Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 47 Að halda byggö í landinu Tveir truflaðir frum- sýnd í Laugarásbíói Frá Önnu S. Snorradóttur: Menn keppast við að ræða og rita um landbúnaðinn og margir þykjast geta leyst þau flóknu mál — háværastir eru kratar og hafa lengi verið í fararbroddi með ein- faldar lausnir — flytja inn búvöru, leggja búskap í landinu niður og landbúnaðarráðuneytið með! Ég get ekki að því gert, að mig furðar oft á því, hve blindir menn eru í þessum efnum, einblína á hátt búvöruverð hér á landi og bera saman við verð hjá nágrannaþjóðum, þar sem kaupa megi kjöt og ost á mun lægra verði. Þessi samanburður er mjög villandi, þótt ekki sé meira sagt, því að við erum að bera okkur sam- an við háiðnvæddar þjóðir, sem nota tekjur af iðnvarningi sínum til að greiða búvöru stórlega niður. Það gleymist líka, að í raun erum við ekki að greiða hátt verð fyrir búvöru einvörðungu, heldur erum við að borga fyrir það, að búa í stóru landi, sem við viljum að hald- ist í byggð. Það var haft eftir ein- hveijum jafnaðarmanni, að þessar fáu hræður á landsbyggðinni gætu flutt suður og fengið sér vinnu! Eitthvað sjá þessir menn, sem und- irrituð kemur ekki auga á. Eflaust er margt sem þarf að laga í fram- leiðslu og verðlagi búvara, en ef menn eru í raun farnir að hugsa á þann veg, sem áður var nefnt, þá er illa komið fyrir þjóð okkar. Sveit- ir landsins hafa frá fyrstu tíð og fram til þessa verið bakland bæj- anna eftir að þeir tóku að myndast og langflest okkar eru runnin upp úr sveit eða getum rakið slóð okkar þangað. Hvað sem öllu líður má það aldrei verða, að menn sem hugsa og skrifa um þessi efni með það eitt að leiðarljósi, að hægt sé að fá ódýrari búvörur frá útlöndum, fái að ráða ferð. Slíkt er óleyfileg ein- földun á flóknu máli. Að hafa vit fyrir öðrum Við erum lánsöm að hafa í dag landbúnaðarráðherra, sem virðist hafa miklu meiri og heilbrigðari skilning á þessum málum en þeir sem hæst láta og vilja landbúnaðinn burt. Vonandi tekst honum að draga úr ólátunum og hasta á þær raddir, sem láta ekkert tækifæri ónotað til að hrópa hátt um allar milljónirnar, sem muni sparast, ef við legðum landbúnaðinn niður og flyttum inn helstu búvörur frá út- löndum. Hver einasti landsmaður verður að hafa hugfast, að við erum að greiða fyrir að búa í hinu stór- kostlega landi okkar og að jafn- vægi haldist í byggðum landsins. Það eru margir, sem treysta á greind ráðherrans og vona, að hon- um takist að greiða úr þeirri flækju, sem málin virðast vera komin í. Umfram allt er það skylda hvers og eins að minnast þess, að það er lífsnauðsyn fyrir framtíð okkar sem þjóðar, að byggð haldist í landinu. ANNA S. SNORRADÓTTIR Hofteigi 21, Reykjavík Pennavinir FINNSK 22 ára stúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum, bréfaskriftum o.f!.: Satu Oikarinen, Vuorimichentie 7A5, SF-88200 Otanmaiki, Finland. FRÁ Bandaríkjunum skrifar hús- móðir sem á uppkomin son. Hefur mikinn áhuga á að skrifast á við bóndakonu eða konu sem býr af- skekt eða í þorpi. Skrifar mjög líf- ieg bréf: Mari Wymore, 1839 Squire Dr., Madras, Oaregon 97741, U.S.A. FRÁ Filippseyjum skrifar 22 ára stúlka með áhuga á klassískri tón- list, bókalestri o.fl.: Mila Bongal, 002 ND. St. Guingora, Subdivision Butuan City, 8600 Philippines. FRÁ Ghana skrifar 26 ára kona með margvísleg áhugamál: Agatha Brown, P.O. Box 3012, Kumasi, Ghana. FINNSK 24 ára stúlka með áhuga á tónlist og ferðalögum: Sari Knuutila, Juurikoskenk. 