Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 25 kalkúnakjötsins Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Morgunblaðið/Kristinn Aðgerðir tollgæslunnar kynntar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra boðaði í gær til fréttamanna- fundar til að skýra þær aðgerðir er starfsmenn ríkistollstjóraeinbættis- ins lögðu hald á kalkúnakjötið í gærmorgun. Honum á hægri hönd er Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri en á vinstri hönd Snorri Olsen, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. akjöts- erðum sáttum með því að viðurkenna reglu- gerð landbúnaðarráðherra og úr- skurð forsætisráðherra en jafnframt væri hann að leitast við að standa við þá yfirlýsingu sem hann hafi gefið í fjölmiðlum um að hægt væri að flytja þessar vörur inn í gegnum Keflavíkurflugvöll. „Það kemur mjög skýrt fram af hálfu utanríkisráð- herra að hann hefur gefið fyrirmæli til sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli um að virða reglugerðina og úrskurðinn. Ég lít svo á að sá ágrein- ingur sé því úr sögunni,“ sagði hann. Nóg af kalkúna- kjöti til í landinu HALLDOR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að skýrt sé kveðið á um það í lögum að óheimilt sé að flytja soðnar kjötvörur inn í landið ef nægilegt magn sé til af því í landinu. „Þetta er alveg skýlaust og ég hef sett reglugerð sem er byggð á lögunum og heimild í innflutn- ingslögum. Þannig að þetta er alveg ljóst,“ sagði hann. Halldór sagði að landbúnaðar- ráðuneytinu hefði ekki borist nein umsókn frá Bónus um heimild til innflutnings eins og lög gerðu ráð fyrir í slíkum málum. „Það veltur síðan á afgreiðslu þeirra hvort inn- flutningur er heimill og í þessu til- viki, þar sem um kalkúnalæri er að ræða, er nóg til að af þeim í land- inu,“ sagði hann. Utanríkisráðherra um aðgerð ríkistollstjóra að gera kalkúnalærin upptæk Aðspurður hvort innflutningur kalkúnakjötsins á sunnudag væri refsiverður sagðist Halldót ekki geta um það sagt, en benti á að dýralækn- ir hefði yfirumsjón með aðgerðum gegn smitsjúkdómum búfjár og inn- flutningi og útflutningi lifandi dýra og búfjárafurða að því er varðaði heilbrigðismál og hollustuhætti. „Ég hélt satt að segja að Bónus hefði sent yfirdýralækni gögnin og átti ekki von á öðru, en svo reyndist ekki vera,“ sagði hann. Staðfesting Rengi persónulega heimild tollstjóra til þessa framferðis Halldór kvaðst líta svo á, að ákvörðun utanríkisráðherra um að framvegis skuli tollmeðferð á soðnu kjöti vera hagað í samræmi við úr- skurð forsætisráðherra um forræði á innflutningi búvara, væri staðfest- ingu á því af hálfu utanríkisráðherra að innflutningur kalkúnalæranna hefði ekki verið í samræmi við lög. Forræði utanríkisráðherra á Keflavíkurflugvelli hafið yfir allan vafa JON Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að fjármálaráð- herra verði að taka á sig alla ábyrgð á þeirri ákvörðun er starfsmenn ríkistollsljóra gerðu upptæk 132 kg af kalkúnakjöti í gær „Þetta mál er úr mínum höndum. Eg persónulega rengi heimild tollstjóra til þessa framferðis. Mér þykir miður að til þessara aðgerða skuli hafa verið gripið og tel það misráðið. Þetta er enn eitt tilefnið sem borgurunum er gefið til málshöfðunar á hendur ríkinu. Ég ætla bara að vona að ríkissjóður hafi efni á að greiða þær skaðabótakröfur sem ég held að geti af hlotist en veit þó að fjármálaráðherra er býsna blankur um þessar rnundir," sagði hann. Jón Baldvin hafnar því að tollaf- greiðslan á kalkúnakjötinu á sunnu- dag hafí verið ólögmæt. Segist hann hafa sem starfandi viðskiptaráðherra kynnt forsætisráðherra lögfræðiálit viðskiptaráðuneytisins þar sem fram neytisins m. Þessi niðurstaða breytir ekki því að við tollmeðferð innflutnings Bónuss sf., sem fyrr var vísað til, verður að huga að eftirfarandi þáttum: Það er ein af meginreglum íslensks stjórnarfars að stjórnarframkvæmdin er lögbundin. í embættisverkum sín- um ber stjórnsýsluhöfum að fara eftir