Morgunblaðið - 09.09.1993, Page 27

Morgunblaðið - 09.09.1993, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftý' 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Þjóðveijar hvattir til endurmats ýska ríkisstjómin lagði fyrir síðustu helgi fram skýrslu þar sem kynntar eru hugmyndir um hvemig endurskipuleggja megi þýskt þjóðfélags- og efna- hagskerfi til að Þýskaland verði samkeppnisfært í framtíðinni. Á blaðamannafundi þar sem Helmut Kohl kanslari, Giinter Rexrodt efnahagsmálaráðherra og Theo Waigel fjármálaráðherra kynntu skýrsluna, kom fram sú skoðun að Þjóðveijar yrðu að endurmeta lífsviðhorf sitt. Sá veruleiki, sem menn standa frammi fyrir, einkennist af auk- inni alþjóðlegri samkeppni, skorti á nýjum atvinnutækifærum og ekki síst breyttri aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar. Þannig verður þriðji hver Þjóðveiji eldri en sex- tugur árið 2030. Allt þetta krefst þess, að mati þýsku ríkisstjórnarinnar, að grip- ið verði til róttækra aðgerða til að stemma stigu við þeirri þróun að Þýskaland verði ekki eins fýsi- legur kostur og áður í augum fyrirtækja. Til að svo megi verða þurfí að losa um skrifræðið og minnka reglugerðarfarganið, sem torveldi fyrirtækjum að hefja rekstur og ekki síst að gera þýskt þjóðfélag ódýrara í rekstri. Afstaða Helmuts Kohls er skýr: Þjóðveijar hafa lifað um efni fram og verða nú að takast á við þann vanda. í skýrslunni segir m.a., að nauðsynlegt sé að draga verulega úr hlutfalli ríkisútgjalda af þjóð- arframleiðslu þannig að það verði aftur svipað og það var áður en Þýskaland sameinaðist. Það sam- svarar um 45,8% en ríkisútgjöldin eru nú orðin 50,5% af þjóðar- framleiðslu og hafa aldrei verið meiri. Þá er talið nauðsynlegt að breyta skiptingu ríkisútgjald- anna, þannig að þau stuðli að fjárfestingum og nýsköpun í stað þess að draga úr þessum þáttum. Því markmiði á meðal annars að ná með því áð minnka niður- greiðslur til óarðbærra atvinnu- greina. Einnig er stefnt að því að ekki verði meira en 3% halli á fjárlög- um og að skattar á fyrirtæki verði lækkaðir. Eitt helsta áhyggjuefni stjórn- valda er mikið atvinnuleysi í Þýskalandi, en 3,5 milljónir manna eru nú án atvinnu. Við þetta bætist að hin mikla áhersla á langskólanám undanfarna ára- tugi hefur verið á kostnað iðn- og verkmenntunar. í þýskum háskólum eru 1,8 milljónir stúd- enta, sem margir hveijir eiga takmarkaða möguleika á vinnu að námi loknu, en í landinu öllu er hins vegar einungis að finna 1,6 milljónir lærlinga í iðnaði. Ber að hafa í huga, þegar þessar tölur eru skoðaðar, að hagsæld í Þýskalandi á þessari öld hefur ekki síst byggst á öflugum smá- iðnaði. Til lengri tíma litið er stærsta vandamálið hversu hátt hlutfall þjóðarinnar verður innan skamms komið á eftirlaun og hefur ríkis- stjórnin og þessi skýrsla hennar helst verið gagnrýnd fyrir að taka það mál ekki nógu föstum tökum. Stjórnin hefur skotið endanlegri lausn á þeim vanda fram yfir aldamót og má gera ráð fyrir að yfirvofandi þingkosningar á næsta ári hafi átt þar hlut að máli. Þangað til er þó ætlunin að hvetja fyrirtæki til að senda ekki starfsmenn á eftirlaun um aldur fram og reyna að gera barneignir fýsilegri með hækkuð- um barnabótum og skattaívilnun- um. Af öðrum tillögum í skýrslu stjórnarinnar má nefna að endur- skoða