Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 21 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Lækkandi orkuverð NOKKRIR af starfsmönnum Selfossveitna ásamt veitustjóra framan við varaaflstöðina sem hýst er í gámi á athafnasvæðinu við Austurveg. Raforkuverð lækkað á Eyrar- bakka, Stokkseyri og Selfossi Taxti á raforku nálgast taxta á höfuðborgarsvæðinu Selfossi SELFOSSVEITUR bs hafa lækkað raforkuverð til heimila á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri um 4%. Nýleg hækkun á heildsöluverði á raforku um 5,3% hefur engin áhrif á raforkuverðið á veitusvæðinu. Sú hækkun hefði að öllu óbreyttu þýtt 4% hækkun á öllum raforkutöxt- um og 2% á hitaveitu vegna dælukostnaðar. Þannig er raunlækkun á raforkuverðinu því um 8%. Að sögn Ásbjörns Blöndal veitu- stjóra má rekja orsakir lækkunarinn- ar til hagræðingar sem varð við sam- einingu rafveitnanna á Eyrarbakka og Stokkseyri og Hitaveitu Eyra og Selfossveitna í Selfossveitur bs. Hann sagði einnig að með því að beita útboðum á skilgreindum ný- framkvæmdum og við kaup á efni og búnaði hefðu náðst hagstæðir samningar og síðan hefði hagræðing- in leitt af sér betri nýtingu starfs- fólks við það að þjónustusvæðið stækkaði. Þá hefði á undanförnum árum stöðugt verið unnið að því að ná niður kostnaði í fyrirtækinu og áhersla lögð á tæknivæðingu sem aftur sparaði mannafla. „Ég tel að við höfum náð hámarksnýtinu út úr fyrirtækinu sem gefur okkur færi á því að lækka verðið,“ sagði Ásbjörn. Selfossveitur hafa náð hagstæðum samningum um raforkukaup með því að hafa tilbúna varaaflstöð og geta keyrt niður álagstoppa. Ekki hefur þó þurft að koma til þess að nota þurfi vélina en hún er tilbúin til notk- unar í slíkum tilfellum og eins ef óhöpp verða og rafmagn fer af svæð- inu. Eftir lækkun á orkuverðinu er heimilistaxtinn á þjónustusvæði Sel- fossveitna bs. kr. 8,55 á kílóvatt- stund og er þar rneð orðinn sá fimmti lægsti á landinu. I Reykjavík er taxt- inn kr. 7,55 á kwst. Verð til orkufrekra fyrirtækja sem nota 300 þúsund kilóvattstundir með 4.000 stunda nýtingartíma á ári er kr. 5,37 á kwst. Til samanburðar þá er verð í Reykjavík kr. 5,71 á kwst. Verðmunur á heimilistaxta hjá Selfossveitum og í Reykjavík hefur minnkað verulega frá árinu 1989. Þá var hann kr. 1,75 á kwst en er núna 68 aurar. í afltaxta var verð hjá Selfossveitum kr. 1,23 hærra en í Reykjavík árið 1989 en nú, 1993, er taxtinn 34 aurum lægri hjá Selfos- sveitum bs. Dælukostnaður lækkar Með kaupum á dreifikerfi raforku við Laugardæli í byijun árs 1992, á borholusvæði hitaveitunnar hjá Sel- fossveitum, hefur hlutfalf dælukostn- aðar í kostnaði hitaveitunnar lækkað frá því að vera 40% af rekstrarkostn- aði í um 20% sem þýðir að hækkun á raforkuverði hefur ekki eins mikil áhrif á verðskrá hitaveitu og var áður. Viljum eitt heildsölustig Selfossveitur kaupa raforku í heildsölu af Rafmagnsveitum ríkisins sem selja hana með 15-17% álagn- ingu. „Þess vegna er enn ánægju- legra að geta lækkað verðið og gera Selfossveitur bs. um leið samkeppnis- færar eða samanburðarhæfar við höfuðborgarsvæðið, Hafnarfjörð og Reykjavík. í raun er allur saman- burður samt óréttmætur vegna þess- arar 15-17% álagningar RARIK á heildsöluverðið. Það er okkar bar- áttumál að fá eitt heildsöluverð til allra smásöludreifenda á landinu," sagði Ásbjörn Blöndal veitustjóri hjá Selfossveitum bs. Sig. Jóns. Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið Húsaleignbætur verði samþykktar STJORN Landssamtakanna Þroskahjálpar hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp til laga um húsnæðisbætur til leigjenda á næsta þingi í samræmi við hugmynd- ir sem félagsmálaráðherra hefur kynnt. Sljórn Oryrkjabandalags Is- lands skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að hið fyrsta verði teknar upp húsnæðisbætur til leigjenda og lög þar um samþykkt á haustþingi 1993. Stjórn Öryrkjabandalagsins beinir því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagn til húsnæðisbóta skerði í engu það fé sem varið verður til uppbyggingar félagslegra íbúða. I ályktun frá Þroskahjálp segir m.a.: „Áframhaldandi uppbygging félagslega húsnæðiskerfisins er afar brýn sem lausn á búsetumálum fatl- aðra þar sem þeir eru í hópi þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu. Því er nauðsynlegt að leita allra Ieiða til að tryggja fötluðum félagslegar íbúðir, bæði til kaups og leigu.“ KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SÍÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 813022 I.III J1IIKAII gölfdnkalínan nova viva bella Nýir litir, ný mynstur. 2m, 3m og 4m breidd. Má leggja laust. Verð sem gerir útsölu óþarfa. Tryggingaráð um ráðningu forstjóra TR Umsækjendiu* ekki lýstir vanhæfir Tryggingaráð segist ekki hafa lýst ákveðna umsækjendur um starf forstjóra Tryggingastofnunar vanhæfa til að gegna starfinu. Einn umsækjandi um starfið ætlar að kæra meðferð ráðsins á umsóknun- um til umboðsmanns Alþingis. í fréttatilkynningu frá Trygg- ingaráði segir, að sá misskilningur hafi komið upp að ráðið hafi lýst ákveðna umsækjendur vanhæfa. Þetta sé rangt. í bréfum meirihluta og minnihluta ráðsins hafi komið fram tillögur til ráðherra um að hann veldi forstjóra úr hópi ákveð- inna einstaklinga. Með því hafi ráð- ið uppfyllt lagaskyldu sína sam- kvæmt 3. grein laga um almanna- tryggingar. Hvergi hafi þar komið fram að aðrir umsækjendur séu vanhæfir. Að öðru leyti vísar ráðið til frétta- tilkynningar sem send var til fjöl- miðla miðvikudaginn 15. september þar sem skýrt hafi komið fram með hvaða hætti tryggingaráð afgreiddi málið. Harmað er að í umfjöllun málsins hafi ekki verið stuðst við frumgögn heldur villandi frétta- flutning fjölmiðla. Útvarpsfréttir og Morgunblaðið um Andoxunarefni í hádegisfréttum útvarps 15. sept '93 var skýrt frá rannsóknum vísindamanna um að hæfilegt magn af Beta Karotíni, Seleni og E-vítamíni drægi úr hættu á krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Morgunblaðið birti svipaðar upplýsingar í grein 11. júni '93 og tímaritið Newsweek var með ítarlega umfjöllunum málið 7. júní '93. Umrædd bætiefni eru nefndANDOXUNAREFNI og virka sem nokkurs konar þráavarnarefiii í líkamanum. C-vítamín og fáein önnur bætiefni teljast einnig í þeirra hópi. Þau hemja skaðleg sindurefni (stakeindir) og draga þannig úr hættu á ýmsum algengum og alvarlegum sjúkdómum. Haft er eftir einum helsta sérfræðingi Dana á þessu sviði að margir visindamenn telji framför á sviði andoxunarefiia einhverja mestu framför læknavísindanna í seinni tíð. ANDOX inniheldur andoxunarefnin í hæfilegum styrkleika. <il ' -1fe Fœst í apótekum og heilsubiUum matvöruverslana. Gilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sírni 22966

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.