Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Alnæmið ógnar Asíu- ríkjunum UM aldamótin verður alnæmi líklega orðið útbreiddara í Asíu en Afríku með alvarleg- um afleiðingum fyrir efna- hagslíf og heilbrigðiskerfi sumra ríkja þar. Kom þetta fram á þriggja daga ráðstefnu í Manila á Filippseyjum um efnahagsleg áhrif sjúkdóms- ins. Opinberlega eru gefnar upp sjö milljónir alnæmistil- fella í Afríku og tvær milljónir í Asíu en bilið minnkar með ári hveiju og talið er, að um aldamótin verði þau orðin á fimmtu milljón í Tælandi einu. Deilt um Rushdie TVEIR helstu frammámenn í Tékklandi, Vaclav Havel for- seti og Vaclav Klaus forsætis- ráðherra, eru komnir í hár saman út af því hvort rétt sé eða rangt að styðja breska rithöfundinn Salman Rushdie. Eins og kunnugt er hafa yfir- völd í Iran lýst hann dauðasek- an fyrir guðlast og níð um Múhameð spámann og sett tvær milljónir dollara honum til höfuðs. Rushdie var á mannréttindaráðstefnu í Tékklandi í síðustu viku og átti þá viðræður við Havel forseta. Klaus vildi hins vegar ekkert af honum vita og sagði, að heimsókn hans væri ekki til marks um fjandskap Tékka við íslömsk ríki. Havel fann að þessu í sjónvarpi og sagði um afstöðu Klaus, að hún líkt- ist því að „lifa með lyginni og beygja sig fyrir hinu illa“. Major hefur gagnsókn JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, hefur hafið mikla sókn til að bæta ímynd sína og íhaldsflokksins meðal kjósenda. Bregst hann hart til varnar ríkisstjóminni í grein, sem birtist í mörgum bresku héraðsdagblaðanna, og segir, að þetta ár hafi vissulega ver- ið erfitt en þær ákvarðanir, sem teknar hafí verið, hafí verið nauðsynlegar. Tíundar hann ýmsar góðar fréttir af efnahagslífínu en verðbólga er nú aðeins 1,5%, vextir sex prósent og á fyrstu fímm mánuðum ársins minnkaði at- vinnuleysið. Herða umsátur um Cuito UNITA-hreyfíngin í Angóla hefur hert mjög atlöguna að Cuito-borg í miðhluta landsins og flutt þangað mikið af bryn- vörðum bílum. Hefur hún setið um borgina í átta mánuði en þar búa um 250.000 manns. Talið er, að 18.000 manns að minnsta kosti hafí fallið í bar- dögunum eða af völdum hung- urs og sjúkdóma. Víða annars staðar sækir stjómarherinn fram gegn skæruliðum Unita en talið er, að með hernámi Cuitos vilji þeir styrkja stöðu sína áður en öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna fjallar um ástandið í Angóla 15. septem- ber. Hvatning Jóhannesar Páls páfa í ferð sinni um Eystrasaltsríkin Rússneska herliðið fari frá Lettlandi Ríga. Reutcr. JÓHANNES Páll II páfi kom til Lettlands í gær frá Litháen og sagði talsmaður Guntis Ulmanis forseta að rætt hefði verið um dvöl 16.000 rússneskra hermanna í landinu. „Páfi sagðist gera sér grein fyrir ástandinu, um væri að ræða erlenda hermenn og þeir ættu að yfirgefa lettneskt yfirráðasvæði,“ sagði talsmaður- inn, Ante Busa. í síðasta mánuði sagði páfí sendiherra Eistlands í Páfagarði að dvöl þúsunda rússneskra her- manna í Eistlandi í óþökk stjórn- valda væri eitt af því sem hægði á framförum í landinu. Síðustu rússnesku hermennirnir yfírgáfu Litháen nokkrum dögum áður en páfí kom þangað. Tugþúsundir manna fögnuðu páfa á leið hans um höfuðborgina Ríga en um 19% íbúa Lettlands eru kaþólskir. Aðrir Lettar eru yfirleitt mótmælendatrúar en nær helming- ur íbúanna er af rússnesku bergi brotinn; Rússar eru flestir hlynntir Réttrúnaðarkirkjunni. Litháar eru flestir kaþólskir en Eistlendingar mótmælendatrúar. í ræðu sinni sagðist páfi vita að Lettar vildu óþreyjufullir ná friði eftir langt erf- iðleikaskeið. Þeir væru hugrökk þjóð sem nú yrði að horfast í augu við veruleika sem væri bæði „flók- inn og stórfenglegur". Rússar hafa sakað stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum um að mis- muna íbúum af rússneskum ætt- um, meðal annars með þvi að setja lög um ríkisborgararétt þar sem krafist er nokkurrar kunnáttu í tungumáli þjóðanna sem.löndin eru kennd við. Er markmiðið að reyna að tryggja að menning og tunga landsmanna sjálfra lifi af en mjög var að smáþjóðunum þrem þrengt meðan þær voru neyddar til að búa við Sovétvaldið. Óopinber stefna Reuter Blessun veitt í Ríga JÓHANNES Páll II páfi blessar fólk sem beðið hefur eftir honum í mikilli rigningu fyrir utan St. Jakobskirkjuna í Ríga í gær. Sovétstjórnarinnar var að gera löndin þrjú algerlega rússnesk, m.a. með því að hvetja Rússa til að setjast þar að. I ræðu sem páfi hélt í Litháen sl. sunnudag sagði hann að um- heimurinn skildi vel „löngun fólks af rússneskum stofni til að njóta