Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Töluvert um svarta atvinnustarfsemi í veitingarekstri Blása þarf til herferðar gegn lögbrjótum - segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa ERNA Hauksdóttír, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa, kveðst telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að töluvert mikið sé um svarta atvinnustarfsemi í veitingarekstri. Erna bendir meðal annars á félagsheimili og einkasali sem augljós dæmi um rekst- ur sem velti háum fjárhæðum án þess að sala og laun séu gefin upp til skatts, nema í einstaka tilfellum. „Við höfum lagt á það mikla áherslu við stjórnvöld að biásið sé til allsherjar herferðar gegn þess- um og öðrum brotlegum fyrirtækjum í veitingarekstri," segir Erna, „því fyrir þau fyrirtæki sem skila sköttum og skyldum er samkeppni við svartan eða gráan markað gjörsamlega óþolandi í jafn skatt- lagðri atvinnugrein." verið í almenna iðnnámskerfinu fram til þessa með hörmulegum afleiðingum. Er atvinnulífinu treystandi fyrir menntunarmálum? Menn kunna að spyrja hvort atvinnulífinu sé treystandi fyrir starfsmenntuninni. í því sambandi er ágætt að benda á þau tniklu áhrif sem fulltrúar atvinnulífs í Danmörku hafa á starfsmenntun þar. Þegar Danir endurskoðuðu fyrir fáum árum lög sín varðandi iðn- og starfsmenntun þá ákváðu þeir að styrkja enn frekar hlut atvinnulífsins. Það gerðu þeir vegna þess að fulltrúar atvinnulífs- ins hafa sýnt ábyrgð og leyst verk sitt af hendi með sóma í gegnum tíðina. Með þessu fyrirkomulagi er ákveðið öryggi fengið fyrir þvi að inhihald iðnnáms svari kröfum atvinnulífsins og að færni og hæfni nemendanna hljóti viðurkenningu úti í fyrirtækjunum. Svipað háttar til í Þýskalandi, þar er atvinnulífíð jafnframt kallað til ábyrgðar og áhrifa. Það er einnig eftirtektar- vert að bæði í Þýskalandi og Dan- mörku er verklegur hluti námsins úti í fyrirtækjunum að mestu leyti, en minna í skólunum og námið skipulagt með víxlverkun skóla og fyrirtækja. Þetta er athyglisvert og stangast svolítið á við þá stefnu hér á landi undanfarin ár að færa sem mest verknám inn í skólana. Verkmenntaskólar þjóni atvinnulífinu Eg held að ástæðan fyrir vand- anum í starfsmenntakerfinu sé að þrátt fyrir að fagurlega hafi verið talað um tengsl atvinnulífs og skóla, þá hafi stjómun iðnmennt- unar beinlínis stuðlað að því að þessum tengslum hafí verið haldið í lágmarki. Sú hugsun hefur ekki verið ríkjandi í skólakerfmu, að verkmenntaskólar séu til að þjón- usta atvinnulífið, fyrr en nú að þau sjónarmið virðast vera að skjóta rótum. Það má til dæmis sjá í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu, þar sem sjónarmið prentiðnaðarins njóta greinilega mikils stuðnings. Menntamálaráð- herra vill greinilega líka að fulltrú- ar atvinnulífs komist til áhrifa og ábyrgðar. Það er skoðun mín, að atvinnu- lífið eigi rétt á því að krefjast við- eigandi menntaðs fólks úr skólun- um og það geti aðeins tekist með nánu samstarfi við þá atvinnugrein sem þeir þjóna. Ég tel það grund- vallaratriði að verknámsskólar þjóni atvinnulífinu en lifi ekki sjálf- stæðu lífi á eigin forsendum. Með fyrrgreindu samkomulagi hafa menntamálaráðherra og skóla- stjóri Iðnskólans tekið undir þetta með þeim hætti að eftir er tekið og þessi stefnumörkun verður ör- ugglega höfð til hliðsjónar í alls- heijar uppstokkun á iðnnámskerf- inu, sem ekki er vanþörf á. Höfundur er framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Verð kr. 1.290,- 5% staðgreiðsluafsláttur, | einnig af póstkröfum * greiddum innan 7 daga. wúTiLíFmm GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 Erna segir að verkalýðsfélögin hafi t.d. bent á misræmi í veitinga- húsarekstri sem renni stoðum undir að um skattsvik sé að ræða, enda geti þau séð frá hversu mörgum starfsmönnum. er skilað inn greiðsl- um. Hún kveðst þekkja dæmi þess að laun starfsmanna í veitinga- rekstri séu ekki gefin upp til skatts, sem sé alvarlegt mál því sama starfs- fólk geti jafnvel verið á námslánum eða atvinnuleysisbótum, auk þess sem atvinnurekandinn losnar þá við að greiða tilskilin gjöld. Ema segir að þannig sé um að ræða tvöfalt tap fyrir þjóðfélagið. „Við höfum beðið um þessar upplýsingar en þær eru aldrei gefnar upp. Því vita engir nema skattyfirvöld hversu miklu er skilað inn í opinberum sköttum frá þeim fyrirtækjum sem eiga í hlut, enda í þeirra verkahring að gæta þess að það séu allir jafnir fyrir lög- unum,“ segir Erna. Hún segir ljóst að þeir vinnuveit- endur sem stundi ólöglega atvinnu- starfsemi af þess tagi, geri sér enga grein fyrir heildinni og hagsmunum hennar. „Þegar þetta er haft í huga og áætlað tekjutáp ríkissjóðs vegna skattsvika, er tími til kominn að skattyfirvöld grípi til alvarlegra að- gerða til að jafna samkeppnisstöðu fólks og fyrirtækja.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.