Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 48

Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 48
Frakkar rannsaka norðurljós FRANSKIR vísindamenn vinna nú að uppsetningu ratsjárstöðvar rétt norðan við Stokkseyri. Þaðan verða gerðar rannsóknir á norður- ljósum og munu þær standa í tíu ár. Rannsóknirnar eru liður í sam- starfsverkefni fimm þjóða en sjö aðrar sambærilegar stöðvar verða reistar á norðurheimskautssvæð- inu, allt frá Alaska í vestri til Finn- lands í austri. Að sögn Gunnlaugs Björnssonar hjá Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands verða tuttugu möstur í ratsjár- stöðinni. Frá þeim verða send ratsjár- merki upp í háloftin og endurkastið síðan mælt. Mælingar hefjast senni- lega í mars eða apríl og munu standa í 10 ár. Þær ganga út á að fylgjast með áhrifum sólar á segulsvið jarðar en norðurljós verða til þegar raf- hlaðnar agnir frá sólinni lenda í árekstrum við agnir í efstu lögum gufuhvolfs jarðar. Frakkar standa straum af kostn- aði við uppsetningu mastranna en starfsmenn Raunvísindastofnunar munu sjá um rekstur hennar og taka þátt í úrvinnslu niðurstaðna mæl- 4nga. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ekki Smuguþorskur OPINBERRI heimsókn Jans Henrys T. Olsens, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, sem hófst á laugardag, lýkur í dag. Olsen átti í gær fund með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra þar sem sameiginleg hagsmunamál þjóðanna í sjávarútvegsmálum, norsk- ísienski sfldarstofninn, úthafskarfaveiðar, loðnu- samningur þjóðanna, hvalveiðimál og síðast en ekki síst veiðar íslenskra skipa í Smugunni svokölluðu í Barentshafí voru til umræðu. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að ekki hefðu neinar formlegar kröfur verið lagðar fram vegna Smugu-veiðanna. Að fund- inum loknum héldu ráðherramir til Vestmannaeyja og heimsóttu m.a. Náttúrugripasafn Vestmannaeyja. Myndin var tekin í safninu og á henni sjást starfs- bræðurnir virða fyrir sér þorsk í búri — sem er örugg- lega ekki úr Smugunni. Sjá nánar á bls. 19. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þórður til Guðmundur sagði að aðalfundur Dagsbrúnar hefði í vor í kjölfar sam- þykktar stjómar og trúnaðarráðs samþykkt einróma að skrifa Fram- sókn og leita hófanna varðandi sam- einingu. Raunar hefði komið upp úr kafinu að Framsókn hefði stungið upp á viðræðum um sameiningu fyr- ir nokkrum árum, en því hefði ekki verið svarað af hálfu Dagsbrúnar á sínum tíma. Svar hefði borist nú nýverið og þar hefði komið fram að Bochum Þórður Guð- jónsson, yngsti A-landsliðs- maður íslands- og bikarmeist- ara Skaga- manna í knatt- spymu, fer til þýska liðsins Bochum eftir . Evrópuleik IA og Feyenoord í Hollandi í næstu viku, en þýska félagið hefur sýnt áhuga á að gera samning við markahrókinn. Þórður segir tilboðið spenn- andi, því verði samningur að veruleika geti hann sameinað knattspymu og nám í Þýskalandi eins og stefnt hafi verið að. Nánar/Bl. Viðræður um sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar Framsókn hefði skipað nefnd til við- ræðna úm sameiningu og þá hefði Dagsbrún skipað menn af sinni hálfu. Hann gerði ráð fyrir að nefndin myndi koma saman til fyrsta fundar síðar í þessari viku. Kynskipt verkalýðsfélög að hverfa Guðmundur sagði að kynskipt verkalýðsfélög hefðu verið að hverfa smám saman. Til dæmis væru ekki nema fá ár síðan verkalýðsfélögin í Keflavík sameinuðust. 300 konur væru nú þegar félagar í Dagsbrún, enda væru konur farnar að vinna störf sem til skamms tíma hefðu verið talin hefðbundin karlastörf, svo sem við bensínafgreiðslu, akstur og fleira og þeim fjölgaði sífellt í þessum störfum. Tækniþróunin í atvinnulíf- inu hefði gert þetta að verkum. Þá væru tvær konur nú þegar í tíu manna stjórn Dagsbrúnar. Ritari Dagsbrúnar væri kona og aðaltrún- aðarmaður félagsins hjá Reykjavík- urborg væri kona og sæti í stjóm félagsins. Árlega væm skráðir tugir kvenna í félagið og ekkert lát væri á þeirri þróun. Sparnaður Guðmundur sagði að hann áliti að sameining félaganna myndi verða til þess að styrkja stöðu kvenna. Hann teldi að fólk vildi sameiningu