Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Gmnur um svarta fisksölu innanlands GRUNUR leikur á að talsvert af þeim fiski sem fer á innanlands- markað sé ekki skráður opinberlega og veiðar og meðhöndlun hans falli því undir svarta atvinnustarfsemi. Að sögn fiskistofu- stjóra liggja þó ekki fyrir sannanir fyrir þessu. Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri sagði við Morgunblaðið, að lengi hafi leikið grunur á að tals- . vert af fiskinum sem færi á innan- landsmarkað væri utan við skrán- ingu en engar sannanir væru um það. Þórður sagðist þó að mjög erfítt væri að fylgjast með slíku. „Við höfum engin tök á að rekja hvaðan fískur í fiskbúðum kemur enda trauðla í okkar verkahring, en við reynum að fylgjast með því að allur landaður afli fari á vigt og sé skráður í kerfið," sagði Þórð- ur. Hann' sagði að komið hefðu upp mál, þar sem menn hefðu reynt að komast framhjá viktun en þau væru ekki mörg. Aðspurð- ur sagði Þórður að það væri vænt- anlega í verkahring skattrann- sóknarstjóra að rekja hvaðan fisk- ur komi í búðir. Skattrannsóknar- stjóri sagði í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu að grunur léki á að veitt væri svart upp úr sjó. Jónas Haraldsson skrifstofu- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna sagði við Morgun- blaðið, að efalaust væri eitthvað um að menn veiddu og seldu físk fram hjá öpinberu kerfi þótt slík dæmi hefðu ekki komið til kasta LÍÚ. „Það er auðvitað hætta á því, þegar samdráttur verður og kvótinn skerðist að menn fari að bjarga sér sjálfír með svartri vinnu því þeir telji sig ekki hafa efni á að borga skatta lengur,“ sagði Jónas. Brot á heilbrigðisreglum Haukur Halldórsson, formaður Stéttasambands bænda, segist vissulega hafa heyrt sögusagnir um framleiðslu og sölu á landbún- aðarafurðum sem ekki sé gefín upp. Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag, að það liggi fyrir að framleiðsla og sala á landbúnaðarvörum sé svört í ákveðnum tilfellum. Haukur seg- ir að hann telji að það sé meira gert úr þessu en ástæða sé til, þó það sé einhver fótur fyrir þessu, en það sé ekki aðeins skattsvik þegar menn séu að slátra heima og selja heldur sé það einnig brot á heilbrigðisreglum, sem sé alvar- legt mál. Lítil frávik Haukur sagði að vitað væri hver bústofn manna væri úr forða- gæsluskýrslum. Sögusagnir hefðu verið um það fyrir nokkrum árum að bústofn bænda væri miklu stærri en forðagæsluskýrslur gæfu til kynna. Þá hefði verið gripið til opinberrar búfjártalning- ar og út úr henni hefði komið mjög lítið frávik. I fyrra hefði ver- ið mikil offramleiðsla á nauta- kjöti, þar sem ekkert kvótakerfi væri við lýði, og sláturleyfíshafar hefðu ekki tekið við. Þá hefðu menn sjálfsagt gripið til þess óynd- isúrræðis að slátra sjálfir heima og reyna síðan að koma því í verð. „Hvort menn gefa svo ekkert upp er ekkert hægt að svara um, en ég held að bændur séu hvorki betri né verri en aðrar stéttir varð- andi þetta,“ sagði Haukur. Hæstaréttardómur vegna tvöfalds bókhalds fyrirtækis Sjö mánaða fangelsi og sektargreiðslur HÆSTIRÉTTIR dæmdi fyrir nokkrum árum forsvarsmann fyrir- tækis í 7 mánaða fangelsi og sektargreiðslu fyrir að hafa haldið tvöfalt bókhald og skýrt þannig stórlega rangt frá söluskatt- skyldri veltu fyrirtæksisins í því skyni að skjóta henni undan sölu- skatti. í viðtali við Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra ríksins í Morgunblaðinu síðastlið- inn laugardag kom fram að emb- ætti hans hefur fært sönnur á að í að minnsta kosti þremur tilfellum hafí fyrirtæki haldið tvöfalt skrán- ingarkerfí sem bæði væru eins að jd;ra útliti en aðeins annað skilaði sér til skattsins. Viðskiptavinir