Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 17 Hvert ler andvirði 0,5 lítra könnu al Egils gulli Veitingahús 337 56 257 51 176 44 ÁTVR 109 18 109 22 109 27 Ölgerðin 36 6 36 7 36 9 Viðisaukaskattur 118 20 98 20 79 20 Verð: 600 kr. Verð: 500 kr. Verð: 400 kr. kr. % kr. % kr. % Egils Gull sett á markað í 50 cl dósum í stað 33 cl sem hverfa af markaðnum Lítrinn af bjóm- um lækkar nú um 62 krónur ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hefur sett á markað Egils Gull bjór á hálfs lítra dósum á mun hagstæðara verði fyrir neytendur en 33 sentilítra dósirnar sem hafa verið á boðstólum til þessa. Benedikt Hreinsson markaðsstjóri Egils Skallagrímssonar segir að kostnaður á umframmagnið, þ.e. 17 cl, sé lítill, umbúðakostnað- ur sé hinn sami og í raun sé þetta mun hagkvæmari framleiðslu- eining. Benedikt segir að sjálfur vökv- inn sé ódýrasti hlutinn af fram- leiðslunni en hins vegar hækki áfengisskatturinn þar sem magnið er meira. Kippa með sex dósum af Egils Gulli í 33 cl dósum kost- aði 850 kr., ekki 890 kr. eins og ranghermt var í Morgunblaðinu í gær, en kippan af 50 cl dósum kostar 1090 kr. Lítrinn af Egils Gulli í 33 cl dósum kostaði 425 kr. en lítrinn í 50 cl dósum kostar 363 kr. Lítrinn lækkar m.ö.o. um 62 kr. 33 cl dósin hverfur Samkvæmt reglum ÁTVR hefur framleiðendum og umboðsmönn- um bjórs verið heimilað að setja á markað aðrar pakkningar en mega þó aðeins eina pakkningu af hverri tegund. Þannig verður Egils Gull á 33 cl dósum ekki lengur fáanleg- ur. Aðspurður um hvort til greina kæmi að setja á markað enn stærri pakkningar til að ná niður verði á bjórnum sagði Benedikt svo vera. Einnig kæmi til greina að setja fleiri bjórtegundir á markað í 50 cl dósum. „Við ætlum að skoða það eftir reynsluna sem við fáum af Egils Gulli.“ Bjór á kútum Veruleg aukning hefur orðið á því, að sögn Benedikts, að ein- staklingar kaupi ógerilsneyddan bjór á 19,2 1 kútum. „Við höfum sérstakt leyfi frá ÁTVR til að af- greiða þann bjór því ÁTVR hefur ekki aðstöðu til að geyma kælivör- ur.“ Með kútunum eru lánaðar dælur og kolsýrukútar. Benedikt sagði að fyrirtækið iánaði 25 tæki út í hverri viku en ásóknin væri það mikil að panta þyrfti þau með einnar viku fyrirvara. Hann sagði að hlutdeild Egils Gull á kútum á markaðnum væri um 37%. Kútur- inn kostar til neytenda 6.870 með virðisaukaskatti, sem er sama verð og veitingamenn greiða fyrir hann. Lítrinn kostar því 358 kr. í kútum. 18% til framleiðanda Benedikt benti á að verðmyndun á bjór væri í höndum ÁTVR en ekki framleiðenda og framleiðand- inn fengi aðeins 18% af endanlegu verði. Hann segir að hálfuc lítri af bjór sé sums staðar seldur á 600 kr. á veitingastöðum. Af því fara 36 kr. til Egils Skallagríms- sonar en afgangurinn skiptist þannig að veitingamaðuyrinn fær 337 krónur, ÁTVR 109 krónur og 118 krónur fara í virðisaukaskatt. Fyrirtækið selur ÁTVR 19,2 1 kút af Egils Gulli á 1.350 kr. en verð- ið frá ÁTVR er 6.870. Fleiri bjórtegundir bjóðast á kútum. Bitburger er seldur á 50 lítra kút og kostar með vsk. 22.053 kr. og lítrinn því á 441 kr. Þor- steinn Halldórsson hjá Bitburger segir að 70% allrar framleiðslunn- ar hjá Bitburger í Þýskalandi sé í hálfs lítra umbúðum. Hann er hins vegar uggandi um að missa veruleg viðskipti við veitingahúsin ef aðeins yrði boðið upp á Bitburg- er í hálfs lítra umbúðum. A 200 km hraða á flótta með farþega á bifhjóli LÖGREGLUMENN í Hafnarfirði og Keflavík telja að einhver mestu ökuníðingsverk sem sögur fara af hér á iandi hafi verið unnin í fyrri- nótt þegar ökumenn fjögurra