Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 21 Veginn Ólafur helgi, Stiklarstöðum gengu Pálnatókavinir þar um völlu með alvörusvip, í hugum margra fornsagnalesenda stendur Heimskringla næst Biblíunni. Sumir úr hópnum lögðu leið sína í kirkju staðarins, þar sem steinn sá sem Olafur hallaðist upp að á dauða- stundinni er múraður inn í altari. Helgi dauðans varnaði mönnum inn- göngu, frammi fyrir umræddu altari lá hvít og blómskreytt kista, jarðaför var að hefjast og syrgjendur að streyma að. Menn sneru við og tóku að. tínast inn í rútuna og senn var ekið af stað áleiðis að Þrándheimi. Þar er hin fræga Niðaróssdómkirkja með gröf Ólafs helga undir háaltari. Ástríðan mikla Leiðin lá gegnum Lifangr, þar sem er mikilvægur sögustaður í Gunn- laugs sögu ormstungu, einni áhrifa- mestu ástarsögu sem skráð hefur verið á íslensku. Helga in fagra elsk- aði skáldið Gunnlaug ormstungu, hinn glæsilegasta mann og gerðist heitkona hans til þriggja vetra. Hann fór utan en kom ekki aftur á tilsett- um tíma svo Hrafn Önundarson, sem einnig var glæstur og skáldmæltur, fékk hennar. Hjónabandið var mis- heppnað. Gunnlaugur gaf Helgu skikkju sem konungur hafði gefið honum í kvæðalaun, en skoraði Hrafn á hólm. Þeir börðust á Alþingi en voru skildir að. Seinna fóru þeir félagar til Noregs og hugðust gera út um mál sín þar, enda hólmgöngur þá bannaðar á íslandi. Gunnlaugur elti Hrafn til Lifangurs allt þar til þeir komu þar sem heitir Dinganes. Þar sló í bardaga og hjó Gunnlaugur undan Hrafni fótinn. „Þá mælti Gunnlaugur: „Nú ertu óvígr,’“ segir hann, „ok vil ek eigi lengr berjast við þik, örkumlaðan mann.“ Hrafn bað Gunnlaug að færa sér vatn. „Gunnlaugur svarar: „Svík mik þá eigi,“ segir hann, „ef ek færi þér vatn í hjálmi mínum.“ Hrafn svarar: „Eigi mun ek svíkja þik“. Gunnlaug- ur sótti vatnið en Hrafn hjó hann í höfuðið þegar hann færði honum það. „Þá mælti Gunnlaugur: „Illa sveiktu mik nú, ok ódrengiliga fór þér, þar sem ek trúða þér“. Hrafn svarar: „Satt er þat, segir hann, „en þat gekk mér til þess, at ek ann þér eigi faðmlagsins Helgu innar fögru.“ Dóu þeir þama báðir en Helga var gefín Þorkatli, vöskum manni og auðugum, sem hún unni ekki en átti þó með mörg börn. „Þat var helzt gaman Helgu, at hún rekði skikkjuna Gunnlaugsnaut ok horfði þar á löng- um. Ok eitt sinn kom þar sótt mikil á bæ þeira Þorkels ok Helgu, ok krömðust margir lengi. Helga tók þá ok þyngð ok lá þó eigi. Ok einn laugaraftan sat Helga í eldaskála ok hneigði höfuð í kné Þorkatli, bónda sínum, ok lét senda eftir skikkjunni Gunnlaugsnaut. Ok er skikkjan kom til hennr, þá settist hon upp ok rakði skikkjuna fyrir sér ok horfði á um stund. Ok síðan hné hon aftr í fang bónda sínum ok var þá örend.