Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21; SEPTEMBER 1993 19 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Jan Henry Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs í opinberri heimsókn Yona að litið verði á Smuguna sem neðan- málsgrein í framtíðinni aðhafst í málinu. „Við höfum auð- vitað ekki fagnað komu íslenska eftirlitsmannsins í þeirri von að hann muni koma og sjá hvað er að gerast, fara heim og síðan ger- ist ekki neitt. Að sjálfsögðu viljum við að eitthvað gerist. Það er ís- lenskra yfirvalda að ákveða hvað eigi að gera en þau þekkja okkar afstöðu.“ Olsen bætti því við að hann teldi það vera hagsmunamál strandríkis að setja lög sem leyfa stjórnvöld- um að hafa afskipti af eigin veið- um, einnig utan landhelgi. Sjávarútvegsráðherrar á sjávarútvegssýningii JAN Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs mun fyrir hádegi í dag eiga fund með sjávarútvegsnefnd Alþingis. Olsen heldur heim til Noregs en hann hefur verið í opinberri heimsókn hér frá því á laug- ardag. A laugardag fór Olsen ásamt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra á sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöli og var þá þessi mynd tekin. Á sunnudag ferðuðust ráðherrarnir um Suðausturland og að loknum formlegum fundi þeirra í gær var farið til Vestmannaeyja. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra átti í gær fund með hinum norska starfsbróður sínum Jan Henry Olsen, sem kom hingað til lands í opinbera heimsókn á laugardag. A blaðamannafundi sem ráðherrarnir héldu í sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær lögðu þeir báðir áherslu á að um samn- ingafund hefði ekki verið að ræða og því engar formlegar kröfur settar fram. Veiðar íslenskra fiskiskipa í Smuguni í Barentshafi hefðu þó að sjálfsögðu verið til umræðu og sagði norski sjávarútvegsráðherrann nauðsynlegt að íslensk og norsk sljórnvöld væru í stöðugu sambandi vegna margra sameiginlegra hagsmunamála á sviði sjávarútvegs. Sagðist hann vona að í framtíðinni yrði litið á Smugu-deiluna sem neðanmálsgrein í samskiptasögu þjóðanna. Þorsteinn Pálsson sagði að hann og Olsen hefðu rætt ýmis mál sem væru sameiginleg á fiskveiðisvið- inu milli íslands og Noregs. „Það er hins vegar rétt að taka það skýrt fram að þetta var ekki samn- ingafundur heldur vorum við fyrst og fremst að fara yfir þau mál þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta.“ Hann sagði að auk Smugunnar hefði verið rætt um norsk-íslenska síldar- stofninn og mikilvægi þess að hefja viðræður milli þjóðanna, sem þar ættu hagsmuna að gæta, því líklegt væri að á næstu árum myndi stofninn ganga út á hafið milli íslands og Noregs. Þá hefðu úthafskarfaveiðar suður af land- inu verið ræddar og sagði Þor- steinn að það hlyti að koma að því innan skamms að þær þjóðir sem þar stunduðu veiðar, myndu koma sér saman um fiskveiði- stjórnun. Einnig ræddu ráðherr- arnir um loðnusamningin sem rennur út næsta vetur og undir- búning að því að hefja endurnýjun hans. Loks fóru þeir yfir stöðu hvalveiðimála og gerði Olsen þar að auki grein fyrir stöðu mála í aðildarviðræðum Norðmanna við Evrópubandalagið. Mikilvægi samvinnu „Við væntum þess að geta hald- ið áfram viðræðum við Norðmenn um þessi málefni og embættis- menn landanna munu væntanlega fjalla um þau á næstunni þannig að við getum fundið farveg til að halda áfram því góða og mikil- væga samstarfi sem við höfum átt á fiskveiðisviðinu. Ég lít svo á að það sé til marks um mjög gott samstarf þjóðanna að samkomu- lag tókst á milli norsku strand- gæslunnar og landhelgisgæslunn- ar að íslenskur eftirlitsmaður er nú um borð á strandgæsluskipi til að fylgjast með