Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ° 1992 Los Angeles Times Syndicate skjánum. HÖGNI HREKKVlSI „ pAP ER BlNS OG þú HACTR S^P OKAUG / '* BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Mínir „lestir liggja best“ Frá Birni Egilssyni: ÉG HEF notið þess að hlusta á út- varp síðan 1930, oft mér til gagns og gleði. Margir hafa talað í þessa túðu og flestir vel. Að flytja töluð orð er list- grein. Þeir sem kunna þá list, tala hægt og skýrt, rrieð lítilli þögn milli setninga. Þegar ég lít yfir þennan langa tíma eru mér þrír menn minnisstæðastir fyrir góðan flutning auk annarra. Helgi Hjörvar flutti alltaf vel. Ein- ar Ólafur Sveinsson las fornsögur svo ógleymanlegt var og þá gleymi ég ekki Halldóri Laxness þegar hann las í útvarpi eitthvað sem hann hafði skrifað. Áherslur og latmæli féli svo vel að efninu að það var listagott. Vegna legu landsins gætu íslend- ingar verið sjálfstæð þjóð þó þeir töluðu blending úr ensku, en það er fróðlegt og skemmtilegt að heyra orðanna hljóm eins og hann var um öll Norðurlönd fyrir þúsund árum. Frá því er sögur hófust hafa menn deilt Um trú á guð. Allar þær deilur eru mikill misskilningur. I raun og veru trúa allir á einn og sama guð- inn. Þann guð er ekki hægt að skil- greina, því hann er alls staðar og í öllu. Fyrir áratugum var ég á samkomu hjá kristnum sértrúarflokki hér á Sauðárkróki. Á þessari samkomu sagði einn ræðumanna, að enginn kæmist til guðs nema fyrir Krist. Ég gerði fyrirspum um, hvort all- ur sá mikli mannfjöldi, sem lifði á þessari jörð fyrir daga Krists, hefði farið niður. Eftir nokkra stund fékk ég svar í lágum tón: „Það má guð vita.“ JMínir „lestir liggja best“. Mér verður ailtaf eitthvað á. Ég svaf síð- ast þegar prófastur messaði hér í Elliheimilinu. Mér hættir til að sofa af mér guðsorð. Ég verð að biðja prófastinn á Sauðárkróki fyrirgefningar, en það bíður eitthvað, því prófastur er nú farinn til Ameríku. Hvað hann ætlar að gera þar er óvíst, nema ef hann ætlar að sjá flóð. Ýmsa grunar að vond breytni manna geti valdið flóð- um. Einn aumasti minn er málgleði. Sumum þeim, sem með mér eru, finnst ég óþolandi, alltaf að tala nema þegar ég sef. Ég tala ekki upp úr svefni. Líklega hef ég mikla tján- ingarþörf, hvað sem veldur. Ég get þagað heilan dag, en tek það nærri mér. Mér líkar ekki alveg allt, sem ég heyri í útvarpi. Þar eru svartir sauð- ir einn og einn. Mislitt fé hefur sína kosti. Það eykur fjölbreytni. Einlit hjörð er svipminni. Svarta sauði kalla ég þá menn, sem tala svo hart og óskýrt í útvarp, að orðræða þeirra verður að gagns- lausum són. Því þessi hraði? Það er eins og þessir menn haldi að dóms- dagur kæmi í næstu viku, en það er öldungis óvíst. Mér verður næstum því óglatt að Frá Lárusi Hermannssyni: ÁREIÐANLEGA ríða kratar hvorki við ein- eða tvímenning í aróðursher- ferð sinni í fjölmiðlum nú til dags. Frekar sýnast þeir þeysa taumlaust um með sinn gjallanda og ófræging- aráróður um okkar saklausa og nyt- sama bjargvætt, Islendinga, í gegn- um aldirnar, eða frá því landið okk- ar, ísland, byggðist, nefnilega sauðk- indina. Enda mun krataflokkurinn óþarfastur og óþrifalegastur pólití- skra flokka hér á landi. Og sem bet- ur fer eini flokkurinn sem hratt og ánægjulega fer dvínandi og vonandi deyr hann alveg út í næstu kosning- um. Ég efa það ekki að allir íslending- ar, sem ekki eru brennimerktir kratar nú í dag, hafi virkilega skömm á þessum áróðursskrifum, og nú síðast frá mönnum, sem sitja sem fastast í kratabásum. Því eins og allir vita, hafa það verið merkustu afrek kratanna, hér á íslandi, að koma sín- um gæðingum í feitustu embættin, bæði hér heima og erlendis. Því auð- vitað vita þeir manna best, að eftir tiltölulega stuttan tíma heyra ís- lenskir kratar sögunni til [ pólitísku umhverfí. Hvaða sönnum íslendingi dettur það í hug, að embættismann- aklíku krata komi það til hugar nú frekar en áður fyrr, að bera hag ís- heyra dag eftir dag dánarkveðjur frá barnabarnabarnabamabömum. íslensk tunga hefur átt í vök að veijast fyrr og síðar og nú er verið að troða danskri setningu inn í tungumál vort: „Gegnum tíðina". Sem betur fer hafa flestir íslend- ingar föt og fæði eftir þ’örfum nú á tímum, en þó er ekki allt sem vera ber. Tukthúsin eru ekki mannheld og landsmenn skulda miklu meira í útlöndum en þeir geta greitt. Það er svo sem auðsé hvemig það fer. Þessar skuldir verða svo strikað- ar út og Islendingar settir á bekk með vanþróuðmn þjóðum. Það gerir nú ekki til, því ég er