Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 # LOWARA RYÐFRÍAB ÞREPADÆLUR n m Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 91-624260 Tvíburaskóli — kostur kennslu heymarlausra og heymarskertra Að horfa á málið með augum foreldris eftir Málfríði Gunnarsdóttir Inngangur Síðastliðið sumar hafa tveir greinahöfundar ritað í Morgun- blaðið (17. júní, 29. og 30. júlí) um tvíburaskóla fyrir heymarlausa og tengt skrif sín við ógn, virð- ingarleysi og mannréttindabrot. Mér finnst málflutningurinn ein- hliða og nokkurs misskilnings og þekkingarleysis gæta í umræddum greinum. Þar sem mér er málið skylt og ég þekki tvíburaskólann í raun, finn ég mig knúna til að íjalla um málið á þessum vettvangi út frá minni reynslu. Ekki kemur fram í umræddum greinum að á síðast liðnum árum hafa verið mikil átök um skólamál heyrnarlausra á íslandi. í tvö ár starfaði nefnd með fulltrúum frá Heymleysingjaskólanum, foreldr- um, ráðuneyti og heyrnarlausum með það að markmiði að finna farsæla lausn og virða sjónarmið mismunandi hópa. Um fátt náðist samstaða og starfi nefndarinnar lauk með tveimur greinargerðum, annarri frá skólanum en hinni frá öðrum aðilum nefndarinnar. Mikill meirihluti foreldranna hefur óskað eftir að börnin þeirra hafi val um tengsl við almennan grunnskóla á forsendum sérþarfa heyrnarlausra, þ.e. með tákn- málsstuðningi. Foreldrar hafa af því áhyggjur hve skólinn er fá- mennur og hvaða skorður fámenn- ið setur börnunum þeirra bæði fé- lagslega og námslega. Hugmyndin um tvíburaskóla er í augum flestra foreldra kostur sem ber að skoða af fullri alvöru. Kynni mín af tvíburaskóla Börnin mín tvö, sem eru heymarlaus, hófu sitt þriðja náms- ár í tvíburaskóla í Ósló nú í haust. Skólinn er í venjulegu íbúðarhverfi við Vetlandsveien 79 á Oppsal. Um er að ræða sérskóla fyrir heymarskerta og heyrnarlausa, Vetland-skóla, og almennan grunnskóla, Oppsal-skóla, sem mynda eitt skólasamfélag, sem ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stærðir og gerðir ► Nýtísku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 hefur að markmiði að byggja upp tvo sjálfstæða skóla á jafnréttis- gmndvelli. Sömu námskröfur, allar námsgreinar og almenn próf eru þau sömu og í öðram grunnskólum Noregs. Þarna er vel menntað starfslið og margir heymarlausir starfsmenn, m.a. kennara með framhaldsnám í sérkennslu. Ég tel það vera mikla og já- kvæða reynslu fyrir bömin mín að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þessu skólasamfélagi. Þama er þeim mætt á eigin forsendum, til þeirra era gerðar kröfur, bæði námslegar og félagslegar, um að þau leggi sig fram og stundi skól- ann vel. Þau læra að virða og lifa með einstaklingum sem hafa ólík- an bakgrunn og mismunandi tján- ingarmáta. Þau kynnast fjöl- breyttu skólalífi meðal margra barna. í skólaumhverfinu eru alltaf böm og fullorðnir sem tala tákn- mál, en einnig aðrir sem tjá sig öðru vísi. Á þessari skólalóð gilda sömu reglur fyrir alla. Þetta vita allir og finnst sjálfsagt. Að þarna séu tvö málumhverfi er eðlilegvr þáttur hins daglega lífs. í tvíburaskóla gefst kjörið tæki- færi til að kynna táknmálið og skapa markhóp heyrandi bama, sem finna lö’ngun til að læra tákn- mál og kynnast menningu og sér- stöðu heyrnarlausra og heyrnar- skertra bama. í slíku skólasamfé- lagi gefst tækifæri til samskipta sem víkka sjóndeildarhringinn, stækka kunningjahópinn og leiða til aukins þroska fyrir báða hóp- ana. Hugmyndin á hljómgrunn Sú fullyrðing er ekki rétt að enginn hljómgrannur finnist fyrir hugmyndinni fyrir tvíburaskóla meðal kennara heymarlausra bama. Meðal þeirra hefur hug- myndin vissulega þótt kostur. Það var t.d. kennari við Heymleys- ingjaskólann sem fyrstur kynnti þessa hugmynd („Holmangen- prosjektet") á íslandi á fjölmenn- um fundi á Hótel Loftleiðum fyrir nokkram áram. í Ósló er tvíbura- skóli og við hann starfa margir og vel menntaðir heymleysingjakenn- arar og þeir hafa í samráði við foreldra mótað stefnuna um þenn- an norska tvíburaskóla og byggt á hugmyndum og ályktunum fag- fólks og fullorðinna heymarlausra hér og í öðrum borgum. Heymarlausir foreldrar heymarlausra bama velja Vetland- skólann fyrir sin böm. Þeir vita hvar skórinn kreppir. Heymartapið setur skorður á samskipti og tak- markar upplýsingastreymi. Þess vegna er mikiivægt fyrir þennan hóp að fá skóiakost sem virðir þeirra tjáningarform, tryggir þeim gott vald á iesmáli, greitt upplýs- ingafiæði, og eðlileg samskipti við stærra samfélag. Tvíburaskóia- hugmyndin hefur þróast út frá þeirri staðreynd að við iifum í sama t Æ. Málfríður Gunnarsdóttir „Mikill meirihluti for- eldranna hefur óskað eftir að börnin þeirra hafi val um tengsl við almennan grunnskóla á forsendum sérþarfa heyrnarlausra, þ.e. með táknmálsstuðningi. Foreldrar hafa af því áhyggjur hve skólinn er fámennur og hvaða skorður fámennið setur börnunum þeirra bæði félagslega og náms- lega.