og hún ætti að geta orðið til þess að minnka misrétti kynjanna. Það myndi spar- ast fé við að reka eina skrifstofu í staðinn fyrir tvær og minnti á að lífeyrissjóður félaganna væri sameig- inlegur. Eignir félaganna væru hins vegar mismunandi og margt gæti orðið til þess að viðræður um samein- ingu rækju upp á sker. Umfangsmikil lögreglurannsókn á málum 38 ára höfuðpaurs fíkniefnahrings Hefur flutt inn á annan tug kílóa af fíkniefnum Fíkniefnalögreglan hefur fengið framlengt um hálfan mánuð gæslu- varðhald yfir 38 ára gömlum manni sem talinn er skipuleggjandi og höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahrings sem hefur flutt inn til landsins á annan tug kílóa af hassi og nokkur kíló af amfetam- íni. Um nokkrar ferðir er að ræða, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, flestar i sumar en a.m.k. ein í fyrrasumar. Alls hafa fimm manns setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins, höfuðpaurinn og fjög- ur „burðardýr" — menn sem tekið höfðu að sér að bera fíkniefni inn í landið gegn greiðslu fyrir frá 250-500 þúsund krónur. Að auki hefur á annan tug manna verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn- ina, að sögn fíkniefnalögreglu. Rannsókn málsins hófst að gagni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, þegar tveir menn, 47 og 51 árs, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 25. júlí síðast- liðinn með 3 kg af hassi og um 900 gm af amfetamíni. Það eru einu fíkniefnin sem lögregla hefur komist yfir í málinu og má gera ráð fyrir að maðurinn hafi komið fíkniefnum fyrir tugi milljóna króna í dreifíngu úr þeim sending- um og af því magni sem nú er talið upplýst um innflutning á. Þriðji maðurinn var handtekinn fyrr í sumar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins vöknuðu fljótlega grun- semdir um hver stæði á bak við innflutninginn. Lögreglan fylgdist með ferðum og athöfnum hins mannsins og beið þess að hann hefði samband við vitorðsmenn sína sem látnir voru lausir úr gæsluvarðhaldi um þetta leyti. Áðfaranótt 1. september þegar vit- að var að maðurinn væri á fundi á heimili annars þeirra sem setið höfðu í varðhaldi réðst lögreglan þar til inngöngu og handtók þre- menningana. Fjárvana „burðardýr" Hinn meinti höfuðpaur er 38 ára gamall og hefur ekki stundað laun- aða vinnu alllengi, og telur lögregl- an að hann hafi haft framfæri sitt af eiturlyfjadreifingunni. „Burðar- dýrin“ fjögur hafa ekki áður kom- ið við sögu fíkniefnamála en þar er um að ræða menn sem voru í miklum fjárhagskröggum og tóku að sér að reka erindi mannsins gegn greiðslu, sem nam frá 250 til 500 þúsund krónum. VIÐRÆÐUNEFNDIR til að ræða sameiningu verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og verkakvennafélagsins Framsókn- ar í Reykjavík hafa verið skipaðar og er gert ráð fyrir að fyrsti viðræðufundurinn verði síðar í þessari viku. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að kynskipt verkalýðsfélög séu orðin tímaskekkja og að eitt sameinað átta þúsund manna félag myndi styrkja stöðu verkafólks í borginni. Hann sagði að kynskipt verkalýðsfé- lög væru einungis á fjórum stöðum á landinu ennþá, í Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki. Slæmar kvefpest- ir ganga SLÆMAR kvefpestir hafa gengið að undanförnu en engin flensutilfelli hafa verið greind. Einkenni kvefpesta sem hafa gengið að undanförnu minna um margt á flensu, að sögn Heimis Bjarnasonar aðstoðar- héraslæknir í Reykjavík. Hann sagði að tilfellin væru álíka mörg og á sama tíma undanfar- in ár. Heimir sagði að einkenn- in væru kvef, hósti, hitavella og höfuðverkur. Hann sagði að veikin gæti lagst þungt á fólk og væri full ástæða fýrir þá sem veiktust og eru ekki hraustir fyrir að fara vel með sig. Lengri meðgöngutími Heimir sagði að meðgöngu- tími kvefpesta væri 3 til 4 dag- ar áður eri einkenni kæmu í ljós en einkenni flensu gætu komið í ljós einum og hálfum sólar- hring eftir smitun. Hann sagði að engin flensutilfelli hefðu greinst en ekki væri ólíklegt að flensa bærist hingað í næsta mánuði eins og hún hefur gert undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.