Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Minning Droplaug Svein- björnsdóttír Fædd 8. júlí 1957 Dáin 13. september 1993 Nú er farið að hausta á íslandi. Við sem hér búum erum öll sam- mála um að sumarið er allt of stutt. Yndislegur gróður sem sprettur að vori ætti að lifa miklu lengur og við að fá að njóta hans. > Það sama má segja um líf Drop- laugar Sveinbjömsdóttur. Sumarið í lífi hennar varð allt of stutt. Ein- stakur efniviður og fjölbreyttir hæfileikar fengu ekki að njóta sín nema stuttan tíma. Það haustaði allt of fljótt. Droplaug fæddist í Hafnarfírði 8. júlí 1957, dóttir hjónanna Guð- laugar Einarsdóttur, bókara hjá Samvinnuferðum-Landsýn, og Sveinbjarnar Björnssonar, rektors Háskóla íslands. Hún dvaldi með foreldmm sínum í Þýskalandi frá þriggja til sex ára aldurs en bjó síðan í Reykjavík og gekk í Mela- og Hagaskóla. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en skipti um skóla á miðjum námstímanum og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um jólin 1976. Á æsku- og unglingsárunum starfaði hún mikið í skátahreyfing- unni. Einnig var hún ámm saman í fimleikum. Hún var gædd góðum forystu- hæfileikum sem nýttust vel við störf hennar í félagsmálum. Snemma bar á listrænum hæfileikum. Hún hafði gaman af hannyrðum, teiknaði og " málaði og öll vinna hennar var unn- in af mikilli nákvæmni og vand- virkni, sem alla tíð speglaðist í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir stúdentsprófið voru ferða- mál starfsvettvangur Droplaugar á summm fyrst á Spáni og síðan við móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Hún hóf nám við tannlækna- deild Háskóla íslands og náði þar góðum árangri enda góður náms- maður. Með námi var hún virk í félagslífi nemenda. Árið 1981 hóf hún sambúð með tilvonandi eiginmanni sínum, Þor- valdi Bragasyni, deildarstjóra hjá Landmælingum íslands. Droplaug og Þorvaldur kynntust fyrst í Skátahreyfíngunni og vom síðan samtímis í MR. Þau giftu sig 17. ágúst 1985. Eftir að fimmta ári í tannlækna- deild var lokið vorið 1981 varð Droplaug fyrir miklu áfalli sem breytti öllu lífi hennar. Hún greind- ist með meinsemd í höfði og varð um sumarið að gangast undir tvær höfuðaðgerðir. Það tókst að stöðva meinsemdina en við það missti hún lestrargetu og tal að hluta. Með einstakri hörku og ákveðni sem allt- af hefur einkennt Droplaugu tókst henni með hjálp Þorvalds að læra aftur að lesa og halda náminu Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. áfram. Á tveimur árum lauk hún 6. árs náminu í tannlækningum og útskrifaðist vorið 1985. Okkur vin- um þeirra hjóna duldist ekki að þetta afrek var ekki unnið nema vegna einstakra hæfileika og kjarks Droplaugar og þolinmæði og ástúð- ar Þorvalds, sem studdi hana með ráðum og dáð. Droplaug hóf síðan störf hjá Tannlæknastofunni Síðumúlar25 og vann þar samfellt til ársins 1989. En það ár, hinn 2. ágúst, fæddist dóttirin Bima á afmælisdegi föður síns. Eftir þessum sólargeisla hafði lengi verið beðið. Droplaug hóf síðan aftur störf á tannlæknastofunni haustið 1990 en vorið 1991 tóku veikindin sig upþ að nýju og breytti hún þá aftur um starfsvettvang og vann við stunda- kennslu í verklegum greinum á tannlæknadeild Háskóla íslands á haustönn 1991. Eftir þetta átti hún við mikla vanheilsu að stríða. Síð- ustu misserin dvaldi Droplaug ýmist heima, á Landspítalanum, í Hvera- gerði og nú síðast á Reykjalundi. Heilsu hennar tók að hraka mjög hratt í júlí og andaðist hún eftir erfiða sjúkdómslegu að morgni mánudagsins 13. september. Á Reykjalundi naut hún einstakr- ar hjúkrunar og umhyggju starfs- fólks, sem lagði mikið æsig til að létta henni síðustu vikurnar. Ást- vinir hennar og fjölskylda