“ heimi og þurfum að kynnast að einhveiju marki tii að geta skilið þarfir hvers annars. Bæði í Dan- mörku og Svíþjóð hefur verið áhugi fyrir því að stofna tvíburaskóla. Arið 1987 setti LF (Danske deves landsforbund) í stefnuskrá sína að stefna beri að tvíburaskóla þar í landi. Þeir telja tvíburaskólann geta uppfyllt þarfír heymardaufra bæði um sérkosti og blöndun (Skánland 1991). Tvíburaskólinn á Oppsal fær margar heimsóknir. Skólinn hefur vakið áhuga og athygli fagfólks og áhugafólks um málefni heyrnarlausra/skertra bæði nær og ijær. Bömin og aðstandendur þeirra, bæði heyrnarlausir og heyr- andi, era almennt mjög ánægðir með þann skólakost sem bömin fá í þessu nýja skólasamfélagi. Réttur heymarlausra bama Við, foreldrar heyrnarlausra barna, berum að sjálfsögðu hag þeirra mjög fyrir bijósti. Fráleitt er að ætla okkur að velja eitthvem þann skólakost fyrir bömin okkar, sem við teljum að rýi þau sjálfstra- usti og sjálfsvirðingu. Ég tei rétt þeirra tii kennslu á því máli sem þau skilja ótvíræðan. En ég tel það líka ótvíræðan rétt þeirra að fá að kynnast og aðlagast heyrandi heimi á uppvaxtarárunum með þeim stuðningi sem þeim er nauð- synlegur. Fyrir heilbrigð heyrnar- laus börn er það einfaldlega ekki nægilega örvandi, námslega og félagslega, að eiga engan jafnaldra í skóla, eða aðeins einn til tvo. Slíkt er hlutskipti barnanna í „sam- félagi heymarlausra í Leynimýri". Þó þeim fjölgaði um helming bætt- ist staðan lítið. Á íslandi eru heym- arlausu bömin ekki fleiri og út frá þeirri staðreynd verðum við að vinna. Við verðum að fínna lausn, þar sem hveiju og einu barni er mætt út frá hæfileikum sínum og forsendum. Ég hef engu skól- a„módeli“ kynnst, sem ég tel betur til þess fallið, en einmitt tvíbura- skólanum. Flestir foreldrar hugsa fram á veginn. Þeir sjá möguleika barna sinna og líf sem heild. Skólinn er aðeins hluti af heildinni, mjög mikilvægur hluti hennar. Til skól- ans höfum við væntingar um að þar þroskist barnið vitsmunalega, þ.e. tileinki sér nám og þekkingu; félagslega, þ.e. læri samvinnu við aðra, geti aðlagast og umgengist fólk með aðrar forsendur og við- horf; og tilfinningalega, þ.e. þrosk- ist til sjálfsöryggis, með þroskuð viðhorf gagnvart sjálfum sér og öðram. Til að ná þessum markmiðum og þar með að undirbúa heyrnar- laus börn til virkrar þjóðfélagsþátt- töku sem sterkir einstaklingar í heyrandi þjóðfélagi, tel ég einangr- að samfélag fámenns hóps heyrn- arlausra bama fram til kl. 17 virka daga á starfstíma skóla ekki vera besta kostinn. Skólakostur þeirra þapf að undirbúa þau fyrir það líf sem bíður þeirra utan skólas. Það er ekki nóg að fá kennslu á tákn- máli og lifa örugg í táknmálsum- hverfi. Óryggi og sjálfsmynd veltur líka mikið á því að vita, að þú sit- ur við sama borð og aðrir er varð- ar námskost og námskröfur og að þú getir fótað þig í því samfélagi sem þú lifir í. Tvíburaskólinn getur fullnægt kröfunni um táknmáls- umhverfí, ytra og innra öryggi, félagslega aðlögun og jafna virð- ingu tveggja mála. Ef það tekst ekki, þá hefur fagfólkinu ekki tek- ist að ná markmiðum tvíburaskól- ans, sem er að byggja upp skóla- samfélag þar sem einstaklingarnir era metnir á eigin forsendum, og þar á að ríkja jafnrétti ogjöfn virð- ing fyrir öllum nemendum. Ég tek vissulega undir það, að heymarlaus böm hafa ómetanleg- an stuðning hvert af öðra, en mér fínnst það bera vott um vantraust að leggja ofuráherslu á mikilvægi þess að heymarlaus böm haldi sig frá heyrandi bömum í sínu afmark- aða málaumhverfí. Einblínt er á það, sem þau geta ekki — að heyra — og horft fram hjá öllu hinu. Heymartapið, mismikið þó, er þessum bömum sameiginlegt og sem afleiðing af því táknmálið. Að öðra leyti era þetta venjuleg böm með ólíkar þarfír, getu og langanir og eiga flest sameiginlegt með öðram börnum. Sá grundvall- ar misskilningur kemur reyndar fram í einni greininni að ekki sé mögulegt að þau sem ekki heyra geti tjáð sig við heyrandi og öfugt. Mörg heymarlaus böm ná ótrúlega góðu valdi á talmáli og varalestri og mörg heyrandi börn sýna tákn- málinu mikinn áhuga. Hæfíleikar barna til tjáskipta eru miklir og til era ótal dæmi um ríkuleg tjá- Fjármagn til framtíðar 0^ s - * hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar |g IÐNÞROUNARSJOÐUR r Kalkofnsveai 1 150 Revkiavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92 IÐNÞROUNARSJOÐUR Kslkofnsveoi 1 150 Revkiavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.