fyrirtæksisins stæðu síðan í þeirri trú að þeir væru að kaupa löglega þjónustu og greiddu af henni virð- isaukaskatt sem rynni í vasa fyrir- tækjanna en ekki ríkissjóðs. Kerfisbundar falsanir Hæstiréttur fjallaði um áður- greint mál árið 1988. í dóminum kom fram að stjómarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét starfsmenn sína rangfæra kerfísbundið bókhald fyrirtækis- ins. Var bókhaldsforritum fyrir- tækisins breytt þannig að hluta af sölu var haldið utan við fjár- haldsbókhald þess. Þannig var búið til tvöfalt tekjuskráningar- kerfi hjá fyrirtækinu þar sem allri sölu samkvæmt öðru kerfinu, sem skráði sölu á vörum og þjónustu til tiltekinna viðskiptamanna, var haldið utan fjárhaldsbókhalds fyr- irtækisins sem söluskattskýrslur og ársreikningar voru reistir á. Einnig voru búnar til kreditnótur fyrir skiluðum vörum án þess að nokkur viðskipti lægju þar að baki. Allt var þetta gert til að lækka skattskylda veltu fyrirtækisins. Náðist þannig að skjóta undan 29 milljónum króna árin 1982-1984 og komst fyrirtækið hjá því að greiða um 6,4 milljónir til ríkis- sjóðs. Lætur nærri að þessar upp- hæðir megi fímmfalda til að nálg- ast núverandi verðlag. Dómar mildaðir Árið 1986 dæmdi undirréttur stjómarformann og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins í 15 mánaða fangelsi. Annar starfsmaður var dæmdur í 6 mánaða fangelsi og tveir aðrir vora dæmdir í 2 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða nærri 18 milljóna króna sekt, sem samsvaraði þá nokkurn veginn þeirri upphæð, með verðlagsbreyt- ingum, sem fyrirtækið hafði áður komist hjá að greiða í söluskatt. Hæstiréttur mildaði þessa dóma árið 1988. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í 7 mánaða fangelsi og 1,1 milljónar króna sektar- greiðslu sem svarar til u.þ.b. 1,7 milljóna króna nú. Auk þess var fyrirtækið dæmt til að greiða 8,3 milljóna króna sekt sem svarar til um það bil 13 milljóna nú. Einn starfsmaður fyrirtækisins var dæmdur í 4 mánaða skilörðsbund- ið fangelsi og tveir aðrir í 2 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Bifreiðastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar Gjaldskylda á langtímastæðum Keflavik. „ÞAÐ var nokkuð um það í fyrstu að menn áttuðu sig ekki á þessu nýja fyrirkomulagi og gripu því í tómt þegar þeir ætluðu að sækja bílirín þar sem þeir skildu við hann. En þetta hefur minnkað mikið og nú eru menn almennt ákaflega ánægð- ir með þessa þjónustu og að vita af bílnum sínum á öruggum stað,“ sagði Smári Helgason framkvæmdastjóri Bifreiðagæsl- unnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. En þar var tekin upp gjaldskyld bifreiðagæsla í júlí fyrir þá sem leggja bílum sínum til lengri tíma við stöðina. Smári sagði að bílastæðamál við flugstöðina hefðu verið orðin mikið vandamál, sérstaklega á álagstímum og dæmi hefði verið um bíleiganda sem hefði farið utan og skilið bíl fyrirtækis síns í gangi við innganginn. Því hefði verið ákveðið í samráði við flug- málastjórn flugstöðvarinnar að taka á þessum vanda, stofnað hefði verið hlutafélag um rekst- urinn sem væri á svipuðum granni og á Norðurlöndunum. „Stæðin næst flugstöðinni eru skammtímastæði þar sem ekki er ætlast til að menn leggi bílum sínum lengur en í 3 tíma. Ef menn ætla að geyma bíla sína lengur verða þeir að koma á stæðið til okkar. Að öðrum kosti fá þeir sekt og síðan eru bílar þeirra teknir af stæðinu með dráttarbíl sem skapar óþarfa kostnað. Menn frá okkur era við stjórnun og leiðbeina fólki á mestu álagstímunum og við reynum eftir bestu getu að koma þeim skilaboðum til allra, að ef þeir hyggja á langferð þá sé betra að koma bílnum á