Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Minning * Gróa Asmundsdóttir frá Jörva, Akranesi Fædd 15. september 1910 Dáin 27. júní 1993 Hinn 10. júlí síðastliðinn var Gróa frænka kvödd í Fossvogskapellu og jörðuð í kyrrþey. Hún kvaddi þennan heim hljóðlega og á látlausan hátt eins og hún hafði lifað lífi sínu. Gróa var fædd á Jörva á Akra- nesi. Foreldrar hennar voru Þóra Þorvaldsdóttir frá Jörva og Ásmund- tlr Júlíus Magnússon frá Hábæ. AI- systkini Gróu voru Þorvaldur Ellert útgerðarmaður og Ásdís húsfreyja á Akranesi, þau eru bæði látin. Gróa átti fimm hálfsystkini úr seinna hjónabandi Þóru móður sinnar og Gísla Jónssonar bónda á Skelja- brekku, þau eru: Guðjón, fyrrverandi bóndi á Syðstu-Fossum í Andakíl; Magnús, skólastjóri, síðast í Kungálv í Svíþjóð, þeir eru látnir. Jón, bóndi á Skeljabrekku í Andakíl; Eygló og Elín húsfreyjur í Reykjavík. t SIGURÐUR ODDSSON, Ásabraut 14, áöur Aðalbóli, Sandgerði, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 12. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Eggert Siguðrsson. t Elskulegur eiginmaður minn, INGIMUNDUR G. STEINDÓRSSON, Fannafelli 4, lést í Landspítalanum 10. ágúst sl. Jarðarför auglýst síðar. Stefanía Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGRID MARKAN, Laugateigi 28, lést þann 1. ágúst sl. Útför hennar hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Starfsfólki öldrunardeildar Hvítabandsins eru faerðar alúðarþakkir fyrir umönnunina. Rolf Markan, Sofie Marie Markan, Björn Markan, Helén Louise Markan, barnabörn og barnabarnabörn. ! GUÐMUNDUR ÓLAFSSON frá Hvítárvöllum, Egilsgötu 4, Borgarnesi, lést í Akranesspítala 12. ágúst. Guðfinna Eiríksdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Maria Guðmundsdóttir, Guðmundur G. Vigfússon, Ágústa Guðmundsdóttir, Pétur Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Stjúpfaðir okkar og bróðir, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON fyrrverandi verkstjóri, Skálholti 15, Ólafsvík, er lést 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Ólafsvíkurkirkju. Bjarni Þórðarson, Kristín Þórðardóttir, Erla Þórðardóttir, Magnús Þórðarson, Guðmundur Jóhannes Ólafsson, Kristin Kristjánsdóttir, Tómas Kristjánsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts JÓNS EINARSSONAR vélstjóra og kennara, Fellsmúla 5. Vilborg Berentsdóttir, Hólmfriður Jónsdóttir og fjölskylda. Gróa stundaði nám á Núpi í Dýra- firði, þar sem hún kynnist Baldvini Þ. Kristjánssyni sem síðar varð eig- inmaður hennar. Baldvin varð seinna þjóðkunnur maður, félagsmálafull- trúi og erindreki SIS. Hann var einn- ig kunnur fyrir þýðingar sínar á bókum Normans Vincent Peale. Gróa og Baldvin gengu í hjóna- band árið 1931. Þau bjuggu á ísafirði fyrstu hjúskaparárin en fluttust til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu nokkur ár. Síðan var heimili þeirra í Reykjavík, á Ásvallagötu 47, en lengst af bjuggu þau á Álfhóls- vegi 123, Kópavogi. Árið 1991 fluttu þau í Fannborg 8, íbúð fyrir aldr- aða, en Baldvin dó sama ár. Gróa og Baldvin áttu tvo syni, Kristján Baldvinsson, lækni á Akur- eyri, kvæntur Inger Hallsdóttur kennara, þau eiga fimm börn og sex barnabörn; Gunnlaug Baldvinsson, flugvirkja, kvæntan Hildi