Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 h ^ Morgunblaðið/Sverrir I vörslu tollstjóra TVEIR starfsmenn rikistollstjóraembættisins með hluta af kalkúnalærunum, sem embættið gerði upp- tækt í gærmorgun. Kalkúnalærin afgreidd í Keflavík en gerð upptæk í Reykjavík Bónus ætlar að leita réttar síns Utanríkisráðherra rengir heimild ríkistollsljóra EMBÆTTI ríkistollstjóra lagði I gærmorgun hald á 132 kg af kalkúnalærum sem Bónus flutti til landsins og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tollafgreiddi á sunnudag skv. fyrirmælum Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær persónulega rengja heim- ild tollstjóra tU þess að leggja hald á kjötið. „Mér þykir miður að til þessara aðgerða skuli hafa verið gripið og tel það misráðið. Þetta er enn eitt tilefnið sem borgurunum er gefið til málshöfðun- ar á hendur ríkinu,“ sagði Jón Baldvin. Jóhannes Jónsson, einn eigenda Bónus, segir að þeir muni fara fram á að fá bættan þann skaða sem Bónus hlyti af þvi að geta ekki selt vöruna í verslunum sínum og höfða mál fyrir dómstólum gerist þess þörf. Utanríkisráðherra ákvað að toll- afgreiðslan á Keflavíkurflugvelli skuli ekki hafa fordæmisgildi og lagði fyrir sýslumann að haga toll- meðferð soðins kjöts framvegis í samræmi við úrskurð forsætisráð- herra um forræði á innflutningi búvara. Ágreiningur um forræði utanríkisráðherra Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og Sigurgeir A. Jónsson ríkis- tollstjóri segja að við tollafgreiðslu á kalkúnakjötinu á Keflavíkurflug- velli hafi ekki verið gætt fyrirmæla reglugerðar landbúnaðarráðherra um takmörkun á innflutningi bú- vara. Friðrik sagðist einnig telja að forræði utanríkisráðherra yfir mál- um á vamarsvæðinu sneru fyrst og fremst að atriðum sem sneru að vamarmálum. Jón Baldvin sagði aftur á móti í samtali við Morgun- blaðið að það væri hafíð yfir allan vafa að utanríkisráðherra væri æðsti yfirmaður tollamála á Kefla- víkurflugvelli. Að sögn Halldórs Blöndals land- búnaðarráðherra em fyrirmæli bú- vörulaganna alveg skýr um að þessi innflutningur sé óheimill og nóg sé að kalkúnakjöti í landinu. Jóhannes í Bónus sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða vöm sem skv. skilgreiningu GATT félli undir iðnaðarvarning en ekki landbúnaðarafurð. „Við sætt- um okkur ekki við að lagt skyldi hald á þessa vöm og munum leita réttar okkar,“ sagði hann. Þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi frá sér ályktun í gær þar sem þess er krafíst að forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir utanríkisráð- herra eða ríkisstjómina í heild. Þá krefst þingflokkur framsóknar- manna þess að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna málsins. Sjá nánar á miðopnu. Samníngiir Samvinnuferða og Air Lingns 230 sætí bókuð á fyrsta degi STARFSMENN Samvinnuferða-Landsýnar bókuðu 230 sæti til Dyflinnar á írlandi og til hinna ýmsu áfangastaða írska flugfélags- | ins Air Lingus með millilendingu í Dyflinni í gær. Helgi Jóhanns- son, forstjóri ferðaskrifstofunnar, segir að allar línur hafa verið rauðglóandi og þónokkur tími hefði farið I að sannfæra fólk um að ekki væri um aprílgabb að ræða. Boðið er upp á fargjöld, virka daga sem og um helgar, sem eru á bilinu 40-70 þús. kr. lægri en venjuleg fargjöld. Aðspurður sagði Helgi að hægt væri að bjóða fargjöld á þessu verði vegna hagstæðra samninga við írska flugfélagið. „Ég held að þeir hafi einfaldlega gert sér grein fyrir að þetta væri það sem koma skyldi í því fijálsræði sem er að hellast yfir í flugi eftir áramót. Þá verður öllum fijálst að fljúga á alla þá áfangastaði sem þeir vilja og verðið lækkar í kjölfarið," sagði hann. Mikill verðmunur Ferðimar sem boðið er upp á byggjast á flugi með flugfélaginu Atlanta til Dyflinnar 4-5 sinnum í viku. Þaðan er síðan hægt að fara til fjölmargra áfangastaða Air Lingus, ýmist samdægurs, daginn eftir eða eftir tvo daga, á verði sem er svipað helgarpakkaverði. Má sem dæmi nefna að fargjald til London (samdægurs frá Dyflinni) kostar tæpar 30.000 kr en venjulegt verð er 87.240 kr, að sögn Helga. Ferð til Glasgow kostar rúmar 30.000 kr í stað 75.540 kr og ferð til Amsterdam kostar 34.840 kr. í stað 87.100 kr og er flogið samdægurs frá Dyflinn í báðum tilfellum. Einnig er boðið upp á ferðir vest- Seldi Smuguþorsk [ fyrir 30 milljónir , tekin ákvörðun um á hvaða veiðar skipið fer þegar það kemur úr slipp. 