Morgunblaðið - 21.09.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.09.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Skákþing fslands Helgi og Þröstur efstir ___________Skák Margeir Pétursson Lokabaráttan á Skákþingi íslands 1993 hefst í kvöld eftir fimm daga hlé á mótinu sem gert var vegna Evrópukeppni taflfélaga og undanrása á at- skákmóti Reykjavíkur. Þrjár umferðir eru eftir og fjórir skákmenn eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Þeir Helgi Ólafsson og Þröstur Þór- hallsson eru efstir með sex vinninga af átta mögulegum, en Hannes Hlífar Stefánsson fylgir fast á hæla þeirra með fimm og hálfan vinning og ekki er enn hægt að afskrifa Jóhann Hjartarson, sem hefur fimm vinninga. Pjórir efstu menn hafa allir teflt innbyrðis svo úrslitin ráðast af því hverig þeim vegnar gegn skákmönnum sem aftar eru í röð- inni. Miðað við það hvernig and-. stæðingum þeirra hefur gengið á mótinu virðist Helgi eiga auðveld- ari mótheija en Þröstur. Af töfl- unni hér til hliðar má ráða heildar- stöðuna og hverjir eiga eftir að tefla innbyrðis. Það hefur verið hart barist á þessu íslandsmóti og keppendur skipst á um forystuhlutverkið. Jóhann Hjartarson byijaði mjög vel, en hefur nú hlotið aðeins einn vinning úr síðustu þremur skák- unum og verður nú að treysta á að óvænt óhöpp hendi keppinauta hans þijá. Jóhann tefldi í París um helgina með Evrópumeistur- um Bayern Munchen. Þeir voru óvænt slegnir út í annarri umferð Evrópukeppninnar af austurrísku meisturunum. Traustustu stólp- amir hjá Bayern, þeir Hiibner og Ribli töpuðu báðir. Jóhanni vegn- aði hins vegar vel, vann báðar skákir sínar í viðureignum Bayern við portúgölsku og austurrísku meistarana. Þröstur Þórhallsson fór hægt HYKC-MÓTIÐ ÍVG 1 1 3 s 6 7 8 9 10 11 ii vm K'ÓÐ 1 Þr&stur þbrhisllsson 2W0 V// Y//r Tz Tz 1 Tz / 1 Tz 1 (0 l-Z 2 Hauh/r flnqixntýsson 2295 'k m 0 O 1 Tz l 1 0 H 5-Cr 3 Johann H/artarson 2ÍD5 h 1 m 0 Tz Tz 'h 1 / 5 H H Hdgi Ö/afsson 2530 0 1 1 V/A /// Tz / 1 1 Tz (0 1-2 5 BjörfVin Jonsson 1905 'k O Tz Tz l Tz O 0 Tz Th 11-12 (0 findri 'flss Grítarsson 2510 O /z Tz V/a /// Tz Tz 0 Tz 1 3 ti 7 ? Stsvar Bjarnason 2290 O 0 Tz V// '/// 1 0 1 O 0 2 h 11-12 8 Tórmas BjSrnsson 2290 Ti Tz Tz 0 //// m /1 O Tz 0 3 2-/0 9 GiArmu-nJuT Gís/oson 1190 O 1 I / 0 I O O 0 3 S-IO 10 Hélgi 'Ass Grétarssvn 23í5 Tz O 1 Tz 0 / / /// m O 9 5-í 11 Jón GarSar /ijarsson 2325 0 O O Tz O / Tz / /// m 3 ?