Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Reuter Málefni landbúnaðar í brennidepli FRANSKIR bændur efna þessa dagana til mótmæla gegn samkomulagi Bandaríkjanna og Evrópubanda,- lagsins (EB) um landbúnaðarmál í þeirri von að EB samþykki að semja upp á nýtt við Bandaríkin. Var myndin tekin á aðaltorgi bæjarins Arras í norðurhluta Frakklands í gær þar sem bændur kveiktu í bálkesti úr gömlum hjólbörðum. % EB-ráðherrar ræða landbúnaðarmálin og GATT í Brussel Leitað að málamiðl- un fyrir Frakkana Brussel. Reuter. UTANRÍKIS- og landbúnaðarráðherrar Evrópubandalagsins, EB, komu saman til fundar í Brussel í gær til að ræða ágreininginn um landbúnaðarkafla GATT-viðræðnanna, andstöðu Frakka við samning EB og Bandaríkjanna um minni útflutningsuppbætur. Hefur franska stjórnin í hótunum um að beita neitunarvaldi innan EB verði hann ekki endurskoðaður en ráðherrar á fundinum í gær voru þó fremur bjartsýnir á einhvers konar málamiðlun, sem Frakk- ar gætu sæst á. „Við munum finna einhverja lausn, trúðu mér,“ sagði Willy Cla- es, utanríkisráðherra Belgíu, í gær og aðrir ráðherrar kváðust vongóð- ir um, að einhvers konar málamiðl- un fyndist fyrir frönsku stjórnina. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar marglýst yfir, að hún taki ekki í mál neina endurskoðun á Blair House-samkomulaginu svokallaða og því er talið líklegt, að hugsanleg málamiðlun felist fremur í tækni- legum en efnislegum breytingum. Ekki var búist við niðurstöðu á fundinum í gær, heldur að unnið yrði að málinu fram til 15. desem- ber þegar ljúka á Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðnanna. Frakkar einir á báti? Frakkar hafa lagt mikla áherslu á, að þeir stæðu ekki einir innan EB í andstöðunni við minni útflutn- ingsuppbætur og vitað er, að Spán- veijar og írar hafa áhyggjur af samkeppnisstöðu sinna bænda. Spánveijar lýstu því hins vegar yfir í gær, að takmörk væru fyrir stuðn- ingi þeirra við afstöðu Frakka. Þótt þeir hefðu skilning á henni vildu þeir ljúka við GATT-samningana. Franeois Mitterrand, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, ætluðu að hittast í gær í París og var talið, að fundur þeirra gæti orðið jafn mikilvægur fundinum í Brussel í að finna lausn á vanda Frakka. Bændur efndu til mótmæla víða um Frakkland í gær og kröfðust þess, að komið yrði í veg fyrir sam- komulagið um minni útflutnings- uppbætur en aukinn innflutning. Segjast þeir óttast, að samkeppnin muni hrekja þá af jörðum sínum en frönskum bændum hefur fækkað mikið á síðustu áratugum, úr fimm milljónum 1950 í 1,25 millj. nú. Hafna nýj- um réttar- höldum yfír Demjanjuk Tel Aviv. Daily Telegraph. JOHN Demjanjuk er frjáls ferða sinna eftir að hæstiréttur ísraels úrskurðaði fimmta sinni á sunnu- dag að engar forsendur væru fyr- ir því að efna til nýrra stríðs- glæparéttarhalda yfir honum. Jafnframt aflétti dómstólinn dauðarefsingu sem Demjanjuk var dæmdur til í apríl 1988. Hæstiréttur Israels komst að þeirri niðurstöðu 29. júlí að Demjanjúk væri ekki ívan grimmi, hinn illræmdi gasklefastjóri í Treblinka-búðunum. Nokkur samtök freistuðu þess að knýja fram ný réttarhöld á grund- velli upplýsinga um að Demjanjúk hefði hugsanlega verið fangavörður í öðrum búðum. Efraim Zuroff; forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, sagði að dagurinn væri svartur blett- ur í sögu ísraelsks réttarfars, í sögu lands og þjóðar. „Með þessu er Isra- el í raun hætt að eltast við stríðs- glæpamenn nasista," sagði Zuroff. Yoram Sheftel, lögmaður Demj- anjúks, sagði í gær að skjólstæðing- ur sinn ráðgerði að snúa heim til fjöl- skyldu sinnar í Bandarílq'unum. Krókur á móti bragði Búkarest. Reuter. ANETA Comanescu var ákaf- lega andvíg reykingum og í 40 ára hjúskap bannaði hún manni sínum að reylqa í sinni návist. Hann safnaðist til feðra sinna í síðustu viku en þó ekki án þess að reyna að leita hefnda. Marin Comanescu, sem var 76 ára þegar hann lést, setti það inn í erfðaskrána, að Aneta, kona hans, yrði að reykja fimm sígar- ettur á dag til að fá eignir hans í hendur en þær eru rúmlega tvær milljónir kr. í reiðufé og íbúðar- húsið í bænum Timisoara. Aneta segir í viðtali við blaðið Romania Libera, að hún ætli að höfða mál til ógildingar skilmál- unum: „Ég tapa því kannski en ég vil heldur missa allt en reykja eina einustu sígarettu.