lögum. Stjórnvaldi ber að gæta al- mannahags í hvívetna, eftir því sem vald þess og verksvið leyfir. Ákvarð- anir stjórnvalda eiga því ekki aðeins að vera lögmætar, heldur eiga þær jafnframt að vera réttmætar, en í því felst að þær séu skynsamlegar, sann- gjarnar eða a.m.k. réttlætanlegar eins og á stendur hveiju sinni. Aðalreglan er að stjórnarathafnir beri að skýra fremur þröngt, einkum þær stjórnarathafnir sem grípa inn á réttindasvið þegnanna. Þróun íslensks réttar hefur í auknum mæli byggst á því að fara beri varlega við túlkun íþyngjandi stjórnsýsluákvarðana. Þá ber að minna á að þessi skýring er í samræmi við almenn mannréttinda- sjónarmið. I dómaraframkvæmd Hæstaréttar hefur komið fram að stjórnvaldsákvarðanir, sem takmarka frelsi borgaranna og ekki byggjast á fullnægjandi lagastoð, beri að túlka einstaklingi í hag þar sem mannrétt- indaákvæði séu sett einstaklingum til verndar en ekki stjórnvöldum1. Þróun réttarins hefur leitt til þess að gerðar eru auknar kröfur til stjóm- sýslunnar. Nægir í þvi sambandi að benda á lög um umboðsmann Alþing- is og nýsett stjómsýslulög. I almenn- um viðskiptum milli einstaklinga ríkir jafnræði með aðilum. Svo er ekki háttað í viðskiptum einstaklinga við stjórnsýslu. komi að reglugerð landbúnaðarráð- herra um takmörkun á innflutningi búvara skorti lagastoð. Segir hann að með henni taki landbúnaðarráð- herra sér vald til setja viðurkenndar iðnaðarvörur úr landbúnaðarhráefn- Réttaröryggissjónarmið krefjast þess að borgurunum sé ljóst hvað má og hvað ekki. í tilviki sem þessu liggja sterk rök til þess að stjómvöld axli ábyrgð af því þegar réttaróvissa ríkir af þeirra völdum, en velti ekki ábyrgð- inni af slíku ástandi yfir á borgarana. Það er hlutverk stjórnvalda að hafa um það forgöngu að réttaróvissu sé eytt. Þá er það viðurkennt að reglur inn- an stjórnsýslunnar eigi að vera skýr- ar. Þetta á ekki síst við um íþyngj- andi ákvarðanir. Af framansögðu er ljóst að sú óvissa sem ríkir um heimildir til takmörkun- ar á innflutningi soðinna búvara hefur leitt til þess að innflytjendur hafa mátt ætla að innflutningur af þessu tagi væri þeim heimill. Ríkislögmaður og stjórnvöld hafa ekki náð að greiða úr þeirri réttaróvissu sem til staðar er. Það er því eðlilegt að túlka réttaró- vissu á þessu sviði borgurunum í hag. um á bannlista. Hún brjóti einnig í bága við tvíhliða samning íslands og EB, sem þegar hafi tekið gildi og lokst stæðist hún ekki gagnvart EES-samningnum sem íslendingar hefðu samþykkt þótt hann hafi ekki enn tekið gildi. Segir hann að ágreiningur hlið- stæðra stjórnvalda, landbúnaðarráð- herra og utanríkis- og viðskiptaráð- herra um túlkun laga hafi leitt til réttaróvissu, sem stjórnvöld beri ábyrgð á svo lengi sem þau leysi ekki málið. „Það sem ég hef gert í þessu máli er byggt á grundvelli laga,“ segir Jón Baldvin. Segist hann annars vegar hafa Með hliðsjón af því sem að framan er rakið um meginreglur laga á sviði stjómsýsluréttar og þá réttaróvissu, sem fyrir hendi er, telur utanríkisráð- herra sér ekki fært, í tilviki sem þessu, að skerða athafnafrelsi innflytjanda á grundvelli reglugerðar með jafn vafa- samri lagastoð og hér um ræðir. Rétt er því að innflytjandi njóti þess vafa sem fyrir hendi er. Utanríkisráðherra hefur því ákveð- ið, þar sem aðstæður allar krefjast þess, að umræddur innflutningur verði ekki hindraður af tollstjóra á Keflavík- urflugvelli og varan afgreidd með fyr- irvara um greiðslu gjalda til ríkis- sjóðs, eins og venja er í tilvikum sem þessum. Rétt er að taka fram að ákvörðun þessi hefur ekki fordæmis- gildi." 