umvöfðu hana kærleika sínum. Ferjumaðurinn hefur flutt hana yfir móðuna miklu. Erfiðri baráttu er lokið. Sál hennar hefur nú svifið frjáls á vængjum morgunroðans til æðri sviða. Við sem stöndum á ströndinni og skiljum ekki hvers vegna þessi unga efnilega kona fékk ekki að njóta lengra lífs, erum þakklát fyrir það sem hún gaf okk- ur. Hún sýndi einstakan kjark, dugnað og þrautseigju. Hún miðlaði hlýju og uppörvun til þeirra, sem í kringum hana voru. Okkur varð Ijóst að góð heilsa er ekki sjálfsögð og að oft gleymist að þakka og gleðjast yfir þeim gjöfum sem okk- ur eru gefnar, að án kærleika er allt annað einskis virði. Ástvinum hennar og fjölskyldu biðjum við Guðs blessunar og ósk- um þess að Bimu litlu, sem hún unni svo heitt, auðnist hamingjuríkt líf. Elín Óskarsdóttir og Þráinn Þorvaldsson. Lífsgleði og glaðværð, hæfíleik- ar, glæsileiki, ástríki. Dobbý verður ekki lýst með orðum þótt þessi komi fyrst upp í hugann. Hún var sér- stök. Þegar hillti undir námslok í erfiðu og ströngu námi var henni skyndilega kippt til hliðar til þess að kljást við illvígan sjúkdóm. Vandamál og áhyggjur okkar hinna virtust allt í einu agnarsmá og lítil- Qörleg. Þorvaldur stóð við hlið hennar og ef ástin hefur ekki verið eitt af meðulunum sem stuðluðu að bata er það orð merkingarlaust. Sigur vannst í þessari orrastu, Dobbý lauk háskólaprófi nýstaðin upp úr alvarlegum veikindum og lífið hélt áfram. Næstu ár vora hamingjuár og gjöful því þau eign- uðust Birnu, sem líka er sérstök. Fyrir nokkru var ljóst að sjúk- dómurinn hafði tekið sig upp að nýju og haft þann framgang að engum vömum var við komið. Nú er erfiðri baráttu lokið. Minningam- ar einar eftir, ljúfar, lærdómsríkar og ómetanlegar. Þorvaldur og Birna. Megi minn- ingin um yndislega eiginkonu, bestu mömmu í heimi og hina einlægu lífsgleði styðja ykkur og styrkja alla tíð. Þau Ijós sem skærast lýsa, þau ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Árni og Þorgerður. Bamsaugu, vöknuð við sólskin og söng á * glugga, og síðan tekur við ævin - í dauðans skugga. (Tómas Guðmundsson) Við hittum Droplaugu Svein- bjömsdóttur, sem við alltaf kölluð- um Dobbý, fyrst fyrir rúmum ára- tug er Þorvaldur kom og kynnti hana fyrir okkur, konuefnið sitt. Hún féll strax inn í kunningjahóp- inn, afslöppuð, hlýleg og hlátur- mild, eins og hún hefði verið þar frá upphafí. í gegnum árin höfum við ræktað kunningsskapinn með ýmsum hætti, ferðalögum og sér- legum kaffisamkomum og átt margar eftirminnilegar stundir saman. Þrátt fyrir tímabundið hlé vegna veikinda Dobbýar voru þau mætt ótrúlega fljótt aftur, hress og kát þó fullum styrk hafi ef til vill ekki verið náð. Hin síðari ár var það þó áreiðanlega erfiðara en margan granaði. Við glöddumst með þeim er dótt- irin Birna kom í heiminn og fylgd- umst af aðdáun með uppvexti henn- ar, en skildum fyrst löngu síðar hversu erfitt það hlýtur að vera að ala upp barn samhliða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Samheldni og stuðningur fjölskyldnanna beggja létu þann róður. Við höfum margt lært af alltof stuttum kynnum við Dobbý. Enda- laus vilji til að lifa, láta aldrei í minni pokann, gefast ekki upp. Amstur hversdagsleikans er harla lítilfjörlegt í slíkum samanburði. Hennar reynsla hefur stuðlað að auknum þroska okkar og við eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri persónu. Elsku Þorvaldur og Birna, for- eldrar, systkini og tengdaforeldrar og aðrir ættingjar, við sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi, Vilborg, Jakob, Valgerður, Gunnlaugur, Ástríður og Vignir. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það vora tvær feimnar stúlkur, sem bættust í bekkinn minn fyrir rúmum tuttugu árum í Hagaskólan- um. Þær voru einu og tveimur árum yngri en við hin. Við kynni kom í ljós að þær voru duglegar í námi, hressar og fljótar að aðlagast hópn- um. Onnur þeirra var Droplaug Sveinbjörnsdóttir eða Dobbý, eins og hún var alltaf kölluð af vinum sínum. Eftir landspróf skildu leiðir í bili en mikið var ég glaður þegar Þor- valdur Bragason vinur minn og bekkjarbróðir úr MR sagði mér frá unnustu sinni. Hún væri skáti eins og hann og einnig mikið fyrir úti- veru og ferðalög. Þessi unga kona reyndist vera Dobbý. Þau voru mjög samhent og sam- band þeirra og samvinna einstök. Þau giftu sig og bjuggu sér fallegt heimili, sem gaman var að heim- sækja og eiga þar ljúfa stund.' En þá kom reiðarslagið. Dobbý greind- ist með meinsemd í höfði sem var fjarlægð með skurðaðgerð. Með elju sinni og góðum styrk frá eigin- manni og fjölskyldu náði hún sér ótrúlega vel. Dobbý lauk tann- læknanámi sínu og fór að starfa sem tannlæknir og var síðar við stundakennslu við Tannlæknadeild Háskólans. Lítill sólargeisli fæddist inn í líf þeirra fyrir fjórum áram, sem var dóttirin Bima, sæt og táp- mikil stelpa sem minnir á Dobbý þegar hún var yngri. Stuttu síðar dró ský fyrir sólu, sjúkdómurinn sem hafði legið niðri í mörg ár tók sig upp aftur. Dobbý andaðist að morgni 13. september á Reykja- lundi. Eftir stendur fögur minning um kærleiksríka, duglega og greinda konu sem hvarf frá okkur alltof snemma. Kæri Þorvaldur, Bima, foreldrar og tengdaforeldrar. Megi Guð veita ykkur styrk og blessuð sé minning Droplaugar Sveinbjömsdóttur. Jónas Þórir. Fyrstu afspurnir mínar af Drop- laugu voru í gegnum einkunnabók tannlæknadeildar Háskóla íslands. Sú bók lá frammi fyrir allra augum á skrifstofunni. Þar mætti maður spenntur til þess að skoða árangur próflestursins og stóðst náttúrlega ekki freistinguna að kíkja á ein- kunnir eldri og reyndari manna, sem komnir voru lengra í náminu. Hver var eiginlega þessi Droplaug sem fékk 9 og 10 í hverri einustu grein? Sú skar sig aldeilis úr hópn- um. Hvemig fór hún að þessu? Var hún svona dugleg eða svona klár? Seinan komst ég að því að hún var hvort tveggja. Fyrstu kynni mín af Droplaugu vora ekki síður glæsileg en þær einkunnir sem prýddu bókina góðu. Ekki var oflætinu fyrir að fara hjá þessari fallegu stúlku sem brosti til allra. Á tannsmíðastofu skólans var hún alltaf tilbúin að leiðbeina og hjálpa okkur hinum sem voram að gera hlutina í fyrsta sinn. Veikindi komu í veg fyrir að Droplaug næði að ljúka tannlæknanáminu snuðra- laust. Hún var nú samt ekki á því að gefast upp. Hún náði sér ótrú- lega fljótt og var mætt á klínikkina fyrr en nokkur átti von á. Þá feng- um við, hinir nemendurnir, tæki- færi til að endurgjalda þá hjálpsemi sem okkur hafði verið sýnd 1-2 árum áður. Droplaug útskrifaðist síðan tannlæknir með sóma og sinnti því starfi af alúð ‘ásamt kennslu við tannlæknadeildina í nokkur ár, því miður allt of fá ár. Árið 1989 fékk Þorvaldur, eigin- maður Droplaugar, sína stærstu og bestu afmælisgjöf fyrr og síðar, Birnu litlu, sem er eftirmynd mömmu sinnar. Eftir að veikindin tóku sig upp að nýju og Droplaug gat ekki starfað sem tannlæknir lengur sátum við stundum saman í herberginu hennar á Landspítalan- um og ræddum um tannlækningar. Hún vildi fylgjast með, fræðast um nýjungar og fá fréttir af kollegun- um. Eljan og dugnaðurinn voru enn til staðar. Eg dáðist af myndunum sem hún málaði, en þær gáfu ann- ars litlausu sjúkraherbergi bæði líf og lit. Myndirnar málaði Droplaug sér til ánægju og yndisauka, en einnig til þess að æfa samhæfíngu hugar og handar. Myndirnar, tákn þrautseigjunnar, og yndislegu minningamar um Droplaugu lifa áfram með okkur. Elsku Birna og Þorvaldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Margrét Rósa Grímsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Ennþá er spunninn örlagavefur sem enginn fær skilið. Ung kona í blóma lífsins horfin úr þessu jarðlífi eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm sem á stundum var þeirrar gerðar að vonir lifðu lengi um að sigur væri unninn. Ég sá Droplaugu fyrst er ég kom eitt sinn til kennslu við Tannlækna- deild Háskóla íslands. Nafnið var mér kunnuglegt og í ljós kom að þama var komin dóttir gamals leikfélaga og vinar af Grett- isgötunni, alnafna ömmu sinnar, sem dó svo ung frá stóram barna- hópi. Droplaug var þá stödd á þeim tímamótum í námi sínu, þegar hin klíníska vinna við sjúklinga í stóln- um hefst og oft er fyrst hægt að ráða í hver muni verða frami nem- ans á tannlæknabrautinni. Öll framganga hennar í námi og framkoma var á þann veg að ég tel ekki á neinn hallað þó að hún mætti teljast fremst á meðal jafn- ingja. Það var því mikið reiðarslag er hún átti eftir eitt ár í námi, að í ljós kom að hún gekk með mein- semd í höfði, sem ágerðist svo að sumarið 1983 gekkst hún undir mikla skurðaðgerð. Ástand Droplaugar eftir þessa aðgerð var á þann veg að sennilega hafa fáir búist við að hún ætti eft- ir að afreka það sem síðar varð. En batinn varð ótrúlegur, sem þakka má dugnaði hennar og þraut- seigju, og ekki síður unnusta henn- ar og síðar eiginmanni, Þorvaldi Bragasyni, sem stóð við hlið hennar alla tíð og studdi hana með ráðum og dáð. Og vorið 1985 lauk Drop- laug Sveinbjörnsdóttir tannlækna- prófi frá Háskóla íslands. Nokkrum dögum síðar kom hún á stofu til mín og spurðist fyrir um vinnuaðstöðu og varð að samkomu- lagi að hún hæfi þar störf og þar var hennar aðalstarfsvettvangur á meðan hún fékkst við tannlækning- ar. Það var einstakt að fylgjast með hvað hún efldist í starfí. Fólk laðað- ist að henni og hópurinn hennar varð stór. Glaðværð og hlýja ein- kenndu framkomu hennar og aldrei heyrðist hún kvarta yfír þeim þrengingum sem hún hafði gengið í gegnum. Hamingja þeirra Þorvaldar var innsigluð í brúðkaupi, allt gekk vel og svo kom hin óvænta ánægja, barn í vændum og Birna einkadótt- irin, lifandi eftirmynd foreldra sinna, fæddist fyrir rúmum fjórum árum. Allt virtist leika í lyndi og þegar aðstæður leyfðu kom Droplaug til starfa á ný. í ársbyrjun 1991 dró ský fyrir sólu og ýmis teikn bentu til þess að sjúkdómurinn væri að sýna sig á ný og í lok apríl hætti hún störf- um hjá okkur í Síðumúla 25. Síðar kom svo staðfesting á því versta, að meinið hefði tekið sig upp á ný og skurðaðgerð væri ekki möguleg. Við tók erfið geisla- og lyfjameðferð, sem hún gekk í gegn- um með sama æðruleysinu og áður og nú er stríðinu lokið. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika og óblíð örlög er ég viss um að Droplaug naut mikillar lífshamingju og er það ekki sist því að þakka, að hún átti því láni að fagna að kynnast og eignast mann eins og Þorvald Bragason. Ég og fjölskylda mín sendum honum, Bimu, foreldrum hennar, bræðram og öllum þeim sem hlut eiga að máli, innilegar samúðar- kveðjur. Við samstarfsfólk Droplaugar í Síðumúla 25 þökkum henni fyrir samveruna. Minning hennar mun lifa í hugum okkar. Olafur G. Karlsson. Elskuleg vinkona mín er látin. Mamma hringdi í mig hingað til Noregs og sagðist þurfa að færa mér sorgarfregnir — ég vissi strax um hvað var að ræða. Dobbý vin- kona dáin. Eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm fær hún loks hvíld og frið. Ekki voram við háar i loftinu þegar við kynntumst, u.þ.b. fímm ára, yfir girðingu á Aragötu, ég hjá Stínu töntu og Jóni Steff og Dobbý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.