Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Mál að linni Deilurnar innan ríkisstjórn- arinnar og stjórnarflokk- anna um innflutning á búvörum eru orðnar farsakenndar. Það er tímabært að ráðherrarnir komi sér annað hvort saman um hvaða lög og reglur gildi á þessu sviði eða beiti sér fyrir úískurði dómstóla um það. Þessar deilur hafa skaðað ríkis- stjórnina, skaðað stjórnarsam- starfið og skaðað þá ráðherra sem hlut hafa átt að máli. Síðustu vikurnar hefur sam- skiptamáti ráðherra í núverandi ríkisstjórn einkennst af starfs- háttum ráðherra í vinstri stjórn- um og ekki verið í samræmi við þær kröfur sem fólk gerir til viðreisnarsamstarfs. Yfirlýs- ingar og ummæli ráðherra hvers í annars garð geta ekki annað en dregið úr trausti þeirra í milli og valdið erfiðleik- um í samstarfi þeirra við ríkis- stjórnarborðið. Það er tími til kominn að þessum kapítula í samstarfi núverandi stjómar- flokka ljúki. Eins og vikið var að í forystu- grein Morgunblaðsins fyrir skömmu krefjast þjóðarhags- munir þess að núverandi stjóm- arflokkar haldi samstarfí sínu áfram. Þeír hafa mikið verk að vinna við að leiða þjóðina út úr einhverri erfíðustu kreppu, sem yfír okkur hefur gengið á þéssari öld. Ný vinstri stjórn er vondur kostur. Slík stjórn njundi freistast til þess að auka erlenda skuldasöfnun, ýta til h iðar allri viðleitni til að fram- kvæma róttækan uppskurð í Menzku atvinnulífí og hverfa f?á tilraunum til þess að takast á við fjárlagahallann. Þótt ekki vferði sagt að núverandi ríkis- stjórn hafí náð miklum árangri í þessum efnum hefur hún þó spyrnt við fótum og heldur áfram að reyna. Breytingar á landbúnaðar- stefnunni eru tímabærar. Það hafa bændur sjálfír staðfest nieð þeim búvörusamningi sem nú er í gildi og sparar skatt- greiðendum nokkra milljarða miðað við það sem hefði orðið ef óbreytt ástand hefði ríkt. Vandamálið í landbúnaðarkerf- inu er ekki fyrst og fremst bændur sjálfír eða afstaða þéirra, heldur hið mikla bákn sem byggt hefur verið upp í kringum landbúnaðinn og milliliðakerfíð, sem kostar neyt- endur og skattgreiðendur mikla fjármuni. Það getur varla verið sérstakt hugsjónamál tals- manna bænda og dreifbýlis á Álþingi að þetta mikla bákn og milliliðakerfi standi óbreytt um aldur og ævi. Enda væri slík afstaða augljóslega andsnúin hagsmunum bænda sjálfra. Breytt viðhorf og breyttur tíðarandi kallar á breytta af- stöðu til innflutnings á búvörum frá öðrum löndum. Engum dett- ur í hug að leggja íslenzkan landbúnað niður. Engum dettur i hug að opna fyrir óheftan inn- flutning á búvörum frá öðrum löndum. En það er ekkert óeðli- legt að tilraun verði gerð með einhvern innflutning á búvörum m.a. til þess að veita innlendum framleiðendum en þó kannski fyrst og fremst milliliðunum í landbúnaðarkerfinu aukið að- hald. Hins vegar er nauðsynlegt og sjálfsagt að slík breyting verði gerð með skipulegum hætti. Ef það kæmi t.d. í ljós, að smásöluaðilar reyndu að bæta samkeppnisstöðu innfluttrar búvöru með því að selja þær vörur með lægri álagningu en innlendar búvörur er alveg aug- ljóst, að spjótin mundu beinast að þeim smásöluaðilum með svo afgerandi hætti, að þeir mundu ekki mismuna erlendri og inn- lendri búvöru lengi á þann veg. Skinka, hamborgarhryggur og kalkúnalæri frá Danmörku mega ekki ráða stefnu ríkis- stjórnarinnar í þessu máli en sá titringur sem tilraunir til innflutnings á þessum vörum hefur valdið er til marks um að breyting á því skilyrðislausa banni við innflutningi á búvöru sem ríkt hefur áratugum saman er orðin tímabær. í stað þess að standa í há- vaða rifrildi í fjölmiðlum dag eftir dag og viku^ftir