1 Sjá m.a. dóm Hæ»taréttar frá 15. scpt- cmber 1988 í máli Sigurðar Ármanns Sigur- jónssonar gegn umsjónamefnd leigubif- reiða. mælt fyrir um það á Keflavíkurflug- velli að tollmeðferð soðins kjöts skuli framvegis vera í samræmi við úr- skurð forsætisráðherra þar til rétt- bær stjórnvöld ákvæðu annað. „Það getur gerst við það að reglugerð landbúnaðarráðherrra verði dregin til baka, sem ég hef óskað eftir að verði gert. Það getur gerst við það að samkomulag takist innan ríkis- stjórnar og þingmeirihluta um fram- tíðarskipan þessara mála. Það getur gerst við það að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðin styðjist ekki við lög. Ég legg áherslu á að ég verð ekki sakaður um að boða ein lög í dag og önnur á morg- un eða að ein lög gildi á Keflavíkur- flugvelli og önnur annarsstaðar. Með þessu erum við að tryggja sam- ræmda lagaframkvæmd þangað til sjálfum lögunum hefur verið breytt,“ sagði hann. Réttaróvssa túlkuð einstaklinguum íhag Jón Baldvin benti á ýmsar rök- semdir fyrir því að ákveðið hefði verið að leyfa innflutning kalkúna- kjötsins á sunnudag. Innflytjendur hafi mátt ætla að innflutningur af þessu tagi væri þeim heimill. Þess vegna beri að reyna að greiða úr réttaróvissu þeim í hag. Stjórnvöld beri sjálf ábyrgð á réttaróvissunni og eigi ekki að velta ábyrgðinni af því yfir á einstaklinga og óbreytta borgara, sem ekki ættu að gjalda fyrir mistök stjórnvalda. Þá væri þetta í samræmi við þróun íslensks réttar sem lýsti sér í dómafram- kvæmd Hæstaréttar, nýlegri laga- setningu um umboðsmann Alþingis og stjórnsýslulög, þar sem grundvall- arforsendan væri sú að stjórnvaldsá- kvarðanir sem takmörkuðu frelsi borgaranna og byggðu ekki á full- nægjandi lagastoð eins og til dæmis reglugerð landbúnaðarráðherra bæri að túlka einstaklingunum í hag. Jón Baldvin segir einnig aðspurður að hafið sé yfir allan vafa að utanrík- isráðherra sé æðsti yfirmaður tolla- mála á Keflavíkurflugvelli. Það sé ótvírætt skv. ákvæðum laga frá 1954 um yfirstjórn á varnarsvæðunum, með vísan til reglugerðar um Stjórn- arráðið og laga um um embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Auk þess megi visa til niðurstöðu dómstóla, sem hafi m.a. staðfest að utanríkisráðherra fari með dómsmál á Keflavíkurflugvelli, mannaforráð, fyrirmæli og yfirstjórnvald þar. „Þetta hefur aldrei verið rengt,“ seg- ir hann. ----».----- Hörð gagnrýni stjórnarandstöðu Stjórnin biðjist lausnar ÞINGFLOKKAR Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks hafa sent frá sér yfirlýsingar í kjölfar atburða síðustu daga og deilur um innflutning á búvörum milli ráð- herra ríkissljórnarinnar. Alþýðu- bandalagið krefst þess að forsæt- isráðherra biðjist lausnar annað hvort fyrir utanríkisráðherra eða ríkisstjórn í heild og Framsóknar- flokkurinn vill að Alþingi verði kallað saman þegar í stað. Þingfiokkur Alþýðubandalags lýs- ir yfir þungum áhyggjum af þeim fáheyrðu tíðindum sem gerst hafa á vettvangi ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Telur þingflokkurinn að for- sætisráðherra hafi algerlega misst tökin á ráðherrum og ríkisstjórn sé í raun óstarfhæf. í tilkynningu frá flokknum um málið segir m.a.: „Fjár- málaráðherra hefur réttilega í morg- un látið tollverði gera upptækan varning sem utanríkisráðherra lét afgreiða og þar með fellt þann dóm að utanríkisráðherra hafi átt hlut- deild að ólöglegum innflutningi. Ut- anríkisráðherra hefur í sérstakri til- kynningu í gær lýst því yfir að land- búnaðarráðherra sé sekur um lög- leysu.“ Þing komi saman í^ályktun sem þingflokkur Fram- sóknarflokksins hefur sent frá sér krefst hann þess að Alþingi komi saman án tafar og fjalli um það al- varlega ástand sem orðið er í stjórn landsins. I ályktuninni segir: „Á sama tíma og atvinnulífið riðar til falls er landið stjómlaust vegna harðvítugra deilna ráðherra. Úr- skurður forsætisráðherra er einskis virtur af utanríkisráðherra og ráð- herrar bera lögbrot hver á annan. Ríkisstjórn er firrt öllu trausti. Um slíkt ástand hlýtur Alþingi að fjalla þegar í stað.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Með kalkúnalæri HÉR skoða þeir Guðmundur Garðarsson og Magnús Jónasson kalkúna- læri hjá Jóhannesi Jónssyni, en hann dreifði þeim á fundi Heimdallar um landbúnaðarmál á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.