á sjúkratryggingakerfið með það að leiðarljósi að auka ábyrgð einstaklinganna. Einka- væðingu verður hraðað og meðal annars kannaðir möguleikar á einkavæðingu verulegs hluta samgöngukerfisins og póst- og símaþjónustunnar. Ríkisstjórnin vill bæta menntakerfi landsins og jafnframt stytta skólagöngu þannig að einungis muni taka tólf ár að ná stúdentsprófi. Til að hamla gegn því að menn ger- ist „eilífðarstúdentar" er fyrir- hugað að taka upp skólagjöld þegar námsmaður hefur verið lengur í námi en sem talið er nema venjulegum námstíma. Það er athyglisvert að þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn norður-evrópsks iðn- ríkis gefur út skýrslu, þar sem lögð er til endurskoðun á ýmsum grundvallarþáttum í þjóðfélag- inu. Fyrr á árinu voru birtar niður- stöður sænsku Lindbeck-nefnd- arinnar þar sem gengið er lengra og fleiri þjóðfélagsþættir teknir með en í skýrslu þýsku stjórnar- innar. Meginniðurstöðurnar eru hins vegar þær sömu: Nauðsyn- legt er að draga úr umsvifum ríkisins, koma í veg fyrir að líf- eyrisskuldbindingar sligi þjóðfé- lagið í framtíðinni, bæta starfs- skilyrði fyrirtækja og efla mennt- un samhliða því sem skólakerfið sé jgert skilvirkara. Islendingar eiga við enn alvar- legri vanda að etja en Þjóðveijar og Svíar.. Hins vegar hefur minna borið á því að stjórnvöld hér á landi reyni að greina þann vanda og marka heildarstefnu, sem stuðlað gæti að því að íslenskt þjóðfélag eflist í framtíðinni. Er ekki orðið tímabært að við endur- metum einnig lífsviðhorf okkar og skipulag til að geta mótað slíka framtíðarsýn? Læknaþing á 75 ára afmæli Læknafélags Islands Krabbamemsrannsókn- ir aðalviðfangsefnið Rætt um að hefja sérnám í læknisfræði hérlendis á næsta ári LÆKNAÞING verður haldið dagana 10. til 18. september næstkom- andi, og mun þá einnig verða haldið upp á 75 ára afmæli Læknafélags íslands. Á þinginu munu taka þátt nálægt fjórða hundraði lækna, og milli 50 og 60 þeirra munu kynna niðurstöður rannsókna sinna á fyrir- lestrum og kynningarspjöldum. Þá munu um 30 erlendir gestir taka þátt á þinginu, þar á meðal Daniel C. Tosteson, forseti læknadeildar Har- vard-háskóla, og Leah J. Dickstein, varaforseti læknadeildar Kentucky- háskóla. Á aðalfundi Læknafélagsins mun, að sögn Sverris Bergmann formanns, sennilega verða rætt um hvort teka beri upp sérnám að nokkru leyti hér á landi á næsta ári, og um skipulagsmál læknafélaganna. Bankamemi vísa á bug ásökunum kaupmanna Þeir greiði þjón- ustu sem njóta HALLDÓR Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka íslands, og Björn Björnsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, hafna öllum staðhæfingum Kaupmannasamtaka Islands um að bankarnir hyggist nota tilkomu debet- kortanna til að greiða niður eigin fortíðarvanda með álögum á notend- ur kortanna upp á einn milljarð króna. Þeir segjast vinna í anda yfir- lýstra sjónarmiða Neytendasamtakanna um að verðleggja eigi þjónustu miðað við tilkostnað og þeir sem hagnýti sér þjónustuna eigi að greiða fyrir hana. Þetta gildi jafnt um kaupmenn og korthafa en talsmenn bankanna saka kaupmenn um að vanmeta það hagræði sem fylgi aukn- um rafrænum staðgreiðsluviðskiptum fyrir þeirra rekstur. Sparnaður með minnkandi tékkaviðskiptum komi bönkum til góða en leggist ekki á neinn