vanþróaður. BJÖRN EGILSSON, Sauðárkróki. lenskrar alþýðu fyrir brjósti, með því að halda slíkri firm fram, að aðflutt- ar landbúnaðarvörur muni í framtíð- inni verða tugum króna ódýrari og neysluríkari en okkar framleiðsluvör- ur íslenskar. Auðvitað sjá allir sem vilja sjá, að þessar röksemdafærslur em hreint skmm og látalæti þeirra manna, sem harðast ganga fram í þvl að svíkja sitt ættland, og alla þá sem hafa af því atvinnu og ánægju að framleiða íslenskar vömr fyrir sína þegna, vörar sem em og von- andi verða um ókomna framtíð þær hollustu og bragðbestu, sem vöi er á norðan Alpafjalla. Ekkert mundi því þarfara fyrir alla sanna íslendinga, en að „út- rýma“ svona þenkjandi krötum, að sjálfsögðu mikið frekar en okkar ágætu sauðkind, sem nú eins og áður gefur af sér bestu afurð, sem til er í heiminum. Og hafið í huga, góðir íslendingar, hvemig svo sem þeir skmmskæla sig aðstoðargauk- urinn í utanríkisráðuneytinu og pró- fessorinn í Háskólanum, þá verður þeim vonandi aldrei að ósk sinni að útrýma sauðkindinni af íslenskri grund. Fyrr skulum við losa okkur við kratana, því ekki hefur þeim far- ið fram með árunum. LÁRUS HERMANNSSON Hringbraut 99, Reykjavík Heldur kind en krata Víkveiji oreldrar gmnnskólabama I nú fengið í hendur skóladaga- tal fyrir skólaárið 1993-1994, sem hófst nú f byrjun mánaðarins. Það er fróðlegt að skoða þetta plagg frá menntamálaráðuneytinu og kennir þar ýmissa forvitnilegra grasa, eink- um hvað varðar ýmiskonar frídaga, sem skólanemendum og kennumm þeirra hlotnast yfir veturinn, umfram það sem gengur og gerist í öðmm menntastofnunum, að nú ekki sé talað um úti í atvinnulífínu sjálfu. Þannig telst Víkverja til, samkvæmt plaggi þessu, að hefðbundið skóla- starf til áramóta verði samtals 71 dagur. Fyrstu þrír dagar september- mánaðar era merktir á plagginu sem undirbúningur skólastarfsins. 6. september er merktur til skólasetn- ingar og hefðbundin kennsla hófst síðan hinn 7. september, eða viku eftir að skólahald hefði átt að hefj- ast. Velta menn ekki vöngum yfir því hvers vegna kennarar gmnnskól- anna þurfa að hefja skólastarfið á þriggja daga undirbúningsstarfi, áður en raunveruleg kennsla er haf- in? Hvað voru kennararnir að gera næstu þijá mánuði á undan, þ.e. júní, júlí og ágúst? Áttu þeir ekki þá, sam- kvæmt eigin kjarasamningum, að skrifar veija ákveðnum hluta frítíma síns í undirbúning fyrir vetrarstarfið? xxx Ef enn er rýnt í plagg mennta- málaráðuneytisins má sjá að fram til jólafrís, sem hefst 21. des- ember, fellur niður kennsla vegna foreldradags 18. október og vegna tveggja starfsdaga kennara, föstu- daginn 30. október og þriðjudaginn 30. nóvember. Er það einskær tilvilj- un að þessir dagar era í báðum tilvik- um í almanankinu næstu dagar á undan öðmm frídögum — í október á undan helgi, en í nóvember næsti dagur á undan fullveldisdeginum, 1. desember, sem er jafnan frídagur nemenda og kennara, þótt aðrir laun- þegar vinni að sjálfsögðu þann dag, eins og eðlilegt er? Eða em alman- aksgerðarmenn menntamálaráðu- neytisins svo „elskulegir" í gárð gmnnskólakennara að vera með þessum hætti að útvega þeim sam- felld frí? Víkveiji er þeirrar skoðunar að frídagar hvers konar í skólakerf- inu, séu fyrir margt löngu komnir langt út fyrir öll velsæmismörk. Fjöldi daga þeirra níu mánaða sem á að heita að gmnnskólar starfi, þ.e. frá september til maíloka, er 273, en samkvæmt skóladagatalinu eru skólahaldsdagamir þessa mánuði einungis 155 að tölu. Frídagarnir eru því 118, en hjá hinum almenna laun- þega em þeir hins vegar 80. Er þetta eðlilegt? XXX Undirbúningsstarfið ætti að vinn- ast á haustin, fyrir allan vetur- inn; afnema ætti sérstaka starfs- daga, sem samkvæmt því sem Vík- veiji þekkir til, em ekkert annað en úreltar leifar gamals kerfis, sem þá hét mánaðarfrí. Hér á landi er skóla- hald mun styttra ár hvert en gengur og gerist í þeim löndum sem við helst viljum miða okkur við í mennt- un og lífskjömm; ergo: íslenskir nem- endur þurfa því á mikilli kennslu að halda nveija kennsluviku, en ekki aukafrídögum hér og þar, ofan á löng jóla- og páskafrí, til þess að halda í við jafnaldra sína erlendis. Auðvitað gleðjast nemendurnir yfir hvaða frídegi sem til boða stendur og styðja kennara sína því í kjarabar- áttunni, að þessu leyti, en Víkveiji telur að námið yrði markvissara og skilvirkara, ef skólinn væri stundað- ur og starfræktur undanbragðalaust, á meðan hann á annað borð á að heita í rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.