veiðum íslensku skipanna þar,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Vegna slæms veðurs í Smuguni tókst ekki að fram- kvæma mælingar þar á sunnudag en Þorsteinn sagðist vonast eftir að fá niðurstöður úr mælingum í hendurnar síðar í vikunni. „Hvað sem því líður þá lít ég svo á að einmitt þetta samstarf staðfesti að þjóðirnar geti haldið áfram þeirri góðu samvinnu sem verið hefur á milli þeirra,“ sagði sj ávarútvegsráðherra. Afstaða Norðmanna skýr Jan Henry Olsen sagðist vera því feginn að þeir hefðu verið svo forsjálir að ákveða fund í Reykja- vík töluvert áður en deilurnar um Smuguna hófust. Hann sagði að engin niðurstaða hefði fengist varðandi veiðarnar í Smgunni en að mikilvægt væri að viðhalda góðri samvinnu og stöðugum sam- skiptum þrátt fyrir þá deilu. Hann sagði afstöðu Norðmanna vera skýra. Þeir teldu að þessar veiðar ættu ekki að eiga sér stað en að málið yrði að leysa á diplómatísk- um vettvangi. Það væri jákvætt að íslendingar sýndu áhuga á að kanna hlutfall smáfisks í afla af eigin raun og sagðist Olsen vona að það myndi stuðla að því að lausn fyndist. „Smugan hefur aldrei verið veiðisvæði bæði vegna þess hve sjórinn er kaldur á þessu svæði og vegna mikils smáfisks,“ sagði norski sjávarútvegsráðherr- ann. Ráðherrarnir voru spurðir hvort formlegar viðræður myndu eiga sér stað um Smuguna og sagði þá Þorsteinn Pálsson að áfram yrði rætt um öll sameiginleg mál þjóðanna og þar á meðal sameigin- lega hagsmuni varðandi úthafs- veiðar. Embættismenn myndu halda áfram að ræða saman og sagði Þorsteinn ástæðu til að leggja sérstaka áherslu á að hags- munir íslendinga og Norðmanna færu saman á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um úthafsveiðar. Ekki mestar áhyggjur af Smuguni Þegar Þorsteinn var spurður hvort íslensk stjórnvöld myndu stöðva veiðarnar sagði hann að engar aðgerðir af því tagi hefðu verið ræddar. „Allt frá því að tog- ararnir hófu veiðar þarna höfum við sagt að við ætluðumst til þess að þeir virtu sömu reglur varðandi smáfiskaveiðar og gilda innan ís- lenskrar landhelgi. Þess vegna höfum við lagt á það áherslu á að fá fyllstu upplýsingar frá Norð- mönnum og að geta sent eigin eftirlitsmenn til að geta fylgst með veiðunum út frá þessu sjónar- miði.“ Þorsteinn sagði að heimild væri í lögum til að setja sambæri- legar reglur um veiðar utan land- helgi og innan en gæti ekki sagt á þessu stigi hvort þeirri lagaheim- ild yrði beitt. Fyrst eftir að niður- stöður eftirlitsmannsins lægju fyr- ir gæti slíkt komið til álita. Norski sjávarútvegsráðherrann sagðist aðspurður telja að engin hætta væri á þorskastríði milli Islendinga og Norðmanna vegna veiðanna í Smuguni. Þessi deila gæti jafnvel orðið til að Norðmenn og íslendingar næðu saman um tillögur að reglum um úthafsveiðar til að leggja fram á vettvangi SÞ. „Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af veiðunum í Smuguni heldur miklu frekar hafsvæðinu á milli Noregs og íslands og sameig- inlegum fiskistofnum okkar þar. Mikilvægast er að við höldum áfram að vera í góðu sambandi því það er margt annað sem við þurfum að ræða. Ég vona að í framtíðinni verði þessi deila að neðanmálsgrein í samskiptasögu okkar,“ sagði Jan Henry Olsen. Olsen sagðist aðspurður vona að ef íslenski eftirlitsmaðurinn kæmist að sömu niðurstöðu og norska strandgæslan yrði eitthvað Myndin sýtiir 100 cm skáp, tvfskiptan m/battahillu, fatabengi og 3 hillunu Verö 15.455 kr. stgr. BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651499 TIL AFGREIÐSLU STRAX! GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Einingastæröir: 40, 50, 60, 80 og lOOcm,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.