annan. Bankamenn segja að almenn notkun debetkorta og sú hagkvæmni sem af þeim leiðir sé líkleg til að stuðla að minni vaxtamun og þar með lægra vaxtastigi í landinu en varast að spá fyrir um hve skjótt sú lækkun komi fram og hve mikil hún verði og eins hver áhrif þessi breytta greiðslumiðlun hafi á vinnuaflsþörf og mannahald í banka- kerfinu. Morgunblaðið/Júlíus Sjávarútvegssýningin undirbúin ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin í Reykjavík hefst næstkomandi miðvikudag, en hún er meðal veiga- mestu sýninga á sviði sjávarútvegs í heiminum. Sýningin er haldin í Laugardalshöll, sem reyndar dugir ekki fyrir alla sýninguna þó stór sé. Því hafa tveir 2.500 fermetra sýningarskálar verið reistir við höllina til bráðabirgða. Þetta er í þriðja sinn, sem sýningin er haldin, en sýnt er í Reykjavík á þriggja ára fresti. Samkomulag í deilu McDonalcTs við stéttarfélög Lyst hf. óskar eftir gerð sérlgarasamnings FULLTRÚAR Lystar hf., leyfishafa McDonald’s á íslandi, og Félags starfsfólks í veitingahúsum og ASI undirrituðu samkomulag í gær um að ganga til samninga um kaup og kjör starfsmanna Lystar hf. á grundvelli almennra kjarasamninga og laga. Jafnframt óskaði Lyst hf. eftir að gengið verði til sérkjarasamninga um tiltekin atriði vegna eðlis starfsemi fyrirtækisins og verður fyrsti samningafundurinn hald- inn í dag. Ingvar Ásgeirsson, ráðningarsljóri Lystar hf., segir að deil- an við verkalýðshreyfinguna sé úr sögunni. Fyrstu tveir dagar þingsins munu verða nýttir nýttir til námskeiðshalda. Dagana 13. og 14. september verður haldið læknaþing og erindi flutt, en þann 15. verður haldið vísindaþing. Dagskrá í tilefni afmælisins verður haldin þann 16., en hátíðardagskrá lýkur með málþingi dagana 17. og 18. september, en þann dag verður einnig aðaifundur Læknafélags ís- lands. Aðgerðardagur hefur áhrif á lífshorfur brjóstakrabba Að sögn Stefáns Matthíassonar, formanns fræðsludeildar Læknafé- HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra, Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins hf. og Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursam- sölunnar undirrituðu í gær sam- starfssamning um átak í íslenskri ferðaþjónustu fyrir árið 1994. Markmið átaksins er að hvetja Is- lendinga til að ferðast um landið og er tilefnið 50 ára afmæli íslenska lýð- veldisins á næsta ári og ár fjölskyld- unnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Safna 25 milljónum Olíufélagið og Mjólkursamsalan leggja til 5 miiljónir hvort um sig og er stefnt að því að safna 25 milijónum króna til átaksins og er áætlað að fleiri aðilar tengist átakinu með ýms- um hætti. „Við erum að efna til þessa átaks í þeirri trú að þessi viðleitni hljóti góð- an hljómgrunn,“ segir Halldór. „Það lagsins, verður aðalefni fyrirlestra læknaþingsins um krabbameinsrann- sóknir. Fram hefur komið sú skoðun að ef konur fari í skurðaðgerð við bijóstakrabbameini á 3.