Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 29 Þuríður Jónsdóttír frá Læknesstöðum á Langanesi - Minning Fædd 13. maí 1914 Dáin 6. ágúst 1993 Þuríður Jónsdóttir móðursystir mín var fædd 13. maí 1914 að Læknesstöðum á Langanesi, dóttir Jóns Ólafssonar bónda þar og Matt- hildar Magnúsdóttur konu hans. Hún var næstyngst 10 systkina, en þau eru nú öll látin utan einn bróð- ir (Tryggvi) sem enn lifir í hárri elli. Læknesstaðaheimilið var á fyrsta tug þessarar aldar vel efnum búið á þess tíma mælikvarða. Enda þótt jörðin væri harðbýl eins og reyndar allar jarðirnar á útnesinu var fjöru- beit þar góð, en hlunnindin sem fylgdu jörðinni voru þó það sem skipti sköpum. Bjargfugla- og eggjataka var þar mjög mikil og vel nýtt. Útræði gott og ógrynni af fiski upp við landsteina. Þá voru færeysk- ar seglskútur þar oft í tugatali að fiskveiðum og áttu Læknesstaða- bræður mikil viðskipti við Færey- inga, sem var þeim drjúg aukabú- grein án allra hafta og tollmúra. Það er vel til marks um vel- gengni Læknesstaðaheimilisins á þessum tíma að leitað var til Aust- fjarða (1910) eftir trésmíðameistara til að byggja nýtt íbúðarhús, sem allt skyldi byggt úr rekaviði og varð faðir minn, Jón Magnússon, fyrir því vali. Á þann veg tengdist Læk- nesstaðafjölskyldan ættum Aust- firðinga þar eð faðir minn kvæntist elstu dóttur hjónanna. Innan þessa ramma ólst Þuríður Jónsdóttir upp öll sín æsku- og ungl- ingsár og gekk til allra verka í dags- ins önn með bræðrum sínum á þessu stóra heimili. Þuríður Jónsdóttir var glæsilegur fulltrui sinnar kynslóðar. Það var hógvær reisn yfir henni hvar sem hún _fór. Háttvís var hún í fram- göngu allri, æðrulaus og yfirveguð. Vinaföst var hún enda föst fyrir í allri skapgerð, viðmótið hlýtt og glaðlegt, skemmtin í viðræðum og hafði afar næmt skopskyn, fjölfróð og greind í besta lagi - heillandi persónuleiki. Ekki naut hún mikillar skóla- göngu þótt hún hefði haft til þess alla burði, en að loknu barnaprófi var hún þó vetrarlangt á Akureyri við nám í hannyrðum og orgelleik. Hún var enda bam þess tíðaranda sem ekki gaf sér þau fríðindi ung- mennum til handa að geta farið svo til beina braut um stigu mennta- skóla og háskóla. En það er önnur saga. Árið 1936 giftist Þuríður drauma- prinsinum sínum og dreng góðum, Þorsteini Ólasyni, og settust þau að á Þórshöfn. Gott jafnræði var með þeim hjónum og þar lifði Þuríður frænka mín hamingju sína alla. Þau eignuðust fímm mannvænleg börn og em þau: Skúli Þór, kennari að Laugum, maki Hólmfríður Aðal- steinsdóttir; Þórunn Marin, stöðvar- stjóri Pósts og síma á Þórshöfn, maki Ámi Helgason, útgerðarmað- ur; Jóna Matthildur, skrifstofutækn- ir, maki Þorbergur Jónasson, út- gerðarmaður; Óli Ægir, útgerðar- maður, maki Dýrleif Kristjánsdóttir, húsmóðir; og Jóhanna Þuríður, kennari, maki Óttar Einarsson, skólastjóri á Svalbarði. I ást og samheldni önnuðust þau bamahópinn sinn. Jafnframt því að Þorsteinn sótti sjóinn fast lét hann til sín taka í félagsmálum. Lagði hann leikfélaginu lið sitt á ýmsa vegu og var formaður Verkalýðsfé- lagsins og því oft fulltrúi þess á þingum Alþýðusambands Islands hér syðra. Þorsteinn var gleðinnar maður á góðum stundum, ástvinur kær og elskulegur faðir barnanna sinna. Þuríður Jónsdóttir var mikill og sterkur persónuleiki. Hún var stór í sorginni. Sterk sem kletturinn þeg- ar kalviðri lífsins hvinu hæst er hún missti