“ í erfðaskrá Marins segir meðal annars: „í 40 ár var tilveran ein samfelld martröð vegna Anetu, sem þoldi ekki sjá mig reykja, og loksins átti ég hvergi griðland nema á saleminu." Emmy-verðlaunin afhent í 45. sinn Veldi stórra sjón- varpsstöðva ógnað Pasadena. Reuter. STÓRU stöðvarnar fengu á baukinn er Emmy-verðlaunin fyrir besta sjónvarpsefni voru afhent í Kaliforníu á sunnudagskvöld. Kapalstöðin Home Box Office, í eigu Time-Warner samsteypunn- ar, bar sigurorð af stóru stöðvunum, hlaut verðlaun í 17 flokk- um. Stóru stöðvarnar urðu að láta í minni pokann, þættir frá NBC hlutu 16 verðlaun, CBS 14 verðlaun og ABC 12. Emmy-verðlaunin hafa verið veitt í 45 ár og er þetta í fyrsta skipti sem kapalstöð hlýtur flest verðlaun. Sögðu þeir sem að verðlaununum standa þetta vera skýr skilaboð til stóru stöðvanna um það að veldi þeirra væri ógn- að af minni stöðvum, þrátt fyrir að sjónvarpsstöðvamar hefðu enn vinninginn með 76 verðlaun á móti 38 verðlaunum kapal- og gervihnattastöðva. Meðal þeirra sem hlutu Emmy- verðlaun í ár, voru Rosanne Am- old, sem besta leikkona í gaman- þáttunum Roseanne, Ted Danson fyrir hlutverk sitt í Staupasteini og Laurie Metcalfe, fyrir auka- hlutverk, en hún leikur systur Roseanne. Kvikmyndaieikaramir Holly Hunter og Beau Bridges fengu verðlaun fyrir hlutverk í framhaldsmynd um móður klapp- stým í Texas, sem leggur á ráð- in um að myrða móður keppi- nautar dóttur sinnar. Þá var hin breska Djöfull í mannsmynd 2 valin besta sjónvarpsmyndin. Reuter Glaðbeittur verðlaunahafi BEAU Bridges kemur til afhendingar Emmy-verðlaunanna ásamt konu sinn Wendy. Bridges hlaut verðlaun fyrir aukahlutverk. Urslit kosn- inganna ógild? YFIRKJÖRSTJÓRN í Ósló úr- skurðaði í gærmorgun að hún gæti ekki lýst úrslit þingkosn- inganna í borginni gild en kosningar fóru fram í Noregi fyrir viku. Stórþingið tekur hins vegar endanlega ákvörðun um hvort Óslóarbúar, sem eru um 10% kjósenda ganga til kosninga á ný. Stórþingið kem- ur saman í byijun október. Verði kosið aftur, getur það haft áhrif á 15 þingsæti Ósló- arbúa auk 8 uppbótarþing- sæta. Kommúnistar í hneyksli TVEIR háttsettir meðlimir í Lýðræðisflokki vinstrimanna á Ítalíu, fyrrum Kommúnista- flokkinum, voru teknir til yfir- heyrslu á mánudag en hneyksl- ismál vegna spillingar í ítölsk- um stjórnmálum hafa nú náð inn í raðir flokksins. Hingað til hefur verið talið að hann væri að mestu laus við spill- ingu. Veldur megr- un offitu? SÉRFRÆÐINGAR í barátt- unni við offítu segja líkur benda til þess að megrun sé ein aðalorsök offítu. „Á síðustu 25 árum hefur ekki verið nein þróun í meðferð við offitu og árangur til lengri tíma er ömur- legur," sagði prófessor í nær- ingarfræði á ráðstefnu sem haldin var í Brussel. Sagði hann að þrátt fyrir að árangur megrunar væri góður fyrst í stað, væri raunin ekki sú til lengdar, heldur leiddi megrun of til enn meiri þyngdaraukn- ingar. Azerar vilja í Samveldið AZERSKA þingið ákvað í gær að ganga á ný í Samveldi sjálf- stæðra ríkja. Hafði Haydar Aliyev, leiðtogi landsins, hvatt þingfulltrúa til að samþykkja það vegna bágs efnahags Az- erbadjzhan og til að binda enda á bardaga Azera og Armena. Klámkóngur ríkastur RÍKASTI maður Bretlands er Paul Raymond en hann á fjölda klámblaða, klúbba og um 65% staða í Soho-hverfinu. Það samsvarar um 150 milljörðum króna. Bretadrottning komst ekki á lista BusinessAge yfir fimmtíu auðugustu menn landsins, er númer 57. Margrét Thatcher komst í 184. sæti list- ans, á 6,3 milljarða kr. og Bít- illinn Paul McCartney er rík- asti skemmtikrafturinn, á 42 milljarða. Guðlast að hitta páfa ÍSRAELSKUR rabbíi lýsti því yfir í gær að þeir gyðingar sem heilsuðu Jóhannesi Páli páfa, fremdu með því guðlast, þar sem yfirmaður kaþólsku kirkj- unnar hefði ekki viðurkennt ísraelsríki. Páfí hitti tvo æðstu rabbía ísraels að máli um helg- ina og herma heimildir á Ítalíu að Vatíkanið og ísrael hafi komist að samkomulagi sem geti Ieitt til þess að ríkin taki upp stjórnmálasamband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.