Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 9 Við kynnum fatnað frá KYUSO 3b PEISINN Kirkjuhvoli • sími 20160 Þar sem vandlátir versla. Bjóðum 20 gerðir dönsku kæliskápanna. Veldu um skápa án frystis, með frysti - eða skápa til innbyggingar. Tæknileg fullkomnun: Qmam hefur slétt bak að innan og aftan (kæli- plata og þéttigrind eru huldar í skápsbakinu). Einangrað vélarhólf tryggir lágværan gang. Og frauð- fyllta hurðin er níðsterk og rúmgóð svo af ber. CiiiArn verndar umhverfið og býður cCnú þegar mar8ar gerðir með R- 1 34a kælivökva og R22/1 32b einangrun; efn- um sem skaða ekki ósonlagið. 254 Itr. skápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5 x 55 x 60 cm. GOTT 0>m/*#TILBC)Ð VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar. MUNALÁN með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 ||Y K J A V 1 K U R LAUGAVEGI 44, SÍMI 622477 Kastast harka- lega í kekki Staksteinar tíunda hér á eftir nokkur brot úr frásögn Steingríms J. Sigfússonar, varafor- manns Alþýðubandalags- ins, í viðtali við Heims- mynd: „Ólafur [Ragnar Grímsson] er umdeildur og' tilfimiingar mínar í hans garð endurspegla það vel. Ég hef haft mik- ið samstarf við hann og upplifað þá hæfileika sem hann hefur til að bera sem stjórnmálamaður, en hann er fyrirferðarmikill og stjórnsamur. Það er hægt að saka hann um ýmislegt, en ekki það að hami vanti elju við að hjakka á þessum akri. í stjónmiálum er maður oft fegnastur því að geta sagt sem minnst, en á hirni bóginn er auðvitað bezt að vera hreinskilinn. Ég er vissulega í þeim hópi sem ekki hefur alltaf ver- ið ánægður með hans stil og starfshætti í stjórn- málum. Það hefur kastast nokkuð harkalega í kekki með okkur...“ „Afar ósáttur við afstöðu Ólafs Ragn- ars“! „Flokkseigendafélagið hefur verið notað hér lengi sem skammaryrði yfir það fólk sem hefur lengst og mest unnið fyr- ir Alþýðubandalagið og fómað þeim flokki tíma sínum, kröftum og pen- ingum. Ef það er skamni* aryrði að vera slikur flokkseigandi, þá vil ég gjarnan vera í þeim liópi. Mér sýnist nú oft að þetta séu svona vondir menn eins og Svavar Gestsson ItemgœiJU! J Sifjfútson wráfoima'ur Ajþ^öubamialccsxs/cr vddvr. stior iardnfts:oditniidr mrr n okkSs I vtöfiili v,ö rcé5irháiui um óii:*ý'UQa;Eif Öiát Raáiicr, fynr hváð floklcurinn á cð staada 011 hverir séi: / hæfsbUrlii að’ieiödiokkum framtió iii „Afspyrnu heimskuleg- ur“ formannsgjörningur Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins, segir Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni flokksins, til synd- anna í nýlegu viðtali í Heimsmynd. Hann telur „átök um kjör þingflokksformanns á síðastliðnu hausti afspyrnu heimsku- leg“. og aðrir slikir sem hafa púlað lengur og meira fyrir þennan flokk en flestir núlifandi íslend- ingar ... Til dæmis voru átökin uni kjör þingflokksfor- manns á síðastliðnu hausti afspymu heimsku- leg uppákoma. Ég var afar ósáttur við þá af- stöðu sem Ólafur Ragnar tók. Hami lagðist gegn kjöri Svavars sem þá var varaformaður þing- flokksins; ég held það sé engum vafa undirorpið að Svavar Gestsson er prýðilega hæfur til að gegna starfi formanns þingflokksins. Með kjöri Svavars hefði verið hægt að binda forystuna saman á toppnum, sérstaklega ef Ólafur hefði beitt sér fyrir kosningu hans. I staðinn fyrir að nýta þetta tækifæri var því klúðrað." Framsóknar- stimpillinn „Þessum stimpli hefur verið komið á niig af mín- um ágætu vinum i Birt- ingu sem vopn i einhveij- um skæmm iiuian flokks- ins ... Sjálfir höfum við í gamni talað um fram- sóknarvinafélagið og deilt um það hver færi með formennsku þar, ég, Ragnar Amalds, Hjörleif- ur eða Kristinn. Hins veg- ar hafa miður þenkjandi einstaklingar notað þetta í neikvæðum tilgangi sem er fremur leiðinlegra. Það er nú svo voðalegt að ég er úr sveit, Norður- Þingeyingur, og mér skilst að þegar blessunin hún Guðrún Helgadóttir komst að þvi að ég væri hagmæltur i þokkabót hafi henni fundist stein- inn taka úr; meiri gæti framsóknarmennskan ekki orðið!" Áform í orði - engin á borði „I Alþýðubandalaginu gilda þær reglur að skipta á um forystu að þremur kjörtimabilum loknum, eða sex ámm. Nú er sá tími sumsé kom- inn að Ólafur Ragnar þarf að fara að hugsa sér til hreyfings,“ segir Heimsmynd, og bætir við: „Hann er þó ekkert á því, enda þegar búinn að tilkynna um framboð sitt ... í því efni skýlir Ólafur sér á bak við undanþágu frá ofangreindri reglu sem leyfir að formaður sitji áfram eitt kjörtíma- bil, séu sérstakar aðstæð- ur fyrir hendi." „Eg tel eðlilegt að menn hefðu rætt í flokkn- um hvort nú væm uppi þær aðstæður er rétt- lættu að viðkomandi ein- staklingur gegndi þessu í tvö ár í viðbót ... Ég hef orðið var við taisverðan áhugá á þvi að skynsam- legt gæti verið fyrir Al- þýðubandalagið að fory- stuskipti yrðu núna.“ Sem kunnugt er reynd- ust vangaveltur þing- mannanna Steingríms J. Sigfússonar og Kristins H. Gunnarssonar um mót- framboð gegn Ólafi Ragnari allar í orði en engar á borði. * SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Ef þú nauðhemlar eða dregur snögglega úr hraða bif- reiðarinnar, án tilefnis vegna umferðar, og ekið er aftan á bifreið þína er óvíst að þú fáir tjón þitt að fullu bætt. Samkvæmt 2. málsgrein 17. greinar umferðarlaga skal sá, sem dregur snögglega úr hraða ökutækis eða stansar, gæta þess að það skapi ekki hættu eða óþarfa óþægindi fyrir aðra. Tillitsseini í umferðinni er allra mál. 8j S s < o> I SIOVAOrTAI MFNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.