Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 HÚ S ALEIGUBÆTUR eftir Jón Kjartansson frá Pálmholti Leigjendasamtökin hafa frá upp- hafi lagt áherslu á að þeir sem þurfa eða kjósa að búa í leiguhúsnæði eigi sama rétt til opinberrar aðstoðar við greiðslu húsnæðiskostnaðar og aðrir landsmenn. Við höfum ekki aðeins talið það jafnréttismál, en bent á það einnig að leigjendur hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins eftir efnum og ástæðum og eftir sömu reglum og aðrir. Síðustu áratugi hefur stórfé runn- ið úr opinberum sjóðum til íbúðareig- enda, með ýmsum hætti. Tveir opin- berir byggingasjóðir hafa lengi ann- ast fjármögnun eignaríbúða með niðurgreiddum vöxtum, auk þess sem íbúðareigendur hafa fengið vaxtabætur og ýmsa fyrirgreiðslu aðra, þar á meðal aðstoð við að greiða húsnæðisskuldir sínar. Segja má að fyrst hafi verið'komið upp viðamiklu kerfi til að lána fólki pen- inga til að kaupa eða byggja íbúðir og síðan öðru kerfí til að hjálpa því að greiða lánin. Sú húsnæðisstefna sem hér hefur verið rekin af hálfu „Mér finnst sú kynslóð sem eignaðist íbúðir sínar með ódýrum hætti á kostnað opinberra sjóða ekki of góð til að koma börnum sínum til hjálpar með þessum hætti.“ hins opinbera, ef stefnu skal kalla, hefur því reynst samfélaginu og ein- staklingunum æði dýr. Eru þá ekki meðtalin alvarleg áföll vegna gjaid- þrota, né heldur sá skaði sem orðið hefur vegna áhrifa alls þessa á upp- eldi bama og unglinga. Þáttaskil urðu í efnahagslífi þjóð- arinnar með setningu svonefndra Ólafslaga árið 1979, er verðtrygging fjárskuldbindinga var upptekin. Þá urðu skörp skil milli kjara þeirra sem höfðu leyst sín húsnæðismál og þeirra sem á eftir komu. Þessa stað- reynd hefur mörgum gengið afar illa að skilja, eða a.m.k. að viður- kenna. EKki bætti úr skák að laun vom lækkuð og vísitala launa af- numin árið 1983. Flestir kannast við töp banka og annarra lánasjóða sl. áratug vegna rangra eða illa skipu- lagðra fjárfestinga og ónýttra veða. Virðist nú sem fjárfestingastefna íslendinga sé komin langt með að kippa grundvellinum undan efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Undanfarin ár hefur orðið vera- legt verðfall á atvinnuhúsnæði og reyndar íbúðarhúsnæði líka út um land. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær slíkt verðfall verður einnig á íbúðarhúsnæði hér á höfuð- borgarsvæðinu. Slíkt verðfall fast- eigna hefur þegar gengið yfir Norð- urlöndin og fleiri nálæg lönd. Á Norðurlöndum er verðfallið 30 til 50%, misjafnt eftir löndum. Það sama hefur átt sér stað í Bandaríkj- unum og Bretlandi. í ljósi alls þessa er eðlilegt að spyrja hvort það geti talist rétt stefna að halda áfram að hvetja fólk sérstaklega til íjárfestinga í sama mæli og áður. Er ekki kominn tími til að móta hér húsnæðisstefnu sem tekur mið af þeim veruleika sem við blasir? Víst er að ekki verður lengur mokað skipulagslaust upp úr fískim- Jón Kjartansson frá Pálmholti iðunum til að greiða með skuldir, innlendar eða erlendar. Það er ljóst að bygging og rekstur leiguíbúða myndi spara hinu opin- bera verulegt fé, því yfirleitt þarf ekki að lána til þess nema einu sinni. Þetta hafa allar aðrar þjóðir skilið fyrir löngu. Það er líka ljóst að sam- setning leigjenda hefur gjörbreyst á síðustu árum. Öryrkjabandalag og aðiidarfélög þess hafa eignast mikið húsnæði fyrir sitt fólk, sama er að segja um samtök námsmanna, fé- lagsmálastofnanir sveitarfélaga o.fl. Þá hefur Búseti haslað sér völl í vaxandi mæli. Það fólk sem í íbúðum þessara aðila býr fær ekki vaxtabæt- ur. Þeir sem nú leigja á frjálsum markaði eru fyrst og fremst ungt fólk. Það er fátítt að fólk fætt fyrir k 1960 sé að leita að leiguhúsnæði, að undanskildum þeim sem hafa lent í gjaldþroti. Ekki fer allt ungt fólk k í framhaldsskóla og þeir sem fara strax á vinnumarkað vinna oftast samkvæmt lágmarkstöxtum verka- k lýðsfélaga, búa í leiguíbúðum og " fara með öllu á mis við opinbera aðstoð við greiðslu húsnæðiskostn- aðar. Þetta unga fólk er margt kom- ið úr verkamannabústöðum, en kemst þar ekki inn nema með 100% lánum og þá á ábyrgð foreldra. Straumur ungs fólks á leigumarkað- inn hefur stóraukist undanfarin ár og hefur aldrei í sögu Leigjendasam- takanna verið meiri en núna. Húsa- leigubætur eru því sérstakt réttlæt- ismát fyrir þetta fólk. Mér finnst sú kynslóð sem eignaðist íbúðir sínar með ódýrum hætti á kostnað opin- berra sjóða ekki of góð til að koma börnum sínum til hjálpar með þess- um hætti. Fjárfestingarfylliríinu er k vonandi lokið og nú er skynseminnar að taka við. