilismönnum frítt í tækin milli klukkan 13 og 15. Þessu boði hafnaði framkvæmda- stjórinn, Halldór Júlíusson, án þess að tala við starfsfólk. Starfsmaður komst að þessu tilboði og spurðist fyrir um ástæðu og bar fram- kvæmdastjórinn því við að þessi tiltekni dagur væri vinnudagur. Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar orðtakið „blöndun" er í hávegum haft. Er framkvæmda- stjórinn, Halldór Júlíusson, á móti blöndum og tilbreytingu fyrir heimilisfólkið á Sólheimum, á að loka þau af í sveitinni eins og tíðk- aðist í gamla daga þegar fordóm- amir réðu ríkjum? En kannski er grundvallarspurningin sú með hliðsjón af því að þau eru sjálf- stæðir einstaklingar: Voru þau spurð hvor þau langaði að fara? Flugleiðir bjóða heimilisfólki upp á Danmerkuferðir í sumar, allt er óljóst með þær. Eða eins og framkvæmdastjórinn sagði við einn starfsmann sem spurðist fyr- ir um fyrirhugaðar ferðir: „Langar þig svona mikið til Danmerkur?“! Skortur á stuðningi Stjórn Sólheima hefur gefíð út yfirlýsingu um að ekki eigi að minnka þjónustu fyrir heimilis- menn. Samt er búið að taka af fastar bakvaktir sem voru eftir klukkan 17.00 virka daga og um helgar. Margir nýir starfsmenn eru núna á vöktum og sumir mjög lítið inní starfínu. Þeir ellefu heim- ilismenn sem búa í sjálfstæðri búsetu en þurfa töluverða aðstoð fengu engan sér til aðstoðar helg- ina 23.-25. júlí. Ef þetta er ekki að minnka þjónustu, þá veit ég ekki hvað það kallast. Til hvers málfrelsi? Stjómarformaðurinn, Pétur Sveinbjarnarson, boðaði tvo starfsmenn úr starfsmannafélag- inu á sinn fund í júní síðastliðnum og hótaði þeim að hægt væri að lögsækja þau persónulega fyrir allt sem færi í fjölmiðla í nafni starfsmannafélagsins. Næst þegar ég þurfti að hafa tal af fram- kvæmdastjóranum, Halldóri Júíus- syni, notaði hann tækifærið og lýsti vanþóknun sinni á ummælum mínum í útvarpsfréttum þann 12. júlí síðastliðinn. Taldi hann þau ummæli skaðleg fyrir heimilið. Það getur vel verið að með skrif- um mínum hér að ofan skaði ég Hádegisverðarhlaðborð með fiskréttum, pasta, svínakjöti, steiktum pylsum og beikoni. Ávaxtaborð, nýbökuð brauð og vínarbrauð. kr. 1.395.- sf - <■«■) z* á sunnudögum í águst tir bötn undir 10 ^iífylgdforeldra. ,ss is eftir matmn. Úrval af snittum, brauðtertum, smákökum, rjóma-, marsipan- og súkkulaðitertum. Kaffi og gos innifalið. kr. 795. HÓTEL LOFTLEIDIR Lambasteik, nautasteik, grísasteik og kjúklingar. Grænmetis- og kartöflu- réttir, úrval af sósum og salatbar. kr. 1.895,- Kristín Þórðardóttir starf þeirra manna sem hafa yfír- umsjón með starfsemi Sólheima, það læt ég mér í léttu rúmi liggja. Aftur á móti tel ég mig ekki vera að skaða heimilisfólkið á Sólheim- um með skrifum mínum, heldur þvert á móti skýra almenningi frá því virðingarleysi og ofríki sem heimilisfólkið þarf að búa við. Þessi skrif eru ekkert annað en staðreyndir málsins eins og þær koma okkur starfsmönnum fyrir sjónir dag hvern hér á Sólheimum. Höfundur erfyrrum formaður starfsmannafélagsins á Sólheimum. Ómissandi upplýsingabanki Það kostar minna i en þig grunar að hringja tíl útlanda PÓSTUR OG SÍMI *98 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til italíu á dagtaxta m.vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.