Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 17 skipti milli heyrnarlausra og heyr- andi barna, sem veita báðum aðil- um mikla gleði, þó þau séu sínum takmörkum háð. Ein leið til að skapa innra öryggi heyrnarlausra barna er að hlúa að þessum eðlis- læga hæfileika þeirra. Að geta bjargað sér sjálfur, tjáð sig við nágranna, leikið við börnin í um- hverfinu, það mótar einstaklinginn jákvætt. Fullorðnir heymarlausir á ís- landi hafa áhyggjur af skólamálum heyrnarlausra. Það hafa þeir sýnt opinberlega með greinaskrifum í tímariti sínu og annars staðar svo og í nefnd menntamálaráðuneytis- ins. Þeir standa vörð um táknmál- ið, og þeir heyrnarlausir, sem ég hef rætt þessi mál við sjá það vandamál sem fámennið skapar börnum, félagslega og ekki síður námslega. Þeir hafa einnig áhyggj- ur af möguleikum heyrnarskertra til framhaldsnáms. Tvíburaskólahugmyndin hefur einmitt þann kost að geta verið aðalaðandi skólakostur fyrir heyrnarskerta. í tvíburaskóla hafa þeir möguleika á að nýta sér kennslu þess skóla sem hentar þeim betur. Leikni í táknmáli gæti orðið þeim eðlileg. Möguleikar til tjáskipta og samveru við heyrandi jafnaldra og heyrnarlausra eru til staðar í skólaumhverfinu. Rauðhæf lausn Tvíburaskóli þarf hvorki að vera mörg hundruð barna skóli eða ógn- un við táknmálið og heymarlaus börn eins og haldið hefur verið fram. „Hreppaflutningar“ eru heldur ekki skilyrði. Við getum alveg eins séð fyrir okkur lítinn skóla á lóð Heyrnleysingjaskólans, þar sem heyrnarlausu börnin verða áfram í sínu umhverfí og lítill al- mennur grunnskóli kæmi til sam- starfs við þann skóla sem fyrir er. A meðan hugmyndin hefur engan hljómgrunn meðal stjórnenda skól- ans og hún fær ekki eðlilega um- fjöllun og hlutlæga kynningu fæst ekki farsæl lausn. Eg er ekkert hrædd um að táknmálið þoli ekki návist við annað málumhverfi. Ég tel öllu líklegra að tvíburaskóli yrði lyftistöng fyrir táknmálið. Þar gæfist tækifæri til að skapa því sess og virðingu hjá hópi heyrandi barna, kennurum þeirra og foreldr- um. Félagslega gæfi það heyrnar- lausu börnunum ótal möguleika og þau gætu nýtt sér kennslu almenna grunnskólans, þegar það væri við hæfí, að sjálfsögðu með táknmáls- þjónustu. Mín reynsla af tvíburaskólanum á Oppsal gefur mér ekki mynd af heyrnarlausum/skertum börnum sem lifa í ótta og niðurlægingu, án sjálfsvirðingar og öryggis. Ég hef reynslu af skólasamfélagi þar sem margir sterkir og jákvæðir einstaklingar mæta til starfs og leiks. Ég veit að þannig kemur skólinn fólki almennt fyrir sjónir. Að lokum vil ég vitna í Döves tids- skrift nr. 2, 1993, en þar skrifar Torbjörn J. Sander, sem er heyrn- arlaus, langa grein um Vetland- skólann. Hann segir í greinarlok: „Þegar ég geng enn á ný á milli hinna ýmsu deilda í skólanum upp- lifi ég vinnusemi og mjög góð vinnuskilyrði. Það er augljóst að bæði nemendum og kennurum líð- ur vel.“ Höfundur erforeldri tveggja heyrnarlausra barna, kennari með framhaldsnám ísérkennslu m.a. heyrnleysingjakennslu ogstarfaði við Heyrnleysingjaskólann í áratug. Lmzdson SANNSÖGULEG MYND TILNEFND TIL TVENNRA ÓSKARSVERÐLA UNA ÁriÖ 1984 greindi lœknir þeim Augusto og Michaelu Odone (NICK NOL TE ogSUSAN SARANDON) frá því að Lorenzo, fimm ára sonur þeirra þjáðist af sjaldgœfum blóðsjúkdómi, adrenoleukodystrophy, (ALD). Engin lœkningvar til og lífslíkur Lorenzos voru taldar tvö ár. Þrátt fyrir að þau Michaelu og Agusto skorti alla lœknisfrœöilega þekkingu, neita þau að leggja trúnað á orð lœknanna og ákveöa aÖ kynna sér hvaðeina sem þau komast yfir um þennan sjaldgœfa sjúkdóm. Þetta er sannsöguleg mynd um trú og hugrekki hjónanna og árangursríka baráttu þeirra við tímann og heilbrigöisyfirvöld um aö bjarga lífi sonarsíns. rm i Somepeople maketheirown miracles. ÞU FÆRÐ ALLAR NYJUSTU MYNDIRNAR HJA OKKUR! VIDEO MIÐJAN HLÍÐARSMÁRA 8, KÓPAVOGI, S. 643930 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umfefð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- visa ir/LI Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík Slmi 91-671700 Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kópavogi, sími B71800 ATH! ERUM BEINTENGDIR VIÐ BIFR.SK.ÍSL. V/VEÐBANDA 0.FL. Suzuki Swift GL '91, steingrár, 5 g., ek. 29 þ. V. 650 þús. MMC Lancer GLXi hlaðb., 4 x 4 '91, rauð- ur, 5 g., ek. 31 þ., rafm. í öllu o.fl. Toppein- tak. V. 1190 þús. Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 44 þ. V. 830 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ., spoiler o.fl. V. 780 þús. Chrysler Voyager V-6 '90, brúnsans, sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig- andi. V. 1390 þús. Suzuki Swift GL Sedan '90, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. V. 690 þús., sk. á ód. MMC Galant GLXi 4x4 ’91, Ijósbrúnn, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 1390 þús. MMC L-300 4x4 turbo diesel ’88, 8 manna, hvítur, 5 g., ek. 130 þ., vél og gírkassi yfirfarinn, ný túrbína. V. 1200 þús. MMC Colt GLXi '90, 5 g., ek. 79 þ. V. 760 þús. Toyota Corolla XL Liftback ’88, grásans, 5 g., ek. 114 þ., ný tímareim, kúpling o.fl. V. 580 þús. Chevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk., (6 cyl), ek. 39 þ. V. 1490 þús., sk. á ód. Höfum kaupanda að góðum Nissan Patrol árg. '90-'93.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.