Morgunblaðið - 05.09.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 05.09.1993, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 WOLFGAIMG WAGNER HEIMSÓTTUR í BAYREUTH Niflungahringxirinn í Bayreuth. Lokaatriði Ragnaraka i frægri uppfærslu Patrice Chereau. eftir Árna Tómas Ragnarsson FYRIRHUGAÐ er að setga á svið valin atriði úr Niflungahring Richards Wagners á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Verk- ið verður sett upp í samvinnu við Wolfgang Wagner, sonarson tónskáldins og stjórnanda Wagnerhátíðarinnar í Bayreuth í Þýskalandi, sem heimsótti Island af því tilefni í janúar sl. Fullyrða má að uppsetning þessarar sýningar sé eitt stærsta og metnaðarfyllsta verkefni íslenskra listamanna fyrr og síð- ar. Niflungahringurinn sjálfur er stærsta verk óperubókmennt- anna; það er í raun fjórar óperur og tekur flutningur þeirra allra rúmar 15 klukkustundir. Sú stytting verksins sem fyrir- hugað er að sýna á Listahátíð verður í þremur þáttum og mun hver þeirra verða um og yfir ein klukkustund. Forvinna verk- efnisins er nú langt komin og hafa flestir listamenn sem fram munu koma í sýningunni þegar verið valdir, þar á meðal um 15 íslenskir einsöngvarar. I byijun ágústmánaðar þáðu fulltrú- ar Listahátíðar boð Wolfgangs Wagners um að sækja tónlistar- hátíðina í Bayreuth og eiga viðræður um hina fyrirhugaða uppsetningu Niflungahringsins í Reykjavík. Sá sem þetta ritar var með í för og ræddi við nokkra þá aðila sem tóku þátt í viðræðunum í Bayreuth. í samtali við Valgarð Egilsson formann stjórnar Listahá- tíðar kom fram að viðræðurnar í Bayreuth hefðu verið mjög gagnleg- ar og að frumundirbúningur málsins væri á lokastigi. Hann sagði að Wolfgang Wagner hefði reynst afar hjálplegur og stuðningur hans og aðstoð væru ómetanleg fyrir fram- gang málsins. Hin breiða samstaða sem náðst hefði um málið á Islandi væri einnig mikils virði, en auk þeirra menningarstofnana sem munu standa að sviðsetningu verks- ins, þ.e. Þjóðleikhúsið, íslenska óp- eran og Sinfóniuhljómsveitin, hafa stjómendur Árnastofnunar sýnt mikinn áhuga á að halda sérstaka ráðstefnu um tengsl íslenskra forn- bókmennta við Niflungahring Ric- hards Wagners. Wolfgang Wagner - hringnrinn lokast Wolfgang Wagner átti sjálfur hugmyndina að því að valdir hlutar úr Niflungahringnum yrðu settir á svið á Listahátíð og verður hann list- rænn ráðgjafí við uppsetninguna. Hann var fyrst spurður að því hvern- ig þetta samstarf væri tilkomið og hvers vegna einmitt Niflungahring- urinn hefði orðið fyrir valinu af öllum óperum Wagners. „Stjóm Listahátíðar var svo vin- samleg að hafa samband við mig vegna áforma um að gera frumupp- færslu á Wagneróperu á íslandi að þungamiðju hátíðarinnar 1994, sem ber upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Mér leist mjög vel á þessa hugmynd og í janúar fór ég til íslands ásamt eiginkonu minni til viðræðna um þetta mál. Þar setti ég fram þá tillögu að gerður yrði útdráttur úr Niflungahringnum þannig að hægt yrði að sýna helstu hluta hans á einu kvöldi. Ein helsta ástæða þess að einmitt Niflungahringurinn varð fyrir valinu er að með sýningu hans á íslandi er því „skilað aftur" sem Richard Wagner tók og notfærði sér við samningu verksins. Þar á ég við þann bakgrunn að texta verksins sem felst í íslenskum fornbókmennt- um, einkum Snorra-Eddu og Völs- ungasögu. Það má ef til vill orða það svo að sá menningarlegi hringur sem átti upptök sín í Snorra-Eddu á íslandi og Richard Wagner síðar nýtti sér við samningu Niflunga- hringsins lokist nú með sýningu verksins á íslandi. í heimsókn minni til íslands í vetur veitti það mér ein- mitt sérstaka ánægju og heiður að fá að handleika handritið að þeirri Eddu sem afi minn Richard Wagner byggði verk sitt á. í bókasafni hans í Bayreuth er meðal annars íslensk- þýsk orðabók, sem hann notaði til að lesa textann á frummálinu.“ - Hvernig telurðu að íslendingar séu í stakk búnir til að takast á við svona verkefni? „Ég álít að mjög vel hafi verið staðið að undirbúningi þessa máls á Islandi. Urvinnsla hugmyndarinnar hefur hefur verið til fyrirmyndar og mér virðist að aðstæður í landinu séu nægilega góðar til að uppsetning verksins megi lánast. Sérstaklega er ég ánægður með að flestir söngv- aranna skuli verða íslenskir. Við höfum sjálf fengið upplýsingar um þá, en það auðveldaði okkur að margir íslenskir söngvarar starfa við óperuhús í Þýskalandi. Niðurstaðan varð sú að fyrir utan þrjá erlenda gestasöngvara í hin vandsungnu hlutverk Óðins, Siegfrieds (Sigurðar Fáfnisbana) og Brynhildar, höfum við hóp íslenskra söngvara, sem mun fyllilega geta staðið undir þeim kröf- um sem gerðar eru. Á undirbúningstímanum höfum við skipst á hugmyndum og komist að sameiginlegum niðurstöðum. Þannig höfum við fengið gamlan „íslending" sem hljómsveitarstjóra, en það er Alfred Walter sem starf- aði um tíma sem aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Hann er gamall samstarfsmaður minn og bróður míns, Wielands Wagners, og hefur mjög góða þekkingu á verkum Richards Wagners og starfinu hér í Bayreuth. Auk þess er hann frábær stjórnandi og tónlistarmaður. Af öðrum aðilum, sem starfa að þessu verkefni má nefna Selmu Guðmundsdóttur sem hefur fyrir hönd Listahátíðar annast skipulagn- ingu og samræmt allar aðgerðir á óaðfinnanlegan hátt. Samstarfið við hana hefur verið okkur í Bayreuth sérstök ánægja. Þá höfum við einnig fengið frábæran leikstjóra, Þórhildi Þorleifsdóttur, til að stýra uppsetn- ingu verksins og hið sama má segja um leikmyndahönnuðinn Sigurjón Jóhannsson." Áhersla á íslenskan bakgrunn - Hvaða atriði Niflungahringsiiis megum við eiga von á að sjá á ís- landi? „í vali þeirra atriða úr Niflunga- hringnum sem sýnd verða á íslandi hefur verið lögð sérstök áhersla á hinn íslenska bakgrunn verksins og sýnist mér að sá útdráttur sem nú þegar liggur fyrir ætti að skírskota sérstaklega til íslendinga. Sú stað- reynd að þarna mætast hin mikla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.