Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 23

Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 23
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 23 Major hvetur til sam- stöðu í Ilialdsflokknum Segir fámennan hóp ótrúrra þingmanna reyna grafa undan sér London, Tókíó, Edínborg. Daily Telegraph. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands hvatti til þess um helgina að liðsmenn íhaldsflokksins hættu „heimskulegu eyðileggingarr- öfli,“ eins og hann komst að orði, og krafðist þess að ótrúir þing- menn flokksins hættu að grafa undan honum sem leiðtoga þar sem það skaðaði starf ríkisstjórnarinnar. Sagðist Major ekki á þeim buxum að draga sig í hlé og vísaði á bug fullyrðingum, sem birst hefðu í fjölmiðlum, um að hann væri einangraður í embætti. í gær sagði Sir Norman Fowler formaður íhaldsflokksins að yfirgnæf- andi fjöldi flokksmanna, innan þings sem utan, stæðu með Major. Major sendi flokksmönnum sín- um tóninn frá Tókýó en hann er nú í opinberri heimsókn í Japan. Hann sagði að andstaða við hann sem flokksleiðtoga og forsætisráð- herra væri takmörkuð við örfáa flokkssvikara. Sagðist hann búinn að fá sig fullsaddann af framferði þeirra og áframhaldandi óhollustu. Kenneth Clarke fjármálaráð- herra staðfesti að leitað hefði ver- ið til sín og tveggja annarra ráð- herra, Michaels Howards innan- ríkisráðherra og Michaels Portillos fj árvgitingaráðherra, með það fyr- ir augum að fá þá í framboð gegn Major. Clarke sagði að ekki mætti skilja það sem svo að mótframboðs væri að vænta og bætti við að ERLENT ráðherrarnir þrír legðu áherslu á nákvæmlega sömu gildi og for- sætisráðherrann, áherslumunur væri enginn. Hugmyndin um framboð gegn Major væri bæði óraunhæf og hlægileg. „Ég held að enginn með sæmilega pólitíska dómgreind myndi fara út í leið- togaslag,“ sagði Clarke. Ákall Majors um samstöðu í flokknum mætti ekki skilningi hjá nokkrum þingmanna sem ósáttir er við hann. Einn þeirra, Tony Marlow, sagði í gær að ekki væri spurning um hvort leiðtogaskipti færu fram, heldur aðeins hvenær, slík væri þörfin fyrir breytingar. Marlow var á sínum tíma einna fyrstur til að krefjast þess opinber- lega að Margaret Thatcher, for- veri Majors, viki sem leiðtogi íhaldsflokksins. Skotar snúa baki við Major Skotar hafa snúið baki við stjóm Johns Majors, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var þar í landi í síðustu viku fyrir blaðið Scotsman. Aðeins 13% kjósenda sögðust styðja íhaldsflokkinn en hann hlaut 26% í kosningunum í fyrra. Samkvæmt könnuninni styðja 53% skoskra kjósenda Verka- mannaflokkinn en hann hlaut 39% atkvæða í Skotlandi í kosningun- um 1992. Næstur kom Skoski þjóðarflokkurinn með 23%, eða 2% meira en í kosningunum, og Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn 10% eða 3% minna fylgi en í fyrra. Aðeins 15% sögðust ánægð með Major en á sínum tíma mældist lakasti stuðningur við Thatcher í Skot- landi 19%. Reuter Major í Japan JOHN Major forsætisráðherra Bretlands er í opinberri heimsókn í Japan og er hér með Morihiro Hosokawa, japönskum starfsbróður sínum. Major sendi