mótorhjóla höfðu að engu stöðvun- armerki lögreglu og geystust á yfir 200 km/klst hraða miili Keflavík- ur og Hafnarfjarðar. Farþegar voru á tveimur hjólanna. Lögreglan í Keflavík ætlaði að breiðslu af gasgrilli húsráðandans. hafa afskipti af mönnunum skammt sunnan við bæinn á fjórða tímanum um nóttina en þeir höfðu stöðvunar- merki að engu og gáfu í botn. Lög- reglan fylgdi á eftir en óskaði einnig aðstoðar lögreglu úr Hafnarfirði en svo mikill var hraðinn að aksturinn milli bæjanna tók einungis fáeinar mínútur. í skýrslu lögreglunnar kem- ur fram að við álverið í Straumsvík hafi lögreglubíl verið ekið á 207 km hraða en þá hafi bifhjólin haldið áfram að fjarlægjast. í Hafnarfirði skildu leiðir með ökumönnum hjólanna og lögreglan missti sjónar af þeim. Skömmu síðar fundust þó ökumenn tveggja hjól- anna, þeirra sem höfðu reitt farþega, í garði húss í Hafnarfirði þar sem þeir voru í þann veg að fela hjólin inni í runnum og hylja þau með yfir- Þriðji ökuþórinn var handtekinn í Kópavogi en sá fjórði var ekki kom- inn fram í gær þótt vitað sé hver hann er. í hópnum var ein kona. Fólkið er á aldrinum 18 til 25 ára. Farið var með þá handteknu í fangageymslur í Hafnarfirði og þar voru þau í yfir- heyrslum fram undir klukkan 5 síð- degis í gær. Þá höfðu ökumennirnir verið sviptir ökuréttindum til bráða- birgða en ekki hafði verið ákveðið hvort ákærur yrðu gefnar út gegn ökumönnunum tveimur sem reiddu farþega meðan á akstrinum stóð. N eytendasamtökin fá grænt símanúmer NEYTENDASAMTÖKIN hafa fengið grænt símanúmer 996250. Neytendur af landsbyggðinni geta því hringt til skrifstofu samtak- anna í Reykjavík með sama til- kostnaði og þeir sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Neytendasamtökin veita félags- mönnum sínum upplýsingar og ráð- gjöf í ýmsum efnum, leitast við að gæta hagsmuna þeirra gagnvart selj- endum vöru og þjónustu og taka við ábendingum um hagsmunamál neyt- enda. Félagsmenn eru rúmlega 24.000 talsins. Skrifstofa samtak- anna er opin virka daga kl. 9-16. Flugleiðir í félagsskap danskra sólskinsstúlkna í DANSKA vikuritinu Se & fwr stendur nú yfir fyrirsætusam- keppnin Ungfrú Sólskin. Lesend- ur blaðsins greiða íturvöxnum og léttklæddum snótum sem birt- ast á einni opnu í blaðinu at- kvæði sitt. Átta hlutskörpustu stúlkunum verður síðan boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer um borð í skemmti- ferðaskipi á Karabíska hafinu í nóvember, en Flugleiðir sjá um að flytja hópinn vestur um haf með millilendingu í Reykjavík. ■ Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir félagið tengist ekki kdppninni að öðru leyti en því að fer.ðaskrifstofa sem skipuleggur ferð keppendanna vestur um haf og Flugleiðir hafi gert samning um að félagið sjái um flugið. „Þetta er fyrirsætukeppni á veg- um Se & her og það er ekki sett sem skilyrði að stúlkurnar séu bijóstaberar. Ferðaskrifstofa sem skipuleggur ferðina fyrir blaðið kaupir ferðir af okkur. í tengslum við þetta hefur blaðið skipulagt svokallaða lesendaferð og tæplega 200 manns hafa bókað sig í þá ferð og við sjáum um flugið. Við erum aðeins flutningsaðili en ferðaskrif- stofan sem annast þetta fyrir Se & her hafði frumkvæði að því að við yrðum auglýstir með þessum hætti,“ sagði Einar. Dönsk fegurð KEPPENDUR nr. 4 og 5 í fyrirsætukeppni Se & her og merki Flug- leiða. ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR Opiö laugardag kl. 10 — 16 »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Símar 813555 og 813655 íþróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.