lang- tímastæðið svo ekki þurfi að koma til leiðinda. Gjaldið á dag er 220 krónur og ég get fullyrt að langflestir sem koma með bílana til okkar eru ánægðir því að með tilkomu gæslunnar heyra skemmdarverk á bílum nú sög- unni til,“ sagði Smári Helgason ennfremur. -BB Átök innan stjómar Mótvægis um ráðningu ritstjóra Tímans Nýr ritsljóri verður ráð- inn einhvern næstu daga Stjórnarformaður Mótvægis hf. segir að nýr ritstjóri dagblaðs- ins Tímans verði ráðinn á næstu dögum. Hann segist ekki kann- ast við að sljórnarmenn hafi verið beittir bolabrögðum af hluthöf- um en einn umsækjandi um starfið hefur dregið umsóknina til baka vegna andstöðu stjórnarformanns Olíufélagsins hf. við sig vegna fréttaskrifa sinna af hvalamálinu. Fréttastjóri Tímans seg- ir afstöðu sljórnarformanns Olíufélagsins koma mjög á óvart og vera áhyggjuefni. Nýtt íþróttahús og sundlaug í Vogum Margir sækja um störf Vo(fum. ALLS 17 manns sóttu um starf forstöðumanns íþróttahúss og sundlaugar sem tekur til starfa í Vogum í byijun október og alls 22 hafa sótt um störf bað- varðar. Jón Már Guðmundsson var fyrir nokkru ráðinn forstöðumaður en í störf baðvarða verður ráðið á næst- unni. Um er að ræða alls 4 hluta- störf, þar af tvö sem eru 40% störf og tvö sem eru 60% störf eða alls tvær heilar stöður. - E.G. Jón Ásgeir Sigurðsson, einn umsækjenda um ritstjórastöðu á Tímanum, dró umsókn sína til baka í síðustu viku og sagði að Kristján Loftsson, stjórnarformað- ur Olíufélagsins, hefði sett það sem skilyrði fyrir hlutafjárfram- lagi Olíufélagsins til Mótvægis að Jón Ásgeir yrði ekki ráðinn rit- stjóri. Vitnaði Jón Ásgeir í stuðn- ingsmenn sína innan stjómar Mót- vægis sem kölluðu afstöðu Krist- jáns óþolandi bolabrögð. Kristján Loftsson sagði við Morgunblaðið sl. sunnudag að hann gæti aldrei stuðlað að því að menn sem væru í vitorði með erlendum aðilum um tilraun til sjóráns á íslensku skipi yrðu ráðnir ritstjójar við óháð dagblað á íslandi. Á Kristján þar við grein sem Jón Ásgeir skrifaði um tilraun Grænfriðunga til að ryðjast um borð í skip Sambands- ins fyrir nokkrum áram til að mótmæla hvalveiðum íslendinga. Ekki óeðlilegur þrýstingur Jón Sigurðsson stjómarformað- ur Mótvægis sagðist ekki vita til þess að stjórnarmenn hefðu verið beittir óeðlilegum þiýstingi af hálfu Olíufélagsins þótt menn hafí vitað af skoðunum Kristjáns Lofts- sonar. Þegar hann var spurður hvort hann teldi þetta mál geta skaðað Mótvægi hf. og Tímann svaraði hann: „Ef hlutafélög lifa englalífi óháð eigendum sínum þá getur þetta haft óæskileg áhrif á hlutafélagið en ég hélt að allir vissu hvemig félög hlutafélög era. • Meðal annars af þeirri ástæðu hef ég ekkert á móti samvinnufélög- um,“ sagði Jón. Birgir Guðmundsson fréttastjóri Tímans sagði að starfsmenn fréttadeildarinnar væra áhorfend- ur að þessum atburðum og að það væri bæði óþægilegt og áhyggju- efni ef menn væru að skipta sér af einstökum fréttaskrifum sem ekki væri víst að hafí átt sér stað eins og í þessu tilfelli. Spurningin snérist um lífssýn ritstjórans. „Ég get ekki litið á þetta, sem verið sé að marka þá fréttastefnu að Kristján Loftsson eða einhver annar eigi að skrifa fréttir í fram- tíðinni," sagði Birgir. „Þetta er spuming um hver verður ráðinn ristjóri. Það er verið'að velja mann- inn, sem stendur á milli eigenda og þeirra sem skrifa.“ Þór eða Ágúst Jón Sigurðsson sagði að stjórn Mótvægis myndi reyna að hraða ráðningu nýs ritstjóra eftir mætti en í gær stóðu yfír viðræður við umsækjendur sem vora á annan tug. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að valið standi einkum milli Ágústs Þórs Árnasonar og Þórs Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.