Morgunblaðið - 23.09.1993, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
Verðmæti heildaraflans mimikaði um milljarð milli 1992 og 1993
Verðmæti þorskaflans
2,6 milljörðum minna
Aukinn loðnuafli, rækja og karfi vann upp á móti minnkun þorskafla
VERÐMÆTI heildaraflans upp úr sjó milli kvótaáranna 1991-92
og 1992-93 minnkaði um einn milljarð króna þrátt fyrir að aflinn
hafi aukist um 270.000 tonn. Munar þar mestu um að verðmæti
þorskaflans minnkaði um 2,6 milljarða króna en aukinn loðnu-
afli, rækja og karfi vann upp á móti minnkun þorskaflans. Sem
kunnugt er af frétt Morgunblaðsins í gærdag olli verðlækkun á
sjávarafurðum í erlendri mynt tímabilið ágúst í fyrra^til ágúst í
ár því, að útflytjendur tðpuðu um 6 milljarða króna tekjum. Sam-
anlagt er því tekjutap útflytjenda og útgerðar á þessu tímabili 7
milljarðar króna.
Sveinn Hjörtur Hjartarsson hag-
fræðingur LÍÚ segir að fyrrgreind-
ar tölur séu miðaðar við verðlag
aflans úr sjó á föstu verðlagi milli
kvótaáranna og að stuðst sé við
endanlegar aflatölur Fiskifélags
íslands fyrir kvótaárið 1991-92 en
bráðabirgðatölur fyrir kvótaárið
1992-93.
Þorskurinn vegur þungt
Heildaraflinn fór úr 1.414.000
tonnum og í 1.684.000 tonn milli
þessara kvótaára og munar þar
mestu um aukinn loðnuafla. Verð-
mæti þessa afla minnkaði um einn
milljarð, fór úr 48,5 milljörðum og
niður í 47,5- milljarða sem er
minnkun um 2%.
Sveinn Hjörtur segir að þorsk-
aflinn vegi þungt í þessum tölum
því sá afli minnkaði um nær 40.000
tonn, fór úr rúmlega 272.000 tonn-
um niður í rúm 234.000 tonn.
Verðmæti þess afla upp úr sjó
minnkaði úr 18,8 milljörðum kr.
niður í 16,2 milljarða króna.
Á móti minnkandi þorskafla
kemur svo að karfaaflinn jókst úr
105.000 tonnum í 119.000 tonn
og er þar úthafskarfi meðtalinn.
Verðmæti karfaaflans jókst úr 6,1
milljarði kr. upp í 7,6 milljarða.
Verðmæti loðnuaflans jókst á sama
tímabili úr tæpum 2,7 milljörðum
og í rúmlega 3 milljarða og rækju-
aflinn jókst úr tæplega 4,5 millj-
örðum króna og í tæplega 5,2 millj-
arða króna.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Norðurljósamöstur
FRANSKIR vísindamenn vinna nú að uppsetningu 20 mastra ratsjár-
stöðvar rétt norðan við Stokkseyri. Þaðan verða send ratsjármerki
upp í háloftin til rannsókna á norðurljósum. Mælmgar hefjast í
mars eða apríl og standa í 10 ár. Þær eru liður í alþjóðlegu sam-
starfsverkefni fimm þjóða en sjö sambærilegar ratsjárstöðvar verða
reistar á norðurheimskautssvæðinu á næstu mánuðum. Frakkar
standa straum af kostnaði við uppsetningu stöðvarinnar en starfs-
menn Raunvísindastofnunar Háskóla íslands koma til með að sjá
um rekstur hennar og taka þátt í úrvinnslu mæliniðurstaðna.
i
I
I
I
VEÐUR
VEÐURHORFUR ÍDAG, 23. SEPTEMBER
YFIRLIT: Yfír vestanverðu Grænlandshafi er 980 mb leegð, sem þokast
norðaustur en skil við Vesturland hreyfast austur og verða komin aust-
ur af landinu um miðjan dag á morgun. Heldur kólnar um vestanvert
landið en annars breytist hiti fremur lítið.
SPÁ: Suðvestankaldi. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en ann-
ars þurrt. Hiti 6-13 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suövestlæg átt. Skúraveður
og þriggja til sjö stiga hiti um mest allt land, þó líklega þurrt noröaust-
an- og austanlands og þar má einnig búast við næturfrosti.
HORFUR Á SUNNUDAG: Útlit fyrir sunnanátt og hlýnandi veður. Rign-
ing veröur sunnanlands og vestan, en þurrt norðaustantil.
Nýir veöurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600.
o &
Heiðskírt Léttskýjað
/ / / * / *
/ / * /
/ / / / * /
Rigning Slydda
o
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
v súld
= , Þoka
rtig..
■?
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl.17.30ígær)
sjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða
=r þó unnið að vegagerö og þurfa vegfarendur að haga akstn sam-
cvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabilum, Gæsavatna-
eiö er fær til austurs frá Sprengisandi. .
Uoolýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i sima 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavfk
hiti veður
12 alskýjað
10 súld
Bergen
Helslnki
Kaupmannahöfn
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhóimur
Þórshöfn
vantar
14 þokumóða
13 þokuruðningur
2 slydda
0 snjókoma
vantar
16 skýjað
10 skýjað
Amsterdam
Barcelona
Berlfn
Chicago
Feneyjar
Fronkfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrfd
Malaga
Mallorca
Montreal
New York
Orlando
Parfs
Madeira
Róm
Vín
Washington
Winnípeg
23 skýjað
17 þokumóða
24 þrumuveður
20 þokumóða
14 skúr
24 þokumóða
23 skúr
14 skýjað
16 alskýjað
17 skýjað
17 alskýjað
21 skýjað
20 hálfskýjað
26 hálfskýjað
29 skýjað
7 léttskýjað
15 alskýjað
23 léttskýjað
17 alskýjað
23 léttskýjað
vantar
22 helðskfrt
17 þokumóða
5 súld
IDAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gær)
Verkkaupar hvetja til skattsvika segir 1
forseti Landsambands iðnaðarmanna
Hætta á að missa
verk ef þeir neita
HARALDUR Sumarliðason, forseti Landsambands iðnaðarmanna,
kveðst þekkja fjölmörg dæmi þess að þeir sem starfa við frágang og
innréttingasmíði verði fyrir miklum þrýstingi frá verkkaupa um að
vinna svart. „Oft eru þetta einstaklingar sem eru að byggja sjálfir eða
kaupa fokhelt. Framhaldsvinna við þessar eignir virðist hverfa gífur- I
lega mikið og ég veit að sumir hafa gengið svo langt að segja iðnaðar-
manninum að hann missi verkið að hluta eða öllu ef hann samþykki
ekki þessa skilmála,“ segir Haraldur og nefnir einnig alvarleg undan-
skot í sambandi við vinnu við viðhald og endurbætur í byggingum.
Haraldur segir ennfremur að þeg-
ar tilboð í verk eru skoðuð með til-
liti til eðlilegra kostnaðaráætlana sé
ljóst að ýmsir verktakar virðist frá
upphafi gera ráð fyrir að þurfa ekki
að greiða skatta vegna vinnu sinn-
ar. „Aðilar í tilboðum eru sumir
hveijir að bjóða fram þjónustu fyrir
yerð sem ekki stenst, þannig að
manni finnst ólíklegt að þeir hafi
gert ráð fyrir að skila því sem þeir
eiga að skila. Þannig er samkeppnis-
staðan orðin kolröng fyrir heiðarlega
verkbjóðendur.“
Haraldur segir að Landsamand
iðnaðarmanna hafi árum saman ósk-
að eftir samráði við opinbera aðila
til að sporna við svartri atvinnustarf-
semi. „Við höfum ekki frekar en
önnur samtök nándar nærri góðar
upplýsingar um skattsvik, en vitum
að þetta er mikið vandamál og verð-
ur æ flóknara. Að hluta til stafar
það af mikilli skattheimtu og eftir
því sem hún eykst-finnst mönnum
allt að því réttlætanlegt að fara í
kringum lögin. Þetta kallar á að ein-
staklingum -verði veittur skattaf-
sláttur vegna t.d. viðhalds og end-
urnýjunar, svo að skil aukist."
Greiðslumark í sauðfjárrækt lækkar
Vilja flylja út 2601
á kostnað ríkisins
FULLTRÚAR kindakjötsframleiðenda hafa lýst yfir því að þeir áskilji
sér rétt til að flytja út 260 tonn af kindakjöti á kostnað ríkisins til
að mæta lækkuðu greiðslumarki en það fer úr 8.150 tonnum fyrir
nýhafið verðlagsár í 7.670 fyrir 94/95.
Landbúnaðarráðherra tilkynnti í
fyrradag greiðslumark í sauðfjár-
rækt fyrir verðlagsárið 1994/95,
7.670 tonn, í samræmi við niður-
stöðu framkvæmdanefndar búvöru-
samninga. Framleiðsluráð landbún-
aðarins lagði til að greiðslumark
94/95 yrði 7.800 tonn og munar því
130 tonnum á tillögum þess og end-
anlegu greiðslumarki. Fulltrúar
bænda í nefndinni héldu því fram að
í útreikningum fyrir greiðslumark
94/95 yrði að taka tillit til kinda-
kjötsútsölu sem ríkisvaldið stóð fyrir
í september 1992 og þess samdrátt-
ar í sölu og neyslu sem hún olli sl.
vetur. Fulltrúar ríkisvaldsins vildu
ekki gangast við þessum áhrifum
útsölunnar.
Framkvæmdanefndin ákvað jafn-
framt lækkun greiðslumarks að nýta
heimild í búvörusamningi til að færa
framleiðslu kindakjöts niður um 270
tonn til viðbótar og nota það bein-
greiðslufé sem við það sparast til
markaðsaðgerða innanlands. Þetta
þýðir að framleiðsla kindakjöts
næsta haust dregst saman um 9,2%
eða 750 tonn, fer úr 8.150 tonnum
í 7.400.
Beingreiðslur til bænda lækka um
154 milljónir króna. Þar af verður
um 55 milljónum króna varið til
markaðssetningar lambakjöts á inn-
anlandsmarkaði. Lækkun bein-
greiðslna fyrir ríkissjóð verður því
tæpar 100 milljónir króna.
I fréttatilkynningu frá Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins segir
að fyrir sauðfjárræktina jafngildi
þessi 750 tonna framleiðslusam-
dráttur, auk lægri beingreiðslna, því
að grundvallarbúum fækki um 99
eða úr 1.069 í 970 og ársverkum
innan greinarinnar fækki um 181,
úr 1.946 í 1.765.