Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Gjöf til Vinaskógar Morgunblaðið/Kristinn HULDA Valtýsdóttir formaður framkvæmdanefndar Landgræðsluskóga tekur við hálfri milljón jena eða um 340 þús. ísl. kr. sem Yasuo Nara formaður sendinefndar Japansk-íslenska vináttufélagsins afhenti Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands nýlega að gjöf, en hún er verndari Landgræðsluskógaverkefnisins. Sú ósk fylgdi gjöfinni að fénu .yrði varið til gróðursetningar í Vinaskógi, þar sem erlendir þjóðhöfðingjar og vinir forsetans hafa bæði gróðursett og lagt fram fé til eflingar skógrækt á Islandi. Efasemdir um frjálsa verðmyndun á olíu Þarf að ræða mál- ið til hlítar á þingi - segir Vilhjálmur Egilsson VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að eðlilegt sé að viðskiptaráðherra taki upp að nýju frum- varp það um jöfnun jöfnunarkostnaðar á olíu, sem dagaði uppi á þingi á síðasta ári. Vilhjálmur telur að frumvarpið geti hlotið samþykki, þótt margir sjálfstæðismenn hafi haft um það efasemdir er það kom fyrst fram. Jón Sigurðsson, þáverandi iðnað- arráðherra, lagði snemma árs 1992 fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp um jöfnun flutningskostn- aðar á olíuvörum. Þar var gert ráð fyrir að skrefið yrði stigið til hálfs í átt til fijálsrar verðmyndunar og þannig yrði áfram lagt flutningsjöfn- unargjald á olíu, sem flutt væri sjó- leiðina, en ekki á olíu, sem fiutt væri landleiðina. Landsbyggðarþing- menn í Sjálfstæðisflokknum lögðust gegn þessu og óttuðust hærra olíu- verð úti á landi. Að ósk þingflokks sjálfstæðismanna var bætt inn í frumvarpið: „Þó skal við það miðað, að auglýst verð hvers innflytjanda Dómsmálaráðherra segir Amljót Bjömsson gefa fullnægjahdi svör við gagnrýni 5 lögmaima Asakanimar tilefnis- lausar og ósæmilegar Lögmennirnir hyggjast snúa sér til umboðsmanns Alþingis og allsheijarnefndar í SVARBRÉFI Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra til lög- mannanna íifnm er gagnrýnt höfðu þátt Arnljóts Björnssonar Iagaprófessors í mótun frumvarps til skaðabótalaga segir að greinargerðir Arnljóts gefi fullnægjandi svör við þeirri gagn- rýni sem lögmennirnir hafi sett fram, að mati ráðuneytisins. „Er sérstaklega tekið undir það að sú réttmæta gagnrýni, sem sett er fram í bréfum yðar, gefur ekkert tilefni til þeirra grófu ásakana, sem þar er að finna í garð prófessors Arnljóts Björns- sonar og telur ráðuneytið þær ósæmilegar,“ segir í bréfi ráð- herra. Ráðherra hafnar því einnig að læknarnir Brynjólfur Mogensen og Gísli Einarsson séu vanhæfir til setu í örorkunefnd. í kjölfar þessarar ákvörðunar og til þess ætlaðir að sannfæra ráðherra munu lögmennirnir óska þingmenn um að örorkubætur eftir áliti umboðsmanns Alþingis um hæfi læknanna tveggja til setu í örorkunefnd. Einnig hyggjast þeir snúa sér til allsherjarnefndár Al- þingis um að gerð verði breyting á reiknireglu skaðabótalaganna varð- andi útreikning örorkubóta, skv. upplýsingum Jóns Steinars Gunn- laugssonar. Hæstaréttarlögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Viðar Már Matthíasson, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, Atli Gíslason og Sigurð- ur G. Guðjónsson töldu í bréfi til ráðherra 5. ágúst sl. að útreikning- 'ar í sérstökum talnadæmum sem Amljótur Bjömsson lagði fýrir alls- herjarnefnd Alþingis væru rangir um hækki með nýju skaðabótalögun- um, þegar hið rétta sé að þær munu lækka. Bentu þeir jafnframt á að Arnljótur