“ Hörð örlög Þrándheimur er hinn fomi Niðar- ós, sem Ólafur Tryggvason lagði grunn að. Niðaróssdómkirkja var grundvölluð á 11. öld, yfír gröf Ólafs konungs helga. Eftir stofnun erki- stóls í Niðarósi var henni breytt í gotneska stórkirkju, hina mestu á Norðurlöndum. Erkibiskup í Niðarósi og kórsbræður hans réðu miklu um málefni íslensku kirkjunnar, einkum á 13. og 14. öld. Fyrir framan þessa mikilfenglegu kirkju flutti Baldvin Halldórsson leikari og vinur Pálnat- óka þijú erindi úr Geisla, helgikvæði Einars Skúlasonar, sem flutt var við vígslu Niðaróssdómkirkju árið 1153. Aðrir Pálnatókavinir hlustuðu með athygli og sama virtust úthöggnir dýrlingar á vestur vegg kirkjunnar gera. Eftir að hafa skoðað hina fornu kirkju fór fyrmefndi hópurinn upp á hæð eina við ána Nið. Þar þreyttu þeir Ólafur Tryggvason og Kjartan Ólafsson leik fyrir hartnær þúsund ámm. Lesin var lýsing Laxdælu á viðureign þeirra, er hefst svo: „Þat var um haustit einn góðan veðrdag, at menn fóru ór bænum til sunds á ána Nið.“ Þeir Kjartan og Bolli fóst- bróðir hans, sem seinna kepptu um ástir Guðrúnar Ósvífursdóttur, fóm líka í sund og tóku þá eftir manni einum sem „lék þar miklu bezt“. Bolli treysti sér ekki til að etja kappi við hann en „Kjartan fleygir sér nú út á ána ok at þessum manni, er bezt er sundfærr, ok færir niðr þeg- ar ok heldr niðri um hríð. Lætr Kjart- an þenna upp. Ok er þeir hafa eigi lengi uppi verit, þá þrífr sá maðr til Kjartans ok keyrir hann niðr, ok eru niðri ekki skemr en Kjartani þótti hóf at, koma enn upp. Engi höfðust þeir orð við. It þriðja sinn fara þeir niðr, ok eru þeir þá miklu lengst niðri. Þykkist Kjartan nú eigi skilja hversu sjá leikr mun fara, ok þykkist Kjartan aldri komit hafa í jafnrakkan stað fyrr. Þar kemr at lykðum, at þeir koma upp og leggj- ast til lands.“ Eftir að bæjarmaður hafði spurt Kjartan í þaula sagði hann: „Það skiptir nökkm, við hvem þú hefir átt, eða hví spyrr þú mik engis?“ Kjartan mælti: „Ekki hirði ek um nafn þitt.“ Bæjarmaður segir: „Bæði er, at þú ert gerviligr maðr, enda lætr þú allstórliga. En eigi því síðr skaltu vita nafn mitt eða við hvem þú hnefir sundit þreytt. Hér er Óláfr konungr Tryggvason.“ Síðan gaf konungur Kjartani skikkju sína og tókst í framhaldi af því að snúa þeim félögum til kristinnar trúar. Ekki dugði boðskapur hennar þó til að forða þeim frá illdeilum og mann- vígum. Ástin til Guðrúnar yfir- skyggði allt annað í hugum þeirra svo þeir voru hreint ekki í skapi til að rétta fram hinn vangann, því fór sem fór. í svona sögum er hlutskipti helstu persónanna harmsögulegt, karlhetjurnar ýmist dóu eða drápu besta vin sinn en konurnar eru því óheppnari sem þær eru eftirsóknar- verðari, þær missa nær alltaf þann sem þær elska og dæmast til að verða gamlar við hlið manns sem þær gift- ust af skynsemi. Vindurinn á bökkum Niðar var hvass og kaldur, enda er Þrándheim- ur á sama breiddarbaug og ísland og því miður enginn þar lengur sem tekur skikkjur af herðum sér og legg- ur yfír skjálfandi Islendinga. Leið okkar lá um fjallvegi, yfír Dofrafjöll og Jötunheima, það tók ekki að hlýna fyrr en við komum í gamla staf- kirkju í Borgund, sunnan við Sognsæ. Heitara hefur þó verið í sumum slíkum kirkjum siðustu mán- uði, meðan þær hafa staðið í ljósum logum eftir að djöflatrúarmenn kveiktu í þeim. Þessar kirkjur voru reistar á miðöldum úr tijám sem höggvið hafði verið af lauf og lim og þau síðan látin standa á rót sinni í tíu ár og draga upp í sig fúavörn um leið og þau þornuðu. Enn ókum við