Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 37 Minning Jónas Björnsson Það ,var fyrir rúmum sautján árum að leið mín lá norður yfir heiðar til nyrsta kaupstaðar þessa lands, Siglufjarðar. Fjörðurinn fagri, Þormóðs ramma fagri fjörð- ur, skartaði sínu fegursta, umfaðm- aði mig og fjölskyldu mína. Bauð mig velkomin til starfa á hinni nyrstu slóð. En það var þó ekki aðeins fjörðurinn og umhverfi hans sem bauð mig velkominn. Um það virtust margir menn og konur sam- einast. Fljótt komst ég að því að kirkjan á staðnum átti góðan hóp manna sem vildu allt fyrir kirkjuna sína gera. Átti hóp sem við oft á tíðum nefnum kirkjuvini. Einn úr þessum hópi var Jónas Bergsteinn Björnsson. Hann starf- aði að kirkjumálum áratugum sam- an, var meðal annars í kirkjukór Siglufjarðar í nær fjóra áratugi. Fyrstu kynnin af honum voru í gegnum störf sóknarnefndarinnar. Þar sem og í öllu lífi hafði hann mikil áhrif. Sérstakur persónuleiki hans hafði einstaklega jákvæð áhrif. Sjaldan eða aldrei hefí ég kynnst manni með eins jákvætt hugarfar gagnvart mönnum og málefnum. Hann vildi fyrst og síð- ast gera gott úr öllum hlutum. Hans viðbrögðum má lýsa með orð- unum er segja: „Þetta fer allt vel.“ Það gleymast ekki stundirnar á sóknarnefndarfundum, þegar Jónas átti það til að dotta um stund, jafn- vel þegar rætt var um málefni sem ekki allir voru sammála um. Þegar blundinum lauk var svar hans og tillaga ávallt sú, að hugmyndin væri góð, hefði góð áhrif á sjálft lífið og þessvegna þyrfti að vinna málinu brautargengi. Orðin hans ljúfu og mildu smituðu út frá sér, höfðu áhrif, og oft náðust farsælar og blessunarríkar niðurstöður fyrir atbeina Jónasar.. Eins og áður sagði hafði Jónas einnig mikil áhrif á það samfélag sem starfaði á sönglofti Siglufjarð- arkirkju, þ.e. sjálft kórstarfíð. Þar veittu menn því eftirtekt, ef Jónas vantaði. Þannig varð hann bæði í kirkjunni og í sjálfu bæjarfélaginu einhverskonar fastur punktur í til- verunni. Siglufjörður sér því við fráfall Jónasar á eftir einum af sín- um beztu sonum, sem svo sannar- lega hefur haft jákvæð áhrif á allt mannlíf þar á stað. Hann lagði ávallt mikla áherzlu á að einstaklingurinn fengi að njóta sín, en vissulega þó ávallt á þann hátt, að um leið leiddi frelsi ein- staklingsins til athafna af sér vel- sæld og velmegun fyrir fjöldann. Sjálfur var Jónas gott dæmi um það að beijast ótrauður fyrir betra lífi. Lét hann ekkert aftra sér í þeirri baráttu, hvorki heilsuleysi né ann- að. Trúin og vonin leiddu hann alla leið. Það var fjölskyldunni og vinum ávallt ljóst og þá ekki sízt þegar ævikvöldið var að verða að stað- reynd. Án trúarinnar og vonarinnar sem tengist ávallt trúnni, hefði Jón- as ekki markað þau spor sem hann gerði. Hann var ávallt bjartsýnn og vongóður, átti það til að klappa á LEGSTEINAR « ALMSTEINNi? 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 ★ MCROPniNT TIME RECORDER CO. Stlmpllklukkur fyrir nútfð og framtið OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 öxl samferðamannsins og segja, „þetta fer allt vel“. Hann vissi að sá væri til sem lætur allt fara vel, ef honum er treyst. Hann mætti því hinni síðustu stund með æðruleysi. Þakkaði fyrir allt sem gefið var, í öllu lífi og starfi. Hann var sæll, vissi að börnin hans sem svo sannarlega hafa tekið upp merkið hans í kirkjunni, í bæj- arfélaginu og víðar, bæru nafn hans inn í framtíðina. Við, sem sjáum á eftir sértökum manni, biðjum lifandi Guð og föður að blessa minninguna fögru og ljúfu um Jónas Björnsson. Við biðjum hann einnig að styrkja og blessa eiginkonuna Hrefnu sem staðið hef- ur við hlið hans í blíðu og stríðu. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu Jónasar samúð, megi minn- ingin um hann styrkja ykkur öll á kveðjustundu. Megi sá sem gefur allt líf, sá sem kemur til okkar í syni sínum Jesú Kristi, leiða ykkur öll frá strönd til strandar. Vigfús Þór Árnason. t BJARNI BRYNJÓLFSSON frá Skálavik, Stokkseyri, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 18. september. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðfinnur G. Ottósson. t Móðir mín og tengdamóðir, PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vfðigrund 24, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks ,17. september. Bára Þ. Svavarsdóttir, Ólafur A. Jónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HÖSKULDUR MAGNÚSSON frá Ólafsvík, til heimilis á Kjartansgötu 2, Reykjavík, andaðist 17. september. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Höskuldsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN B. JENSEN, sem andaðist föstudaginn 10. september, verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. september kl. 15.00. Atli Örn Jensen, Guðfinna Árnadóttir, Karftas Jensen, Tómas P. Óskarsson, Þórarinn Elmar Jensen, Svanhildur Gestsdóttir, Markús E. Jensen, Magðalena Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Þórsgötu 9, Reykjavík, andaðist á heimili okkar aðfaranótt sunnudagsins 19. september. Útförin verður auglýst síðar. Þeim, sem vilja minnast hennar er vin- samlega bent á Kristniboðssambandið. Hermann Þorsteinsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför, PÁLÍNU ÁGÚSTU SVEINSDÓTTUR, Miðtúni 3. Starfsfólki Landspítalans, deild 11 E, færum viö sérstakar þakkir fyrir hlýhug og frábæra hjúkrun. Aðstandendur hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, EYJÓLFS TEITSSONAR. Soffía Ármannsdóttir, Elín Eyjólfsdóttir, Magnús Stefánsson, Teitur Eyjólfsson, Lovisa Viðarsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, ELÍN INGA BRAGADÓTTIR, Akurgerði 7A, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. septem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kristinn Hólm Vigfússon, Lára Björk Kristinsdóttir, Karl Sævar Bragason, Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir, Baldur Bragason, Karl Bragason, Þórhalla Bragadóttir og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, DROPLAUG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, tannlæknir, Sæbóisbraut 39, Kópavogi, sem lést 13. september, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Reykjalund og Krabbameinsfélag (slands. Þorvaidur Bragason, Birna Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Guðlaug Einarsdóttir, Björn Már Sveinbjörnsson, Einar Örn Sveinbjörnsson, Soffía Ósk Magnúsdóttir, Bragi Þórðarson, Elín Þorvaldsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Steinum, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 24. september kl. 13.30. Kristján Finnsson, Júlíana Pálsdóttir, Jón Finnsson, Sólrún Rafnsdóttir, Kolbeinn Finnsson, Bryndfs Jóhannesdóttir, Bjarni Finnsson, Hildur Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, ÞÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hringbraut 70, áðurtil heimilis á Austurgötu 10, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur. Guðrún S. Helgadóttir, Sigurður J. Halldórsson, Helgi Þór, Jenný Sigrún, Erik Olaf, Erna Vigfúsdóttir, Arnbjörn Ólafsson, Liss Ólafsson. t Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Skagabraut 37, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaklega góða umönnun. Hörður Bjarnason, Guðrún Eyjólfsdóttir, Geir Valdimarsson, Lóa Gfsladóttir, Jón Valdimarsson, Sigríður Helgadóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinar- hug og hlýju við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR BERGSTEINS BJÖRNSSONAR, Siglufirði. Hrefna Hermannsdóttir, Björn Jónasson, Ásdfs Kjartansdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Halldóra Ingunn Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Hermann Jónasson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Rakel, Jóna Hrefna, Edda Rósa, Bettý, Helga og Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.