Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 31 • i • • x Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurliðið Meistararnir og aðstoðarliðið hafa unnið átta rallmót í röð á sérsmíðuðum Metró rallbílnum. Meistararnir unnu bikarinn til eignar AKSTURSÍÞRÓTTIR Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLANDSMEISTARARNIR í rallakstri, Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metró unnu alþjóðarall Pizza 67 og Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykja- víkur um helgina. Komu þeir rúmum tíu mínútum á undan þeim Jóni Ragnarssyni og Þór Daníelssyni á Mazda í mark. Með sigrinum tryggðu þeir Ásgeir og Bragi sér meistara- titilinn þriðja árið í röð og þar með bikarinn sem fylgir titlin- um til eignar. Þeir félagar hafa unnið átta rallmót í röð og fimmtán af tuttugu mótum, sem þeir hafa keppt í á bílnum. „Við vorum búnir að undirbúa okkur undir mikinn slag, vorum með góða leiðarlýsingu og tilbún- ir að slást af hörku við Steingrím Ingason. Því miður féll hann úr leik á fyrsta degi og eftirleikurinn varð tiltölulega auðveldur", sagði Bragi Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið. Rallið var 300 km að lengd á sérleiðum og þótti nokkuð ljóst að baráttan yrði milli meistaranna og Steingríms Ingasonar og Páls Kára Pálssonar á Nissan. En á fimmtu sérleið á fyrsta degi velti Steingrímur á erfiðum stað, þar sem nokkrir aðrir áttu einnig fullt í fangi með að komast í gegn. „Ég fór fullgeyst og missti bíl- inn út í kant, þaðan endasentist hann síðan út af. Það kom slæmt högg á bílinn í þessu brambolti og hann er mjög illa farinn“, sagði Steingrímur sem meiddist í baki við óhappið og getur ekki keppt í lokamóti ársins af þeim sökum. Eftir þetta óhapp áttu meistaram- ir tiltölulega greiða leið fyrir höndum, enginn ógnaði þeim á sérleiðum. Sá gamálreyndi hlaut silfrið Rallkappinn gamalkunni Jón Ragnarsson settist að nýju undir stýri eftir að hafa ekið i mörg ár sem aðstoðarökumaður sonar síns, sem er meiddur. Hann jók hraðann smám saman, átti um tíma í keppni við Ævar Sigdórs- son og Ægi Ármannsson á Lanc- ia Delta, en skildi þá eftir að lok- um með bronspeninginn. Þeir Ævar og Ægir unnu í flokki óbreyttra bíla og náðu þar með góðri stöðu til Islandsmeistara í þeim flokki, þegar einu móti er ólokið. Helstu andstæðingar þeirra um titilinn, Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson féllu fljótlega úr leik vegna bilunar. Fimmta sætið í fimmtu heimsókninni Aðeins ein erlend áhöfn var í rallinu og ökumaðurinn Philip Goubert var í sinni fimmtu heim- sókn og náði fimmta sæti á Suzuki Swift. I fyrra varð hann af keppni þegar keppnisbíll hans gleymdist á hafnarbakka en núna komst bæði bíllinn til landsins og alla leið í endamark við Pizza 67 í Tryggvagötu. „Eg hef alltaf jafn gaman af keppninni og sérleiðirnar eru skemmtilegar, þó margar séu grófar. Ég hef trú á að ef rallið væri í ágúst þá væri auðveldara að fá keppendur til landsins. Það þarf að byija að kynna næsta rall strax og ég held að heims- meistaramótið í Englandi væri góður vettvangur. RAC rallið er mjög fjölmennt og mikið af ævin- týramönnum sem væru tilbúnir að skreppa til íslands. Ég legg af stað í rallið í tuttugusta skipti í nóvember þannig að maður legg- ur ýmislegt á sig fyrir rallið. Keppnin hér var góð en ég hefði vilja sjá fleiri útlendinga", sagði Goubert. Bílaþjónusta í Skeifunni OPNUÐ hefur verið bílaþjón- usta í Skeifunni 11. Er þar að- staða til viðgerða, lyfta og öll rafsuðutæki. Einnig verður veitt ýmis þjónusta svo sem bílaviðgerðir, dekkjavið- gerðir, rafgeymaþjónusta, verslun með bíla- og bónvörur, þvotta- og bónaðstaða, söluskoðun á notuðum bifreiðum og neyðarþjónusta allan sólarhringinn. Opið verður alla daga, virka daga frá kl. 8-22, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 10-18. Slttfl ouglýsingar I.O.O.F. Ob.1= 1749218'h = . I.O.O.F. Rb. 4 = 1439218 - Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Haldiö verður framhaldsnám- skeið í næmi og heilun dagana 23. og 24. september (kvöld- námskeið). Meöal efnis: Grunn- skilningur á persónulegum spíritisma, kenningar og hagnýt notkun dulspeki, kenningar og hagnýt notkun kristalla o.fl. Leiðbeinendur verða bresku miðlarnir June og Geoff Hughes. Skráning á skrifstofu félagsins f símum 18130 og 618130. Stjórnin. UTIVIST Hallvoigarstig 1 • simi 614330 Lengri ferðir næstu helgi Síðasta ferð haustsins í Bása við Þórsmörk 24.