viku, eiga forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að taka hönd- um saman um að marka skyn- samlega stefnu og hrinda henni í framkvæmd á hagkvæman hátt fyrir bæði bændur og neyt- endur. Það er alveg augljóst að þessi ríkisstjóm er sú eina sem getur komið slíkri stefnubreyt- ingu fram. Það verður ekki gert í ríkisstjóm sem Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag eiga aðild að. íslenzkur landbúnaður fram- leiðir mjög góða matvöru sem stendur fyllilega jafnfætis mat- vöraframleiðslu annarra þjóða. Það mun koma í ljós, þegar ein- hver innflutningur verður leyfð- ur á erlendri búvöra, að íslenzk- ir neytendur halda tryggð við íslenzku framleiðsluna. Fólk þekkir erlendu vörana af eigin raun frá ferðalögum erlendis og veit fullvel að hún er ekki betri en sú íslenzka. Þess vegna verður innflutningur á búvöru ekki eins hættulegur fyrir ís- lenzkan landbúnað og margir talsmenn hans virðast halda. Auk þess hafa skoðanakannan- ir sýnt að íslenzk búvörufram- leiðsla nýtur öflugs stuðnings neytenda. Fjármálaráðherra og ríkistollstjóri um innflutning Tollafgreiðsla kalkún ins var brot á reglugi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Sigurgeir A. Jónsson ríkis- tollstjóri segja að tollafgreiðsla á kalkúnakjötinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag hafi ekki verið í samræmi við reglugerð landbúnaðarráð- herra um takmörkun á innflutningi landbúnaðarvara og reglugerð um bráðabirgðatollafgreiðslur. Fjármálaráðherra boðaði til fréttamanna- fundar í gær ásamt ríkistollsljóra og embættismönnum ráðuneytisins til að skýra þá ákvörðun er starfsmenn tollstjóraembættisins lögðu hald á 132 kg. af kalkúnakjöti í gærmorgun. „Það er okkar álit, og þess vegna var gripið til þessara aðgerða í dag, að það hafi ekki ver- ið farið eftir reglugerðinni," sagði Friðrik. „Það hafa allir viðkomandi ráð- herrar, utanríkisráðherra, landbún- aðarráðherra og fjármálaráðherra, sagt að þeir virði úrskurð forsætis- ráðherra, þannig að það verður ekki um frekari innflutning á þessum varningi að ræða, nema leyfi fáist og ég bendi á að aðalefni bréfs utan- ríkisráðherra til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli er það að virða reglugerðina og úrskurð forsætis- ráðaherra. Þetta var undantekning," sagði Friðrik um ákvarðanir utanrík- isráðherra. Friðrik sagðist einnig telja að tollamál þyrftu að heyra undir einn aðila og nauðsynlegt væri að fram- kvæmd tollamálanna væri eins um allt land. Sagði hann að utanríkisráð- herra færi þó með ákveðið vald á varnarsvæðinu, sem byggðist á laga- heimild skv. varnarsamningnum við Bandaríkin en sagðist telja að þar væri fyrst og fremst átt við þau at- riði sem snéru að varnarmálunum. Samræmi í tollafgreiðslum Ríkistollstjóri sendi fjármálaráð- herra greinargerð um aðgerðirnar í gær en þar segir m.a. að í framhaldi af upplýsingum síðdegis á sunnudag um innflutning Bónus á kjötvöru til landsins og að höfðu samráði við fjármálaráðherra hafi ríkistollstjóri gefið tollgæslustjóra fyrirmæli um að gera viðeigendi ráðstafanir til að kjötið færi ekki í dreifíngu innan- lands á meðan aflað væri frekari gagna varðandi málið. Bendir ríkis- tollstjóri á að í reglugerð landbúnað- arráðherra um takmörkun á inn- fiutningi búvara-, sé innflutningur á niðursoðnum kjötvörum óheimill án þess að fyrir liggi umsögn Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og ekki sé þar að finna neins konar undan- þágur frá þessum innflutningstak- mörkunum. Einnig er vísað til úr- skurðar forsætisráðherra frá 8. sept. um að forræði mála er varði innflutn- ing á landbúnaðarvörum sé hjá