8 as 25, 84100 Ylivieska, Finland. TVÍTUG japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Nozomi Matsushita, 5556-4 Naka Daito-cho, Ogasa-gun, Shizuoka-ken, 437-14 Japan. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga grínmyndina Tveir trufl- aðir og annar verri (Who’s the man). í fréttatilkynningu segir: „Mynd- in ijallar um tvo stjörnuvitlausa stráka í Harlem sem vinna á rakara- stofu. Þeir eru hins vegar „ýkt“ lélegir rakarar og fá sparkið. Strák- arnir eru því atvinnulausir og hálf- vonlausir. En þá fær félagi þeirra þá snjöllu hugmynd að koma þeim í lögguna. Þeir láta til leiðast þrátt fyrir að vera eins ó-lögreglulegir og hægt er. Áður en varir má sjá löggubíl sem hoppar um göturnar með rapp tónlistina í botni, en þar eru þeir félagarnir að sjálfsögðu mættir. Og nú mega glæponar hverfisins vara sig því tveir truflað- ir eru á ferð ... og annar er miklu verri. Aðalhlutverkin í myndinni leika raptónlistarmennirnir Ed Lover og Dr. Dre, en þeir eru einnig þekktir fyrir að stjórna hinum vinsæla rap þætti MTV, „Yo! MTV Raps.“ Auk þess samdi Dr. Dre tónlistina í spennumyndinni „Deep Cover“. ■ HLJÓMS VEIT RÚNARS ÞÓRS spilar á Dansbarnum föstudags- og laugardagskvöld. Aðgangseyrir er 500 kr. Á fimmtudags- og sunnudagskvöld- um er „Opinn míkrafónn" milli kl. 21-23. ■ RÍÓ TRÍÓ spilar og syngur á LA Café í kvöld. Húsið verður opnað kl. 18 en þeir félagar munu byija að spila um kl. 22. ■ HVERAGERÐI. Hljómsveitin Orkin hans Nóa leikur á Kam- Bar föstudagskvöld. Á laugar- dagskvöld verður hljómsveitin á Kjalarnesi þar sem spilað verður í risatjaldi á fjölskylduhátíð sém ber yfirskriftina Sumartöfrar ’93. ■ BLÚSBARINN. Hljómsveitin Grunaðir um tónlist frá Keflavík halda tónleika og kynna lög af væntanlegum geisladisk I kvöld kl. 23. Hljómsveitina skipa þeir Svanur Leó Reynisson, gítar- söngur, Sveinn Björnsson, gít- ar-söngur, Júlíus Gunnlaugs- son, trommur og Júlíus Jónas- son bassi. ■ VINIR VORS OG BLÓMA leika í Félagsheimili Stykkis- hólms föstudaginn 10. september, í tengslum við Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik, en seinni leikur liðanna Snæfells og írska liðsins Jamisom St. Vincent verður háður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Blómin ætla að leika fyrir áhorfendur í leikhléi. ■ HOTEL SAGA. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt söngvurum sínum skemmta laugardagskvöld- ið 11. þ.m. Söngvarar Gleðigjaf- anna eru þau André Bachmann, Bjarni Arason, Ellý Vilhjálms og Móeiður Júníusdóttir. Módel- samtökin verða með tískusýningu á vegum verslunarinnar Conny við Eiðistorg. Kynnir verður Rósa Ingólfsdóttir. ■ INDIE-KVÖLD á veitinga- húsinu 22 í kvöld, fimmtudag. Urval laga úr smiðju hljómsveita Mikill fjöldi vinsælla rap og hip hop tónlistarmanna koma fram í mynd- inni, m.a. Kriss Kross, Queen Lat- ifah, Ice-T, Heavy D, Salt N’Pepa, KRS-One, Public Enemy, Naughty by Nature og House of Pain. Að sjálfsögðu skipar tónlistin stóran sess í myndinni, en þar koma m.a. fram Naughty by Nature með hin vinsæla lag, „Hip Hop Hurrayh." Leikstjóri er Suzanne de Passe. (Lonesome Dove).