Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 27

Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 27 Burt, Loni og Quinton á meðan allt lék I lyndi. ORÐSPOR • • Orðugt að keppa við risaeðlur I Leikkonan Laura Dern, sem leikur einn vísindamannanna sem lenda í hremmingum í Júragarðinum margumtalaða, nýjustu stórmynd Stevens Spielberg, segir að þótt það sé vissulega mikið ævintýri að taka : þátt í svo mikilli kvikmynd, þá ! viti hún fullvel, að eftir á muni enginn eftir leikurunum í myndinni. Aðeins risaeðlunum. Dern segir að það sem gefi leik- urum mest í aðra hönd séu góðir leikdómar. Góð laun saki ekki, en góðir dómar tryggi áframhald- andi atvinnu. Hún hefur verið að vinna sig upp á við í áliti i Holly- wood og þykir með betri leikkonum bæjarins. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því, að þótt launaumslagið yrði feitt fyrir hlutverkið í Júragarðinum, þá hefði hún hugsanlega sett örlítið niður sem leikkona. Hlutverkið hefði ekki verið bitastæðara en svo, þótt stórt væri miðað við önnur í myndinni. Aðalatriðin voru eðlurnar. Þær voru númer eitt, tvö og þijú. Og fólkið man eftir þeim, en ekki leikurun- um,“ segir Laura Dern. LITILMAGNI Cher hjálp- ar sjúku litlu barni Söng- og Ieikkonan Cher fann það út fyrir nokkru að hún er af armenskum uppruna og fékk þá óstjórnlega löngun til að heimsækja Armeníu sem hún og gerði í sumar. Dvaldi þá í landinu i þrjá daga. Heimamenn tóku ' hinni þekktu Cher með kostum og kynjum og hældust um að svo fræg persóna skyldi eiga rætur að rekja til Armeníu. 1%/I’eðal þess sem Cher tók sér LvJL fyrir hendur var að heima- sækja barnasjúkrahús, sem hingað til hefur þó einkum þótt vera at- ferli kóngafólks. Á sjúkrahúsinu hitti Cher Christinu. Christina er lítil armensk stúlka í sem lamaðist neðan mittis við fæð- ingu. Aðbúnaður var slæmur og var mildi að barnið hélt lífi. Eftir að j hafa gengið úr skugga um, að Christina ætti sæmilega möguleika á því að geta gengið aftur ef hún fengi rétta umönnun greip Cher til sinna ráða. Hún hafði Christinu litlu heim til Los Angeles með sér og kom henni á viðeigandi sjúkrastofn- un. Réði til sín færasta taugaskurð- lækni sem völ var á, fann svo full- komna endurhæfingastofnun. Þeg- ar þetta er ritað hefur Christina farið í umfangsmiklar skurðaðgerð- ir og er komin í endurhæfingarpró- gramm. Læknar telja möguleika hennar að geta gengið á ný alveg bærilega. Cher borgar brúsann. Cher og Christina litla. DEILUR Loni sökuð um óheiðarlega taflmennsku iirnuiíníHTn WOMAN I LOVE re STA8T \F Tm* The 2-yeor love offair we hid from Loni &uMt t*am m*m m§mt #Norot Forsíðan á National Enquirer á dögunum... Eijur þeirra Burts Reynolds og Loni Anderson magnast dag frá degi og náðu ef til vill hámarki er Burttrúði slúðurblaðinu „Nat- ional Enquirer" fyrir því að hann hefði átt vingott við aðra konu um tveggja ára skeið og hjóna- band hans og Loni hafi aðeins verið skálkaskjól, leiksýning sett á svið til að halda hvítþveginni ímynd. Burt gerði gott betur, leyfði slúðurritinu fræga að birta myndir af sér og hjákonunni Pa- melu Share, en hún er fram- kvæmdastjóri hanastélsstofu í Hollywood. Loni nær ekki 41 pp í nefið á sér þessa dagana, segir sig lítilsvirta og krefst þess að hún fái _ alger yfirráð yfir ættleiddum syni þeirra Burts, Quinton. Loni er í ham. Hún segist munu krefjast þess að Burt fari í lyfja- próf og hann geti talist heppinn ef hann fái nokkru sinni að sjá Quinton framar. Quinton litli er aðeins fjögurra ára, en deilur for- eldra hans hafa leikið hann grátt og hann gengur nú til barnásál- fræðings. Burt og Pamela eru nú sambýlingar og Burt segist elska hana heitt. Hann hefur krafist þess fyrir dómstólunum að fá eðli- legan umgengnisrétt föðurs, en Loni er ekki á því „einhver gella“ sé að láta vel að syni sínum. Talsmaður Burts segir að skjól- stæðingur sinn muni glaður fara í lyfjapróf. Hann muni gera hvað sem þarf til að fletta ofan af „leik- sýningu“ Lonis. Tals- maðurinn segir einnig Loni vera komna út á hálan ís með því að senda barnið til sál- fræðings án þess að ráðfæra sig við sig eða Burt. Það sýni hvað málstaður hennar sé veikur. Það þjóni skammtímasjónarmiði, en komi henni í koll síðar. „Loni ber því miður ekki hag Quint- ons fyrir brjósti í þessu máli. Hún er reið út í Burt og notar öll ráð til að hefna sín, meira að segja drenginn. Drengurinn er núna ekkert annað en peð á taflborði hennar gagn- vart dómstólunum. Verkfæri til að ná háum fjárfúlgum út úr Burt og koma höggi á hann í leiðinni. Ef fram heldur sem horfir mun Burt gera meira en að krefjast eðlilegs umgengnisréttar föðurs, svo mikið er víst“. HASKOLABIO SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11.15 BIOHOLLIN SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11.15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.