land- búnaðarráðuneytinu. Þá segir að það sé skylda ríkistoll- stjóra að hafa eftirlit með störfum tollstjóra og gæta þess að samræmi sé í störfum þeirra og ákvörðunum og þessi skylda nái til allra tollum- dæma Iandsins, þ. á m. tollumdæmis Keflavíkurflugvallar. Tekið er fram að umrædd vörusending hafi verið afgreidd samkvæmt reglugerð nr. 64/1991, um bráðabirðgatollaf- greiðslu, þrátt fyrir að þau skilyrði hennar um samþykki stjórnvalda fyrir innflutningi hafi ekki verið upp- fyllt. „Af gögnum þeim sem afíað hefur verið verður ekkí séð að tilskil- inna leyfa hafi verið aflað. Ákvörðun undirritaðs um haldlagningu nefndr- ar vörusendingar er á því reist og eingöngu gerð til þess að tryggja að samræmi sé í tollafgreiðslu vöru- sendinga við innflutning í öllum toll- umdæmum landsins," segir m.a. í greinargerð ríkistollstjóra. í bréfi ríkistollstjóra sem sent var Jóhannesi Jónssyni í Bónus í gær segir m.a. að ástæða þess að emb- ættið ákvað að leggja hald á vöruna sé sú, að þrátt fyrir að utanríkisráð- herra hafi heimilað tollafgreiðslu, liggi fyrir að ekki hafi verið gætt fyrirmæla reglugerðar landbúnaðar- ráðherra um takmörkun á innflutn- ingi landbúnaðarvara. I bréfinu kem- ur einnig fram að ríkistollstjóraemb- ættið hafi ákveðið að heimila endan- lega tollafgreiðslu kalkúnakjötsins ef umsagnar og staðfestingar Fram- leiðsluráðs verði aflað og leyfi fáist fyrir innflutningnum en að öðrum kosti verði sendingin ekki afhent að nýju til ráðstöfunar innanlands. Fram kom á fréttamannafundin- um að ríkistollstjóri sendi sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli bréf 17. september þar sem segir að að gefnu tilefni sé vakin athygli á reglu- gerð landbúnaðarráðherra um tak- mörkun á innflutningi landbúnaðar- afurða frá 10. sept. Utanríkisráðherra að leita sátta Friðrik vildi ekki svara því í gær hver það raunverulega væri sem hefði brotið gegn fyrirmælum reglu- gerðar landbúnaðarráðherra við toll- afgreiðslu kalkúnakjötsins. Benti hann hins vegar á að utanríkisráð- herra hefði fært rök í sérstakri grein- argerð fyrir þeirri ákvörðun sinni í að veita Bónus undanþágu og hver og einn yrði að meta þau. „En ég tel að þessi afgreiðsla sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í gær (sunnudag) bijóti í bága við lög og reglur og þess vegna séu þær aðgerðir sem gripið var til í dag rétt- lætanlegar," sagði Friðrik „Ég sé ekki annað en að Alþingi hljóti að taka á þessum málum og gefa framkvæmdavaldinu skýr fyrir- mæli um það hvernig stánda skuli að þessum málum,“ sagði hann enn- fremur. Friðrik sagði augljóst að utanríkisráðherra væri að leita eftir Greinargerð utanríkisráðu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér fréttatilkynningu ásamt grein- argerð á sunnudag um þá ákvörðun utaníkisráðherra að heimila tollaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli á u.þ.b. 144 kg. af soðnum kalkúnalærum sem fyrirtækið Bónus sf. flutti til landsins. I fréttatilkynningunni segir að utanríkisráðherra sem æðsti yfirmaður tollamála á Keflavíkurflug- velli hafi ákveðið að varan skuli tollafgreidd inn til landsins og afhent innflytjanda. „Utanríkisráðherra hefur jafnframt ákveðið að þessi af- greiðsla skuli ekki hafa fordæmisgildi og hefur hann lagt fyrir sýslu- mann að haga tollmeðferð soðins kjöts framvegis í samræmi við úrskurð forsætisráðherra á innflutningi búvara,“ segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni. Sreinargerð utanríkisráðuneytisins um málið fer hér á eftir. „Hinn 9. september sl. setti land- búnaðarráðherra reglugerð nr. 373/1993 um takmörkun á innflutn- ingi