“ -------» ♦ *-------- ■ FÉLAG nýrra íslendinga heldur sinn mánaðarlega félagsfund í Gerðubergi í kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. september kl. 20. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og for- maður skólamálaráðs, flytur erindi um nýjungar í skólakerfinu. FNÍ er félagsskapur fyrir útlendinga og velunnara. Áðalmarkmið félagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum sem býr á íslandi með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. á borð við The Fall, Sonic Youth, Auteurs og Chapterhouse. ■ RADÍUSKVÖLD Á BERL- IN. Radíusbræður, Steinn Ár- mann og Davíð Þór munu flytja klassískar Radíusarflugur, með hraðsoðnu spunaívafi, þar sem hver og einn áhorfandi geta óvænt dregist inn í atburðarásina. Húsið opnað kl. 20 og miðaverð 500 kr. ■ TODMOBILE heldur tónleika föstudagskvöldið 10. september ásamt hljómsveitinni SSSól. Tón- leikarnir bera heitið Ævintýri á Kaplakrika og hefjast um kl. 19. Einnig koma fram Jet Black Joe, Pís of Keik og Bone China. Miða- verð er 1.200 kr. Seinna um nótt- ina leikur svo sveitin fyrir busa- balli hjá Fjölbraut í Keflavík. Laugardagskvöldið 11. september leikur Todmobile á dansleik á Hótel Selfossi. Með í för verður rokksveitin Sigtryggur dyra- vörður. ■ SÓLON ÍSLANDUS. í kvöld, fimmtudag, mun Anna Mjöll Ól- afsdóttir syngja nokkur sígild jazzlög. Tónleik- arnir hefjast kl. 21. Með Önnu Mjöll leika _ að þessu sinni Ólaf- ur Gaukur, gít- ar, Þórir Bald- ursson, píanó, Gunnar Hrafns- son, kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson, trommur. ■ GRAND-ROKK BAR, Klapp- arstíg 30. Lipstich lovers fimmtudags- og föstudagskvöld. Róm brennur sunnudagskvöld. ■ ALLA ZAPPA-samtökin á íslandi verða með Frank Zappa- kvöld á Plúsinum v. Vitastíg í kvöld, fimmtudag. Sýnd verða á risaskjá myndbönd með Zappa frá árunum 1963-1993. Sýningin hefst kl. 21 og aðgangseyrir er 300 kr. VELVAKANDI HÖFUNDUR VÍSUNNAR SIGRÍÐUR Vilhjálmsdóttir hringdi vegna vísunnar sem hún segir ekki alveg rétt birta en hún er eftir Jón Sigurðsson, sýslu- mann og er í Mansöng í Tímarím- um. Bókin var gefin út 1884. Rétt er hún svona: Beri maður létta lund linast raunatetur. Eigi hann bágt um eina stund aðra gengur betur. LEITAR AÐ FÓLKI ERLENDUR maður leitaði til Velvakanda um aðstoð við að hafa upp á fólki sem skiptist á frímerkjum við hann á árunum 1953—1957. Nöfn þeirra eru: Skafti Guðjónsson, box 791, Reykjavík. Jónas Jónsson, Hverfisgötu 3, Siglufirði. Pétur Sigurðsson, prófessor, Aragötu 7, Reykjavík. Nafn mannsins er leitar að þessu fólki er: Mr. J. Krietemayer van Nesstraat 43 2024 DL Haarlem The Netherlands. ÞÓTTI ÓMERKILEG FRÉTT KONA hringdi í Velvakanda til að lýsa undrun sinni á viðbrögðum sjónvarpsfréttamanna varðandi unglingaskákmót