Jónsdótt- ur, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Einnig ólst upp hjá þeim sonarsonur þeirra, Ásmundur Gunn- laugsson, kvæntur Þórhildi Kristj- ánsdóttur og eiga þau eitt barn. Gróu móðursystur minni kynnist ég lítið fyrr en ég gifti mig og flyt í Kópavoginn um 1970 og varö ná- granni hennar og Baldvins. Áður hafði ég mikið heyrt talað um þessa frænku mína af móður minni Ás- dísi. Þó að örlögin höguðu því þann- ig til, að þær ólust ekki upp saman, ríkti á milli þeirra djúp virðing og væntumþykja, enda um margt líkar. Gróa var öguð og þroskuð kona sem gott var að vera í návist við. Hún var hlédræg og hafði ekki þörf fyrir að trana sér fram. Hún var ákaflega hlý og stutt var í kímnina, glens og grín, samt á þennan hljóðlega hátt. Gróa var víðlesin og greind og sagði skemmtilega frá, sem reyndar má segja um öll systkinin. Eftir að Gróa flutti í Fannborg- ina, bar fundum okkar oft saman, og sá ég hana oft á gangi. Fyrir stuttu labbaði ég með henni upp í íbúð hennar og virti fyrir mér fallega útsýnið til jökulsins í vesturátt. Þá spjölluðum við saman og ég fann að hún var þreytt og södd lífdaga. Nú hefur hún gengið sína síðustu göngu á þessari jörð, og við hin höldum göngunni áfram. Ástvinum Gróu sendum við systrabörnin og Júlíus mágur hennar frá Akranesi samúðarkveðjur. Við kveðjum merka konu sem seint líður úr minni, blessuð sé minning hennar. Emilía Júlíusdóttir. Fregnin um andlát Gróu Ás- mundsdóttur laugardaginn 26. júní síðastliðinn kom snögg og óvænt. Við teljum að öllum sé best að kveðja Minning Guðný Asmunds- dóttirfrá Seyðisfirði Fædd 16. júni 1922 Dáin 28. júlí 1993 Ég elska þig ekki bara vegna þess hvemig þú ert heldur líka fyrir það hvemig ég verð sjálf í návist þinni. (Nils Ekman, Kærleikur.) Elsku amma. Okar leiðir skildu fýrr en við ætluðum. Ég vil þakka þér fýrir allar þær góðu stundir sem við höf- um átt saman, en hefði viljað óska þess að þær hefðu orðið fleiri, eins og við báðar vonuðumst eftir. Mér þykir mjög vænt um bréfín sem þú sendir mér í vetur og mun Minning HansA.H. Jónsson Fæddur 10. desember 1920 Dáinn 1. ágúst 1993 Fyrir rúmlega sextán árum fékk Hansi föðurbróðir minn heilablóð- fall, lamaðist hægra megin og missti málið. Upp frá því átti hann erfitt með að tjá sig og voru það ekki nema þeir sem umgengust hann daglega sem gátu skilið hann. Hansi var mikill skapmaður eins og hann átti ættir til og fór það í fyrstu oft í skapið á honum að geta ekki gert sig skiljanlegan. Á seinni árum fínnst mér Hansi hafa breyst mikið og var hann alltaf brosandi og glaður þegar maður hitti hann, eins og ekkert amaði að. Hann + Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför frænku okkar, GUÐRÚNAR ÁSU ÓLAFSDÓTTUR, Grænuvöllum 6, Selfossi. Systurbörn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall eigin- manns míns, föður okkar og afa, GISSURAR JÖRUNDAR KRISTINSSONAR framkvæmdastjóra, Hjallabrekku 13, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Ásta Hannesdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Guðrún Stella Gissurardóttir, Ásta Lilja, Ásta Björg og Kristín Helga. lífíð án lengri eða skemmri sjúkra- legu, en í tilfellum líkt og hennar verður óviðbúinn söknuður jafnan sár fyrir