fullra mannréttinda" í löndunum þar sem þeir hafa sest að. Reuter Banaslys á hraðbrautinni BJÖRGUNARMENN leita hér í flaki hollensks fólksflutningabíls, sem fór í gær út af hraðbrautinni milli Parísar og Lyon í Frakklandi. Fimm farþeganna, sem voru alls 58, biðu bana en 40 slösuðust. Slysið varð með þeim hætti, að bíllinn fór af einhveijum sökum utan í vegrið og valt þá út af veginum. ------------- Kanada Boðað til kosninga Scarborough í Kanada. Reuter. KIM Campbell, forsætisráðherra Kanada, hefur boðað til nýrra þingkosninga 23. október nk. Ihaldsflokkur hennar sigraði í síðustu kosningum og þar á und- an en nú er róðurinn þyngri. Þótt hagvöxtur sé 3,2% eða meiri en í flestum iðnríkjum og verð- bólga aðeins 1,6% kvartar al- menningur mjög undan versn- andi lífskjörum og atvinnuleysi. Skattbyrði hefur einnig aukist enda þótt velferðarkerfið hafi verið skorið niður og þjóðarskuldir hækk- að. Skoðanakannanir gefa til kynna að tveir þriðju hlutar kjósenda telji ekki að Ihaldsflokkurinn eigi skilið að vera áfram við stjórnvölinn. Um 40% eru hræddir um að missa vinn- una og atvinnuleysið er nú 11,6%. Eitt mesta deilumálið í Kanada auk sérréttinda hinna frönskumæl- andi Quebec-búa er fríverslun við nágrannaríkin. Campbell hvikar hvergi í baráttunni fyrir þessu helsta baráttumáli fyrirrennara síns, Brians Mulroneys. Tölvuþrjótar í mörgum löndum, þar á meðal fslandi, hrella Norðmenn Brutust inn í tölvukerfi hersins TÖLVUÞRJÓTAR í 16 löndum að minnsta kosti, þar á meðal íslandi, komust inn í eitt af tölvukerfum norska hersins og höfðu fullan aðgang að því um sex mánaða skeið. Gátu þeir þurrkað út, stolið og breytt upplýsingum, sem þar var að finna, en tals- menn hersins segja, að lélegu og ófullkomnu öryggiseftirliti á hans vegum sé fyrst og fremst um að kenna. Hefur þetta mál meðal annars komið til kasta norsku lögreglunnar og Scotland Yard en tölvukerfið, sem um ræðir, er í foringjaskóla hersins í Oslo. Að því er fram kemur í norska blaðinu Aftenposten átti þetta sér stað á árinu 1991 en því er hins vegar haldið leyndu með hvaða hætti tölvuþijótarnir komust inn í kerfið. Það var raunar aðeins verið að prófa það og því lítið í því af mikilvægum upplýsingum en við rannsókn hefur komið í Ijós, að það notað sem nokkurs konar stökkpallur við árásir á önnur tölvukerfi í einkafyrirtækjum og opinberum. Talið er, að hér hafí verið um að ræða einn lið í stór- árás á meira en 100 tölvukerfi í mörgum löndum. Mikil ös á tölvulínunni Það var árvakur starfsmaður símstöðvarinnar í Ósló, sem tók eftir því í maí 1991, að það var undarlega mikil ös á tölvulínu herforingjaskólans og lét strax vita af því. Vöknuðu óðara grun- semdir um, að tölvuþijótar væru að verki og var þá gripið til viðeig- andi ráðstafana. Samt sem áður héldu þijótarnir áfram að reyna að komast inn í kerfíð, hugsan- lega vegna þess, að þeir höfðu skilið eftir spor, sem þeir vildu fjarlægja. Síðar upplýstist, að Scotland Yard hefði handtekið þijá breska ríkisborgara og margt bendir til, að þeir hafi rutt braut- ina inn í tölvukerfi foringjaskóla norska hersins og síðan dreift upplýsingum um það til annarra. Mikil fjárútlát Tölvuþijótarnir hafa valdið norska hernum verulegum fjárútl- átum. Aðeins öryggiseftirlitið hef- ur farið með meira en 100 dags- verk í rannsóknina og foringja- skólinn hefur orðið að endurskipu- leggja starfsemi sína á ýmsan hátt. Auk þess situr herinn uppi með símareikning upp á rúmar tvær milljónir kr. vegna misnotk- unar tölvuþijótanna á línunum. Það var allsheijareftirlitsleysi og trassaskapur, sem gerði tölvu- þijótunum kleift að komast inn i kerfíð. Við það var enginn búnað- ur, sem vísar burt óboðnum gest- um, og segja má, að það hafi stað- ið upp á gátt allan sólarhringinn. Þar að auki hefur komið í ljós við rannsókn, að nemendur í skólan- um hafa misnotað það, meðal annars tengt það við tölvukerfi háskólans í Ósló. Ósjálfbjarga tölvufíkill Eins og fyrr segir voru þrír Bretar handteknir fyrir að bijót- ast inn í tölvukerfið og tveir þeirra voru í sumar dæmdir í sex mán- aða fangelsi. Var þar um að ræða 24 ára gamlan kerfisfræðing og 22 ára gamlan aðstoðarmann á rannsóknastofu. Voru þeir dæmd- ir fyrir að hafa brotist inn í meira en 10.000 tölvukerfi víða um heim og valdið skaða, sem metinn var á 12 milljónir ísl. kr. Sá þriðji, tvítugur að aldri, var sýknaður á þeirri forsendu, að hann væri sjúklingur, þvílíkur tölvufíkill, að hann væri ekki lengur sjálfráður gerða sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.