-12. degi tíðahringsins hafi þær verri horfur en aðrar. Halla Skúladóttir mun á læknaþinginu greina frá niðurstöðum rannsóknar sem styður þá tilgátu að lifun sé minni hjá konum skornum upp í follicular-fasa tíðahringsins, frá degi 1 til 14, en öðrum. Þá hefur testósterónmagn forspárgildi um lifun — því minna testósteron, því meiri lifun. Nýgengi og dánarhlutfall nýrna- geta allir komið inn í þetta samstarf." Skipaður hefur verið starfshópur til að vinna að átakinu og ætlar hann að efna til kynningarherferðar um möguleika til ferðalaga innanlands og í mars á næsta ári er ætlunin að gefa út kynningarbækling sem verður dreift á hvert heimili í landinu. Sérstök áhersla verður lögð á ferðalög fjölskyldna um landið þannig að þær geti notið óspilltrar náttúru, fjölbreyttrar menningar og annars sem landið hefur upp á að bjóða. Formaður hópsins er Davíð Stef- ánsson, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu og sagði hann að sérstaklega yrði Ieitað til sveitarfélaganna um samstarf. Aðrir í hópnum eru Þórhall- ur Jósepsson, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu og Magnús Odds- son, markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Framkvæmdastjóri átaksins er Tómas Guðmundsson. frumukrabbameins er hvergi hærra en á íslandi, að því er fram kemur í erindi sem Tómas Guðbjartsson mun flytja á þinginu. Lífshorfur sjúklinga hafa staðið í stað hér á landi síðustu tvo áratugi, en eru þó fyllilega sam- bærilegar við það sem best gerist erlendis. Langt starf í kísilmengun eykur líkur á lungnakrabba Samkvæmt frumniðurstöðum Vil- hjálms Rafnssonar og Hólmfríðar Gunnarsdóttur eykur vinna við raf- magn ekki líkur á krabbameini. Rann- sakaðir voru 4.540 karlar í Lífeyris- sjóði rafiðnaðarmanna, en ekki fannst marktækur munur á væntigildum nýgengis hinna ýmsu krabbameins- tegunda. Rannsókn Vilhjálms og Hólmfríðar á áhrif kísilgúrmengunar á lungna- krabbamein virðast hins vegar benda til þess að karlar sem starfað hafa lengur en fímm ár í Kísiliðjunni við Mývatn og við útskipun kísilgúrs í Húsavíkurhöfn eigi meiri hættu á að fá lungnakrabbamein en samkvæmt landsmeðaltali. Reykingavenjur hóps- ins eru undir meðallagi. Nýgengi meðal hópsins í heild var hins vegar ekki marktækt hærra en landsmeðal- tal. Hefðbundin botnlangataka á undanhaldi? Haldin verða þijú íslensk erindi um nýjungar í skurðaðgerðum. Þar skýr- ir meðal annars Gunnar H. Guðlaugs- son frá gallblöðruskurðaðgerðum um kviðsjá, sem styttir legutíma marg- falt. Þá greinir Tómas Guðbjartsson frá svipuðum niðurstöðum um botn- langatöku. Með kviðsjártækni verða skurðirnir minni, og fólk kemst fyrr til vinnu. Varpað er fram þeirri hug- mynd að hefðbundin botlangataka verði brátt á undanhaldi fyrir hinni nýju aðferð. Læknafélag íslands er heildarsam- tök íslenskra lækna. Aðild að því eiga 8 svæðisfélög, en íjögur tengiaðild. Læknafélagið hefur nú komið upp veglegu lækningaminjasafni í Nes- stofu á Seltjarnarnesi, en sökum mik- ils fjölda þátttakenda á væntanlegu þingi varð að færa flesta dagskrárlið- ina á Hótel Loftleiðir. Ingvar sagði að launataxtar starfs- fólks gætu átt eftir að taka breyting- um vegna samningaviðræðnanna en fyrirtækið hefur þegar gengið frá ráðningarsamningum við tæplega 100 starfsmenn. Kvaðst hann ekki eiga von á að nein vandamál ættu eftir að koma upp í viðræðunum varð- andi starfskjör starfsfólks McDon- ald’s en ef einhver mistök kæmu í ljós yrðu þau leiðrétt. Fyrirtækið hugðist sniðganga verkalýðsfélög og gera eingöngu ráðningarsamninga við starfsfólk á grundvelli sérstakrar starfsmanna- handbókar, sem allir starfsmenn fá afhenta, sem kveður á um vinnuregl- ur og