Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 33 Honda Civic GLi, árg. '91, sjálfsk., 4 d., brúnn, ek. 44 þús. Verð 1.040. MMC Lancer GLX, árg. '91, sjálfsk., 5 d., hvítur, ek. 41 þús. Verð 980 þús. MMC Lancer GLXi, árg. ’91, sjálfsk., 5 d., rauður, 34 þús. Verð 1.050. Suzuki Swift, árg. '91, 5 g., 5 d., blár, ek. 35 þús. Verð 680 þús. Heimsmeistaramótið í Hollandi Afbragðs mótssvæði - sem þolir þó vart úrhellisrigningu Hestar Mercedes Benz, árg. '86, 5 g., 5 d., grænn, ek. 126 þús. Verð 2,0 millj. Lada Samara 1500, árg. '91, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 15 þús. Verð 490 þús. Subaru E10, árg. '87, hvítur. Verö 160 þús. Honda Civic GTi, árg. ’89, 5 g., 4 d., ek. 78 þús. Verð 790 þús. ’ BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐAR'JÉLAR HF. Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinn s. 814060. Daihatsu Charade, árg. '90, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 31 þús. Verð 680 þús. Valdimar Kristinsson MJÖG ýtarlega hefur verið fjallað um Heimsmeistaramótið í Hollandi hér í hestaþættinum þótt lítið hafi verið skrifað um aðstöðuna á mótsstað og verður bætt úr því nú. Eins og fram hefur komið er mótsstaðurinn í miðju útivistarsvæði Amsterd- ambúa skammt norðvestur af borginni. Fyrir rúmu ári var haldið mót þar kallað M.E.C. og til þess ætlað að láta reyna á bæði starfslið og mótsstaðinn og vellina. Allt gekk þetta vel nema hvað vellimir voru ómögulegir. Að öðru leiti þótti mótssvæðið lofa mjög góðu og starfsliðið einnig. Nánast öll vinna við framkvæmd mótsins nú var unnin af sjálfboðaliðum og í fljótu bragði séð virtust kon- ur þar í miklum meirihluta. Fram- gangur mótsins var í góðu lagi, dagskráin rann nokkuð ljúflega í gegn og litlar tafir. Uppsetning dagskrár var nokkuð. breytt frá því sem tíðkast hefur til dæmis var forkeppni í tölti ekki á laugar- degi eins og verið hefur. Þá stóð- ið mótið nú degi lengur en áður. „Sléttunum eigi kvíddu“ Margir höfðu áhyggjur af að ekki tækist að laga efnið í völlun- um fyrir heimsmeistaramótið en sá ótti reyndist að mestu ástæðu- laus því þeir reyndust hið besta. Var látið mjog vel af þeim alla daga mótsins að sunnudeginum frátöldum. Þegar hestar íslenska liðsins komu á svæði var nokkur rigning og vellirnir mjög hálir. Öll hrossin voru á sléttskeifum þannig að þeim gekk illa að fóta sig á völlunum. Þegar leið að móti stytti upp og voru vellirnir þá hreint frábærir, þéttir í sér en þó vel fjaðrandi. Á sunnudeginum rigndi þvílíkt að meira segja ís- lendingum var farið að ofbjóða. Við alla þessa ofankomu spændist leirinn í völlunum upp og varð að einni eðju þannig að bæði menn og sér í lagi hestar urðu eitt drullustykki og átti þá vel við fer- skeytlan þar sem segir „Þótt slíp- ist hestur og slitni gjörð, slettun- um eigi kvíddu, hugsaðu hvorki um himinn né jörð, haltu þér fast og ríddu”. Þrátt fyrir þessar tor- færur héldu hrossin takti og ferð ótrúlega vel og kom vel í ljós hversu vel þjálfuð hrossin eru sem þarna öttu kappi í úrslitum. Var skrýtið að sjá hrossin geysast áfram með töglin sem voru einn drullumassi hangandi beint niður í stað þess að brúsa aftur. Vegna veðursins var verðlaunaafhending færð inn í stóra samkomutjaldið þar sem dansleikir mótsins höfðu verið haldnir. Þótt mótssvæðið hafi reynst vel í flesta staði hefur það sama veikleikann og flest mótssvæði á meginlandinu, þau taka mjög illa við mikilli rigningu. Jarðvegur er yfirleitt mjög leir- kenndur og hleypir bleytu illa í gegnum sig þannig að úr verður eitt drullusvað ef mikið rignir. Hestamenn þinga í haust AÐ VENJU halda hestamenn tvö ársþing í haust. Hið fyrra, árs- þing Landsambands hesta- mannafélaga, verður haldið í Varmahlíð í Skagafirði 29. til 30. október nk. Það eru skagfirsku hestamanna- félögin sem sjá um þinghaldið að þessu sinni. Seinna þingið er árs- þing Hestaíþróttasamband íslands sem haldið verður á Akureyri 19. til 20. nóvember næstkomandi í boði Léttis. Tillögum þarf í báðum tilvikum að skila inn á sameigin- lega skrifstofu beggja sambanda fjórum vikum fyrir þingin. íslensku liðsmennirnir voru ánægðir með þá aðstöðu sem þeim var úthlutað á mótsstað. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Mótsvæðið í Spaarnwoude reyndist vel þótt ekki tæki það vel við stórrigningunni á sunnudeginum. Aðstaða fyrir áhorfendur var yfir- leitt góð, uppsett áhorfendastæði bæði við hringvöll og skeiðbraut. Stutt í matsölu sem reyndar þótti heldur takmörkuð framan af móti en bætt var úr því þegar á leið og fólki fór fjölgandi á mótsstað. Aðstaða íslenska liðsins fyrir hestana var alveg til fyrirmyndar og allir liðsmenn mjög sáttir við hana. Stórt tjald var í beitarhólf- inu sem íslendingum var úthlutað með stíuboxum í fyrir hvern hest. íslenska liðið bjó á móteli í göngu- fjarlægð frá mótsstað og voru leigð reiðhjól fyrir menn til að komast á milli staða. Þótt ekki væri þetta fyrsta flokks gististað- ur lét enginn það fara í taugarnar á sér heldu einbeittu sér að keppn- inni. Ekki gekk öllum áfallalaust að finna mótssvæðið sem var mjög illa merkt. Ástæðan fyrir því mun sú að viðkomandi yfirvöld bönn- uðu allar merkingar á vegum í nágrenni mótsvæðisins og fengu margir auka útsýnisferðir um næsta nágrenni á ýmsum tímum sólarhringsins. Þrátt fyrir þetta er talið að allir hafí skilað sér að endingu á mótsstaðinn. Hollendingar eftirbátar Svía Á mótinu í Svíþjóð 1991 var blaðamönnum boðið upp á ein- hveija þá bestu vinnuaðstöðu sem um getur á þessum mótum enda stöðugt aukinn áhugi fjölmiðla fyrir þessum samkomum. Öfugt við það sem búist hafði verið við reyndust Hollendingar Svíum eft- irbátar í þessum efnum þótt ekki sé hægt að segja að aðstaðan hafí verið afleit. Að vísu áttu ís- lenskir fjölmiðlamenn hauk í homi sem var Þorgeir Guðlaugsson en hann var blaðafulltrúi mótsins og reyndist löndum sínum vel. Nokk- ur taugatitringur hefur oft verið vegna ljósmyndara inn á hring- vellinum en þau mál virðast vera komin í góðan farveg og virtust samskipti ljósmyndara og móts- stjórnar í góðu lagi nú. í mótslok á sunnudag var allt svæðið meira og minna umflotið vatni. Völlurinn leystist upp í eðju mikla á sunnudeginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.