Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINN1ILÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 EININGABREF 2 EIGNARSKATTSFRJALS Raunávöxtun sl. 6 mánuði Erlent 8,3% KAUPÞING HF Ijjggilt verdbréfafyrirtœki Kringluuni 5, stmi 689080 í rigu Rúnadarbanka fs/anr/s og sftarisjóðanna ICEPRO, nefnd um bætt verkiag í viðskiptum og EAN á ísiandi efna til kynningarfundar um pappírslaus verslunarskjöl. Kynnipgin verður haldin í fundarsal Verslunarráðs íslands á 7. hæð húss versfunarinnar miðvikudaginn 29. nóvember kl. 12.00-14.00. Kynningín er öllum opín og aðgangur ókeypis. imo nelnúiii & EúH é íslnnúi. '■irrne 'V-, ✓ Traktorstengdar þvingunarhrærivélar. ✓ Mötun auðveld með traktor. Mikil afköst. ✓ Tvær stærðir: 2ja og 3ja poka. H F ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500 •ÓDÝRAR FRYSTIKISTUR V Murdoch faðmar heim- inn með fjölmiðlunum ÞAÐ á við um flesta athafna- menn, að með aldrinum draga þeir úr umsvifunum, en því er ekki að heilsa með fjölmiðla- kónginn Rupert Murdoch. Nú, þegar hann hefur tvö ár um sex- tugt, virðist hann, eftir því hvernig á það er litið, annað- hvort vera að leggja heiminn að fótum sér eða loksins að verða mikilmennskubijálæðinu að bráð. Síðustu vikur hafa verið mjög óvenjulegar, jafnvel á mælikvarða Murdochs. Fyrir utan allt húllum- hæið í kringum nýja áskriftarpakk- ann að Sky Television, sem mun bjóða upp á 20 rásir á næsta ári, kom hann eftirtöldu í verk: 24 klukkustunda kapalrás í Bandaríkj- unum; önnur rás á Sky Sport í Bretlandi; samstarf við Breska sjón- varpið um könnun á fjarskiptum framtíðarinnar og samningar við tvo aðra fjölmiðlarisa, Emilio Azc- arra Milmo, eiganda Televisa í Mexikó, og Leo Kirch í Þýskalandi en hann hefur mjög víðtæk réttindi til að sýna þar Hollywood-kvik- myndir. Auk alls þessa voru gerðir samn- ingar við National Transcommunic- ation í Bretlandi og Comstream í Bandaríkjunum um gerð stafræns gervihnattakerfis, sem opnað gæti fyrir hundruð sjónvarpsrása í Evr- ópu og Asíu; Murdoch keypti Delphi, fyrirtæki í Boston, fyrir 12 milljónir dollara til að kanna þá tækni að „senda blöðin“ heim með rafrænum hætti, og, að síðustu, þá lækkaði hann verðið á flaggskipinu í blaðaflotanum, The Times, úr 45 pensum í 30. Áhyggjur af stöðu Hong Kong Murdoch er einnig að semja um sölu á meirihluta hlutabréfa í The South China Morning Post, dag- blaði í Hong Kong, og ástæðan er sú, að hann hefur áhyggjur af rekstri dagblaðs þar eftir 1997 þeg- ar krúnunýlendan fellur undir Kína. Ætlaði hann að vera búinn að ganga frá þessum málum áður en þau töfðust vegna kaupa hans á Star TV í Hong Kong fyrir 525 milljónir dollara. Ráðstefna Nýting upplýsingatækni SÆNSKA fyrirtækið Antera AB mun efna til eins dags ráðstefnu um upplýsingatækni og samvinnslu á Hótel Loftleiðum hinn 15. októ- ber nk. A ráðstefnunni verður fjallað um hvernig nýjasta upplýsinga- tækni verður best nýtt til að bæta afköst hjá fyrirtækjum og auka gæði framleiðslu. Fjallað verður um hagnýtingu nýjustu tölvutækni og hinn mannlega þátt í notkun tölvugagna. Að sögn Kents Olssons, fram- kvæmdastjóra Antera, hefur fyrir- tækið sérhæft sig í upplýsingatækni og þjónar mörgum stórfyrirtækjum á Norðurlöndum og í Evrópu. Fyrir- tækið er í