starfsskyldur. Ýmis atriði í bókinni voru þyrnir í augum forystu- manna verkalýðsfélaga sem töldu þau bijóta í bága við lágmarkskjör í kjara- samningum og jafnvel lög. Að sögn Ingvars verður reynt að ná þeim regl- um sem eru í starfsmannahandbók- inni inn í sérkjarasamninginn í við- ræðunum sem framundan eru. Meðal þess sem verkalýðsforystan hefur gagnrýnt í starfsmannahand- bók Mcdonald’s eru ákvæði um að einstaklingsbundnar vinnuáætlanir gætu breyst frá viku til viku. „Ekki er unnt að festa vinnustundafjölda þinn algjörlega í sessi þar sem fjöldi starfsfólks ræðst af því hve mikið er að gera á veitingastaðnum, “ segir m.a. í handbókinni. Einnig var gagn- rýnt að gert er ráð fyrir að álag fyr- ir hvem unninn tíma umfram 74 klukkustundir og 10 mín. á hveiju tveggja vikna launatimabili reiknist sem 1,0385% af mánaðarlaunum og einnig að starfsmönnum beri sjálfum ávallt að halda einkennisfötum hrein- um og snyrtilegum. Fyrirtækið býr til frammistöðuyfirlit fyrir hvern starfsmann sem fær stigagjöf fyrir frammistöðu og persónulega eigin- leika í starfi. Eru frammistöðuskýrsl- ur svo skoðaðar með reglubundnu millibili og er starfsmönnum sem standa sig vel launað með sérstökum kauphækkunum skv. ákveðnum regl- um. ítarlegar agareglur er að fínna í handbókinni sem þykja nýstárlegar á íslenskum vinnumarkaði. Ef starfs- maður fylgir t.d. ekki leiðbeiningum er varðað geta öryggi starfsfólks eða viðskiptavina, neytir matar án leyfis eða greiðslu, hefur uppi ruddafengið orðbragð við viðskiptavini eða sýnir kynferðislega áreitni er hann tafar- laust rekinn úr vinnu og fær ekki kaup í stað uppsagnarfrests eða orlofs. Nefskraut og eyrnalokkar óheimilir Auk þessa eru ýmis fyrirmæli um hreinlæti starfsfólks og framkomu. Skal hár vera hreint og snyrtilegt. Karlmenn skulu ekki hafa hár niður fyrir kraga og bartar skulu vera vel snyrtir. Sérstök hártíska og hárskraut er óheimilt nema hattur hylji. Vangar skulu vera vel rakaðir en yfirskegg er þó leyft sé það snyrtilegt. Nef- skraut og eyrnalokkar eru starfs- mönnum McDonald’s óheimilir og einnig naglalakk. Persónubundið hreinlæti verður að fela í sér regluleg böð, hárþvott, notkun svitalyktareyð- is, hreinar hendur og neglur. Þá er húðflúr sem sýnilegt er þrátt fyrir búninginn óheimilt, skv. handbókinni. Forsvarsmenn bankanna segja að kaupmenn og neytendur muni ekki síður en bankarnir hafa hag af aukn- um staðgreiðsluviðskiptum sem muni jafnframt verða til þess að draga úr notkun kreditkorta. Hagræði seljenda vöru og þjónustu felist m.a. í því að tekin verði ábyrgð á öllum greiðslum með debetkortum, óháð fjárhæð en á tékkum ábyrgist banki nú aðeins 10.000 króna úttekt. Þá verði greiðsl- ur bókaðar samdægurs af banka- reikningi kaupanda á viðskiptareikn- ing seljanda og því skila sér einum vaxtadegi fyrr inn á reikning kaup- mannsins en nú er. Þá taki afgreiðsla með debetkorti um 50 sekúndum skemmri tíma en afgreiðsla með tékka og gefi því aukin greiðsla í því formi færi á aukinni framleiðni og hagræðingu, ekki síst í stærri fyrir- tækjum. Tapa 40 krónum á hverjum tékka Á blaðamannafundi sem forsvars- menn bankanna og Einar S. Einars- son forstjóri Visa Island héldu í gær kom fram í máli Halldórs Guðbjarna- sonar bankastjóra Landsbankans að bankar á íslandi hefðu ávallt selt