Pálnatókavinir áfram, nú á vit þess ævintýris þegar rútan festist á mótum malbiks og malarvegar rétt hjá hinum fræga Vangrúnasteini. Allir þustu út, bíl- stjórinn klæddi sig í bláan samfesting og karlmennimir spörkuðu í dekkin og komu með skynsamlegar tillögur um hvernig ætti að losa bílinn. Þeir sóttu graftré í kirkjugarð handan vegarins og brutu þau undir hjólum bílsins, sem samt vildi ekki losna úr prísund sinni. „Þótt maður sé á sögu- slóðum er ekki þar með sagt að allt gangi eins og í sögu,“ sagði einn Pálnatókavinurinn og beit í hrein- dýrapylsu, félagar hans sátu í skjóli við lítið timburhús og átu sams kon- ar pylsu með birkibrauði og tómöt- um. Meðan því vatt fram var sóttur kranabíll sem losaði bílinn á tveimur mínútum. Við vorum komin í sið- menninguna á ný. Nútíminn herti tak sitt á okkur eins og krókur kranabíls- ins, því §ær sem við færðumst Þrándheimi. Ólafur helgi, Gunnlaug- ur ormstunga og Kjartan Ólafsson hurfu inn í fortíðina, endurómurinn frá röddum hennar varð æ daufari og drukknaði loks alveg í djasslögum næturklúbba Óslóar. NÝ NÁMSKEIÐ IMÆTTI! EINKARÁÐGJÖF Markmib: Leitast er vib ab hjáipa fólki ab abiagast mataræbi sem samræmist manneldismarkmibum: Fyrirkomulag: Fyrsti rábgjafartíminn stendur í u.þ.b. 1 klst. Vibkomandi er kennt ab nota "Stigakerfi Máttar" sem gerir honum kleift, á aubskilinn hátt, ab læra um mataræbi sem samræmist manneldis- markmibum. Eftir fyrstu heimsóknina gefst kostur á vibtali vib næringarfræbing sem fylgist síban meb mataræbi og þyngd, meb reglulegu miflibili. KJÖRÞYNGDARNÁMSKEIÐ Markmiö: Námskeibib er ætlab þeim sem þurfa ab grennast. Áhersla er lögb á ab veita þátttakendum stubning, bæbi meb einstaklingsrábgjöf og samskiptum innan hópsins. Fjallab verbur um ýmsa þætti varbandi mataræbi, megrun og atferli sem hefur áhrif á neysluvenjur. Fyrirkomulag: Fjöldi í hverjum hópi takmarkast vib 10 - 12 einstaklinga. Þátttakendur verba vigtabir einu sinni í viku og þannig fylgst meb árangri. Einnig eru innifaldar mælingar eins og húbfitu-, blóbþrýstings- og þolmælingar- \ upphafi og í enda námskeibsins. Námskeibib stendur yfir í 12 vikur og er undir stjórn næringarfræbings. Ásamt honum munu sálfræbingur og íþróttafræbingur veita upplýs- ingar, meb fyrirlestrahaldi. Frjáls mæting er í stöbina. KJÖRÞYNGDARNÁMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA Markmiö: Ab abstoba unglinga (of feita sem of granna) ab læra um mataræbi og temja sér þjálfunar- prógram sem hjálpar vibkomandi ab ná kjör- þyngd og halda henni. Fyrirkomulag: 12 vikna námskeib undir stjórn næringarfræbings og íþróttafræbings. Fjöldi þátttakenda er 12 -15. í fyrsta tíma mætir unglingur ásamt foreldri/ foreldrum til næringarfræbings sem rábleggur honum um mataræbi. Strangt þjálfunarprógram undir stjórn íþrótta- fræbings. Mælingar í upphafi og enda námskeibs; þol, blób- þrýstingur, húbfita. Vikuleg mæting til næringarfræbings í vigtun og farib yfir matardagbók. Umsjón: Ólafur Sæmundsson næringarfræbingur og Jenny Ólafsdóttir leiðbeinandi. SSSVEGNA FAXAFENI 14 SlMI 689915

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.