Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Golli SLOKKVILIÐSMENN hafa staðið í flutningum síðustu daga rétt eins og starfsmenn Strætisvagna Akureyrar, en á laugardag var tekið í notkun húsnæði við Arstíg þar sem strætó og siökkvilið verða til húsa í framtíðinni. Slökkviliðsmennirnir Skúli, Gunnlaugur Búi, Ingimar og Guðmundur voru að koma fyrir handknúinni mótorsprautu sem prýða'á hin nýju húsakynni slökkviliðsins, en sprautan var fyrst notuð árið 1907 í miklum bruna á Akureyri, þegar húsalengja frá Brekkugötu niður í Strand- götu varð eldi að bráð. Húsnæði fyrir slökkvilið og strætisvagna tekið í notkun Breytingar á um 2.000 fm húsnæði fyrir 50 milljónir NYTT húsnæði Slökkvistöðvar Akureyrar og Strætisvagna Ak- ureyrar var tekið í notkun á laugardag. Húsið er við Árstíg 2 og er að heildarflatamáli rúmir 2.000 fermetrar, slökkviliðið hefur til umráða 1.350 fermetra og strætisvagnarnir rúmlega 650 fermetra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsinu. Langþraður draumur Þeir Sigurður J. Sigurðsson for- maður bæjarráðs og Haildór Jóns- son bæjarstjóri komu akandi á slökkvilbíl og strætó að húsinu og á eftir fylgdi sjúkrabíll, en þannig fluttu þessar bæjarstofnanir á táknrænan hátt. Við athöfnina á laugardag flutti Sigurður J. Sigurðsson ávarp þar sem hann rakti tildrög málsins og þeirri ákvörðun að velja umrætt húsnæði til þessara nota. Þá gerði Ágúst Berg grein fyrir þeim breyt- ingum sem gerðar voru á hús- næðinu, en húsið var keypt í febr- úar árið 1991. Verkið var boðið út í ágúst í fyrra og átti Vör lægsta tilboðið, 41,6 milljónir króna. Unn- ið var að breytingum síðasta vetur og áætlað ljúka framkvæmdum í byrjun júní síðastliðinn, en vegna galla í gólflögnum og aukaverka var verklokum frestað. Framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu hafa kostað rúmar 50 milljónir króna auk þess sem fram- kvæmdir við lóðina hafa numið um 4,4 milljónum króna. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi'- liðsstjóri segir nýja húsnæðið henta vel og það sé vel staðsett, liggi vel við helstu umferðaræðum, en liðið verði væntanlega heldur lengur í útköll í miðbæinn en var. Á móti kæmi að rýmra er um og ekki hætta á að það lokist inni eins og verða vildi þegar fóltboltaleikir voru eða eitthvað um að vera í Sjallanum, en þá var bílum lagt umhverfís slökkvistöðina. „Það má segja að langþráður draumur hafi ræst, það eru einmitt 20 ár frá því fyrrverandi slökkviliðsstjóri hreyfði því fyrst að farið yrði að huga að flutningi slökkviliðsins úr ráðhús- inu,“ sagði Tómas Búi. Til sölu Hótel Ólafsfjörður, sem er til húsa í nýju vönduðu stein- húsi. Matsalir og bar á neðri hæð, ellefu tveggja manna fullbúin gistiherbergi og setustofa á efri hæð. Bjartur og fallegur matsalur rúmar allt að 50 manns, en mögulegt er að taka á móti allt að 100 manns samtímis. Vegalengdir: Þjóðv. 1 - Ólafsfjörður 50 km. 35 mín. Akureyri — Ólafsfjörður 60 km. 45 mín. Dalvík - Ólafsfjörður 15 km. 10 mín. Siglufj. - Ólafsfjörður 60 km. 60 mín. Áfast hótelinu er nýtískuleg bensínstöð og grillskáli. Ge.f- inn verður kostur á því að kaupa eignina eða hótelið og grillskálann sér og leigja þá bensínstöðina. Allar upplýsingar veitir: Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri, í síma 96-21744, fax 96-27746, og Jón Kr. Sólnes hrl. í síma 96-11200. ^^Fasteigna Dalvík Rúmlega sjötugnr maður lést í árekstri SJÖTÍU og eins árs gamall maður, Páll Guðmundsson, lést í umferðarslysi skammt sunnan við Dalvík síðastliðinn föstudag. Hann var til heimilis að Brimnesbraut 19 á Dalvík. Tilkynnt var um slysið til lög- reglunnar á Dalvík laust fyrir kl. 16 á föstudag, en það varð