gegni enn hluta- starfi fyrir íslenska endurtryggingu og gagnrýndu harðlega skipun tveggja lækna í örorkunefnd. Ein villa í talnadæmi Arnljótur' Björnsson prófessor svaraði gagnrýni lögmannanna með greinargerð til dómsmálaráðherra 31. ágúst og með viðbótargreinar- gerð 5. september. Þar vísar hann ásökunum á þátt hans í mótun frumvarpsins til skaðabótalaga á bug. Segir hann að lögmennimir gagnrýni einn lið af ellefu í umsögn- Arent Claessen látinn ARENT Claessen stórkaupmað- ur lést 7. september á Landspít- alanum, 69 ára að aldri. Arent fæddist 1. apríl árið 1924 sonur hjónanna Arent Claessen stórkaupmanns og aðalræðis- manns fyrir Holland og Helgu Kristínar Þórðardóttur Claessen. Arent lauk námi frá Verslunar- skóla íslands og varð síðan útgerð- armaður um árabil. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Keflavíkur og gerðist síð- an stórkaupmaður. Arent lætur eftir sig eiginkonu Sigurlaugu Claessen og tvær dæt- ur. Arent Claessen um hans til allsherjarnefndar þings- ins. Þau þrjú talnadæmi sem hann lagði fyrir allsherjarnefnd varðandi útreikning örorkubóta eftir eldri og yngri reglum hafi þó verið óheppi- lega valin, þar sem þau sýndu ein- ungis bætur fyrir vinnuslys. Þegar um slík slys sé að ræða verði bætur eftir reglum skaðabótalaganna hlutfallslega hagstæðari en vera myndi við samanburð á bótum fyrir slys sem verða við aðrar aðstæður. Gagnrýni fyrir að velja dæmi um vinnuslys eigi því fullan rétt á sér, en ásakanir í tilefni þeirra séu til- hæfulausar og ósæmilegar. Hann segist einnig hafa gert villu í einu talnadæmi, en segir að alvar- leg ásökun lögmannanna um að upplýsingar frá honum um frum- varpið hafi verið settar fram í þeim tilgangi að villa um fyrir alþingjs- mönnum snerti aðeins eitt talna- dæmi og geti varla hafa haft veru- leg áhrif á afstöðu alþingismanna. Þá segir Arnljótur að fullyrðingar lögmannanna um að svonefndur skattfrádráttur, sem hann lagði til grundvallar við útreikningana, fái ekki staðist. „í bréfi sínu víkja lög- mennirnir fimm ekki einu orði að meinlegri villu í margumræddum dæmum. Ærumeiðandi ummæli þeirra í bréfinu styðjast því ekki við það, að mér varð á þessi skyssa. Eins og margnefnt bréf til yðar er orðað virðast bréfritarar ekki leggja til grundvallar, að mér hafi af einhveijum ástæðum orðið á mistök við val og gerð dæmanna. Þess í stað taka þeir þann kost að vega gróflega að æru minni og starfsheiðri. Allur vafi á því hvers vegna tölurnar komu fram eins og raun ber vitni, er í bréfi þeirra skýrður mér í óhag. Sú aðferð er valin í stað þess að rita mér bréf og Ieita skýringa áður en ég var „kærður" til ráðherra,“ segir Arn- ljótur í greinargerð sinni. Þar segist hann einnig vísa á bug aðdróttunum lögmannanna um að hann hafi sökum hagsmunatengsla við vátryggingafélög verið vanhæf- ur til þess að gefa Alþingi skýring- ar á reglum frumvarpsins. Staðfesting á gagnrýni Jón Steinar segir að þau viðbrögð ráðherra að hafna erindi þeirra að öllu leyti hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum. Hann segir að í grein- argerð Arnljóts felist staðfesting á réttmæti þeirra efnislegu ábend- inga sem fram hafí komið í bréfi þeirra til ráðherra. Segir hann m.a. að Arnljótur viðurkenni að sú pró- sentuviðmiðun sem hann hafi notað varðandi lækkun bóta vegna skatt- frelsis sé ekki í samræmi við dóma- fordæmi Hæstaréttar. Þá viður- kenni Arnljótur að rangt hafi verið að draga frá bætur úr slysatrygg- ingu launþega í