19árapilt- ur slasaðist alvarlega 19 ÁRA piltur slasaðist alvarlega í gær þegar öryggisfesting gaf sig og hann féll 8 metra til jarðar þar sem hann var að vinna í þaksperr- | um nýs íþróttahúss Fram við Safa- mýri. Pilturinn var að herða bolta í lang- k bita á grind hússins þegar öryggis- festing sem hann var í gaf sig þann- ig að hann féll 8 metra til jarðar og k á stétt. Hann var fluttur á sjúkrahús " og var. að sögn lögreglu með mikla áverka á höfði auk annarra meiðsla. HÓPSNESIÐ GK landaði í gær 105 tonnum af þorskflökum í Hull. Fyrir fiskinn, sem veiddur var i Smugunni og samsvarar um 240 tonnum upp úr sjó, fengust 30,6 miiyónir. Hópsnesið fór frá Grindavík 14. ágúst sl. og veiddist aflinn allur í Smugunni og er því utan kvóta. Fiskurinn var frystur og unninn um borð og seldur fyrirfram. Að sögn Guðlaugs Óskarssonar, út- gerðarstjóra Hópsnessins, sam- svarar aflinn 240 tonnum af kvóta- físki. Slíkur kvóti kostar um níu milljónir sé hann keyptur hér heima. Hópsnesið, sem er 230 tonna skip, hefur 674 tonna kvóta í þorskígildum og þar af er þorsk- ur 304 tonn. Hópsnesið fer í slipp í Hull í u.þ.b. viku og flýgur áhöfnin hing- að heim á meðan. Ekki hefur verið ur um haf og kostar þá 46.750 að fara til New York eða Boston í stað 105.420 kr. í báðum tilfellum þarf að gista tvær nætur í Dyflinni. Ekki eru önnur skilyrði en að há- marksdvöl sé ekki lengri en 30 dagar. ----».♦ ♦-- Fegnrðar- , dísir til t Helsinki > Fegurðardísimar Svala Björk Amardóttir og Bryiya Vífilsdóttir era á föram til Helsinki í Finn- landi til þátttöku í fegurðarsam- keppni Norðurlanda nk. laugar- dagskvöld. Svala Björk er núverandi fegurð- ardrottning íslands og Brynja varð í 3. sæti í Fegurðarsamkeppni ís- lands sl. vor. Með þeim í för verður Þórunn Lárusdóttir, sem kjörin var Fegurðadrottning Norðurlanda 1992. Hún mun krýna arftaka sinn nk. laugardagskvöld. í dag Gagnrýni______________________ Súsanna Svavarsdóttir gagnrýnir leikritið Ferðalok eftir Steinunni Jóhannesdóttur 2 Emmy-verðlaunin Lítil kapalstöð fékk flestar viður- kenningarnar þegar Emmy-verð- launin voru afhent á sunnudag 22 Rall__________________________ Núverandi íslandsmeistarar í rall- akstri unnu alþjóðarall Pizza 67 og Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur um helgina 31 Leiðari Mál að linni 24 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Harma orð forsætisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra segist harma þau orð sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lét falla í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að Alþýðuflokkurinn hafi verið óheiðarlegur í deilunum um innflutning á skinku, og segir Jón Baldvin að það séu þyngstu orð sem fallið hafi í þessari deilu. íþróttir ► Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson með tilboð frá Boc- hum í Þýskalandi. Valdimar Grímsson og Jón Kristjánsson íhuga félagaskipti úr Val í KA. í viðtalinu vék Davíð að deilun- um um innflutning Hagkaups á skinku og sagði m.a.: „Alþýðu- flokkurinn hefur því miður verið óheiðarlegur í því máli, og það er í fyrsta sinn í þessu stjórnarsam- starfi'sem hann er virkilega óheið- arlegur, að mínu viti.“ „Eg hef sagt að þetta stjómar- samstarf standi og falli með trúnaðartrausti milli formanna flokkanna, mín og Davíðs Odds- sonar. Á meðan trúnaðartraust haldist okkar í milli gætum við leyst ágreiningsmál sem upp kunna að koma með hreinskilnum umræðum og drengilegum vinnu- brögðum. Mér er ekkert að van- búnaði að halda því samstarfi áfram. Ég skal að vísu viðurkenna að ummæli Davíðs Oddssonar í viðtali við Morgunblaðið um helg- ina, þar sem hann sakar flokk minn um óheiðarleika og hagar orðum sínum á þann veg að hann v hafi verið „virkilega óheiðarlegur," sem felur í sér að hann hafi verið svolítið óheiðarlegur að jafn- k aði, eru þyngstu orð sem hafa fallið í þessari deilu. Ég tek þau ekki til mín, en þau eru særandi k og lítilsvirðandi við alla mína » flokksmenn. Eg harma það að þessi orð hafa verið söeð en ætla ekki að svara þeim,“ sagði Jón Baldvin. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.