-26. sept. Haustlitadýrð og náttúrufegurð Goðalands og Þórsmerkur er engu lík. Gönguferðir með farar- stjóra, gist í velútbúnum skála. Sérstakt verðtilboð á þessari síöustu ferð. Fimmvörðuháls 25.-26. sept. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Skógum og í Bása við Þórsmörk. Gist í Fimmvörðuskála. Farar- stjóri Þráinn Þórisson. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar. Dagsferð sunnud. 26. sept. Kl. 10.30 Þingvallagangan 4. áfangi. Útivist. Farfuglar Haustferð íValaból Eldri og yngri Farfuglar! Mætum öll í Valaból næsta laug- ardag 25. september. Farið frá Kaldárseli kl. 13.30. Farfuglar. Skíðadeild Fundur um æfinga- og vetrar- starf skíðadeildarinnar, verður haldinn í Gerðubergi í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Nýir félagar velkomnir. Upplýsingar: símar 666794 og 72206. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 6825B1* Þriðjudagskvöld, 21. sept. Opið hús í Mörkinni 6 (risi) Efni: Fjallahjóiaferðir. Opið hús verður framvegis, hálfsmánaðarlega í allan vetur og oftar ef þurfa þykir. Húsið opnað kl. 20.30. Kvöldið verður helgað fjallahjólaferðum. Magnús Bergsson, formaður Is- lenska fjallahjólaklúbbsins kynn- ir útbúnað til fjallahjólaferða ekki síst í vetrarferðum. Einnig verð- ur pistill um útbúnað fyrir konur. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir, félagar sem aðrir, einnig þeir sem ekki eiga fjallahjól. Myndakvöld FÍ verða annan miðvikudag í hverjum mánuði í Sóknarsalnum og er það fyrsta þann 13. október. Helgarferðir 24.-26. sept. Landmannalaugar - Jökulgil. 2. Fjallahjólaferð: Laugar - Eldgjá. Brottför föstud. kl. 20. 3. Þórsmörk f haustlitum, 2 d. Brottför laugard. kl. 08. Upplýsingar og farmiðar á skrifst., Mörkinni 6. Laugardagsferð 25. sept. kl. 08.00: Á slóðum Snorra á Húsafelli. Ferðafélag (slands. WtÆkÆÞAUGL YSINGAR SJALFSTIEDISFLOKKURINN I- Ý. I. A (i S S T A R F Aðalfundur Landsmálafélagsins Fram íHafnarfirði Landsmálafélagið Fram heldur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu, Hafnar- firði þriðjudaginn 28. september kl. 20.00. Dagskrá fundarins verður: ★Venjuleg aðalfundarstörf. ★ Kjör fulltrúa á landsfund. ★ önnur mál. Stjórnin Athugið breyttur fundardagur frá því sem áður var auglýst Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-i Bústaða- og Fossvogshverfi Almennur félagsfundur verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 21. september og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Kosning 9 fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 21 .-24. október nk. Gestir fundarins: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi, formaður skipu- lagsnefndar, ásamt Ólafi F. Magnússyni, varaborgarfulltrúa ræða borgarmálefni. Fundarstjóri: Jóna Gróa Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi. Hvað varð um hugsjónir ungra sjálfstæðismanna? Undanfarin ár hafa nokkrir fyrrverandi forystumenn ungra sjálfstæðismanna setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hafa þessir menn villst af leið? Hví er báknið ekki fariö burt? Hvf eru hagsmunir kjördæmanna settir ofar heildarhagsmunum þjóðarinnar? Hvað varð um hugsjónir SUS? Samband ungra sjálfstæðismanna heldur almennan fund um störf og stefnu SUS og framkvæmd stefnumála þess á Alþingi. Ræðumenn verða: Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmélaráðherra, Jón Kristinn Snæhólm, sagnfræðingur og alþingismennirnir Vilhjálm- ur Egilsson og Einar K. Guðfinnsson. Fundarstjóri verður formaður SUS Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundurinn er öllum opinn og byrjar kl. 18.00 miðvikudaginn 22. sept- ember í Kornhlöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.