þjónustu sína við greiðslumiðlun á borð við tékkaviðskipti undir kostnað- arverði en þess í stað hefði verið stað- inn straumur af kostnaði með óþarf- lega háum vaxtamun inn- og útlána. Fram kom að bankarnir töpuðu um 40 krónum á hverri tékkafærslu en um 30 milljónir tékka voru gefnir út hérlendis síðasta ár. Áætlanir bankanna gera ráð fyrir að 12 þúsund manns fái sér debet- kort fyrsta árið eftir að þau verða tekin upp í haust og sú tala tvöfald- ist síðan næstu tvö árin. Halldór Guðbjarnason sagði að þeir kaupmenn sem ekki væru tilbún- ir til að gera upp viðskipti með debet- kortum með greiðslu samdægurs gætu átt von á að viðskiptin verði greidd með kreditkortum, 45 daga greiðslufresti og helmingi hærra þjón- ustugjaldi vegna greiðslumiðlunar- innar en ella. Fram kom að með upptöku deb- etkorta sé stefnt að því að beina greiðsluháttum í landinu inn á heilla- vænlegri braut. Kreditkortaviðskipti séu orðin meiri en æskilegt geti talist en velta greiðslukortanna nemur nú að talið er um 58 milljörðum króna á ári, um helmlngi einkaneyslu. Áformað hafi verið að semja um 0,5-1,5% þjónustugjöld af debetkorta- viðskiptum við þjónustuaðila ■ sem yrðu 50-60% af því sem gildir í kredit- kortaviðskiptum fyrst um sinn en færu lækkandi eftir því sem viðskipt- in yrðu útbreiddari. Þá var því hafnað að bankarnir væru að velta kostnaði af tékkavið- skiptum yfir á kaupmenn en staðfest að jafnframt því sem tékkaviðskiptum yrði beint í farveg debetkorta væri stefnt að því að notendur tékka greiddu þann kostnað sem af færslum þeirra hlýst, eins og fyrr sagði. Sparn- aður sem af yrði kæmi bönkum til góða en legðist ekki á neinn annan. 119 fyrirtæki þegar samið I upplýsingum frá Visa-ísland kemur fram að 119 fyrirtæki með 140 útsölustaði hafi þegar samið við fyrirtækið um debetkortaþjónustu. Þar á meðal eru 10 matvöruverslanir, 10 byggingavöruverslanir og 10 skemmtistaðir og 17 veitingastaðir auk földa annarra þjónustufyrirtækja og verslana. Átak í ferðaþjónustu á 50 ára lýðveldisafmæli Úrskurður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna innflutnings á svínakjöti Forræði innflutnings sé hjá landbúnaðarráðuneyti DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra úrskurðaði í gær að landbúnaðarráðu- neytið skyldi hafa forræði á innflutningi landbúnaðarvara. Samkvæmt því verður það Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, sem tekur endan- lega ákvörðun um það hvort Hagkaupum hf. verður heimilað að flytja inn tvö og hálft tonn af ódýru svinakjöti, sem enn er í gámum á hafnar- bakkanum. Sennilega verður innflutningurinn ekki leyfður, þar sem land- búnaðarráðherra segir að hann sé ekki heimill, séu nægar birgðir af svínakjöti til í landinu. Þær munu vera yfrið nógar, að mati Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrikisráðherra og starfandi viðskiptaráðherra, vefengir hins vegar úrskurð forsætisráð- herra og telur að hann eigi að draga úrskurðinn til baka. Fjármálaráðuneytið sendi í gær út svohljóðandi tilkynningu: „Fjármála- ráðuneytið hefur í dag svarað erindi tollstjórans í Reykjavík um heimildir til að tollafgreiða soðna skinku með því að senda honum meðfylgjandi bréf forsætisráðherra." Vísað til yfirlýsingar í vor Tilkynningunni fylgdi eftirfarandi úrskurður, undirritaður af Davíð