Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal LANDSBYGGÐIN Eldri borg- arar í út sýnisflug Neskaupstað. Islandsflug kynnti nýlega eldri borgurum í Neskaupstað flug- vélakost sinn og starfsemi. Félagið bauð þeim upp á kaffiveitingar ásamt útsýnisflugi hér um ná- grennið. Töluverður flöldi eldri borgara þáði boðið og var ekki annað að sjá en að þeim hefði lík- að vel enda veður og útsýni gott. Á myndinni má sjá einn hópinn að loknu útsýnisflugi. ★ STRIKAMERKING 5 634578"901008 Prentarar fyrir strikamerki Hóflegt verð íslensk leturgerð Prentun: EAN-ít, EAN-13, UPC, Code 39, Corle 93, Codabar, ofl. Aflesarapennar fyrir strikamerki OTTO B. ARNAR HF. Skipholli 33 -105 Reykjavík Símar624631 • 624699 Cartier 50-75% AFSLATTUR Nú er lag að gera góð kaup. Úrvals vörur á tombóluprís! Óðinsgötu 2, s. 91 -13577 fclk í fréttum AFMÆLI LÆKNAFÉLAGSINS Átta heiðraðir fyrir gifturíkan starfsferil Atta læknar voru heiðraðir fyrir langan og gifturíkan starfs- feril á sérstakri hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli Læknafé- lags íslands á miðvikudag. Há- tíðardagskráin stóð raunar í átta daga og gekk hún mjög vel að sögn Sverris Bergmann, formanns Læknafélagsins. Afmælisdagskrá „Við erum að halda upp á 75 ára afmæli félagsins núna þó það hafi raunar verið stofnað í janúar- mánuði árið 1918,“ sagði Sverrir þegar rætt var við hann. „Hátíðar- dagskráin hófst á námskeiði í skyndihjálp en svo tók við fræðsl- unámskeið á mánudag og þriðju- dag., Á miðvikudag var síðan sér- stök áhersla lögð á faraldsfræði- legar rannsóknir á Vísindaþingi og var þá prófessor W. Allan Hauser frá Kólumbíu-háskóla meðal fyrir- lesara,“ sagði Sverrir en sérstök hátíðardagskrá í tilefni afmælisins var haldin á fimmtudag. Fyrir hádegi var m.a. flutt ágrip af sögu Læknafélags íslands og 1 félagið heiðraði átta lækna fyrir langan og gifturíkan starfsferil. Læknarnir eru þau Alma Þórarins- son, Bjami Jónsson, Guðmundur Bjömsson, Gunnar Biering, Hauk- ur Kristjánsson, Tómas Helgason, Páll Sigurðsson og Þorsteinn Sig- urðsson. Eftir hádegi var dagskrá- in flutt úr Borgartúni 6 í Borgar- leikhúsið og voru þá fluttir fyrir- lestrar undir yfírskriftinni Nútíð og framtíð. Sverrir sagði að þátttaka hefði verið gífurlega mikil. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess fyrir lækna að koma saman með þessum hætti. „Ég held að það sé mjög I mikilvægt fyrir allar stéttir að koma saman á tímamótum til þess að átta sig á sjálfri sér og stöðu ( sinni,“ sagði hann. Auk fjölda er- lendra gestafyrirlesara fylgdust fulltrúar frá Danmörku, Noregi, * Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi með dagskrá afmælisins. Hátíðarávarp HELGA Hannesdóttir, formaður hátíðardagskrárnefndar, flutti ávarp í Borgarleikhúsinu í tilefni afmælisins. Bjarni Tryggva í ham. ( ( ( TONLIST Kyrjað * Ibúar á Höfn í Homafirði gerðu sér glaða daga um síðustu helgi því á föstudagskvöldið var Geirmundur Valtýsson með sína venjulegu sveiflu í Sindrabæ. Þeir sem fengu ekki nóg það kvöldið gátu mætt á hótelið á laugardags- kvöldinu og verið á rólegri nótun- um við undirleik Bjarna Tryggva, staðbundins trúbadors og neta- gerðarmanns. Kyijaði hann slag- ara, ekki síst úr smiðju Pink Floyd og Jethro Tull. Er líða tók á kvöld- ið náði pilturinn upp góðri stemmningu að sögn nærstaddra. áHöfn Hress Hafnarbúi....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.