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. TímamótasýningF LAUCMRDALSHÖLL FERÐABILAR OG FflGURT LAND • 4x4 ferðabflar • fUýir bflar • Bila uarahlutir • Útiwis tarvörur CERBU MC klÆraiu Frelsi og mannréttindi eiga sér auðvitað pólitíska hlið Hugleiðing vegna skrifa Jóns Steinars Gunnlaugssonar eftirAra Skúlason Einn helsti áhugamaður um frelsi og mannréttindi hér á landi, Jón Steinar Gunnlaugsson, ritaði enn eina greinina um félagafrelsi í Morg- unblaðið 17. september. Tilefni greinar hans er annarsvegar umfjöll- un Morgunblaðsins um ráðstefnu um félagafrelsi sem Evrópuráðið og dómsmálaráðuneytið héldu hér á landi í Iok ágúst og hinsvegar grein sem Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur ASÍ, ritaði í Morgunblaðið um ráðstefnuna. Umfjöllun Morgunblaðsins um ráðstefnuna var mjög óvilhöll og vönduð. Bryndís sá ástæðu til þess að benda á það og þakka fyrir. í POSTVEFtSLUmirj SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210 ■ 130 Reykjavík Sími 91-67 37 18 ■ Telefax 67 37 32 dOHSiSOd Haustvörurnar komnar. Góðar vörur, gott verð. Fáið sendan ókeypis lista Pöntunarsími 91-673718. Opið virka daga 10-18. Laugardaga 10-14. umfjöllun Morgunblaðsins kom greinilega í ljós að ráðstefnan sýndi að umræður um þetta mál meðal fræðimanna úti i heimi eru ekki jafn einhliða og reyndin er hér á landi. Reyndar viðurkennir Jón Steinar sjálfur, að umræðurnar á ráðstefn- unni hafí verið mjög vandaðar og fræðandi. Hagmunalega karpið Jón Steinar tekur einkum fram í grein sinni að umræðumar á ráð- stefnunni hafí ekki einkennst af því hagsmunalega karpi sem einkenni skoðanaskipti hér á landi um þessi mál. Jón Steinar skilgreinir reyndar sjálfur hvað sé hagsmunalegt karpi í þessu sambandi og telur að það sé einkum viðhaft af fulltrúum verka- lýðshreyfingarinnar. En í þessu máli era auðvitað margs konar hagsmun- ir og því má auðvitað einnig halda því fram að það séu aðrir sem haldi uppi hagsmunalega karpinu. Staðreyndin er sú að umræður um þessi mál eiga ekki upphaf sitt hjá þeim sem Jón Steinar og skoðana- bræður hans telja að sé brotið á. Umræðurnar byrja og er aðallega haldið uppi af sérfræðingum, fræði- mönnum og starfsmönnum hags- munasamtaka sem hafa það m.a. að markmiðum sínum að kljást við verkalýðshreyfínguna. Það er stór spuming hvaða hagsmuni þessir ein- staklingar hafa af því að fjalla um þessi mál. Er það krystaltær frelsis- og réttlætisást eða era það pólitískir hagsmunir sem felast í því að þjóðfé- lagið væri betur statt án öflugrar verkalýðshreyfíngar? Jón Steinar tel- ur upp nokkur atriði sem hann telur að verkalýðshreyfingin verði að svara í þessum málum. Á sama hátt mætti biðja hann um að benda á hinn stóra hóp launafólks sem telur á sér troðið mannréttindalega séð vegna þess að það sé þvingað til þess að vera í verkalýðsfélögum. Hinn pólitíski flötur Það liggur í augum uppi að um- ræða er borin uppi af öflum sem vinna að því að draga úr mætti verkalýðshreyfíngarinnar. Á sama hátt og Jón Steinar og fleiri halda því fram að þetta mál fjalli um frelsi og mannréttindi held ég því fram að málið snúist um baráttu á milli fijáls- hyggju og félagshyggju, og svo auð- vitað um lýðræðið og rétt fólks til þess að hafa áhrif á lífskjör sín. Á sama hátt og Jón Steinar og fleiri telja málflutning verkalýðshreyfing- arinnar vera hagsmunalegt karp segi ég að hans málflutningur sé hags- Ari Skúlason „Á sama hátt og Jón Steinar og fleiri halda því fram að þetta mál fjalli um frelsi og mann- réttindi held ég því fram að málið snúist um baráttu á milli frjáls- hyggju og félagshyggju og svo auðvitað um lýð- ræðið og rétt fólks til þess að hafa áhrif á lífs- kjör sín.“ munalegt karp. Staðreyndin er nefni- lega sú að íslendingar eru alls ekki ósáttir við að starfa innan verkalýðs- hreyfingarinnar og era meira að segja nokkuð vel sáttir við það. Að reyna að breyta þeirri staðreynd með tali um frelsi og mannréttindi er ekkert annað en hagsmunalegt karp. Þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um frelsi og mannréttindi. Það snýst um hagsmunabaráttu og um það hvernig þjóðfélag við viljum búa við. Viljum við búa í félagslegu þjóðfélagi þar sem frelsið er notað til þess að veija einstaklinginn eða viljum við búa í frjálshyggjuþjóðfé- lagi þar sem frelsið er vel til þess fallið að troða á þeim sem minnst mega sín? Höfundur er hagfræðingur ASÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.