Oddssyni: „Vegna þess álitaefnis, hvort landbúnaðarráðherra eða fjár- málaráðherra beri að fjalla um inn- flutning á landbúnaðarvörum, sbr. sérstaklega það dæmi sem nú er uppi, er rétt að taka fram eftirfarandi: Af sérstöku gefnu tilefni gaf ég yfirlýsingu á Alþingi sl. vor um að forræði á innflutningi á búvörum væri að óbreyttum lögum áfram hjá landbúnaðarráðherra. Þessa yfírlýs- ingu gaf ég að höfðu samráði við utan- ríkisráðherra, fjármálaráðherra og þáverandi viðskiptaráðherra. Engin athugasemd var gerð við þessa yfirlýs- ingu á þinginu, hvorki af ráðherrum né einstökum þingmönnum. Síðan hefur engin lagabreyting verið gerð. Yfirlýsingin hlýtur því að standa óhögguð og forræði málsins að vera áfram hjá landbúnaðarráðuneytinu. Þetta er tekið fram vegna ágrein- ings fjármálaráðherra og landbúnað- arráðherra og með vísan til 8. gr. stjómarskrárlaga nr. 93/1969.“ Byggist ekki á áliti ríkislögmanns Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra bað ríkislögmann um lögfræði- álit vegna málsins um helgina. Friðrik staðfesti við Morgunblaðið að hann hefði fengið álitið í hendur. „Sú álits- gerð kom eftir að forsætisráðherra úrskurðaði í málinu og hafði engin áhrif á þann úrskurð. Þess vegna sé ég enga ástæðu til að birta álitsgerð- ina, enda er nú Ijóst að ef innflutning- ur verður ekki heimilaður mun fyrir- tækið, sem í hlut á, fara í mál. Það væri rangt af mér að fara að birta álitsgerð ríkislögmanns, sem gæti haft áhrif á gang dómsmálsins,“ sagði Friðrik. Að öðru leyti sagði Friðrik um úr- skurð forsætisráðherra að það hefði legið fyrir að ágreiningur væri um túlkun laga, eftir að innflutningslög- gjöfínni hefði verið breytt í fyrra, og þess vegna hefði úrskurðurinn komið til. „Með úrskurðinum er málið efnis- lega úr mínum höndum. Ég hef mínar efasemdir um réttmæti niðurstöðunn- ar, en það er ljóst að dómstólar munu úrskurða í þessu máli,“ sagði Friðrik. „Öllum er ljóst að meira frelsi í við- skiptum með landbúnaðarvörur hlýtur að verða hér í framtíðinni og aðalatrið- ið er að reynt verði að ná sem víðtæk- ustu samkomulagi um skipulag þess innflutnings. Ríkisstjórnin þarf að vinna að slíku samkomulagi á næstu vikum, þannig að hægt sé að breyta löggjöf þegar þing kemur saman. Þar á ég einkum við breytingar á búvöru- lögum, eins og komu fram í frum- varpi, sem dagaði uppi í vor. Réttar- . Morgunblaðið/Þorkell Skinkan forboðna STARFSMAÐUR Hagkaupa með sýnishorn af danskri skinku og ham- borgarhrygg, sem Hagkaup telur sig eiga rétt á að flytja inn. óvissan kemur upp vegna þess að inn- flutningslögum var breytt án þess að samsvarandi breytingar væru gerðar á búvörulögum. Hins vegar held ég að tilgangur þingmanna hafi aldrei verið að galopna fyrir innflutning á landbúnaðarvörum án skýrra ákvæða um verðjöfnunargjöld og jöfnunar- tolla.