við vegamót Svarfaðardalsvegar og Ólafsfjarðarvegar sunnan Dalvík- ur. Það varð með þeim hætti að jeppabifreið sem ekið var norður Svarfaðardalsveg var beygt í veg fyrir vörubifreið sem ekið var suð- ur eftir Ólafsfjarðarvegi. Áreksturinn var mjög harður að sögn lögreglufulltrúa rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri og lést ökumaður jeppans nær sam- stundis að talið er. Iþrótta- og tómstundaráð lét undan full- trúaráði foreldrafélaga grunnskólanna Félagsmiðstöðvar loka hálftíma fyrr ÍTÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar hefur samþykkt að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva í bænum um hálftíma og er tekið fram í bókun ráðsins að svo verði fyrst um sinn. Félagsmiðstöðvarnar verða því lokaðar kl. 22 í stað 22.30. Fulltrúaráð foreldrafélaga grunn- skólanna í bænum hafði beint þeim tilmælum til íþrótta- og tómstunda- ráðs, ÍTA, að félagsmiðstöðvunum yrði lokað kl. 22, en ráðið ekki fall- ist á þau tilmæli. Nokkrar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu og því vísað til frekari umfjöllunar ráðsins. Þetta mál var tekið fyrir að nýju hjá Iþrótta- og tómstundaráði í síð- ustu viku þar sem samþykkt var að frá og með 1. septembér yrðu félags- miðstöðvarnar opnar til k. 22 fyrst um sinn. Látið undan „Með þessari ákvörðun er ráðið að láta undan miklum þrýstingi frá fulltrúaráði foreldrafélaga í grunn- skólum bæjarins, sem ráðið vill ógjarnan eiga í útistöðum við. Þrátt fyrir breytta afstöðu er ÍTA ekki sannfært um að þessi breyting á opnunartíma félagsmiðstöðvanna sé unglingunum sjálfum fyrir bestu og ijóst að hún er gerð þvert gegn vilja meirihluta þeirra sem sækja félags- miðstöðvarnar," segir í bókun ráðsins vegna þessa máls. Þá ítrekar ráðið að kannað verði hvernig unglingar verji frí- og hvíld- artíma sínum auk þess sem það ósk- ar eftir áliti félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar á opnunartíma félagsmiðstöðva á Akureyri. MorgunDiaoio/uom Aftur á stall eftir sjö ára fjarveru STYTTAN af Helga magra og Þórunni hyrnu var sett á stall sinn að nýju á Hamarkotsklöppum, en sjö ár eru liðin frá þvi hún var tekin niður vegna skemmda. Helgi og Þórunn steypt í brons STYTTAN af frumbyggjum Eyjafjarðar, Helga magra og Þórunni hyrnu, var sett á stall sinn á Hamarkotsklöppum í gærmorgun, en sjö ár eru Iiðin frá því styttan var tekin niður vegna mikilla skemmda. Landnemamir vom teknir niður af stalli sinum árið 1986, þijátíu áram eftir að styttan var sett upp. Jónas S. Jakobsson myndhöggvari gerði styttuna árið 1956, en hann vann að gerð hennar i sundlaugar- byggingunni á Akureyri sem þá var i smíðum. Styttan var mótuð i leir, tekið af henni gifsmót og hún síðan steypt í steinsteypu. Styttan var við það að verða ónýt, steypan farin að molna úr henni þegar hún var tekin niður og henni komið fyrir í kyndi- stöð Hitaveitu Akureyrar þar sem hún var geymd um árabil. Stafkarl til baka Fyrir einu og hálfu ári var styttan send utan til Bretlands þar sem hún var steypt í brons. Heldur brá mönn- um í brún er hún kom til baka úr þeirri meðferð; í stað spjóts sem Helgi bar höfðu Bretarnir sett staf. Ekki vildu Akureyringar una því að fá stafkarlinn til baka og því tafðist verkið nokkuð þar sem gera þurfti viðunandi lagfæringar. Ingólfur Ármannsson, menning- arfulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að eftir ætti að ganga betur frá undir- stöðum styttunnar, en sérstakar málmplötur hefðu verið pantaðar til að setja styttuna á. Það færi eftir veðri á næstu vikum hvort hægt yrði að ljúka verkinu endanlega nú í haust, eða hvort það biði vorsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.