í Finnlandi er drengir úr æfingadeild Kennaraskólans unnu mótið og komu heim með gull. Stutt ómerkileg frétt var um þetta, sögð hratt. Hún sagðist hafa sagt við fréttamanninn að líklega þætti honum merkilegra að sjá Keflvíkinga og Akumesinga spila fótbolta heldur en 12—16 ára unglinga vinna gull og játti hann því. Hún hvetur fjölmiðlana til að sýna börnum og unglingum meiri áhuga en þetta í framtíðinni. HVER Á BRÉFIÐ SIGRÍÐUR hringdi og sagðist hafa fengið bréf inn um lúguna hjá sér í vor til konu sem aldrei hefur búið í því húsi og leitar hennar nú þar sem um er að ræða bréf frá Afríku með myndum í. Bréfið er stílað á Kristínu Sigurðardóttur, Grundargerði 10, og er afsent af J.Sigurðsson, P.O. box 348, Gallo Manor 2052 S.-Afríka. Kannist einhver við að eiga bréfið getur hann hringt í síma 670494. TAPAÐ/FUNDIÐ Lesgleraugu LESGLERAUGU fundust á svæði Aðal bílasölunnar við Miklatorg. Uppl. gefnar í síma 15014. Muddy Fox fjallahjól DÖKKGRÁTT með hvítum sprungum tapaðist frá Egilsgötu sl. sunnudag. Finnandi hafi samband í síma 18632 f.h. Fundarlaun. Lyklar fundust LYKLAR fundust á Hellnum 22. ágúst sl. Þetta eru þrír iykar, einn af Saab bifreið og tveir húslyklar. Einnig fundust lyklar í brúnu Ieðurhulstri í Kópavogi við Fagrahjalla. Uppl. í síma 44086. Grátt ullarvesti tapaðist GRÁTT ullarvesti tapaðist úr bíl frá miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 22911. Fundarlaun. Sundföt töpuðust NÝLEG sundföt töpuðust á ferðalagi frá Brekkuskógi (Laugarvatni) til Akureyrar. Sundfötin eru fjólublár stelpnabolur frá Speedo og blá strákaskýla með mynd af önd á. Finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 96-26228. Rautt seðlaveski RAUTT seðlaveski tapaðist á mánudag frá versluninni Vogaver við Gnoðarvog að Karfavogi. í veskinu var skilríki og fleira mikilvægt eigandanum. Uppl. í síma 32348. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í gylltri umgerð og svörtu hulstri tapaðist frá Hvassaleiti 20 yfir í Safamýri sl. mánudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 37897. GÆLUDÝR Hvítur köttur týndur í Mosfellsbæ ÓMERKTUR hvítur 6 mánaða köttur týndist frá Byggðarholti 20 í Mosfellsbæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 666820 eða 985-33021. 3 mánaða læða ÞRIGGJA mánaða læða tapaðist frá Hagamel 30. ágúst sl. Hún er gulbrún með svörtum bröndum og er ómerkt. Ef einhver veit um kisu þá vinsamlega hringið í síma 628441 eftir kl. 15. Kettlingar fást gefins TVEIR svartir og hvítir og tveir alsvartir rúmlega átta vikna kassavanir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 652915. Óskiladýr i Kattholti GRÁBRÖNDÓTTUR og hvítur köttur fannst lokaður í sumarbústað í Svínadal, Eyrarskógi, H valíj arðarstrandar- hreppi þann 7.-8. ágúst sl. og er nú staddur í Kattholti. Þar er mjög mikið af óskiladýrum núna, aðallega köttum og eru eigendur hvattir til að hafa samband þangað. Kassavanur kettlingur KASSAVANUR svartur fress kettlingur, 8 vikna gamall, fæst gefins á gott heimili. Uppl. í síma 672554 eftir kl. 16. SKEMMT ANIR Anna Mjöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.