-IO 11 Hannis H. Stefínsson 2500 O / 0 Tz / 1 / 1 u/á 5'k 3 af stað með tveimur jafnteflum en komst í efsta sætið með því að leggja Hannes Hlífar Stefáns- son að velli í frestaðri skák þeirra úr fyrstu umferð. Ef einhver skyldi efast upp að allt verði lagt í sölurnar næstu þijá dagana í Faxafeni 12 nægir að rifja upp að Helgi Ólafsson stefnir nú að því að vinna íslands- meistaratitilinn þriðja árið í röð. Það hefur engum tekist frá því að Asmundur Ásgeirsson var ís- landsmeistari á árunum 1944—46. Áður hafði einungis Pétri Zóphaníassyni tekist þetta, en hann hélt titlinum árin 1913-17. Þeir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar hafa aldrei orðið Islandsmeistarar og Jóhann Hjartarson er örugglega farinn að sakna bikarsins, en hann varð síðast íslandsmeistari árið 1984. Björgvin semur af sér Einn þeirra skákmanna sem valdið hafa vonbrigðum með frammistöðu sinni á Skákþinginu er Björgvin Jónsson, nýbakaður alþjóðameistari. Hann byijaði mjög iila og þótt taflmennskan hafí batnað með hverri umferð er Björgvin samt eini keppandinn sem enn á eftir að vinna skák. Eftir mótlætið í byijun var hann alltof ginnkeyptur fyrir því að ná jafntefli gegn stigahæstu kepp- endunum: Svart: Jóhann Hjartarson abcdafgh Hvítt: Björgvin Jónsson í þessari stöðu tók Björgvin jafntefli með þráskák: 33. Rf6+ - Kg7 34. Rh5+ - Kh7 o.s.frv. Hann átti hins vegar afar sterkan möguleika: 33. fxg6+! — fxg6 34. Rf6+ - Kg7 35. Dh4! og aðalhótun hvíts er að vinna svörtu drottninguna með 36. Hd7+, en að auki liggur 36. Rg4 í loftinu. Það er afar erfítt fyrir svartan að veijast þessu, og staða hans er líklega töpuð í nokkrum leikj- um. 36. — Df7 er þannig svarað með 37. Rg4 - Hh5 38. Dg3 og hótar bæði 39. Dc3+ og 39. Dd6. I næstu umferð á eftir lenti Björgvin snemma í miklum erfíð- leikum gegn Helga Ólafssyni og var þar að auki í bullandi tíma- a b c d • I g h Hvítt: Helgi Ólafsson Hvítur lék síðast 39. Bd6—b8 og bauð jafntefli sem Björgvin þáði. En hann átti eftir að naga sig í handarbökin fyrir það, því eftir 39. — De6! hefur svartur vinningsstöðu. 40. Bxa7 gengur þá ekki vegna 40. — De2+ 41. Kh3 - Dxf3 42. De7 (Ekki 42. Kh2 - Be5) 42. - Bd4! með máthótun í fjórða leik, sem hvítur á ekki viðunandi svar við. 43. Dh4+ — Kg7 bjargar t.d. engu. En það er ekki nóg með að svartur eigi vinningsleikinn 39. — De6. Einfaldasta leiðin í stöð- Helgi Ólafsson hraki. Helgi teygði sig of langt, en fann upp á því snjallræði að bjóða jafntefli þegar Björgvin var svo tímanaumur að honum gafst hreinlega ekki færi á að meta stöðuna: Svart: Björgvin Jónsson Þröstur Þórhallsson unni, 39. — De2+ 40. Kh3 — Dxc4 gefur einnig góða vinnings- möguleika. Eftir t.d. 41. Bxa7 — Bg7! 42. De7 - Dfl+ 43. Kh2 - Df2+ 44. Kh3 — Dxf3 blasir einn- ig sigurinn við. Atskákmót Reykjavíkur Undanrásir á atskákmóti Reykjavíkur fóru fram um helgina og var teflt um átta sæti í úrslita- keppninni sem hefst 7. október. Þátttakendur voru 58 talsins og urðu úrslit Jjessi: 1. Davíð Olafsson 7 Vi v. af 9 mögulegum 2. -3. Askell Örn Kárason og Jón Garðar Viðarsson 7 v. 4.