vandamenn og vini. Við sem orðin erum gömul, eins og ég undirrituð, höfum eðlilega misst á burt fjölda ættingja og góðra vina. Því taldi ég mig heppna að hitta hér í Fannborg 8 á síðustu árum konu eins og Gróu. Hun var fríð yfirlitum og virtist, þegar við fyrstu sýn, gædd sérstæð- um þokka velvildar og yfiriætisleys- is. Það var hægt að tala við Gróu um margt. Hún var bókhneigð og las mikið, enda áttu þau hjón óvenju stórt og vandað bókasafn, sem setti menningarsvip á fallegt heimili þeirra hér í þessu húsi. Gróa var gædd ýmsum góðum hæfíleikum. Hún var hagyrt og unni söng og myndlist og fékkst sjálf við hvort tveggja á yngri árum. Hún var hlédræg og flíkaði ekki hæfíleik- um sínum, en var hreinskipt í skoð- unum sínum, einnig í trúmálum. Hún trúði á framhaldslíf. Hún trúði því að sálum framliðinna væri búin fylgd stig af stigi, sem leiddi þær til æ meiri þroska og skilnings. Þegar ég minnist á þroska og skilning og hugleiði samtöl okkar Gróu, finnst mér að hún hafí stefnt nokkuð beint að því takmarki, sem okkur flestum gengur seint að ná, en það er að láta sér þykja vænt um mennina eins og þeir eru, en ekki eins og við sjálf viljum láta þá vera. Ég kveð kæra vinkonu með þökk og söknuði. Ég veit að undir það taka allir sem kynntust henni hér í Fannborg 8 og í dagdvöl Sunnuhlíð- ar. Soffía Ingvarsdóttir. ég ávallt varðveita þau. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og loks- ins ertu komin til elsku dóttur þinn- ar eftir langan aðskilnað. Amma mín, ég hugsa til þín. Ó, hve heitt ég unni þér. Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjört um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson, Kveðja.) Þín Ilelga. hafði mikla ánægju af því að hitta aðra og vera innan um fólk. Ljóm- aði hann allur af gleði og ánægju þegar hannn hitti ættingja sína og vini, en þó held ég að hann hafi verið ánægðastur þegar barnabörn- in voru hjá honum. Á unglingsárum, þegar ég bjó í sama húsi og Hansi á Smiðjustígn- um, er mér það minnisstætt þegar hann setti upp skellinöðruleigu í portinu heima. Afgreiðslan var í stórum bílskúr, sem var á lóðinni. Var ég þá oft að hjálpa til við af- greiðslu og fékk í staðinn lánaða skellinöðru, þegar rólegt var að gera. I þá daga létu flestir strákar á mínum aldri sig dreyma um það að eignast skellinöðru. Seinna eign- aðist ég svo glænýja skellinöðru af sömu tegund og þær sem ég hafði fengið að æfa mig á. Ég hef alla tíð dáð Ingbjörgu fyrir dugnað hennar og einstaka umhyggju við Hansa frænda minn í veikindum hans. Hún stóð ein uppi með börn á unglingsaldri þeg- ar hann varð fyrir áfallinu og varð skyndilega ein fyrirvinna stórs heimilis. Það er aðdáunarvert hve vel henni hefur tekist að leysa þetta erfíða hlutverk og hve samhent hún og börnin hafa verið í veikindum Hansa. Nú hafa öll börnin stofnað eigið heimli, Hansi er horfinn á braut og hún situr ein eftir í Sam- túninu. Þetta eru mikil viðbrigði, en hún á yndisleg barnabörn sem munu án efa sjá til þess að amma þeirra verði ekki mikið ein. Með þessum fátæklegu orðum sendi ég Ingibjörgu, frændsystkinum mínum og fyölskydum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Hansa frænda. Jón H. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.