landbúnaðarvara. Það er álit viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytanna að reglugerðin sé ekki byggð á fullnægjandi lagastoð, þar sem búvörulögin veiti ekki sjálfstæða lagaheimild til takmörkunar á inn- flutningi. Þá takmarki reglugerðin innflutning fjölmargra vöruflokka iðn- aðarvara, unninna úr landbúnaðarhrá- efni, sem ekki geti talist landbúnaðar- vörur, og hafa ekki lotið innflutnings- banni, t.d. smjörlíki. Þá er það álit viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytanna að ákvæði reglugerðar- innar bijóti gegn samningi Islands við Evrópubandalagið um sérstakt fyrir- komulag í landbúnaði frá 2. maí 1992, sem þegar hefur tekið gildi. Reglu- gerðin gengur einnig gegn ákvæðum bókunar 3 við EES-samninginn, sem staðfestur hefur verið af íslands hálfu, þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið gildi. Utanríkisráðuneytið, sem fer með túlkun milliríkjasamninga, hefur tekið undir þetta álit viðskipta- og iðnaðarráðuneytanna. Af þessu leiðir að hliðsett stjórn- völd, viðskipta- og iðnaðarráðuneytin og utanríkisráðuneytið annars vegar ög landbúnaðarráðuneytið hins vegar, greinir á um lagaheimildir til að tak- marka innflutning búvara. H. Fyrirtækið Bónus sf. hefur flutt til landsins soðið kalkúnakjöt og óskar eftir tollafgreiðslu þess á Keflavíku- flugvelli. Rétt er að minna á að.á degi hveij- um er soðin kjötvara flutt inn til lands- ins af ferðamönnum og áhöfnum skipa og flugvéla, með sérstakri heimild í lögum. Sú mismunun sem hér á sér stað vekur spumingu um hvernig komið er virðingu fyrir þeirri grunn- reglu íslenskrar stjómskipunar og vestræns lýðræðis að allir borgarar skuli jafnir fyrir lögum, ' Samkvæmt ákvæðum laga 106/ 1954 um yfirstjórn á varnarsvæðun- um og reglugerð um stjórnarráðið fer utanríkisráðherra með yfirstjórn tolla- mála á Keflavíkurflugvelli. Það heyrir því undir utanríkisráðherra að taka ákvarðanir um tollafgreiðslu um- ræddrar vöru. Utanríkisráðherra hefur í tvígang, sem starfandi viðskiptaráðherra, leit- að álits ríkislögmanns á þeim lagalegu álitamálum sem hér er um að tefla en fengið synjun í bæði skiptin. í síð- ara bréfi sínu til utanríkisráðherra kvaðst ríkislögmaður efnislega ekki geta gefið álitsgerð vegna þeirrar skyldu sinnar að gæta hagsmuna rík- isins í væntanlegu dómsmáli vegna innflutnings Hagkaupa hf. á soðinni skinku. Yið mat á gildi reglugerðar land- búnaðarráðherra ber að hafa í huga að í stjórnarfarsrétti er greint á milli fveggja tilvika ef um er að ræða stjómarathafnir sem skortir lagastoð. Annars vegar getur verið um að ræða að stjórnarathöfn sé ógild, þ.e. að engu hafandi. Hins vegar getur stjórn- arathöfn sem skortir lagastoð verið ógildanleg, á þann hátt að eftir henni verður að fara þar til hún hefur verið úrskurðuð ógild af dómstólum. íþyngj- andi stjórnararhafnir verða fremur taldar ógildar en ívilnandi stjómarat- hafnir. Mikil óvissa ríkir um hvort heimilt sé að takmarka innflutning á um- ræddri vöm á grundvelli reglugerðar landbúnaðarráðherra. Utanríkisráð- herra telur sér, eins og málum er háttað, ekki fært að virða að vettugi reglugerð hliðsetts stjómvalds sem sett er með formlega réttum hætti. Brýna nauðsyn ber til að réttaróvissu verði eytt, réttaröryggi tryggt og lög- um verið framfylgt á sama hátt um land allt. Utanríkisráðherra hefur því ákveðið að tollmeðferð soðins kjöts beri fram- vegis að haga í samræmi við úrskurð forsætisráðherra um forræði á inn- flutningi búvara, frá 8. september sl., þar til stjómvöld eða dómstólar hafa leyst úr þeim ágreiningi sem að ofan er lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.