í gær Bandaríkjamönnum tóninn er hann gagn- rýndi stefnu þeirra í viðskiptadeilum þeirra við Japani. Kosningaúrslit í Hamborg áfall fyrir gömlu flokkana Hamborg. Reuter. GÖMLU flokkarnir töpuðu fylgi í kosningunum í Hamborg um helg- ina, skiptu á milli sín 70% atkvæða, en hin 30% fóru til ýmissa mót- mælaflokka, græningja og hægriöfgaflokka. Eru úrslitin túlkuð sem áfall fyrir stóru flokkana og fréttaskýrendur segja, að ýmiss konar mótmæli séu að verða fastur liður í kosningum í Þýskalandi, að ástand- ið sé farið að minna á Weimar-lýðveldið fyrir stríð. Niðurstöður kosninganna voru þær, að jafnaðarmenn fengu 40,4% atkvæða, 48% í síðustu kosningum; kristilegir demókratar fengu 25,1% og töpuðu 10% og frjálsir demó- kratar, samstarfsflokkur kristilegra í ríkisstjórn, fengu aðeins 4,1% og töpuðu sínum mönnum í borgarstjóm Hamborgar. Kosningaþátttakan var aðeins um 70%, sem er lítið í Þýska- landi. Almennt er búist við, að jafn- aðarmenn og græningjar myndi sam- an stjórn í Hamborg. Gott gengi „Hins kostsins" Tveir hægriöfgaflokkar fengu samtals um átta prósent atkvæða en hvorugur nógu mikið til að koma manni að og græningjar, sem bættu mest við sig, fengu rúm 16%. Mesta athygli vakti þó árangur „Hins kosts- ins“, flokks hófsamra manna, sem segjast óánægðir með gömlu flokk- ana. Var hann stofnaður fyrir tveim- ur mánuðum og fékk 5,6% atkvæða. í viðtölum við leiðtoga jafnaðar- manna og kristilegra demókrata um úrslitin hafa þeir kennt hvorir öðrum um þreytuna meðal kjósenda en lítið sagt um aðaláhyggjuefni flestra, at- vinnuleysið. Það er nú 7,5% í vestur- hlutanum og 15,4% í austurhlutan- um. Vantar ykkur notaðan bíl á góðu verði fyrir haustið? Þá ættuö þið aö kíkja til okkar og skoöa úrvalið! Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðslur Mazda 323 GLX 1992, sjálfsk., ek. 32 þús. Kr. 1.120.000. Renault Nevada 4 x 1991, ek. 80þús. Aðeinskr. 1.290.000. BMW316 1988, ek. aðeins31 þús. Kr. 920.000. Pessir bílar eru á tilboösveröi! BMW518Í 1990, ek. aðeins 37.þús., sól- lúga, samlæs, rafmrúður. Kr. 1.850.000. Tilboð kr. 1.650.000. Toyota Hilux Double Cap turbo, diesel, 1990, ek. 70 þús. Alvöru fjalla- bíll m/öllu.Kr. 2.190.000. BMW 520i 1988, ek. 79 þús., álfelgur o.fl. Kr. 1.490.000. Bílaumboðið hf./Bflasalan, Krókhálsi. Renault Clio RN 1992, ek. aðeins 12 þús. Kr. 790.000. BMW318IA 1988, ek. 58 þús., álfelgur o.fl. Toppeintak. Kr. 1.100.000. BMW318IA 1993, ek. aðeins 8 þús., rafm. rúður, samlæst o.fl., demants- svartur. Kr. 2.400.000. Þessir bílar eru á tilboðsverði! Tilboðslisti Renault 11 MMC Lancer st BMW 323i Cabrio Peugeot 205 XL FordSierra 1600L BMW 316 VW Golf GT Suzuki Swift 4x4 Árg. Stgr. Tilboðs- verð verð 1989 520.000,- 480.000,- 1986 420.000,- 370.000,- 1984 890.000,- 690.000,- 1987 320.000,- 280.000,- 1987 650.000,- 450.000,- 1986 580.000,- 490.000,- 1987 550.000,- 490.000,- 1991 700.000,- 630.000,- Krókhálsi 1, sími 686633 / Krókhálsi 3, sími 676833. Opið: Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-16. Skuldabréf til allt að 36 mánaða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.