-6. Haukur Angantýsson, Andri Áss Grétarsson og Jó- hann Örn Sigurjónsson 6V2 v. 7. Héðinn Steingrímsson 6 v. og 40,5 stig 8. Arnar E. Gunnarsson 6 v. og 39,5j stig. 9. Ágúst S. Karlsson 6 v. og 38 stig 10. Bragi Halldórsson 6 v. og 37 stig 11. Arinbjöm Gunnarsson 6 v. 12. —15. Dan Hansson, Sigurður Daði Sigfússon, Jón Torfason og Haraldur Baldursson 5V2 v. 30 þátttakendur höfðu 2.000 Elo-skákstig eða meira, svo mótið verður að teljast mjög sterkt. Stórsókn Shorts end- aði með þráskák Stórskemmtilegar skákir sáu dagsins ljós í báðum heims- meistaraeinvígjunum um helg- ina. I London sótti Nigel Short enn einu sinni þungt að Gary Kasparov, sem var í miklu tímahraki. í þetta sinn tókst Englendingnum að forðast tímaþröngina sem reynst hef- ur honum svo dýrkeypt, en þá tókst ekki betur til en svo að hann tefldi of hratt og missti af langhættulegasta möguleik- anum áhorfendum til sárra vonbrigða. Eftir þessi mistök Shorts varð hann að taka þrá- skák og skákinni lauk án þess að hann gæti notfært sér tíma- hrak heimsmeistarans. Jan Timman kom með glæsilegan nýjan leik snemma í áttundu einvígisskák sinni við Karpov í Hollandi og náði auðveldu jafntefli. Gary Kasparov heldur miklu forskoti sínu á Short, staðan er 41/2—1V2 honum í vil. Kasparov hefur unnið þijár skákir og þijár hafa orðið jafntefli. Englending- urinn er í þeirri erfíðu sálfræði- legu aðstöðu að hafa ekki unnið skák af heimsmeistaranum síðan 1987 og þótt hann sýni mikil til- þrif virðist ekkert duga. Stórmeistarar í London voru orðnir mjög bjartsýnir á sóknar- möguleika Shorts. Viktor Kortsnoj var í hópi þeirra sem fylgdust með skákinni, en hann var í London með hollenska fé- laginu Volmac sem á föstudag sigraði Taflfélag Garðabæjar í Evrópukeppni taflfélaga og sló Garðbæingana út. Kortsnoj taldi um tíma að staða Kasparovs væri erfið og jafnvel vonlaus. Það kom svo í ljós eftir skák- ina að hvorugur meistaranna hafði séð hættulegasta möguleik- ann í stöðunni. Um örugga vinn- ingsleið var ekki að ræða, en til að halda taflinu gangandi hefði Kasparov orðið að fórna peði og kóngur hans að leita skjóls úti á miðju borðinu. 6. einvígisskákin í London: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4 Bobby Fischer hafði dálæti á þessu svari við Najdorf-afbrigð- inu. 6. - e6 7. Bb3 - Rbd7 8. f4 - Rc5 9. f5 - Be7 Það er of hættulegt að þiggja peðsfórnina: 9. — Rxe4 10. Rxe4 — Rxe4 11. Df3 d5 12. fxe6 og síðan stutthrókar hvítur með þungri pressu eftir f-línunni. 10. Df3 - 0-0 11. Be3 - e5 12. Rde2 - b5!? Hér hafði Kasparov eytt hvorki meira né minna en 52 mínútum og afraksturinn er nýr leikur. Hann vill ekki fá að sjá endurbót Short á því hefðbundna 12. — Rxb3 13. áxb3 — b5, en þá hef- ur svartur gott mótspil eftir 14. Bxb5 - d5. Short lagðist nú líka í þunga þanka, notaði 50 mínútúr á næsta leik. 13. Bd5 - Hb8 14. b4!? Tvíeggjaður leikur. Short veik- ir peðastöðu sína á drottningar- væng og hvíta c-peðið á eftir að verða veikleiki það sem eftir er skákarinnar. 