samstarfi við alþjóðlega tölvufyrirtækið Butler Group. EJS hf. er samstarfsaðili Antera AB hér á landi en það hefur einnig haft samstaf við Póst og síma. Vendipunktur Um 4.000 boðsmiðar hafa verið sendir til íslenskra fýrirtækja og aðila vegna ráðstefnunnar. Kent > Olsson sagði mikilvægt fyrir stjórn- KÆLI - O G FRYSTISKAPAR* V VESTFROST A FRABÆRU VERÐI Frystikistur í mörgum stœrðum • Yfir 25 öra reynsla á fslandi. • Niðurfall í botni fyrir afþíðingu • Óryggisrofar v/hitabreytinga og bama • Spamaðarstilling - djúpfrystirofi • Ljós í loki - • Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð n~an Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœrpressurí sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi — ðryggisrofi • Danfoss kerfi acíficii • FAXAFEN 12 • SlMI 38000 • „Stóra málið“ Star TV, sem sjónvarpar á fimm rásum til 38 Asíulanda, er „stóra málið“ í augum Murdochs. Hann bindur miklar vonir við Asíumark- aðinn en segist jafnframt gera sér grein fyrir áhættunni þar. „Indland er mikill markaður og ég sé fyrir mér, að Star verði skipt upp, annars vegar fyrir Indland og hins vegar fyrir Kína. Þama er um tvo ólíka menningarheima að ræða,“ segir Murdoch og telur, að hugsanlega verði sérstök þjónusta fyrir þær 200 milljónir manna, sem búa í Indónesíu. Glampinn í augum Murdochs þýðir, að bráðum ráði hann yfir sjónvarpsrásum, sem ná um allan heim. " Þessar áætlanir hafa óhjákvæmi- lega í för með sér samkeppni við BBC World Service og kannski sér- staklega við Ted Turner og CNN. Turner dregur heldur enga dul á, að keppinautur hans sé fyrst og fremst Rupert Murdoch. Menningarleg heimsvaldastefna Erfiðleikarnir á Asíumarkaði eru miklir. Það er til dæmis vanda bund- ið að framleiða nógu ódýra mót- tökudiska fyrir markaðinn og yfir- völd segjast vera á varðbergi gagn- vart menningarlegri heimsvalda- stefnu. Það er líka óvíst, að kín- versk yfirvöld fallist á beint gervi- hnattasjónvarp, þau eru hrifnari af kapalsjónvarpinu þar sem þá er auðveldara að stjórna því, sem sýnt er. Það tekur hins vegar langan tíma að koma því upp. Murdoch segir, að verði Star TV úthýst frá Hong Kong af einhveijum ástæðum geti það sent út frá Los Angeles og „örugglega“ frá Ástralíu. Það er tvennt, sem veldur því, að Murdoch hefur náð jafn langt og raun ber vitni. Annars vegar hefur hann tileinkað sér nýjustu tækni fyrr en keppinautarnir og hins vegar hefur hann sérstaka til- finningu fyrir því hvernig hægt er að búa til nýjan markað í stað þess að bíða eftir þróuninni. endur að fylgjast vel með þessum málum því komið væri að ákveðnum vendipunkti í hagnýtinu upplýs- ingatækni í fyrirtækjarekstri. Antera mun standa fyrir eins dags ráðstefnum í höfuðborgum allra Norðurlandanna í október und- ir nafninu „Client/Server Confer- ence 1993“. Á ráðstefnuna hér á landi koma fræðimenn frá mörgum þjóðlöndum. Olsson lagði áherslu á það ráðstefnan væri ekki ætluð tölvufólki fyrst og fremst heldur stjórnendum fyrirtækja sem vildu leita leiða til að bæta reksturinn. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 XJöfóar til JL X fólks í öllum starfsgreinum! •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, KÆLI - OG FRYSTISKÁPAR*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.