manninn sinn frá öllum böm- unum iangt um aldur fram, en Þor- steinn lést aðeins 53 ára eftir harða baráttu hér á Landakotsspítala. Mér er í fersku minni þegar hún kom hingað suður og náði að vera hjá honum síðustu stundirnar, en hélt síðan með hann heim látinn. Nú stóð Þuríður ein uppi með bamahópinn sinn. Að vísu nokkuð á legg kominn en margt var ógert og mörgu varð að sinna. Með sínu æðruleysi og dugnaði hélt hún sam- an heimilinu með börnunum sínum og gekk að hverju starfi sem til féll uns öll börnin vora orðin vel sjálfbjarga, það yngsta 23 ára. Hún skilaði öllu heilu í höfn, en svo er lífi þjónað og lögmál fyllt. Þuríður Jónsdóttir var ekki kona auðs né valda á ytra byrði, en arð lífsstarfs síns leggur hún samfélag- inu í börnunum sínum, sem öll eru hin vænlegustu til vegs landi sínu og þjóð til hagsældar, hvert á sínu starfssviði. Hinn 16. desember 1972 giftist Þuríður aftur öðrum góðum dreng, Þorsteini Stefánssyni, og fluttist með honum til Vopnafjarðar. Með honum fékk hún einnig tvær elsku- legar stjúpdætur, Heiðrúnu, búsett á Homafirði, og Aðalbjörgu, sem býr í Hafnarfirði. Á Vopnafírði hafa þau átt notalegt ævikvöld saman. Þorsteinn lifir konu sína og er hann við góða heilsu þrátt fyrir háan ald- ur. Þuríður hefír lengi undanfarið átt við mikla vanheilsu að stríða og leg- ið fársjúk á Heilsugæslustöðinni á Vopnafírði. Haldin þeim geigvæn- lega sjúkdómi sem fáum þyrmir. Það hefir verið þungur róður og átti hún erfítt með að sætta sig við örlög sín enda í hennar huga bar- átta gegn ógn hins ósigranlega. Að kvöldi hinn 6. ágúst var sigð- inni bragðið. En nú er Þuríður frænka mín komin heim. Heim þar sem hennar dýpstu spor liggja. Þau spor sem mörkuðust af hennar heitustu tjl- finningum í gleði og harmi. Heim að rótum uppruna síns og verður hún kvödd frá Sauðaneskirkju í Þórshafnarsókn og lögð til hinstu hvílu þar. - Móðir jörð fagnar henni í sínum fulla skrúða. „Á grænum grandum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.“ (23. Davíðssálm- ur.) Þar sem miðnætursólin mun enn um sinn binda í eitt ferli dags og nætur og „nóttlaus voraldarveröld" ríkja við eina ystu strönd íslenskrar byggðar. Hvíl í friði. Aðalheiður Jónsdóttir frá Þórshöfn. Fersk og falleg, kát og hress, bar með sér eitthvað sem aldrei gleym- ist. Svona man ég Þura fyrst, þá var ég smá stelpa. Þetta var mann- eskja sem ég vildi eignast að vini, en hvernig átti ég, krakkinn, að segja henni það, en stundum verður manni að ósk sinni. Þura átti heima á næsta bæ við okkur og kom oft í heimsókn. Einu sinni var það að hún gisti þó að stutt væri á milli bæja. Svo var far- ið að raða í rúmin og mikið varð ég glöð þegar ég átti að sofa hjá henni. Nú vandaðist málið, hvernig átti ég að segja henni að ég vildi að hún yrði vinur minn? Jú, hjón sofa í sama rúmi og hjónaband var þá í mínum huga tákn ævarandi vináttu og af því hún var alltaf svo góð, þorði ég að tjá mig og sagði: „Nú eram við hjón af því við sofum saman,“ og mikið skildi hún mig vel og vissi hvað ég meinti, vináttu sem átti að endast sem og varð þó að stundu væri vík milli vina. Auð- vitað skilja leiðir um lengri eða skemmri tíma. Ég varð fullorðin og eignaðist mitt heimili og börn. Svo varð það að eldsvoði eyðilagði allt sem ég átti. Ekki vantaði það að allar hendur vora útréttar til hjálp- ar, þá áttum við báðar heima á Þórshöfn. Stuttu eftir þetta átti son- ur