14. - Rcd7 15. 0-0 - Rxd5 16. Rxd5 - Bb7 17. Rec3 - Rf6 18. Hadl - Bxd5 Hér kom einnig til greina að halda spennunni á miðborðinu lengur og leika 18. — Hc8. 19. Rxd5 - Rxd5 20. Hxd5 - Hc8? Kasparov átti nú aðeins 17 mínútur eftir á næstu 20 leiki og þessi eðlilegi leikur dugir ekki til að viðhalda jafnvæginu. Eftir skákina sögðu teflendur að 20. — Dc7 hefði verið betra. Short blés nú til sóknar án þess að hugsa sig um og átti 39 mínútur eftir. 21. Dg4 - f6 Þessi óvirki vamarleikur er ekki dæmigerður fyrir Kasparov, en hann varð að svara hótuninni 22. Bh6 - Bf6 23. Bxg7 - Bxg7 24. f6. Ekki gekk 21. - Bf6? vegna 22. Bc5! — Hc6 23. Hfdl — Be7 24. f6! og hvítur vinnur. 22. Hf3 - Hxc2 23. Hh3 - Hf7 24. Dh5 - h6 Hér hikaði Short, þótt næsti leikur hans virðist augljós. Kortsnoj var ekki sáttur við það: „Hann er að hugsa um biskups- fóm á h6, en hún er röng og það rangt að leyfa sér að hugsa um hana,“ sagði rödd 30 ára reynslu úr erfiðum einvígjum og Kortsnoj reyndist hafa lög að mæla. 25. Dg6 - Kf8 • bcda fgh Varnir Kasparovs á kóngs- væng halda ekki. Hann verður að reyna að bjarga sér á flótta. Hann átti nú aðeins átta mínútur eftir, en Short 20. Nú fórnaði Englendingurinn biskupi án þess að hugsa sig um. E.t.v. hefur honum yfirsést 28. leikur and- stæðingsins, en líklegra er þó að hann hafi ekki talið sig eiga meira en jafntefli. Báðir teflend- ur vanmátu hér algerlega mögu- leikann 26. Dh7! — Ke8 27. Dg8+ og svartur á um tvennt að velja: a) 27. — Bf8 (Eðlilegast, en nú vinnur hvítur) 28. Bc5! og svart- ur á ekki fullnægjandi vörn við 29. Hhd3. Þá fellur svarta peðið á d6 fellur og vörnin hrynur. Kasparov sagðist ekki hafa séð þetta fyrr en of seint og Short var alveg blindur á hrókstilfærsl- una frá h-línunni yfir á d-línuna. Svartur hefði því orðið að reyna: b) 27. - Hf8! 28. Dxg7 - Dc7! (Eftir að hafa séð þetta sagði Kortsnoj að málið væri ekki eins einfalt og allir héldu. En mögu- leikar hvíts eru samt góðir) 29. Dg6+! (Betra en 29. Dxh6 — Dc4) og nú er bæði 29. — Hf7 og 29. — Kd7 svarað með 30. Bxh6! og svartur er ennþá í ákaf- lega krappri vörn. 26. Bxh6? - gxh6 27. Hxh6 - Db6+ 28. Hc5! - Bd8! 29. Hh8+ - Ke7 30. Hh7 Eini leikurinn til að ná þrá- skák. Þessi æsifengna baráttu- skák fær nú snöggan endi. 30. - Hxh7 31. Dxh7+ - Kf8 Jafntefli því hvítur þráskákar. Kasparov og Short tefla í dag Sjöunda einvígisskákin í Lond- on verður tefld í dag og hefur Gary Kasparov hvítt. Skákunn- endur geta fylgst með henni á síðu 255 í textavarpi RÚV. Þar er skákin uppfærð jafnóðum á nokkurra leikja fresti. Einnig er hægt að fylgjast með henni frá kl. 17 í níundu umferð Skákþings íslands í Faxafeni 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.