Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ F'IMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
17
Ingvar Á. Guðmundsson formaður Meistara- og verktakasambands byggingarmanna
Setja á hvata í skattkerf-
iðtil að auka skattskil
„ÞEIR byggingaverktakar sem hlíta reglum og lögum skattyfirvalda
eru ekki samkeppnisfærir við þá aðila sem keyra sinn rekstur neðan-
jarðar," segir Ingvar A. Guðmundsson, formaður Meistara- og verk-
takasambands byggingarmanna, og kveðst taka undir gagnrýni þá
sem Örn Kjærnested, formaður Verktakasambands íslands, lét í ljós
um síðustu helgi á starfsemi byggingaverktaka sem fara ekki að
skattalögum. „Hins vegar er þessi rekstur svo vel hulinn að hann
kemur nær aldrei til okkar afskipta, og þótt við fáum ábendingar
um brot á lögum eru þær sjaldnast nægilega rökstuddar til að rétt-
læta aðgerðir."
Ingvar segir að sambandið hafi
reynt að fá skattyfirvöld til að
grípa til aðgerða í þeim tilgangi
að rétta hlut þeirra verktaka sem
standa við sínar skyldur, því sjálft
sé það ráðalaust gagnvart ólög-
mætu athæfi fyrirtækja á þessu
sviði og geti ekki gert sér fulla
grein fyrir umfangi þeirra. „Við
hofum t.d. beint því til skattyfir-
valda að það verði settur inn hvati
til að skapa meiri reikningsskil og
þá ekki síst í viðgerðum og smærri
framkvæmdum, á þann hátt að
fólk geti fengið metið sannanlegan
endumýjunar-og viðhaldskostnað
mannvirkja til skatts í formi af-
sláttar eða frádráttar. í þessu
sambandi má benda á þann hvata
sem byggður er inn í virðisauka-
skattskerfið. Þetta ætti að vera
hvatning fyrir fólk að taka reikn-
inga af hveijum einasta verktaka
og telja þennan kostnað fram.“
Ingvar segir að áþekkt kerfi
hafi verið við lýði fyrir fáeinum
áratugum síðan, en það hafí horf-
ið við breytingar á skattalögum.
Þess í stað hafi húseigendum ver-
ið gefinn kostur á að telja slíka
vinnu fram sem prósentuhlutfall
og þak síðan sett á það. „Því mið-
ur vírðast ný skattalög hafa ýtt
undir svarta atvinnustarfsemi í
þessari grein,“ segir Ingvar.
Launagjöldum ekki skilað
Ingvar segir að sambandið hafi
einnig bent á að iðnnemar og iðn-
sveinar sem vinna sem launþegar
annist hluta af starfsemi verktaka
utan venjulegs vinnutíma. „Þetta
eru svokallaðir aukatímar og það
er hrein ráðgáta hvernig og hvort
sú vinna skilar sér nokkurn tímann
inn í skattkerfið."
Ingvar segir að Meistara- og
verktakasamband bygginga-
manna hafi einnig sett spurningar-
merki við tilhneigingu fyrirtækja
til að hafa „gervi-verktaka“ í sinni
þjónustu. „Menn eru þá teknir út
af launaskrá og gerðir að verktök-
um, sem færist mjög í vöxt,“ seg-
ir Ingvar, „og við teljum að ýmis
launatengd og kjaratengd gjöld
skili sér ekki nægilega vel til skatt-
kerfisins með þessum hætti. Það
er því deginum ljósara að fyrir-
tæki og byggingameistarar í okkar
röðum eru að slást við falda starf-
semi sem þeir geta ekki staðist
snúning við núverandi aðstæður."
NORRÆNA
FÉLAGIÐ í
REYKJAVÍK
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík
verður haldinn í Norræna húsinu mánudag-
inn 27. september kl. 17.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna
á fundinn.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Eyjar steyptar á Reykjanesbraut
við Vogaveg.
Eyjar steypt-
ar á Reykja-
nesbraut
Vogum.
UNDANFARNAR vikur hefur
verið unnið að breikkun
Reykjanesbrautar við gatna-
mót í Voga og til Grindavíkur
og eyjar steyptar á brautina.
Aðalverktaki við framkvæmd-
ina er Loftorka og er stefnt að
því að framkvæmdum verði lokið
í þessum mánuði. Tíð umferðarslys
hafa orðið við gatnamótin og er
vonast til að með þessum fram-
kvæmdum megi fækka þeim.
- E.G.
Fyrir þá
sem vsij a
meira
pepperoni
Við köllum hana Pepperoni-veislu og hún ber svo
sannarlega nafn með rentu. A henni er sterk og
bragðgóð pepperoni-kryddpylsa sem er stolt
liússins - gerð samkvæmt kúnstarinnar reglum og
alþjóðlegum gæða- og frainleiðslustaðli Pizza Hut.
Á Pepperoni-veisluna setjum við ekta MozzareUa
ost, þá mikið af ljúffengum pepperonisneiðum
og ofan á þær tvö lög af blöndu úr MozzareUa osti,
gómsætum Gouda og inildum Maribó.
Svo kórónum við veisluna með því að dreifa
öðru lagi af pepperoni yfir.
Pizza Hut — einfaldlega meira af öllu.
P
-Hut
Hótel Esja • 680809 • Mjódd • 682208
Frí heimsendingarþjónusta
Um leið og við hjá Pizza Hut á íslandi fögnum 5 ára afmæli, fagnar Pizza Hut veitingahúsakeðjan
35 ára afmæli. Við erum stolt af því að tilheyra stærstu pizzukeðju í heimi með yfir 9.000 veitingastaði.