“ Ætlum ekki að bera tjón Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, situr enn uppi með tvö og hálft tonn af kjöti á hafnar- bakkanum, og er síðasti söludagur á því eftir viku. Þorsteinn segir að fyrir- tækið hafi enga tilkynningu fengið um það hvort innflutningur kjötsins verði leyfður eða ekki. „Við væntum þess að tollstjóri muni hafa samband við okkur og segja okkur hvað við eigum að gera. En það skiptir ekki neinu máli hvaða ráðuneyti á að hafa forræði á málinu, því að lögum sam- kvæmt er ekki bannað að flytja þessa vöru inn. Um það hljóta öll ráðuneyti að komast að sömu niðurstöðu," sagði Þorsteinn. Aðspurður hvort Hagkaup hygðist fara í mál, fengi fyrirtækið ekki að flytja svínakjötið inn, sagði hann: „Við ætlum ekki að bera tjón af þessu, það er alveg á hreinu." Engin lagaleg óvissa Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, sem nú hefur forræði á málinu, samkvæmt úrskurði forsætisráðherra, sagði að landbúnaðarráðuneytið myndi vísa erindi tollstjóra, um það hvernig bæri með svínakjötið á hafn- arbakkanum að fara, til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. „Ef nóg er til af svínakjöti í landinu, eru ekki laga- heimildir til að leyfa innflutning," sagði Halldór. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins eru meira en 60 tonn af svínakjöti til innanlands, og því afar ósennilegt að Framleiðsluráð- ið komist að þeirri niðurstöðu að birgð- ir séu ekki nægar. Halldór var spurður hvernig ætti að eyða þeirri réttaróvissu, sem virtist vera komin upp. „Það er engin lagaleg óvissa,“ sagði Halldór. „Lagagreinin [41. grein búvörulaga, þar sem kveðið er á um umsögn Framleiðsluráðs] er alveg tvímælalaus. Það er alveg ber- sýnilegt að meirihluti alþingismanna er ekki í neinum vafa um hvað þessi orð þýða. Framkvæmdavaldið hefur hagað sér í samræmi við það. Ef menn eru ósáttir við lögin, hljóta dóm- stólar að úrskurða um slíkan ágrein- ing.“ j Landbúnaðarráðuneyti hefur ekki forræði Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra og starfandi viðskiptaráð- herra, er ekki sammála því að inn- flutningur kjötsins sé nú á hendi land- búnaðarráðherrans. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem segir m.a.: „Skv. lögum um innflutning, sem sett voru á Alþingi í nóvember sl., er innflutningur á vöru til landsins fijáls, nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum, sem Island er aðili að. Það er óumdeilt að skv. lögum um dýrasjúkdóma hefur landbúnaðarráð- herra vald til að takmarka innflutning á hráu kjöti, ósoðinni mjólk og eggj- um; og kartöflum, nýju grænmeti og blómum, skv. búvörulögum. Forræði þessara mála er því hjá landbúnaðar- ráðuneyti lögum samkvæmt, og ekk- ert tilefni til athugasemdar við það. Annar innflutningur landbúnaðar- vara lýtur hins vegar þeim almennu fijálsræðisreglum, sem felast í lögun- um um innflutning og lagaheimildir fyrir innflutningsbanni því ekki fyrir hendi. Samkvæmt reglugerð um Stjórnar- ráð íslands fer viðskiptaráðuneytið með mál er varða verslun og við- skipti, önnur en útflutningsverslun. í þessu felst að landbúnaðarráðuneytið getur ekki haft almennt forræði yfir innflutningi á landbúnaðarvörúm, að- eins heimild til að takmarka innflutn- ing á tilteknum vörum, eins og fyrr er rakið. Þá er einnig rétt að benda á að tollamál heyra almennt undir fjár- málaráðherra." Morgunblaðið spurði Jón Baldvin hvort þessi yfirlýsing hans þýddi ekki að forsætisráðherra yrði nú að kveða upp annan úrskurð — um það hvort ráðuneytið ætti að ráða, íandbúnaðar- eða viðskiptaráðuneyti. „Nei. Það var ekkert tilefni til úrskurðar. Lögin eru skýr og ég legg til að forsætisráðherr- ann dragi úrskurðinn til baka,“ sagði utanríkisráðherra. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.