minn eins árs afmæli. Á morgni afmælisdagsins kemur Þura með svo falleg föt á hann sem • hann hafði saumað, að ég held að hann hafi aldrei verið fínni á afmælinu sínu, svona var hún. Við kveðjum með vináttu og virð- ingu konu sem átti svo mikið, glæsi- leik, glaðlyndi og gat komið öllum í gott skap, gaman var að spauga og sprella með henni í góðum félags- skap. Una Guðjónsdóttir og börn. Minning Sigurður Guð- mundsson, forstjóri Hinn 2. ágúst síðastliðinn bárast þær sorgarfréttir að afi væri dáinn. Þar með lauk ævi mikils athafna- manns og mjög góðs afa. Þó var ég feginn fyrir hans hönd, þar sem þetta líf var vonlítið fyrir hann. Eft- ir áfallið barðist hann, æfði og æfði, en allt kom fyrir ekki; hann náði sér ekki og nú er hann dáinn. Mér finnst hafa verið heiður af því að hafa átt hann fyrir afa, því hann var sannur heiðursmaður. Hann var mikill listamaður í sér og málaði mjög fallega. Þá vann hann mikið að skógrækt og fegran í sumarbústaðalandi ömmu og systk- ina hennar á Végeirsstöðum, sem þau hafa fengið viðurkenningu fyrir. Hann var forstjóri klæða- og leik- fangaverslunar á Akureyri um langt árabil þar til hann veiktist árið 1990. Hann hafði yndi af ljóðum og var Tómas Guðmundsson í miklu uppá- haldi hjá honum. Um leið og ég kveð afa og þakka honum fyrir allt, langar mig til að ljúka þessum orðum með fyrsta erindi ljóðsins Eitt hjarta ég þekki: Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta sem hamingjuna fann. Og skógurinn angaði allan daginn og elfan söng og rann. Magnús Karl. Hann elsku afi minn er dáinn. Það er svo margt sem mig langar til að skrifa um þennan merkismann að ég veit ekki hvar ég á að byija. Hann var besti afi í heimi, hugulsam- ur, lítillátur og vildi allt fyrir alla gera. Það vaf alltaf jafn gaman að koma til afa og ömmu frá Svíþjóð og veija sumranum heima hjá þeim. Þar átti ég yndislegar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Afi átti mikið og gott bókasafn og hafði yndi af því að lesa og skrifa. Hann málaði einnig mjög fallegar myndir, sem prýða veggi Végeirs- staða. A sínum yngri árum var hann mikill afreksmaður í íþróttum, þá sérstaklega sundi. Það var alltaf svo mikið að gerast í kringum hann afa. Ég mun aldrei gleyma því, þegar við sem svo oft áður vorum í beijamó og hann var að finna ópalpakkana og bijóstsykurspokana frá álfunum í steinunum. Okkur fannst það skrýt- ið, að það væri alltaf hann sem fann pakkana og pokana og það fór að læðast að sá grunur að það væri hann sem setti nammið út um allt. Sérstaklega var það grunsamlegt þegar það var SG-verðmiði á pökk- unum en hann og annar ráku saman klæðaverslun Sigurðar Guðmunds- sonar á Akureyri. Fyrir um þremur áram veiktist afi mikið. Hann jafnaði sig aldrei og við verðum að hugga okkur við það að núna líður honum miklu bet- ur. Végeirsstaðir áttu hug hans og ömmu allan. Það var virkilega gam- an að fylgjast með þeim og hjálpa við að gróðursetja tré og snyrta í kringum bústaðinn. Maður mátti hafa sig allan við það að halda í við ömmu þar sem hún skokkaði (og gerir enn) upp fjöllin, blés ekki úr nös og varð svo að stoppa og bíða eftir okkur hinum. Þegar við komum svo niður, eftir að hafa gróðursett 500 tré undir stjórn ömmu, var afi oftar en ekki búinn að slá allt túnið og taka til kaffi handa okkur. Elsku amma, mamma, Guðmund- ur, tengdabörn og barnabörn, ég bið ykkur um að halda fast um minn- ingu þessa hugprúða manns sem gaf svo mikið af sjálfum sér og bið guð um að styrkja ykkur í þeirri miklu sorg. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér og þeim samverustundum sem við áttum saman. Lena Magnúsdóttir. Pétur Elías Pét- ursson - Minning Okkur langar með fáum orðum að minnast vinar okkar Péturs Pét- urssonar. Hann var einlægur og góður vinur sem öllum vildi gott gera. Hann var um tíma í vinnu hjá mér. Hann var mikill og góður verkamaður og samviskusamur með afbrigðum. Pétur stundaði sjó- mennsku framan af árum og var eftirsóttur þar bæði á bátum og togurum. Snemma á sínum búskaparáram veiktist hann af berklum og lenti á Vífilsstöðum í eitt ár, en fljótlega eftir að hann kom þaðan fengu þau Pétur og Guðbjörg lóð og fóru að byggja í Mosgerði 21. Sjálfsagt hafa efnin ekki verið mikil, en með dugnaði þeirra og samheldni tókst þeim að byggja þar framtíðarheim- ili fyrir sig og börnin sin og oft hefur verið margt um manninn þar. Pétur var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Konan hans, Guðbjörg Thoro Vatnsþéttingarefni - VATNSFÆLUR -100% ACRYL MÁLNING - STEYPUVIÐGERÐAREFNI - GÓLFVIÐGERÐAREFNI Efni sem standast prófanir út um allan heim, síðan 1912. S steinpryói Stangarhyl 7, simi: 672777. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Halldórsdóttir, stóð alltaf eins og klettur í hafinu við hlið hans þegar á móti blés. Við höfum átt margar ánægjustundir með þeim hjónum í gegnum árin. Eitt sinn fóram við í sumarfrí með þeim vestur á ísafjörð, það var ógleymanleg stund. Þar þekkti Pét- ur alla og þurfti að heilsa mörgum, því að hann var vinur vina sinna. Margar skemmtilegar minningar eigum við úr Hreyfílshúsinu með þeim í gegnum árin. Þótt Pétur sé búinn að vera lengi mikið veikur, er samt svo erfítt að trúa að maður eigi ekki eftir að sjá hann framar. Elsku Gugga mín þú hefur misst mikið, en minningin um góðan mann lifir lengi í minningu okkar allra sem þekktu Pétur. Við biðjum góðan Guð að veita þér og fjölskyldu þinni styrk í ykkar miklu sorg. Pétur og Úlfhildur. OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13 - 18 Renault 19 GTS '92, hvítur, 5 g., ek. 7 þ. Fallegur bfll. V. 980 þús. MMC Colt EXE '92, svartur, 5 g, ek. 28 þ. Fallegur bfll. V. 850 þús. Suzuki Swift GL Sedan '90, hvítur, 5 g., ek. 43 þ. V. 700 þús. Audl 80 1.8E '89, svartur, 5 g., ek. aðeins 35 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1350 þús., sk. á ód. Daihatsu Sedan SG '90, svartur, 5 g., ek. 45 b. V. 710 þús. Daihatsu Charade CS '90, hvítur, 4 g., MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 ’91, grásans, 5 g.t ek. 49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1130 þús. V.W Golf GL '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 30 þ.t grásans. V. 980 þús. Toyota Corolla 1300 XL '90, Ijósblár, ek. 40 þ. V. 640 þús. Honda Civic DX ’89, rauður, 5 g., ek. 36 þ. Topp eintak. V. 620 þús. Chevrolet Camaro RS ’91, blár, sjálfsk., ek. 25 þ. mílur. Gott eintak. V. 1700 þús., sk. á ód. MMC Galant GLS ’87, hvítur, sjálfsk., ek. 111 þ., ný skoð. ’94. Topp eintak. V. 590 þús. Toyota Corolla XL Hatsback ’92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 40 þ. V. 930 þús. Saab 90 ’87, rauður, 5 g., ek. 117 þ. Góður bfll. Nýskoðaður ’94. V. 480 þús.. Vantar árg. ’89-’93 Ekkert innigjí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.