öllum dæmunum sem hann lagði fyrir allsheijar- nefnd. „Efnislega felur greinar- gerðin í sér að að öll þijú atriðin sem við nefndum eru rétt,“ sagði Jón Steinar. gildi á öllum almennum afgreiðslu- stöðum hans um allt land. Hið sama gildir um gasolíu og benzín." í umræðum á Alþingi kom fram að ýmsir sjálfstæðismenn höfðu áfram efasemdir um frumvarpið, þrátt fyrir þessa viðbót. Frumvarpið kom til efnahags- og viðskiptanefnd- ar, en hún skilaði því aldrei af sér. Þingvenja „Þarna var um stjórnarfrumvarp að ræða, sem búið var að afgreiða frá stjórnarflokkunum til framlagn- ingar,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, aðspurður hvers vegna hann teldi viðskiptaráðherra þurfa að eiga frumkvæði að því að taka málið upp að nýju, eins og hann sagði í Morg- unblaðinu í gær. „Frumvarpið var flutt og venjan er sú að ef stjórnar- frumvarp er ekki útrætt, flytji ráð- herra það aftur. Það er ekki þing- venja að einstakir þingmenn flytji stjórnarfrumvarp að nýju.“ Aðspurður hvort frumvarpið gæti náð fram að ganga, miðað við fyrri afstöðu margra sjálfstæðismanna, sagði Vilhjálmur: „Það er spurning hvað gerist ef málin eru rædd þar til samstaða næst um þau. En til þess þarf málið að koma fram að nýju.“ Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagði í Morgunblaðinu í gær að samkvæmt lögum frá 1985, um flutningsjöfnunarsjóð og inn- kaupajöfnun olíu og benzíns, mætti ekki veita stórum_ kaupendum af- slátt af verði olíu. í 4. grein þessara laga segir: „Söluverð á ofangreind- um olíuvörum [gasolíu, svartolíu, ljósaolíu, bifreiðabenzíni, flugvéla- benzíni og flugsteinolíu] skal vera hið sama til sömu nota hjá hverjum innfljrtjanda og útsölumönnum hans hvar sem er á landinu." Aðspurður hvort ekki væri ástæða til að breyta þessum lögum, sagðist Vilhjálmur telja að ákvæðin væru ekki nema að hluta til virk, þar sem í reynd væri afsláttur veittur til stórra kaupenda, til dæmis með gjaldfresti og mismunandi greiðslu- kjörum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að stórir kaupendur, eins og útgerð- in, greiði lægra verð fyrir vöruna en aðrir, sem eru minni kaupendur," sagði Vilhjálmur. „Það er ekki rétt að leggja óbeinan skatt á útgerðina í þessu formi.“ Nýjar ódýrari gerð- ir af Toyota Corolla NÝJAR og ódýrari gerðir af Toyota Corolla verða kynntar hér á landi um helgina. Útlitið er óbreytt en önnur vél er í bílun- um. Samkvæmt upplýsingum frá Toyota P. Samúelssyni hf. lækka bílarnir um 150-160 þúsund krónur frá því sem nú er. Þannig mun ódýrasta gerðin kosta 1.074.000 krónur en sedan- útgáfa er rúmum 100 þúsund krónum dýrari. í fréttatilkynningu frá Toyota P. Samúelssyni segir, að það verði að teljast til stórtíðinda á bílamark- aðnum þegar breytingar verði á mest selda og vinsælasta bíl lands- ins, Toyota Corolla, en helgina 11. til 12. september verði kynntar nýjar gerðir af bílnum. „Breytingar á tollalögum 1. júlí síðastliðinn gera okkur kleift að koma til móts við þarfir viðskipta- Ný gerð Toyota Corolla. vina og bjóða þessar nýju gerðir á sérlega hagstæðu verði. Helstu breytingarnar á nýju gerðunum eru ný og kraftmikil vél ásamt því að vinsælustu gerðirnar eru nú búnar rafmagnsrúðum í XLi útgáfunni. Þessi hagræðing og verðlækkun á án efa eftir að koma sér vel fyrir væntanlega kaupendur og vonumst við til þess að sem flestir komi og reynsluaki bílunum um helgina," segir síðan í fréttatilkynningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.